Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Íslenskur karlmaður, fæddur árið
1965, var í gær færður fyrir Hér-
aðsdóm Suðurlands þar sem lög-
reglustjórinn á Suðurlandi gerði
kröfu um að hann sætti framlengdu
gæsluvarðhaldi til klukkan 16 þann
29. nóvember næstkomandi.
Er krafan gerð á grundvelli al-
mannahagsmuna, en lögreglan telur
uppi rökstuddan grun um að mað-
urinn hafi valdið eldsvoða í húsi við
Kirkjuveg 18 á Selfossi þann 31.
október síðastliðinn. Kemur þetta
fram í tilkynningu sem birt er á
heimasíðu lögreglunnar.
„ Dómari tók sér frest til kl. 11.30
[í dag] til að kveða upp úrskurð um
kröfuna. Landsréttur felldi, í [fyrra-
dag], úr gildi gæsluvarðhald yfir
konu sem grunuð er um aðild að
málinu. Hún afplánar nú fangels-
isrefsingu vegna eldri dóms. Konan
hefur stöðu sakbornings í málinu og
verður yfirheyrð að nýju,“ segir í
tilkynningunni, en stefnt er að því
að yfirheyra konuna í dag.
Konan var handtekin á vettvangi
brunans ásamt karlmanninum. Var
fólkið í kjölfarið úrskurðað í gæslu-
varðhald á grundvelli rannsóknar-
hagsmuna og sætti það einangrun
um tíma.
Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi,
hefur sagt lögregluna nú vinna úr
þeim rannsóknargögnum sem aflað
var á vettvangi. Er rannsókn lög-
reglu í fullum gangi og miðar henni
vel.
Tvennt lést í brunanum á Kirkju-
vegi á Selfossi, kona fædd 1. októ-
ber 1971, og karlmaður, fæddur 29.
nóvember 1969. Þau voru bæði
gestkomandi í húsinu. Konan lætur
eftir sig þrjá syni.
Sagður valdur brunans
Lögreglan á Suðurlandi hefur krafist framlengingar gæslu-
varðhalds yfir karlmanni Maðurinn er fæddur árið 1965
Morgunblaðið/Eggert
Brunarústir Mikill eldur kom upp í húsinu 31. október síðastliðinn.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslu Íslands, og Björn
Jónsson, framkvæmdastjóri báta-
smiðjunnar Rafnar, hafa skrifað
undir samning um kaup á nýjum
léttbáti fyrir varðskipið Tý. Létt-
báturinn verður afhentur Land-
helgisgæslunni í lok mánaðarins.
Fram kemur á vef Landhelgis-
gæslunnar að smíði bátsins miði
vel. Bátasmiðjan sér um smíðina en
hönnun hans er unnin í samvinnu
við Landhelgisgæsluna.
Skrokklagið er sagt byggjast á
varðbátnum Óðni, en hönnunin hef-
ur það að leiðarljósi að bæta starfs-
skilyrði áhafna. Um mánuður er
síðan Slysavarnafélagið Lands-
björg og Rafnar undirrituðu vilja-
yfirlýsingu um samstarf í tengslum
við hönnun og síðar endurnýjun á
öllum björgunarbáta- og skipaflota
landsins. Um er að ræða 13 nýja
báta og skip og er gert ráð fyrir að
verkefnið kosti um tvo milljarða.
Rafnar smíðar bát
fyrir Gæsluna
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
MARIE JO
Skoðið LAXDAL.is/inspiring fleur
Skipholti 29b • S. 551 4422
Inspiring Fleur
FLOTT KÖFLÓTT
LÍNA FRÁ
NÝTT
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Túnikur
Kr. 11.900
Str. 40-56
Smart föt, fyrir smart konur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Kr. 25.980
Kr. 20.784
Kr. 29.980
Kr. 23.984
Kr. 29.980
Kr. 23.984
Kr. 32.980
Kr. 26.384
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
aföllum skóm
Kr. 29.980
Kr. 23.984
Allt um sjávarútveg