Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 30
M e Too-hreyfingin, sem svo er kölluð, er ekki beint föst í hendi, svo ekki sé meira sagt. Hún er ekki form- bundin eins og skátahreyf- ing eða íþróttahreyfing, með ítarlegt skipulag og þéttskrifaðar reglur, mark- mið og fyrirheit. Heldur ekki aðalfundi og kýs stjórn né skilar skýrslum og hún á hvergi skráð aðsetur. Og hana skortir þetta eina sem er til staðfestu um tilveru í mannlífi: Kennitöluna. Ósýnileg en fyrirferðarmikil En samt er hún til, kom eins og stormsveipur og gerði gagn. Síðustu misserin hefur hún, þótt formlaus sé, látið til sín taka. Kennitöluleysið hjálpar henni frekar en háir. Það eru til marktæk dæmi um að Me Too hafi breytt heiminum til batnaðar og hrakið offorsmenni burt eða ofan í holur og hrint yfirgangsseggjum úr háum söðlum. Sumir halda að Harvey Weinstein hafi verið fyrsta höfuðleður hreyfingarinnar. En þar ruglar spurn- ingin um eggið og hænuna dæmið. Og hænan vinnur í tilviki Harveys. Það yrði illa séð ef sagt væri í kæruleysi að Harvey Weinstein væri guðfaðir Me Too-hreyfingarinnar. En Harvey, umsvif hans og ódæði, plægðu jarðveginn. Eftir að bróðir Harveys, annar auðkýfingurinn til, átti samstarf við „stórblað “ vestra um að afhjúpa Harvey, í því skyni að ná milljarðafyrirtæki þeirra bræðra undan honum, tóku hjólin að snúast. Á daginn kom að hver fegurðardrottningin og ofurleikkonan á fætur annarri hafði „fallið“ fyrir Harvey. Það þurfti ekki annað en að sjá mynd af gaurnum einu sinni til að þykjast sjá að þetta stóðst ekki. Og þótt sum fórnarlömbin væru komin í hóp ríkustu kvenna vestra og þar með veraldarinnar, höfðu þær ekki treyst sér til að leita réttar síns gagnvart Harvey, vegna lykilstöðu hans í kvikmyndaheiminum. Vinur þeirra bestu og svo Jón E. Sveitamenn eins og bréfritari höfðu aldrei heyrt Har- vey Weinstein nefndan fyrr en hann birtist heims- frægur fyrir hrylling. En þá kom í ljós að sá var mjög frægur í sinni sveit. Hann hafði lengi stutt Demókrataflokkinn af miklu örlæti. Obama frambjóðandi og forseti hafði haldið baráttufundi sína heima hjá honum í Hollywood og þar hafði ógrynni fjár safnast. Það sama hafði Hillary gert og ekki gengið bónleið til búðar. En með Harvey fór boltinn að rúlla og Me Too varð til. Hann var ekki endilega verstur allra, en hann hafði útlitið með sér í þessu tilviki. Á Íslandi voru undirtektirnar öflugar. Í viðtölum við fjölmargar konur í því landi var fullyrt að engin kona sem þær þekktu hefði sloppið við kynferðislega áreitni! Sé það satt þá má gefa sér að nánast hver ein- asti kynþroska karlmaður í landinu sé nú undir sem hugsanlegur árásarmaður. Sú staða minnir á fleyg orð Jóns E. Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns sem sagði um virðulega ágætismenn, yfirsakadómarann í Reyjavík og vara- yfirsakadómara hans. (Fyrir þá, sem ekki þekkja til, þarf að árétta að Jón E. var oft í hlutverki verjandans og var að auki með gamansömustu mönnum lands- ins). Jón E. sagði: „Hann Halldór yfirsakadómari telur að allir Íslendingar séu glæpamenn, nema hann sjálf- ur og svo hugsanlega hann Gunnlaugur varayfir- sakadómari. Spurningin sé því einungis sú í hvað röð þeir koma fyrir dóminn, en alls ekki um sekt eða sak- leysi þeirra.