Morgunblaðið - 30.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 30.10.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Þeir eru nú örugglega margir púkarnir sem hafa hugsað til Ísafjarð- ar og Vestrapúk- ans Péturs Sigurðssonar síðast- liðna daga og sérstaklega þeir eldri sem stunduðu knattspyrnu á yngri árum á Ísafirði. Pétur hefur alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta. Ég ólst upp á Mánagötunni á Ísafirði, sömu götu og Pétur bjó í og það var fyrir hans tilstuðlan að ég gekk í knattspyrnufélagið Vestra og þá ekki mikið eldri en sex ára. Pétur var formaður þess félags. Hann ásamt mörgu öðru góðu fólki vann mikið þrekvirki í gamla daga við að leggja þann íþróttagrunn sem mörg okkar voru svo lánsöm að geta byggt á. Þær eru ófáar klukkustund- irnar í sjálfboðavinnu sem margur góður Ísfirðingurinn hefur lagt á sig til þess að púk- arnir fyrir vestan gætu stundað íþróttir. Hvort heldur það var sund, körfubolti, skíði eða fót- bolti. Allt þetta fólk á miklar þakkir skilið. Þær voru margar stundirnar sem við knattspyrnupúkarnir áttum með Pétri og þau voru mörg ferðalögin sem hann fór með okkur í eða stóð fyrir. Þær voru líka margar sögurnar sem urðu til. Eina af þeim sagði Pét- ur okkur sjálfur þegar hann hélt ræðu eitt árið á Púka- mótinu. Púkamótið er félag sem stofnað var árið 2004. Félagið hefur staðið fyrir fótboltamóti á Ísafirði árlega síðan fyrir eldri fyrrverandi knattspyrnumenn Ísafjarðar. Pétur hefur verið fastagestur á þessum fótbolta- mótum. Sagan sem Pétur sagði okkur var eftirfarandi: „Eitt skiptið var farið með fimmta flokk stráka í fótbolta suður til Reykjavíkur til þess að keppa og fengu þeir gistingu í Breið- holtinu. Það þurfti að ferja strákana frá Breiðholti niður í bæ til að spila en rútan sem átti að flytja þá bilaði. Ekki dóu menn ráðalausir. Pétur var á þessari fínu Volkswagen-bjöllu og bauð strákunum að koma sér fyrir í bílnum. Á leiðinni niður í bæ var Pétur stoppaður ein- hvers staðar á Miklubraut af lögreglumanni sem fannst eitt- hvað athugavert við litla bjöllu- bílinn. „Jæja kallinn, eru menn bara að koma frá Ísafirði,“ spurði lögreglumaðurinn. Hann hafði séð að bílnúmerið var Í- númer. „Ha, já, já,“ sagði Pétur, „við eigum að keppa á malar- vellinum núna á eftir.“ „Jahá, spila fótbolta, jæja kallinn,“ sagði lögreglumaðurinn, „en ertu ekki með svolítið of marga stráka í bílnum, eina átta aftur í og þrjá frammi í?“ „Ha, marga?“ hváði Pétur, „jú kannski, en þeir eru svo rosa- Pétur Sigurðsson ✝ Pétur Sigurðs-son fæddist 18. desember 1931. Hann lést 14. októ- ber 2018. Útför hans fór fram 27. október 2018. lega litlir!“ Lög- reglumaðurinn horfði hissa á Pétur en spurði svo: „Heyrðu, vinur, ertu ekki að fara fljótlega aftur til Ísafjarðar?“ „Jú, jú, strax eftir leik- inn,“ svaraði Pétur. „Jæja vinur,“ sagði lögreglumaðurinn, „keyrðu þá bara varlega.“ Pétur gaf svo miklu meira af sér til samferðamanna sinna en hann þáði sjálfur og við hin sem eftir lifum erum mun ríkari fyr- ir að hafa fengið að verða sam- ferða honum. Minning hans mun lifa með okkur sem vorum svo lánsöm að kynnast honum. Elsku Hjördís, Siggi, Edda og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Halli Leifs, Vestra-Púki. Haraldur Leifsson. Tíu ára aldursmunur er mik- ill í barnæsku. Sá var aldurs- munurinn á okkur Pétri Sig- urðssyni. Samt man ég hann vel frá minni barnæsku og hans unglingsárum. Ég man hann vegna þess að þá var hann strax orðinn forystumaður – foringi í félagsmálum og foringi í íþróttastarfi. Síðar á ævinni skipti aldursmunurinn engu máli. Þá var Pétur orðinn