Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Marrið í stiganum eftirEvu Björg Ægisdótturhlaut Svartfuglinn2018. Svartfuglinn eru spennusagnaverðlaun rit- höfundanna Ragnars Jón- assonar og Yrsu Sigurðar- dóttur sem veitt voru í fyrsta sinn í ár og eru ætl- uð höfundum sem senda frá sér skáldsögu í fyrsta sinn. Í umsögn dómnefnd- ar um vinningsbókina segir að fléttan í henni sé fag- mannlega unnin, söguþráð- urinn sterkur og sagan komi les- andanum á óvart. Glæpasagan Marrið í stiganum gerist á Akranesi, þaðan sem höf- undurinn er ættaður. Akurnesing- urinn og lögreglukonan Elma er ný- flutt á heimaslóðir þegar lík af konu finnst við vitann á Akranesi. Fljót- lega kemur í ljós að um morð er að ræða. Hin myrta hafði búið á Akra- nesi sem barn við slæmar aðstæður og ofbeldi af hálfu móður sinnar og fleiri. Þegar konan var myrt bjó hún skammt frá Akranesi með eiginmanni og tveimur sonum. Rannsókn lögreglunnar beinist í fyrstu að eiginmanni konunnar. Hægt gengur að upplýsa málið í byrjun en smátt og smátt kemst lögreglan nær sannleikanum og málið leysist í lokin á óvæntan hátt. Málið upplýsist á þann hátt að morðinginn játar en fróð- legt væri að vita hvað verð- ur um aðrar persónur sög- unnar. Hugsanlega endar Marrið í stiganum á þann hátt sem hún gerir í þeim tilgangi að halda opnum möguleikanum á því að gefa út fleiri bækur með per- sónum sem koma við sögu í bókinni. Marrið í stiganum er trúverðug saga sem lýsir varnarleysi barna gagnvart ofbeldi, einelti, höfnun, klíkumyndun, baktali, þöggun og meðvirkni fullorðinna sem grunar að ekki sé allt með feldu á heimili barna en gera lítið sem ekkert í því. Evu Björgu tekst vel að lýsa því hversu mikil áhrif ofbeldi, einelti og höfnun hafa og hve lengi þau vara. Hin látna og Elma áttu það sam- eiginlegt að hafa ekki viljað flytja aftur á Akranes vegna fyrri reynslu af búsetu þar og afleiðingar slæmra atburða og upplifunar í æsku. Persónusköpun í verkinu er ágæt en á köflum klisjukennd. Persónu- sköpun konunnar sem myrt var er trúverðug þegar hún segir frá sem barn og lýsingin á henni sem full- orðinni konu en dýpka hefði mátt persónusköpun Elmu sem aðal- persónu bókarinnar. Bókin er full löng og hefði að ósekju mátt fækka þeim persónum sem kynntar voru til sögunnar en gegndu litlu hlut- verki í henni. Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur. Hún er efnilegur rithöfundur og söguþráð- ur og flétta bókarinnar góð sem hélt lesanda vel við efnið. Vinsælasta stelpan, flottasti strákurinn, broddborgararnir, öf- undin, grimmdin, leyndarmálin og smásálirnar fá öll sitt pláss í bókinni eins og þau fá í samfélagi nútímans. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ofbeldi og morð á Akranesi Skáldsaga Marrið í stiganum bbbmn Eftir Evu Björg Ægisdóttur. Veröld gefur út, 2018. 384 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Verðlaunabók Marrið í stig- anum er fyrsta skáldsaga Evu Bjargar Ægis- dóttur. Bandaríski leikarinn Robert De Niro hvetur landa sína til að kjósa í komandi þingkosningum í Bandaríkjunum. Þessu greinir BBC frá. De Niro var einn þeirra sem fengu senda sprengju til sín í síðustu viku, en sprengjurnar voru sendar til fjölmiðilsins CNN, demókrata á borð við Barack Obama, Joe Biden og Hillary Clinton sem og annarra sem gagnrýnt hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Guði sé lof að enginn meiddist. Ég þakka hugrökku og úrræðagóðu öryggis- og lögreglufólki fyrir að vernda okk- ur,“ sagði De Niro þegar hann tjáði sig um málið í fyrsta sinn opinberlega. „Það er nokkuð sem er enn öflugra en sprengjur og það eru atkvæði ykkar. Fólk verður að kjósa!