Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Ég ætla út að borða með vinkonum mínum í hádeginu þar semvæntanlega verður skálað í kampavíni og svo fer ég á hrekkja-vökuball með dóttur minni,“ segir Sigríður Hrönn Guðmunds- dóttir, sem sér um Lottóið í sjónvarpinu á laugardögum, en hún á 40 ára afmæli í dag. Dóttir hennar heitir Sunna og er átta ára gömul. „Deginum verður því eytt í að baka einhverjar hrekkjavökubolla- kökur, sem verður spennandi að finna út úr, og mála barnið mitt sem vampíru. Hún ætlar að reyna að troða mér líka í vampírubúning, svo ég verð kannski að finna vígtennur á mig líka. Svo verður smá skemmtun um helgina í tilefni dagsins.“ Afmælisfögnuðinum er þó ekki þar með lokið, því Sigríður ætlar með vinkonum sínum úr MH í fertugs- afmælisferð til Rómar eftir þrjár vikur. „Ég hef einu sinni áður komið til Rómar, það var fyrir fimmtán árum þegar ég fór í tveggja vikna ferð um Ítalíu. Núna ætlum við að halda okkur í Róm og förum svo aðeins til London, en ein okkar býr þar.“ Sigríður hefur einmitt mjög gaman af því að ferðast og finnst gaman að fara í lengri ferðalög og á framandi slóðir. „Ég hef samt farið mikið á sömu staðina. Ég hef til dæmis tíu sinnum komið til Dubai en hef líka farið í bakpokaferðalag um Mið-Ameríku og var þar í fjóra mánuði og einnig lærði ég köfun á Maldíveyjum.“ Sigríður starfaði lengi sem fyrirsæta, meðal annars í tvö ár á Ind- landi og lék í tveimur Bollywood-myndum og það kemur öðru hverju fyrir að hún leiki í auglýsingum, bæði innlendum og erlendum. Mæðgurnar Sigríður og Sunna staddar rétt fyrir utan London í sumar. Fer á hrekkjavöku- ball með dóttur sinni Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir er fertug J ón Helgi Gestsson fæddist í Múla í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu 30.10. 1943 og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf þess tíma. Hann lauk grunnskólaprófi frá barnaskólanum í Aðaldal, var einn vetur við Héraðsskólann á Laugum, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræði- prófi 1962. Að námi loknu stundaði Jón Helgi áfram bústörf með foreldrum sínum í Múla og sinnti mjólkurflutningum á árunum 1964-68. Þá flutti hann til Húsavíkur og stundaði akstur með kísil frá Kísilverksmiðjunni við Mý- vatn og til Húsavíkur á árunum 1968-78. Hann dvaldi og starfaði í Gautaborg í Svíþjóð 1978-79 en eftir heimkomuna starfaði hann á Bif- reiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar Jón Helgi Gestsson, fv. framkvæmdastjóri á Húsavík – 75 ára Í Svíþjóð Fr.v.: afmælisbarnið, Guðrún Halla, Heiðrún, Heiðveig, Brynja, Díana, Jón Helgi, Halldóra og Sara Dögg. Lagstur í ferðalög á sínum efri árum Hjónin Halldóra María og Jón Helgi. Þau eiga gullbrúðkaup á gamlársdag. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.