Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 18
Hlíðarendareitir í Vatnsmýri – frumdrög
Teikning/Alark arkitektar
G
A
B
D
C
E
F
Forbygging
Knatthús
H
Fyrirhuguð
stækkun
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrstu íbúðirnar á reitum C-F á
Hlíðarenda verða mögulega afhent-
ar á næsta ári. Þar verða samtals um
670 íbúðir á fjór-
um reitum.
Brynjar
Harðarson, frá-
farandi fram-
kvæmdastjóri
Valsmanna hf.,
hefur fylgt verk-
efninu frá upp-
hafi. Hafa áform-
in verið í mótun
frá því um alda-
mótin en efna-
hagshrunið átti þátt í að verkefnið
fór á ís.
Fyrstu íbúðirnar á svæðinu voru
afhentar í júní sl., en um var að ræða
40 íbúðir í fjölbýlishúsi á B-reit.
Jafnframt verða íbúðir og at-
vinnuhúsnæði á A-reit en sá reitur
er enn í skipulagsferli. Þá er upp-
bygging ekki hafin á reitum G og H
en á H-reit átti að rísa hótel.
Brynjar segir uppbyggingu á reit-
um C-F lengst komna á reit E, sem
sé í eigu Heimavalla. Miðað við
ganginn í verkinu verði fyrstu íbúð-
irnar mögulega afhentar á næsta ári.
Vinna við klæðningu hafin
Búið er að koma fyrir gleri í mörg-
um gluggum á norðurhlið E-reits, til
móts við Landspítala, ásamt því sem
vinna við að klæða húsið er hafin.
Bygging fjölbýlishúsa á reitum C,
D og F er skemmra á veg komin.
Brynjar bendir á að misjafnt sé
hvernig reitirnir eru byggðir upp.
Til dæmis sé byrjað á norðurhliðinni
á E-reit en reitur C byggður upp
jafnt á öllum fjórum hliðum.
Hver reitur er með bílakjallara og
eru þeir allir með inngarða.
Á hluta jarðhæðar verður veit-
inga- og þjónusturými.
Brynjar segir uppbyggingu inn-
viða ekki hafa gengið jafn hratt og
uppbyggingu íbúðarhúsa á reit-
unum. Bæði sé Orkuveitan á eftir
áætlun hvað varðar fráveitukerfið og
borgin á eftir áætlun hvað snertir
uppbyggingu gatna í hverfinu.
„Reykjavíkurborg og Orkuveitan
eru langt á eftir áætlun. Það er mjög
slæmt ástand,“ segir Brynjar.
Með A-reitnum verða allt að 930
íbúðir í hverfinu. Miðað við tvo í íbúð
verða íbúarnir um 1.900.
Á A-reit er miðað við að um 70
íbúðir fari í almenna sölu en að um
100 til 150 íbúðir verði litlar leigu-
íbúðir og námsmannaíbúðir. Þar við
hlið rís knatthús en áformað er að
hefja byggingu þess á næsta ári.
Brynjar leggur áherslu á að vinnu
við deiliskipulag á A-reit sé ekki
lokið. Útfærslan geti því breyst.
Í byrjun mars 2018 Uppsteypa á jarðhæð á E-reit er að hefjast. Hús á B-reit langt komið.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Um síðustu helgi Tveir af reitum C-F eru farnir að setja svip sinn á umhverfið.
Nýr Hlíðarendi tekur á sig mynd
Uppsteypa á norðurhlið á E-reit langt komin Fyrstu íbúðirnar mögulega afhentar á næsta ári
Kranar á lofti Myndin er tekin í fyrsta vetrarsnjónum á mánudaginn var.
Morgunblaðið/Eggert
Breytt Vatnsmýri Byrjað er að klæða norðurhliðina á E-reitnum.
Íbúðir á Hlíðarenda
*Húsið er fokhelt. **Samkvæmt áætlun Vals-
manna hf. Heimildir: Reykjavik.is, Alark arkitektar.
Skipulag
Samþykkt/í kynningu Eldra Nýtt
Reitur B* 40 40
Reitur C 141 162
Reitur D 135 142
Reitur E 137 178
Reitur F 147 191
Alls 600 713
Á hugmyndastigi
Reitur A 67
Reitur A, stúdentaíb., útfærsla 1** 100
Reitur A, stúdentaíb., útfærsla 2** 150
Alls, með útfærslu 1 880
Alls, með útfærslu 2 930
Brynjar
Harðarson
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Jóladagatöl
fyrir alla
1999 kr.pk.
Jóladagatal, súkkulaði og lakkrískúlur
3999 kr.pk.
Osta jóladagatal
Sjáðu
úrvalið á
kronan.is