Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 14
Ljósmyndarar og blaðamenn Morgun- blaðsins fylgdust ekki aðeins með stjórn- málamönnum, bankamönnum og útrásarvíkingum á fyrstu mánuðum eftir efnahagshrun. Þeir fylgdust líka með fólkinu í landinu sem tókst á við nýjar áskoranir. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Mannlíf á fyrstu mánuðum Hugað að því að brauðfæða Strax á fyrstu dögum eftir fall Glitnis jókst sala heimilistækja til að stuðla að góðri geymslu matvæla og auknum sparnaði. Sala á frystikistum og frystiskápum var mun meiri en á sama tíma árið áður. Óttuðust um sparifé sitt Örtröð myndaðist í útibúum banka á höfuðborgarsvæðinu 3. október en í Landsbankann í Mjódd leitaði fólk sem óttaðist um sparifé sitt og óskaði eftir upplýsingum vegna ástandsins. „Fólk hefur eðlilega áhyggjur af fjármunum sínum. Okkar tími fer mikið í að róa mannskapinn,“ sagði Hermann Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, í viðtali við Morgun- blaðið. Sumir dreifðu innstæðum og fluttu hluta yfir í aðra banka. Morgunblaðið/hag Hlustað á Geir Tíðindin voru þess eðlis á fyrstu vikunum að allir lögðu vel við hlustir þegar nýjar fréttir bárust. Þessir menn settust niður á kaffihúsi og hlustuðu á blaðamannafund Geirs H. Haarde forsætisráð- herra, sem fram fór í Iðnó, í farsímum sínum. Þar greindi Geir meðal annars frá því að Ísland hefði allt árið leitað hófanna hjá vinaþjóðum um gjaldeyrisskiptasamninga, en án árangurs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylgst með kvöldfréttatímunum Fréttatímarnir voru ekkert skemmtiefni á haustmánuðum 2008 en félagar í Starfsgreinasambandinu horfðu á fréttatímann saman þegar þeir komu saman til fundar í byrjun október. Hljóðið var þungt í mönnum og af svip þeirra mátti ráða óvissu og kvíða fyrir þeim tímum sem í hönd fóru. Morgunblaðið/hag 10 ÁR FRÁ HRUNI 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.