“ De Niro hefur ítrekað lýst andúð sinni á Trump, kall- að hann „fífl“ og „heimskingja“ og sagt hann vera þjóðinni til skammar. Atkvæði eru kraftmeiri en sprengjur Robert De Niro Jeppe Brixvold, rektor Rithöf- undaskólans (Forfatterskolen) í Danmörku, hef- ur verið rekinn eftir aðeins þrjú ár í starfi. Stjórn skólans tók þessa ákvörðun í fram- haldi af bréfi 55 rithöfunda sem birtist í Berlingske fyrr í þessum mánuði þar sem stjórnin var hvött til að hreinsa til í skólanum og rannsaka orðróm um kynferðislega áreitni. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru virtir höf- undar á borð við Line Knutzon, Katrine Marie Guldager og Naja Marie Aidt. Samhliða uppsögninni hefur ver- ið komið á verkferli þannig að nem- endur geti nafnlaust komið ábend- ingum um ofbeldi á framfæri við stjórnendur skólans. Í samtali við Politiken segir Bodil Marie Stavn- ing Thomsen stjórnarformaður að Brixvold hafi mistekist að tryggja frið innan skólans og að stjórnin vilji byrja með hreint borð. Lög- mannsstofunni Sirius advokater hefur verið falið að rannsaka fyrr- nefndan orðróm og mun hún skila niðurstöðu í desember. Pablo Llambias, forveri Brixvold í rektorsstarfi, var neyddur til að hætta 2015 þegar upp komst að hann hefði áreitt nemanda við skól- ann kynferðislega. Samkvæmt frétt Politiken er ekki vitað til þess að Brixvold hafi verið sakaður um óviðurkvæmilega hegðun í starfi. Jeppe Brixvold Hreinsa til í Rithöfundaskólanum Kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal kemur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og er aðgangur að tónleik- unum ókeypis, eins og alltaf á djasskvöldum. Auk Hauks skipa kvartettinn þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontra- bassa og Erik Qvick á trommur. Á efnisskránni verða vel valdir djassslagarar úr amerísku söng- bókinni með sérstakri áherslu á sveiflu og almennan hressleika, eins og því er lýst í tilkynningu. Kex hostel er að Skúlagötu 28. Kvartett flytur vel valda djassslagara Forsprakkinn Haukur Gröndal. Kvikmyndin A Star Is Born var sú mest sótta um helgina, tæplega 3.000 manns sáu hana og miða- sölutekjur námu um fjór- um milljónum króna. Næst- vinsælust var hrollvekjan Halloween með um 2.500 gesti og tekjur upp á um 3,5 milljónir króna. Johnny English var sú þriðja tekjuhæsta eins og helgina á undan og í fjórða sæti er toppmynd helgar- innar á undan, Venom, sem 1.330 manns sáu að þessu sinni. Bíóaðsókn helgarinnar Stjarna á toppnum A Star Is Born (2018) 2 4 Halloween Ný Ný Johnny English Strikes Again 3 4 Venom 1 3 Smallfoot 4 6 Hunter Killer Ný Ný Lof mér að falla 5 8 Here Comes the Grump 7 3 Dywizjon 303 (Squadron 303) Ný Ný Undir halastjörnu 8 3 Bíólistinn 26.–28. október 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Stjörnur Bradley Cooper og Lady Gaga í A Star Is Born sem nýtur góðrar aðsóknar. ICQC 2018-20 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales Mare Nostrum, Guardamar Gala, Villamartin Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.