Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 18
Hlíðarendareitir í Vatnsmýri – frumdrög Teikning/Alark arkitektar G A B D C E F Forbygging Knatthús H Fyrirhuguð stækkun BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu íbúðirnar á reitum C-F á Hlíðarenda verða mögulega afhent- ar á næsta ári. Þar verða samtals um 670 íbúðir á fjór- um reitum. Brynjar Harðarson, frá- farandi fram- kvæmdastjóri Valsmanna hf., hefur fylgt verk- efninu frá upp- hafi. Hafa áform- in verið í mótun frá því um alda- mótin en efna- hagshrunið átti þátt í að verkefnið fór á ís. Fyrstu íbúðirnar á svæðinu voru afhentar í júní sl., en um var að ræða 40 íbúðir í fjölbýlishúsi á B-reit. Jafnframt verða íbúðir og at- vinnuhúsnæði á A-reit en sá reitur er enn í skipulagsferli. Þá er upp- bygging ekki hafin á reitum G og H en á H-reit átti að rísa hótel. Brynjar segir uppbyggingu á reit- um C-F lengst komna á reit E, sem sé í eigu Heimavalla. Miðað við ganginn í verkinu verði fyrstu íbúð- irnar mögulega afhentar á næsta ári. Vinna við klæðningu hafin Búið er að koma fyrir gleri í mörg- um gluggum á norðurhlið E-reits, til móts við Landspítala, ásamt því sem vinna við að klæða húsið er hafin. Bygging fjölbýlishúsa á reitum C, D og F er skemmra á veg komin. Brynjar bendir á að misjafnt sé hvernig reitirnir eru byggðir upp. Til dæmis sé byrjað á norðurhliðinni á E-reit en reitur C byggður upp jafnt á öllum fjórum hliðum. Hver reitur er með bílakjallara og eru þeir allir með inngarða. Á hluta jarðhæðar verður veit- inga- og þjónusturými. Brynjar segir uppbyggingu inn- viða ekki hafa gengið jafn hratt og uppbyggingu íbúðarhúsa á reit- unum. Bæði sé Orkuveitan á eftir áætlun hvað varðar fráveitukerfið og borgin á eftir áætlun hvað snertir uppbyggingu gatna í hverfinu. „Reykjavíkurborg og Orkuveitan eru langt á eftir áætlun. Það er mjög slæmt ástand,“ segir Brynjar. Með A-reitnum verða allt að 930 íbúðir í hverfinu. Miðað við tvo í íbúð verða íbúarnir um 1.900. Á A-reit er miðað við að um 70 íbúðir fari í almenna sölu en að um 100 til 150 íbúðir verði litlar leigu- íbúðir og námsmannaíbúðir. Þar við hlið rís knatthús en áformað er að hefja byggingu þess á næsta ári. Brynjar leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag á A-reit sé ekki lokið. Útfærslan geti því breyst. Í byrjun mars 2018 Uppsteypa á jarðhæð á E-reit er að hefjast. Hús á B-reit langt komið. Morgunblaðið/Baldur Arnarson Um síðustu helgi Tveir af reitum C-F eru farnir að setja svip sinn á umhverfið. Nýr Hlíðarendi tekur á sig mynd  Uppsteypa á norðurhlið á E-reit langt komin  Fyrstu íbúðirnar mögulega afhentar á næsta ári Kranar á lofti Myndin er tekin í fyrsta vetrarsnjónum á mánudaginn var. Morgunblaðið/Eggert Breytt Vatnsmýri Byrjað er að klæða norðurhliðina á E-reitnum. Íbúðir á Hlíðarenda *Húsið er fokhelt. **Samkvæmt áætlun Vals- manna hf. Heimildir: Reykjavik.is, Alark arkitektar. Skipulag Samþykkt/í kynningu Eldra Nýtt Reitur B* 40 40 Reitur C 141 162 Reitur D 135 142 Reitur E 137 178 Reitur F 147 191 Alls 600 713 Á hugmyndastigi Reitur A 67 Reitur A, stúdentaíb., útfærsla 1** 100 Reitur A, stúdentaíb., útfærsla 2** 150 Alls, með útfærslu 1 880 Alls, með útfærslu 2 930 Brynjar Harðarson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Jóladagatöl fyrir alla 1999 kr.pk. Jóladagatal, súkkulaði og lakkrískúlur 3999 kr.pk. Osta jóladagatal Sjáðu úrvalið á kronan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.