Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er hefðbundin spennusaga,
ráðgáta með smá reimleikum að baki
til að krydda söguna. Það er í fyrsta
sinn sem ég prófa það og það var
mjög skemmtilegt,“ segir Ragnar
Jónasson rithöfundur um nýjustu
skáldsögu sína sem kom út í vikunni.
Bókin nefnist Þorpið og í henni
segir af Unu, ungum kennara úr höf-
uðstaðnum sem ræður sig til starfa í
skólanum á Skálum á Langanesi. Í
þessu minnsta þorpi landsins árið
1985 búa aðeins tíu manns og nem-
endur í skólanum eru tveir. Sam-
félagið er afar lokað og Unu finnst
eins og allir hafi eitthvað að fela.
„Þorpið Skálar var til í gamla
daga. Ég fór þarna norður þegar ég
var að skrifa bókina og skoðaði rúst-
ir þorpsins. Það var mjög skemmti-
legt því þetta er sláandi staður fyrir
þorp, eins afskekkt og hægt er. Mjög
kalt og bert.“
Þetta er tíunda bók Ragnars á tíu
árum. Bækur hans hafa notið mikilla
vinsælda og má hiklaust setja Ragn-
ar í flokk vinsælustu höfunda lands-
ins. Þorpið er fyrsta „sjálfstæða“
bók Ragnars, bók sem er ekki hluti
af stærri seríu.
„Já, þetta er í fyrsta sinn sem ég
er ekki bundinn af neinni sögu. Þetta
eru alveg einnota persónur,“ segir
hann í léttum dúr. „Það var gaman
að gera þetta einu sinn. Svo snýr
maður sér kannski að gömlum kar-
akterum næst – eða glænýjum.“
Alltaf á metsölulista
En það er ekki bara hér heima
sem bækur Ragnars njóta vinsælda.
Bækur hans hafa verið gefnar út
víða um heim síðustu ár og verið vel
tekið. Hvergi þó eins vel og í Frakk-
landi.
Fyrsta bókin kom út í Frakklandi í
maí 2016 og síðan hafa tvær til við-
bótar verið gefnar út. Bækurnar
fengu einföld íslensk nöfn; Snjó-
blinda kallast Snjór, Náttblinda kall-
ast Mörk, Myrknætti kallast Nátt.
Samtals hafa þessar þrjár bækur
selst í yfir 300 þúsund eintökum.
Fjórða bókin kom út á dögunum,
Sótt, en íslenskir spennusagna-
unnendur þekkja hana sem Rof.
„Þetta er eiginlega stórkostlegt
ævintýri þarna í Frakklandi. Að hafa
selt 300 þúsund bækur á þessum
tveimur árum. Það er held ég helm-
ingurinn af því sem ég hef selt í
heiminum á öllum þessum tíu árum,“
segir Ragnar.
Aðspurður segist hann ekki vita
hvað veldur því að Frakkar eru svo
áhugasamir um verk hans. „Af ein-
hverjum ástæðum var ég svo hepp-
inn að finna þennan áhuga þarna.
Það er náttúrlega mikill áhugi á ís-
lenskum bókmenntum í Frakklandi
og svo virðist það hafa virkað að gefa
bókunum íslenska titla. EM í Frakk-
landi hjálpaði eflaust eitthvað en svo
reyni ég líka að fara þangað eins
mikið og ég get og kynna bækurnar.
Útgefandinn hefur líka verið dugleg-
ur að koma með blaðamenn hingað
til lands til kynningar. En það er
samt sem áður magnað að bækurnar
eru alltaf með mest seldu glæpasög-
unum og rjúka inn á metsölulista.“
Um jólin kemur út kassi með
þremur glæpasögum hjá stærsta
kiljuútgefanda Frakklands eftir þrjá
norræna höfunda: Henning Mankell,
Arnald Indriðason og Ragnar.
„Þetta er allt hálfóraunverulegt
þetta ævintýr,“ segir Ragnar um
þessa upphefð.
Þrátt fyrir velgengnina og ófáar
heimsóknir kveðst Ragnar ekki vera
frönskumælandi. „Nei, því miður.
