Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR valið til að viðkomandi nái sínu allra besta þegar mest á reynir. Það er eðlilega mjög mismunandi milli íþróttafólks, sumir eru oftar en ekki mikið betri á æfingum sem stafar oft af því að stressið er á of háu stigi í keppni (miðað við æf- ingar). Svo eru sumir sem ná sín- um bestu frammistöðum í keppn- um einmitt vegna þess að það er stress og eitthvað til að vinna. Það er lykilatriði að íþróttamenn átti sig á hvaða stressstig það er sem hentar þeim best, hvernig skal ná því fyrir keppni og að halda sig innan þess á meðan á keppni stendur ef þeir vilja reglulega framkalla sitt besta. Viðhorf Segja má að viðhorf okkar séu linsurnar sem við sjáum heiminn í gegnum. Einstaklingar með já- kvætt/bjartsýnt viðhorf hafa allt aðra reynslu af keppnum en þeir sem hafa neikvætt/svartsýnt við- horf til keppna. Það er margt sem mótar viðhorf okkar í gegnum árin og það þarf alls ekki að taka mörg ár að mótast. Krakkar og ungling- ar eru með sín eigin viðhorf til keppna, æfinga, erfiðis, væntinga o.s.frv. alveg eins og við fullorðna fólkið. Fyrri keppnisreynsla, end- urgjöf frá aðstandendum/vinum/ þjálfurum ásamt persónulegri túlkun íþróttamannsins á endur- gjöfinni hefur gríðarlega mikið að segja. Hugarþjálfun hjálpar til við að bera kennsl á neikvætt hugar- far (linsuna) sem viðkomandi hefur hugsanlega þróað með sér, takast á við keppnir andlega almennt og leiðrétta linsuna til að viðkomandi geti sýnt sínar bestu hliðar þegar mest á reynir. Ef íþróttamaður finnur að stress, kvíði, áhyggjur og neikvætt sjálfstal gera oftar en ekki vart við sig fyrir keppnir, þá þarf viðkom- andi ef til vill að íhuga hugarþjálf- un. Kosturinn og kannski vanda- málið líka er, að það er svo margt hægt að gera til að bæta hugar- þjálfun við reglubundna þjálfun. Örfá dæmi um atriði sem hægt er að vinna í eru meðal annars:  Vinna í að efla sjálfstraust sitt  Bæta tilfinningastjórnun (reiði/vonbrigði).  Breyta neikvæðu sjálfstali í jákvætt sjálfstal.  Bæta andlegan keppnisundir- búning almennt.  Fullkomnunarárátta. Þetta er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi listi enda eru ein- staklingar mjög mismunandi þann- ig að það getur verið sambland af nokkrum atriðum sem skila best- um árangri eða kannski að ein- beita sér að 1-2 atriðum. Þjálfarar (og ekki síst aðstandendur) þurfa að vera vakandi fyrir því hvort að- stoðar sé þörf varðandi andlegu hliðina og einblína ekki einungis á líkamlegu og tæknilegu hliðina því oftar en ekki er það andlegi þátt- urinn sem bindur allt saman. Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði. afrekpsych@gmail.com Með stóraukinni flugumferð um Kefla- víkurflugvöll hefur mengun náð hátt og ekki liggur fyrir hve mikil hún er. Hér í aust- anátt á Vatnsleysu- strönd, þar sem ég bý er greinilega lykt af brennandi flugvélaelds- neyti og hljóðmengun hefur stóraukist nú síð- ustu ár. Hér er þetta þó ekki vandamál enda bara sjö km að brautarenda. Brýnt er að fara að plana byggingu nýrrar flugbrautar og gera brottfarir flugvéla greiðari. Íslendingar hafa nú endurbyggt allt rafkerfi og allt sem að rafmagni liggur í 220 volt og 60 rið og LED-ljós eru í flugbrautum nú með því fullkomnasta sem gerist í Evrópu í dag. Þegar ameríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006 þá var völl- urinn með 110 volt og 50 riða rafmagn og flest úrelt. Í dag hefur það verið hreinsað burtu og nýtt sett í staðinn og þá allar lagnir, brunnar og ljósbúnaður nýtt og völlurinn allur hefur verið malbikaður og endurbættur. Því kemur mér mjög á óvart að í dag skuli umferð herflugvéla um völlinn vera 7,2%, samkv. uppl. Isavia, af öllu flugi um völlinn og að þær borgi ekki lend- ingargjöld eins og borg- arlegt flug um völlinn. Þetta þarf að stöðva og beina hernaðarflugi annað, t.d. til Egilsstaða og Akureyr- ar. Á Egilsstöðum má byggja aðstöðu fyrir hervélar og húsnæði er þar til nú. NATO borgar ekki neitt fyrir við- hald