for- ingi ísfirskrar og síðar vest- firskrar verkalýðsstéttar og ein- hver traustasti og heilasti vinur minn og vopnabróðir. Pétur kom úr röðum alþýðu- fólks og var sannur alþýðufor- ingi. Heilsteyptur, hreinskilinn, stéttvís og sannur jafnaðarmað- ur eins og þeir gerast bestir. Samsamaði sig ávallt með þeim, sem hann starfaði fyrir. Var í þeirra hópi, lifði með þeim og fyrir þá. Jarðbundinn hugsjóna- maður, sem aldrei missti sjónar á þeim gildum, sem hann hafði sett sér ungur – og mörkuðu alla vegferð hans svo lengi sem líkaminn orkaði og síðan afstöðu hans alla á ævikvöldi. Hann var ekki bara vinur og félagi minn heldur einn nánasti samstarfs- maður, sem ég hef átt að fagna. Og ekki bara félagi og sam- starfsmaður minn heldur einnig föður míns, en Pétur tók við af honum sem formaður Verka- lýðsfélagsins Baldurs og svo sem forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Í því hlutverki lauk hann langþráðum draumi – sem sé að sameina vestfirsku verka- lýðshreyfinguna í eitt stórt og öflugt stéttarfélag. Pétur var ekki bara vopna- bróðir minn í stjórnmálabarátt- unni allt frá upphafi og til loka- dags heldur einnig einhver sá traustasti samherji og stuðn- ingsmaður, sem ég hef átt að fagna. Hann gaf mér ekki bara holl ráð og leiðbeiningar heldur allt sitt atfylgi, dró þar hvergi af sér og var alltaf reiðubúinn að hjálpa og aðstoða. Væri hann mér ekki sammála hikaði hann ekki við að láta frá sér heyra og allan slíkan ágreining tókst okk- ur að jafna þannig, að báðir voru sáttir. Mönnum eins og honum eigum við jafnaðarmenn það að þakka, að okkur tókst ekki aðeins að endurheimta þingsætið, sem tapaðist í kosn- ingunum 1971 heldur tókst okk- ur tvívegis í síðari kosningum að ná tveimur þingmönnum af þeim fimm, sem Vestfjarðakjör- dæmi þá hafði – jafn mörgum og öflugasta stjórnmálaaflið, Sjálfstæðisflokkurinn, gat náð. Og í síðustu kosningum þar sem við Pétur börðumst saman varð framboðið okkar næst fylgis- mest í kjördæminu af öllum flokkum, sem þar buðu fram. Gamall maður í friðsæld kyrrðar leyfir huganum að reika. Liðnir atburðir lifna þá stundum fyrir hugskotssjónum. Er þá eins og finnist fyrir ná- lægð fornra félaga – líkt og þeir stæðu hið næsta manni. Svip- urinn, sjálfið, nálægðin. Blekk- ing, að sjálfsögðu. En minningin er þarna. Hún lifir. Eins og þeir lifa í huga manns þessir gömlu félagar. Eins og Pétur Sigurðs- son mun lifa í huga mínum þó hann sé nú kvaddur. Kvaddur víst – en ekki hinstu kveðju. Minningin deyr ekki meðan þeir lifa, sem muna. Á meðan er stundum eins og fornir félagar standi hið næsta manni. Í frið- sæld kyrrðar. Sighvatur Björgvinsson, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag verður Pétur Sigurðs- son verkalýðsforingi frá Ísafirði jarðsunginn frá Ísafjarðar- kirkju. Þegar kemur að kveðju- stund koma upp minningar um öflugan baráttumann fyrir bætt- um kjörum verkafólks. Leiðtoga sem setti sterkan svip á verka- lýðsbaráttu Vestfirðinga. Fyrstu kynni mín af Pétri tengdust verkalýðsbaráttu, það var á félagsfundi hjá Verslunar- mannafélagi Ísfirðinga þar sem hugmyndir að stofnun Verka- lýðsfélags Vestfirðinga voru kynntar. Mér er það minnis- stætt hvað þessi þá fullorðni verkalýðsforingi var skörulegur og brann heitt fyrir sameiningu allra verkalýðsfélaga innan Al- þýðusambands Vestfjarða í eitt félag. Fór það svo að félagsmenn Verslunarmannafélagsins stóðu að stofnun Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 21. septem- ber 2002. Í kjölfarið lánaðist mér að vera valinn ritari hins nýja sameinaða félags og átti mjög gott samstarf við Pétur næstu