Ég þarf að fara að bæta úr því. Ég
skil auðvitað eitthvað og er byrjaður
að læra setningar til að skrifa inn í
bækurnar þegar ég árita. En mig
langar mikið að læra frönsku.“
Skrifar á hverjum degi
Þrátt fyrir velgengnina segir
Ragnar að það hafi ekki hvarflað að
sér að hætta í dagvinnunni og snúa
sér alfarið að ritstörfum. Ragnar
starfar sem kunnugt er sem yfir-
lögfræðingur hjá Gamma.
„Nei. Ég hef mjög gaman af því að
vinna í lögfræði og í fjármálaheim-
inum. Ég held að ég kæmi ekkert
meiru í verk þótt ég væri bara að
skrifa. Þetta þarf að vinnast hægt,
jafnt og þétt. Mér finnst ágætt að
gefa mér stuttan tíma á hverjum
degi í skriftir. Þetta er smá tími í lok
hvers dags þar sem ég tæmi hugann
og á hverju ári kemur á endanum út
bók. Þessi nýja bók er sú tíunda, ég
hefði ekki trúað því þegar ég fór af
stað skömmu eftir hrun,“ segir
Ragnar sem leggur á það ríka
áherslu hvað hann fái mikið út úr því
að skrifa. „Mér finnst þetta alveg
ótrúlega gaman. Án skrifanna myndi
ég fyllast tómleikatilfinningu. Ef ég
væri ekki að skrifa bækur væri ég
bara að skrifa eitthvað annað. Allt-
af.“
Salan „stórkostlegt ævintýri“
Ragnar Jónasson hefur slegið í gegn í Frakklandi Hefur selt yfir 300 þúsund bækur á skömmum
tíma Ný bók gerist á Langanesi Nýtur þess enn að sinna lögfræðistörfum meðfram skrifunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinsæll í Frans Ragnar Jónasson hefur gefið út tíu bækur á jafnmörgum árum. Fjórar hafa komið út í Frakklandi.
10 glæpasögur hefur Ragnar
gefið út á 10 árum
Ragnar Jónasson
300.000 eintökhafa selst
af bókum Ragnars í Frakklandi
600.000 einök hafaselst af
bókum Ragnars á heimsvísu
79.000 ein-tök
seldust af fyrstu bók
Ragnars í Frakklandi árið
sem hún kom út. Það er
þrisvar sinnum meiri sala
en af fyrstu bók Arnaldar
Indriðasonar, Mýrinni,
á fyrsta ári þar í landi,
skv. upplýsingum frá
útgefanda Ragnars
11.000 eintökvoru
prentuð af nýjustu bók
Ragnars, Þorpinu, sem
kom út í vikunni
Rithöfundurinn er aðeins 42 ára gamall og gæti því átt langan
feril fyrir höndum. Til samanburðar var Ragnar fjórum árum
yngri en Arnaldur Indriðason þegar fyrstu bækur þeirra komu út
20 tungumál hafabækur Ragnars
verið þýddar á. Þær hafa
verið gefnar út
í hátt í 30
löndum
Þótt Frakkland sé stærsti markaðurinn fyrir
bækur Ragnars hafa þær verið þýddar á fjölda
tungumála og komið út víða síðustu ár.
„Já, þetta er komið ansi víða. Það er búið að
þýða bækurnar á um tuttugu tungumál og þær
hafa verið gefnar út í hátt í þrjátíu löndum. Það
var uppboð á bókunum meðal útgefenda á
Spáni í sumar. Þar fyrir utan er þetta komið til
stærstu landanna, Bandaríkjanna, Bretlands og
Þýskalands, en líka til Japans og Kóreu og
meira að segja til Armeníu og Eþíópíu,“ segir
Ragnar.
Gefinn út í Armeníu og Eþíópíu
BÆKUR RAGNARS KOMA ÚT Á FJÖLDA TUNGUMÁLA
TORMEK Brýnsluvélar
s Tormek T-4
Verð 56.980
Allar stýringar fyrirliggjandiOp
ið v
irka
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
s Tormek T-8
Verð 96.800
Verslunin Brynja er umboðsaðili
TORMEK á Íslandi
Ný
vefvers
lun
brynja.i
s