Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Reykjavíkurborg innheimtir 92milljarða króna af skatttekjum á þessu ári, ríflega 7 milljörðum meira en í fyrra.    Þetta felur í sér meira en 58 þús-und króna skattahækkun á hvern íbúa í borginni á milli ára.    Samkvæmt nýrri fjárhagsáætluner gert ráð fyrir að skattar hækki um yfir 8 milljarða á næsta ári og verði rúmlega 100 milljarðar króna.    Samkvæmt því hækka skattar áíbúa á næsta ári um 67 þúsund krónur.    Samtals er þetta skattahækkunupp á 125 þúsund krónur á hvern íbúa á tveimur árum.    Ætli Reykvíkingar telji sig betursetta sem þessu nemur?    Önnur spurning sem þeir hljóta aðspyrja sig er hvers vegna meiri- hlutinn samþykkir ekki tillögur sjálf- stæðismanna í borginni um lækkun útsvars og fasteignaskatta.    Álagningarhlutföll í borginni eru íhæstu hæðum og við það bætist að með stefnu borgarinnar, sem hef- ur leitt af sér mikla hækkun húsnæð- isverðs, fær borgin aukna skatta.    Er ekki allt í lagi að slaka aðeins áklónni gagnvart almenningi? Eða er það hlutverk hins opinbera að kreista allt það fé út úr fólki sem hægt er? Tímabært að losa skattaklóna STAKSTEINAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 styrkur - ending - gæði í öll herbergi heimilisins hágæða DansKar innrÉTTingar ÞvOTTahúsinnrÉTTingar elDhúsinnrÉTTingar baðherbergisinnrÉTTingar FaTasKápar & rennihurðir við gerum ÞÉr hagsTæTT TilbOð í innrÉTTingar, raFTæKi, vasKa Og blönDunarTæKi vasKar & blönDunarTæKi speglar vasKar & blönDunarTæKi hillur Og FylgihluTir vasKar & blönDunarTæKi raFTæKi raFTæKi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samningarnefndarmenn atvinnu- rekenda og launþega sátu náms- stefnu í góðum samningaháttum á B59 í Borgarnesi í gær. Ríkis- sáttasemjari stendur fyrir náms- stefnunum. Þrjár námsstefnur hafa verið haldnar á árinu og sú fjórða verður haldinn síðar í mánuðinum. Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að aðsókn hefði farið fram úr björtustu vonum og ef næg eftirspurn yrði væri hugs- anlegt að bætt yrði við námskeiði eftir áramót. Á námstefnunni, sem er að fyrir- mynd IlO, Alþjóða vinnumálastofn- unarinnar, er farið meðal annars yfir góða samningahætti, samninga- tækni, lagaumhverfi, efnahagslega þætti og þagnarskyldu. Þegar ljósmyndara Morgunblaðs- ins bar að í gær voru þátttakendur í hlutverkaleikum. Hópurinn sem ljósmyndari hugðist taka mynd af fjallaði um leka til fjölmiðla og tók hlutverk sitt svo alvarlega að ljós- myndari þurfti að svara því til hvort hann hefði fengið leyfi til þess að taka myndir áður en hann smellti af. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Samvinna Atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin undirbúa sig af kost- gæfni undir komandi kjarasamningsvetur og nýta tímann vel. Fjölmiðlar tæklaðir  Atvinnurekendur og verkalýðs- hreyfingin læra góða samningahætti Tveir íslenskir ríkisborgarar á þrí- tugsaldri eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að mikið magn fíkni- efna fannst í fórum þeirra. Eru þeir grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins. Annar mannanna var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Melbourne eftir að landamæraverðir fundu mik- ið magn fíkniefna í ferðatösku hans. Var hann þá nýkominn til Ástralíu með flugi frá Hong Kong. Hinn mað- urinn var handtekinn eftir að fíkni- efni fundust í húsleit á hótelherbergi hans í Melbourne. Hafa mennirnir tveir verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 13. febrúar næstkomandi. Sveinn H. Guðmarsson, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið komið inn á borð borg- araþjónustu utanríkisráðuneytisins. Geta starfsmenn ráðuneytisins veitt Íslendingum sem komast í kast við lögin erlendis ýmiss konar aðstoð, s.s. við að finna lögmenn með sér- þekkingu á viðkomandi sviði. Með um sjö kíló af fíkniefnum Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Melbourne var sá sem handtekinn var á flugvellinum með fjögur kíló af fíkniefnum falin í far- angurstösku. Maðurinn á hótelinu er sagður hafa verið með 2,7 kíló af kók- aíni þar. Alls eru þetta því hátt í sjö kíló af fíkniefnum. Tveir teknir fyrir stórfellt smygl  Íslendingar í haldi lögreglunnar í Ástralíu  Teknir með mikið magn af kókaíni Ljósmynd/Australian Boarder Force Teknir Fíkniefnin voru meðal ann- ars falin inni í tösku Íslendingsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.