fimm ár, eða til ársins 2007 er hann ákvað að stíga til hliðar. Þeir sem til þekkja vita að Pétur var rammpólitískur, góð- ur og gegn krati, þó svo að sumir segðu hann vera sósíal- ista. Skrifstofa Péturs bar þessa nokkur merki með gríðarstórri mynd af Karli Marx. Pétur var meinfyndinn og gerði í því að taka myndir af gestum sem mættu á skrifstofuna með myndina af Karli Marx í bak- grunni. Gladdist hann sérstak- lega ef honum tókst að ná sjálf- stæðismönnum í slíkar myndatökur. Það var gott að taka við for- mennsku af Pétri, sem var haf- sjór af fróðleik og með stál- minni. Pétur veitti nýjum formanni ráðrúm til að koma sér fyrir og aldrei fann ég fyrir því að andað væri ofan í háls- málið á mér þó að mikið gengi á þetta fyrsta ár mitt sem for- maður. Pétur var duglegur að brýna samstarfsfólk sitt til sóknar fyr- ir bættum kjörum. Fyrstu brýn- inguna fékk ég í kveðjuræðu Péturs á baráttufundi í Alþýðu- húsinu 1. maí 2007 þar sem hann lagði línurnar fyrir kom- andi kjarasamninga. Krafðist Pétur þess að lágmarkslaun færu í 200.000 krónur, það mætti ekki minna vera enda sópuðu nýir vendir best. Til Péturs hugsa ég með þakklæti fyrir mjög gott sam- starf í stjórn Lífeyrissjóðs Vest- firðinga árin 2010-2011, en þá tók ég við keflinu af honum í stjórn sjóðsins. Pétur var þá á áttugasta aldursári en langt í frá hættur að hugsa um verka- lýðsmálin. Í desember 2016 var svo Alþýðusamband Vestfjarða sameinað inn í Verk Vest. Var það síðasta embættisverk Pét- urs sem forseta ASV. Pétur Sigurðsson var heið- ursfélagi í trúnaðarráði Verk Vest þar til hann óskaði eftir að stíga til hliðar síðla árs 2017 eft- ir erfið veikindi. Síðustu brýn- inguna fékk ég þó frá Pétri í 60 ára afmæli Ólínu tengdadóttur hans í september síðastliðnum. Þar ræddum við komandi kjara- samninga og víðtækt samstarf verkafólks. Óbilandi baráttuandi og áhugi fyrir bættum kjörum verkafólks þrátt fyrir að vera kominn vel á 87. aldursár. Það er með djúpri virðingu, þökk og söknuði sem ég fyrir hönd stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Vestfirðinga kveð þennan mikla baráttujaxl og verkalýðsforingja okkar Vestfirðinga og sendi eftirlif- andi eiginkonu og stórfjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Pétur var margslunginn maður. Kom enda víða við í líf- inu. Tókst ungur á hendur margvísleg forystustörf og þau fylgdu honum út starfsævina. Hann var því flestum kunnur þó að honum væri í raun lítt gefið um að vera áberandi. Hvort sem vettvangurinn var íþróttir, verkalýðsmál, stjórnmál eða önnur samfélagsmál valdist hann fremstur innan sinna raða. Við Pétur vorum sjaldnast innan sömu raða en höfðum þó afar svipaða sýn á okkar nán- asta umhverfi þegar öllu var á botninn hvolft. Stundum runnu raðir okkar saman en stundum skarst í odda. Til að kóróna hversu marg- slunginn hann var varð hann í raun áhrifamikill á sviði fyrir- tækjareksturs og þróun at- vinnulífs. Á þeim vettvangi hóf- ust kynni okkar fyrir alvöru. Þegar samdráttur í fiskveiðum og galnar reglur um skiptingu veiðiheimilda voru að ganga af atvinnulífi á heimaslóð okkar dauðu skildi hann manna fyrst- ur nauðsyn uppstokkunar, sem gæti orðið til sóknar. Þar beitti hann afli sínu og umbjóðenda sinna til góðs. Það var reynt að tjalda til langs tíma en hvor- ugur okkar átti von á að hluti sambýlinganna væri einungis að horfa til þröngra eiginhags- muna. Að til væru öfl sem skeyttu í engu um hagsmuni samborgara og byggðar. Verkfallið langa árið 1997 var líka þungbært. Þar stóðum við hvor í sínu liðinu. Sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. Skilj- anlegur