Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 7.11., kl. 18.00
Reykjavík 5 súld
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -8 heiðskírt
Þórshöfn 10 rigning
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 7 þoka
Helsinki 8 þoka
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 10 skúrir
London 12 skúrir
París 13 alskýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 13 heiðskírt
Vín 14 heiðskírt
Moskva 2 þoka
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 12 súld
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -7 snjókoma
Montreal 10 skýjað
New York 14 heiðskírt
Chicago 3 alskýjað
Orlando 22 þoka
8. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:34 16:50
ÍSAFJÖRÐUR 9:55 16:39
SIGLUFJÖRÐUR 9:38 16:21
DJÚPIVOGUR 9:08 16:15
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Rign-
ing syðra og eystra, annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag Stíf norðaustanátt og rigning, einkum
eystra, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Austan 10-18 m/s og væta, hvassast með suðurströndinni, en rofar til norðanlands. Hiti 2 til 10
stig, hlýjast á sunnanverðu landinu.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í
gær er harðlega gagnrýnd á al-
menna vinnumarkaðinum. Í yfirlýs-
ingu miðstjórnar ASÍ í gær segir að
hún muni ekki auðvelda að sátt náist
í komandi kjaraviðræðum við Sam-
tök atvinnulífsins.
„Þetta eru ískaldar kveðjur frá
Seðlabankanum inn í kjaraveturinn
þar sem það er alveg klár krafa
hreyfingarinnar að vextir lækki og
að böndum verði komið á verðtrygg-
inguna,“ segir
Ragnar Þór Ing-
ólfsson, formaður
VR. „Þetta er al-
gjörlega á skjön
við þær leiðir
sem við viljum
fara og er mjög
eldfimt útspil inn
í mjög viðkvæmt
ástand á vinnu-
markaðinum.
Þetta sýnir líka
og undirstrikar að það þarf að fara í
algjöra og gagngera endurskoðun á
peningastefnu Seðlabankans og
þeim sem henni stjórna. Þetta eru
ískaldar kveðjur og mikil von-
brigði,“ sagði Ragnar Þór í samtali
skömmu fyrir fund miðstjórnar ASÍ
í gær.
Ragnar Þór segir að allt sé nú að
komast á fullan snúning vegna und-
irbúnings að endurnýjun kjara-
samninga eftir þá miklu endurnýjun
sem varð á forystu ASÍ á þingi sam-
bandsins á dögunum. ,,Við höfum
verið að bíða eftir því að geta farið
að bretta upp ermar og tala saman
eftir að þessi forystuskipti hafa farið
fram, þannig að umboðið sem við
höfum er alveg skýrt,“ segir hann.
Fulltrúar verkalýðshreyfingar-
innar ræða sín á milli þessa dagana
og á Ragnar Þór von á stífum funda-
höldum með Samtökum atvinnulífs-
ins (SA) á næstunni auk viðræðna
við stjórnvöld. ,,Þetta er loksins að
fara í gang og það er jákvætt.“
Húsnæðismál í forgangi
SA hafa átt einn formlegan fund
með samninganefndum Starfs-
greinasambandsins og VR og verð-
ur fundað á ný í næstu viku, að sögn
Halldórs Benjamíns Þorbergssonar,
framkvæmdastjóra SA. Tilgangur
þessara funda er að forgangsraða úr
kröfugerðinni en forystumenn
launaþegahreyfingarinnar og sam-
taka atvinnurekenda funduðu einnig
með ráðherrum og forsvarsmönnum
sveitarfélaga í fyrradag. Verða að-
gerðir og lausnir í húsnæðismálum
efst á baugi fyrst í stað.
,,Það sem kom upp úr kafinu á
þessum fundi er að það virðist vera
samhljómur um það að þessar
kjaraviðræður hverfist fyrst og
fremst um húsnæðismál, sem ég tel
að sé jákvætt,“ segir Halldór. Þar sé
snertiflötur sem nauðsynlegt sé að
ná á milli atvinnurekenda, verka-
lýðshreyfingarinnar og stjórnvalda.
„Þetta er hinn raunverulegi vandi
sem steðjar að þeim sem hafa fengið
minnsta hækkun ráðstöfunartekna
á undanförnum árum og ég hef sagt
og verkalýðshreyfingin er farin að
láta hafa það eftir sér líka, að við
leysum ekki framboðsskort á fast-
eignum með því að hækka laun. Við
gerum það með því að byggja meira.