“ Risar hníga Þeir sem þekkja til eru flestir sammála um að Me Too-hreyfingin hafi þegar haft mikil og jákvæð áhrif. Sérstaklega þegar hinir ríku og frægu eiga í hlut. Nú nýlega var hinn valdamikli stjórnandi CBS Les Moonves látinn fara úr sínu starfi, sem lengi var talið að gæti ekki gerst. Hann fékk þó settar í bætur fyrir sig 120 milljónir dollara – svo sem 15 milljarða ís- lenskra króna – sem voru þó eyrnamerktir því skil- yrði að hann kæmi ekki frá málinu sem eyrnamerkt- ur níðingur. Aðrir frægir fjölmiðlamenn fuku einnig vegna þrýsting frá Me Too-umræðunni, þeir Matt Lauer og Charlie Rose sem voru á meðal þekktustu og ríkustu fjölmiðlamanna Bandaríkjamanna, en allir voru þess- ir menn þekktir stuðningsmenn demókrata. Auður Charlie Rose er metinn á 30 milljarða ís- lenskra króna. Sagt var að Rose væri eini fjölmiðla- maðurinn sem gæti fyrirvaralaust fengið viðtal við hvaða Bandaríkjaforseta sem væri (nema kannski Trump). En þegar framganga þessara hæfileikaríku frægðarmanna lá loks fyrir eins og opin bók kom einnig fram að hundruð manna í nærumhverfi þeirra höfðu vitað þetta allt árum, jafnvel áratugum saman. Og frægar og ríkar konur, sem höfðu orðið fyrir barðinu á bastörðum þessum létu vera að bregðast hart við og kæra athæfið! Skömmu fyrir Harvey og Me Too var einn þekkt- asti þáttastjórnadi Fox, Bill O’Reilly, látinn fara skyndilega vegna ásakana allmargra kvenna innan fyrirtækisins um meinta áreitni hans. Fjölmiðlamaðurinn var í heimsókn hjá páfanum í Róm þegar hann fékk fréttir um brottreksturinn. O’Reilley hefur neitað allri sök og hann fékk nærri þrjá milljarða í krónum talið í kveðjuskyni frá fyrir- tækinu, sem eru auðvitað aurar líka. Lítill vafi er á að hin fjölmörgu dæmi, þar sem hinir ofsaríku og frægu koma við sögu, séu aðeins toppur á ísjakanum. Önnur dæmi, þótt upplýst séu, nái ein- faldlega ekki inn í umræðuna. Og fleiri Mál Bill Cosbys, heimsþekkts leikara og skemmti- krafts, var komið á stað löngu áður en Harvey Wein- stein varð kveikja fyrir Me Too-hreyfinguna. Mál Cosbys hafði dagað uppi þegar að kviðdómur kom sér ekki saman um niðurstöðu. Mál var höfðað gegn hon- um á nýjan leik með öðrum kviðdómi og opinskátt var um það rætt að nú hefðu líkur á sektardómi aukist verulega vegna fyrirferðar Me Too í opinberri um- ræðu. Og það gekk eftir. Þótt horft sé á úr fjarlægð og án mikillar yfirlegu þá er óneitanlega mjög margt sem virðist benda til sektar leikarans. Mjög langur meintur brotaferill og fyrir liggur gömul játning hans um að hafa byrlað konu svefnlyf til að eiga kynferðislega alls kostar við hana. Þá er komið að þinginu Undanfarið hefur staðið yfir lögboðin yfirferð öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á tillögu forsetans um nýjan dómara í Hæstarétti. Dómaraefnið Kavanaugh hefur starfað lengi við einn þýðingarmesta áfrýjunar- dómstól landsins og öldungadeildin samþykkti til- nefningu hans á sínum tíma með miklum meirihluta atkvæða. Frá þeim tíma hefur dómarinn kveðið upp nærri 300 dóma og hafa ýmsir þeirra gengið til skoð- unnar í Hæstarétti landsins. Það er því hægur leikur að kynna sér getu hans sem dómara. Þess utan er Kavanaugh með framúrskarandi feril í helstu laga- skólum Bandaríkjanna. Talsmenn demókrata í öldungadeildinni sögðu um leið og staðan í Hæstarétti opnaðist að þeir myndu greiða atkvæði gegn hverjum þeim sem Trump for- seti myndi tilnefna sem dómara. Slíkt hefur ekki gerst í Bandaríkjunum áður. Má segja að þingminni- Mikilfengleg stofnun leggst lágt ’ En það breytir ekki því, að þeir sem reynt hafa að taka yfir og eigna sér Me Too og náð nokkrum árangri eru nú komnir áleiðis með að eyðileggja fyrirbærið og er það mikill skaði. Reykjavíkurbréf05.10.18 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.