pirringur vegna langs samdráttarskeiðs hlaut útrás á röngum stað og tíma. Án efa hefði þurft að kynna betur á þeim tíma hversu veikt atvinnu- lífið stóð í raun. Þrátt fyrir mikla hörku þessara vikna var hann tilbúinn að ræða málin í trúnaði utan hefðbundins sátta- ferlis. Þráðurinn slitnaði sem betur fer aldrei. Þegar stór sölusamningur hékk á bláþræði var samið um málin svo að að einhverju væri að hverfa þegar verkfalli lyki. Allt sem þar var um samið munnlega stóð sem stafur á bók. Þar sýndi Pétur mikla djörfung og framsýni með hagsmuni allra að leiðarljósi. Á fallegu haustkvöldi fyrir réttum tíu árum á Núpi í Dýra- firði áttum við langt og gott samtal um vikurnar sjö. Fórum yfir málin og skildum sáttir. Á undanförnum árum höfum við verið innan sömu raða. Tek- ið þátt í glaðværum félagsskap uppvaxinna fótboltapúka á Ísa- firði. Þar lék hann á als oddi. Stóð þar mörgum yngri mönn- um framar. Hann var líka kom- inn til upphafsins. Miðpunktur í þróttmiklu starfi til stuðnings æsku Ísafjarðar. Við Dagrún sendum Hjördísi, Sigga, Eddu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Péturs Sigurðssonar. Halldór Jónsson. Pétur Sigurðsson íþrótta- frömuður skipti sköpum fyrir líf margra okkar sem ólumst upp um og upp úr miðri síðustu öld á Ísafirði. Ef ekki hefði verið fyrir dugnað og ósérhlífni hans og nokkurra til viðbótar hefðu ungdómsárin verið fjörminni og fátæklegri. Pétur stóð í stafni, kraftmikill og hvetjandi, stýrði íþróttafélaginu Vestra í áratugi og sinnti þar stóru sem smáu eins og þeir muna sem fóru undir hans stjórn í keppnisferð- ir í flest landshorn. Knattspyrnan í Vestra var oft öflugri á þessum árum en hjá okkur í knattspyrnufélaginu Herði og því kom fyrir að sumir Harðverjar smygluðu sér í keppnisferðirnar með Vestra undir stjórn Péturs eða hans manna. Pétur hafði ráð undir rifi hverju og fræg er samningalipurð hans þegar hann þurfti um það leyti sem hægri umferð tók gildi hér á landi að semja við löggæslu höf- uðborgarsvæðisins um flutning á heilu fótboltaliði smávaxinna drengja í litlum fólksbíl á milli knattspyrnuvalla í borginni. Í því eins og mörgu öðru hefur glettni, lipurð og málafylgja Péturs komið að góðum notum. Á þessum áratugum jókst auður Ísfirðinga er þeir sóttu gull í greipar Ægis en þó var mannauðurinn og félagsauður- inn meiri fyrir tilstilli Péturs og hans líka sem sáu ungviðinu fyrir viðfangsefnum í frístund- um. Ég hef því alltaf séð eftir því þegar ég sem ungur blaða- maður á Vestfirska frétta- blaðinu skrifaði grein og skammaði Pétur og aðra for- ystumenn íþróttahreyfingarinn- ar fyrir að ekki gengi hraðar að byggja ný íþróttamannvirki á staðnum – þegar ég hefði átt að láta nægja að beina spjótum mínum að bæjaryfirvöldum. Enda hringdi Pétur í mig, stráklinginn, og leiddi mér fyrir sjónir stöðu málsins og mögu- leika. Síðar átti ég eftir að standa í sporum Péturs í knatt- spyrnudeild á höfuðborgarsvæð- inu í örfá ár, þótt ég kæmist varla með tærnar þar sem hann hafði hælana, og gerði mér þá betur grein fyrir því hversu um- fangsmikið framlag Péturs til íþróttamála er. Fyrir rúmum áratug tókum við upp á því knattspyrnufélag- arnir að vestan að halda mót í knattspyrnu fyrir eldri áhuga- menn um íþróttina með teng- ingu við Ísafjörð. Við köllum það Stóra Púkamótið. Pétur hikaði ekki við að taka þátt og stóð hann á milli stanganna og varði markið af útsjónarsemi sem yngri menn hefðu mátt vera stoltir af. Og ekki lét hann það aftra sér þótt hálfri öld yngri menn, sem enn töldu sig í fullu fjöri, kæmu á hámarkssiglingu en takmarkaðri hömlunargetu beint í fangið