vallarins í Keflavík og það gerir USA ekki heldur. Oft er talað um öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli, hvað er það? Ekki neitt sem þessar vélar nota. Þarna er ratsjár, móðurstöð fyrir fjórar ratsjárstöðvar á jafnmörgum stöðum á landinu, þær eru í dag 30 ára og úreltar og tími kominn á lokun þar. Hernaðarlega gegna þær engu hlutverki sem máli skiptir fyrir Nató- lönd, og mér er sagt að sérfróðum mönnum sem gegnt hafa herþjónustu í nágrannalöndum okkar t.d. í Bret- landi og Noregi, að þetta kerfi sé ekki að skipta sköpum. Allt fer í gegnum gervihnetti og nýtt kerfi er komið fyr- ir flug, sem gerir þær að forngripum, og það kerfi er mun nákvæmara. Á svokölluðu öryggissvæði er mik- ið steinsteypt þykkt byrgi, þar áttu hershöfðingjar og fáir útvaldir geta dvalið neðanjarðar í kjarnorkustríði í sex mánuði. Ég sá í breska sjónvarp- inu mynd af aflögðum kaldastríðs- stöðum USA í Bretlandi, þar voru svona kjarnorkuvopnaheld byrgi og rauðir símar og takkar til að senda kjarnorkuvopn af stað, flugvellir og flugskilti fyrir orustuþotur og allt þetta drasl. Steinsteypuneðanjarðar- fyrirbrigðið stendur nú autt og köngulóarvefur og grasi gróin minnis- merki bíða þess að vera brotin niður. Því þarf að létta álagi ef vellinum og beina hervélum annað. Kafbátaleitarvélar Poseidon USA koma nú hér við og flugskýlið 831 byggt 1956 og endurbyggt 2000 á nú að vera miðstöð þessara véla sem koma við á Keflavíkurflugvelli nú, þær hafa stöð í Skotlandi með breska RAF sem búið er að fá Poseidon-njósna- vélar og fær fleiri, Norðmenn fá líka vélar af sömu gerð. Átti ekki Land- helgisgæslan að fá 831 flugskýlið? Gæslan býr við þröngan húsakost í Reykjavík. Fjarskiptamastrið í Grindavík var og er mjög mikilvægt og mikilvægi þess hefur stóraukist fyrir kafbáta US NAY og nær niður til Miðjarðarhafs. Þetta mastur sendir út hátíðni og lágt- íðni með miklum sendistyrk. Íslensk- ur verktaki rekur stöðina fyrir sjóher USA til staðsetningar, þar vinna tæknimenn og ráðskona. Fær bæjar- félagið gjöld af stöðinni eða landi, því þar er afgirt? Svarið er nei, bæjar- stjórn veit ekki hvað þar er né nokkuð annað um þessa stöð. Mikil geislun er frá stöðinni og er ekki holl fólki frekar en geislun fyrir flugmenn er krabba- meinsvaldur. Allt tal þar um að svo sé ekki er ósatt. USA er að stórauka kafbátahernað sinn í Atlantshafi, nýleg æfing kafbáta við Ísland olli því að háhyrningar syntu upp á land í miklum mæli, sama gerðist í Færeyjum og í Skotlandi. Ís- lendingar eiga að standa utan hern- aðarbrölts USA á Atlantshafi, Nató er að gliðna og Frakkar og Þjóð- verjar vilja evrópskt hernaðar- bandalag. Þeir töldu Nató vera úrelt og að því væri ekki treystandi, það eru orð að sönnu. Ísland hefur verið herlaust í 12 ár og vonandi verður svo áfram. Herlið sem var hér frá 1951 til 2006 var ekki á neinum tímapunkti hér í þágu Íslands. Hagsmunir USA voru 100%. Orð- ið varnarlið var rangnefni til að blekkja treggáfað fólk hér og Ís- lendingar kokgleyptu það og halda enn. Kaninn fór þegar hagsmunir þeirra hættu að nýtast þeim einum. Bandaríkjamenn eru að stórauka hernaðarbrölt sitt á Atlantshafi og vilja ólmir byggja flugvelli á Græn- landi nú, það vilja Kínverjar líka. Kína er næsta heimsveldi, iðnaðar- vörur koma þaðan norðurleið, líka mun Rússum vaxa fiskur um hrygg, þar eru mikil auðæfi í jörðu. Íslend- inga vantar ekki bandarískar her- stöðvar hér nú. Reynsla okkar frá árunum 1951 til 2006 var slæm og viðskilnaður USA hroðalegur. Við eigum menntaðra fólk nú 2018 held- ur en 1951, sú kynslóð vill hreint land og aðrar áherslur í heims- málum en 1951-2006 en þá vorum við kjölturakkar. Keflavíkurflugvöllur ekki fyrir hernaðarbrölt Eftir Virgil Scheving Einarsson » Brýnt er að fara að plana byggingu nýrrar flugbrautar og gera brottfarir flugvéla greiðari. Virgill Scheving Einarsson Höfundur er landeigandi og býr á Vatnsleysuströnd brunnastadir_prime@yahoo.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.