Mér finnst mjög ánægjulegt að
heyra að við séum efnislega sam-
mála um þetta og að markmiðið sé
að verða skýrt í kjaraviðræðunum,
þ.e. að leysa þessa húsnæðiskreppu
sem ríkir og ég er fullviss um að við
munum leysa hana eins og við höf-
um gert áður í sögunni,“ segir Hall-
dór.
Ragnar Þór segist vera ánægður
með forgangsröðunina. ,,Það á að
byrja á stóru málunum eins og hús-
næðismálunum en þar er mesti sam-
hljómurinn á milli aðila vinnumark-
aðarins og stjórnvalda. Það er mikill
vilji hjá öllum að koma með lausnir
og raunveruleg úrræði. Við erum
þannig að byrja á þeim enda sem ég
tel að geti verið auðleystari endi
kjaradeilunnar, sem er hárrétt nálg-
un á viðfangsefnið að mínu mati.
Það er stuttur tími til stefnu og við
þurfum að hafa hraðar hendur.“
Hlakkaði til í fyrsta skipti að
fara á fund miðstjórnar ASÍ
Í gær kom nýkjörin miðstjórn
ASÍ saman til fyrsta fundar eftir þá
miklu endurnýjun sem átti sér stað
á skipan hennar á ASÍ-þinginu.
Ragnar Þór sagði miðstjórnina
ræða hvernig unnið verði að brýn-
um málum sem tekin verða fyrir á
vettvangi ASÍ með markvissari
hætti en áður og ákveðin verka-
skipting til þess að blása lífi í og
hraða málum. ,,Mér líst vel á þetta
og hlakka mikið til,“ sagði hann.
,,Ég held að þetta sé í fyrsta skipti
sem ég hlakka til að fara á mið-
stjórnarfund.“
„Þetta eru ískaldar kveðjur“
Formaður VR segir vaxtahækkun Seðlabankans mjög eldfimt útspil Kjaraviðræður í fullan gang
Framkvæmdastjóri SA segir samhljóm um að viðræður hverfist fyrst og fremst um húsnæðismál
Morgunblaðið/Eggert
Viðræður Fulltrúar ríkisstjórnar Íslands og heildarsamtaka á vinnumarkaði voru á meðal þeirra sem hittust á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær.
Ragnar Þór
Ingólfsson
„Við teljum að þessi hækkun vaxta
sé ótímabær. Hefðum kosið að
Seðlabankinn hefði haldið stýri-
vöxtum óbreytt-
um en verið með
í staðinn sterk
varnaðarorð
varðandi kom-
andi kjarasamn-
inga og ekki síð-
ur varðandi
þróunina á vinnu-
markaði,“ segir
Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
„Mér finnst raunar með ólík-
indum að Seðlabankinn komi ekki
með sviðsmyndagreiningu um
áhrif mismunandi niðurstaðna
komandi kjarasamninga. Það væri
mun sterkara innlegg fyrir aðila
vinnumarkaðarins, þegar samn-
ingar eru að hefjast, en eftir einn
eða tvo mánuði þegar viðræður
verða langt komnar,“ segir Halldór.
Spurður um áhrif ákvörðunar-
innar á kjarasamninga vildi Hall-
dór Benjamín aðeins segja það að
vaxtahækkun hafi ekki jákvæð
áhrif á viðræður um kjarasamn-
inga og vísar meðal annars til yf-
irlýsinga forystumanna verkalýðs-
félaga í gær. „Seðlabankinn segist
vera að bregðast við hækkandi
verðbólguvæntingum en gerir of
lítið úr óvissu á vinnumarkaði. Það
er einnig að renna upp fyrir sífellt
fleiri Íslendingum að hagkerfið er
að kólna hratt. Benda má á nýlegar
sviptingar í flugheiminum. Seðla-
bankinn lítur hins vegar í bak-
sýnisspegilinn og er að bregðast
við meiri hagvexti á fyrrihluta árs-
ins en reiknað var með,“ segir
Halldór.
Hækkun vaxta er ótímabær
FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Halldór Benjamín
Þorbergsson
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is