á honum og skelltu honum í völlinn. Hann reis jafnharðan upp aftur og hélt áfram leiknum en hinir höltruðu oftar en ekki út af. Með Pétri er gengin ein mesta kempan á sviði íþrótta- mála á Ísafirði fyrr og síðar. Það er því með miklum söknuði, en um leið þakklæti, sem við, fótboltapúkarnir frá Ísafirði, kveðjum Pétur um leið og við vottum Hjördísi, Sigurði, Eddu og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Stefán Jóhann Stefánsson. Á undanförnum vikum hefur mér af ýmsum ástæðum orðið hugsað til þess ástands sem var í þjóðfélaginu fyrir um þrjátíu árum síðan. Þegar svo andlát Péturs Sigurðssonar barst mér til eyrna fór ég skipulegar að raða saman minningabrotum frá þessum árum, en það var ein- mitt þá sem leiðir okkar Péturs lágu saman. Haustið 1988 tók ný ríkistjórn við völdum, rík- isstjórn Steingríms Her- mannssonar. Öllum bar saman um að vandamálin sem við blöstu væru ærin. Atvinnulífið, einkum útflutningsgreinarnar, áttu í miklum erfiðleikum vegna verðbólgu og gengis krónunnar. Rætt var um gengisfellingar og niðurfærsluleiðir ýmiskonar. Ríkisstjórnin ákvað, frekar en að fella gengið stórkostlega, að setja á laggirnar verkefni sem hlaut nafnið Atvinnutryggingar- sjóður útflutningsgreina og vor- um við Pétur skipaðir í stjórn þar ásamt þremur öðrum. Til- gangur þessa sjóðs var að vera farvegur fyrir fjárhagslega end- urskipulagningu þeirra útflutn- ingsfyrirtækja sem talið var að réðu við framtíðarskuldbinding- ar. Á næstu rúmum tveimur ár- um fórum við í gegnum um- sóknir hundruða fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði sem stunduðu útflutning. Þetta var mikil vinna fyrir stjórnarmenn og við urðum að vinna þétt sam- an því þessi aðferðafræði var frá upphafi pólitískt bitbein. Í þessari vinnu var Pétur mjög mikilvægur. Hann þekkti að- stæður fyrirtækjanna frá öðru sjónarhorni en við hinir, frá sjónarhorni verkalýðshreyfing- arinnar. Stjórnarandstaða þessa tíma reyndi að gera vinnu okkar tortryggilega, margir deildu á hana en fáir tóku upp vörn. Mér er minnisstætt þegar við fórum í heimsókn til stórs fyrirtækis í sjávarútvegi og framkvæmda- stjórinn og aðal eigandinn kall- aði okkur inn á skrifstofu hjá sér og lokaði öllum hurðum kyrfilega áður en hann sagðist viðurkenna að ekkert annað en þátttaka sjóðsins í lausn á vanda fyrirtækis hans hefði bjargað því frá gjaldþroti. „En þetta megið þið engum segja og ég mun ekki gera það.“ sagði hann. Starfsemi Atvinnutrygg- ingasjóð var svo hætt þegar verkefninu var lokið. Síðan fengu þeir Pétur og Guðmundur J Guðmundsson formaður Verkamannasam- bandsins mig til starfa hjá sam- bandinu og var verkefnið að skoða með þeim og skilgreina möguleika íslensks sjávarútvegs út frá hagsmunum verkafólks. Þessa vinnu ætluðu þeir að nota við undirbúning samninga sem síðar voru kallaðir þjóðarsátt- arsamningar. Það var mér mjög dýrmæt og merkileg reynsla að vinna fyrir þá og fara með þeim á milli fyrirtækja þar sem stjórnendur og starfsmenn lýstu fyrir verkalýðsleiðtogun- um sinni sýn á framtíðina. Ég hef eftir að vinna með þeim aldrei verið í vafa um að náin samvinna þeirra Guðmundar og Péturs var eitt af því sem auð- veldaði gerð þjóðarsáttarsamn- inganna. Pétur hafði ríka réttlætis- kennd og næman skilning á hagsmunum alþýðu manna. Þess vegna var aðkoma hans að þeim erfiðu verkefnum sem uppi voru á þessum tímum svo mikilvæg. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast hon- um og eiga að samstarfsmanni. Ég sendi fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Jóhann Antonsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.