Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Um ellefu kílómetrar af farvegi
Grenlækjar í Landbroti rétt vestan
Kirkjubæjarklausturs voru á þurru í
um tvo mánuði vorið 2016. Vatns-
þurrðin virðist hafa haft veruleg
áhrif til skerðingar á tveimur til
þremur árgöngum urriða. Það bitn-
ar beint á stofnstærð og mun að lík-
indum koma fram í minni fiskgengd
að 3-6 árum liðum.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu um vatns-
þurrðina og áhrif á lífríki í vatni.
Höfundar eru þau Magnús Jóhanns-
son, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir,
Eydís Salome Eiríksdóttir og Ben-
óný Jónsson, sérfræðingar á Haf-
rannsóknastofn. Í skýrslunni kemur
fram að vatnsþurrðin hafði mikil nei-
kvæð áhrif á vatnalíf.
Á stórum svæðum þar sem vatn
þraut drapst allur þörungur og mosi.
Frumframleiðsla (magn blaðgrænu)
var þar enn mjög lítil tveimur mán-
uðum eftir að vatn komst á aftur en
hafði vaxið töluvert ári síðar. Smá-
dýralíf á árbotninum varð fyrir mikl-
um skakkaföllum og hefur líklega
stærsti hluti þess drepist.
Varlega verði farið
í veiðinýtingu
Á vatnasvæði Grenlækjar er
stunduð umtalsverð stangveiði.
Mest veiðist af urriða eða sjóbirtingi
og er hann að miklu leyti sjógeng-
inn, en bleikjan sem veiðist er lík-
lega að mestu staðbundin. Veiði-
svæðin eru í Grenlæk, Jónskvísl og
Sýrlæk. Stórt Skaftárlaup varð
haustið 2015 sem olli því að varnar-
garðar ofan við Árhól, sem eiga að
varna því að Skaftá berist út á Eld-
hraunið, brustu og mikill aur barst
þangað í hlaupinu.
Um áhrif á veiðinýtingu er bent á
að sambærileg vatnsþurrð hafi orðið
1998 og í kjölfarið hafi mesti sam-
drátturinn í veiði orðið 3–6 árum síð-
ar þegar árgangar sem urðu verst
úti voru í veiðinni.
Haustið 2016 gekk talsvert af sjó-
birtingi á hrygningarstöðvarnar,
sem höfðu farið á þurrt fyrr um
sumarið. Sá fiskur hefur að líkindum
náð að hrygna þar. Þessi hluti
stofnsins hefur líklega að mestu ver-
ið genginn í sjó um vorið þegar
vatnsþurrðin varð. Árið 2017 var þar
talsvert af urriðaseiðum á fyrsta ári,
en seiðamælingarnar benda til að
eldri árgangar hafi mikið til drepist,
segir í skýrslunni.
Þar segir að við þær aðstæður
sem nú séu á vatnasvæði Grenlækj-
ar sé vert að fara varlega í veiðinýt-
ingu. Til að hlífa fiskstofnum fyrir
veiði ætti að takmarka þann fjölda
fiska sem má aflífa. Hófleg veiði á
komandi árum ætti að stuðla að því
að minnka þá lægð sem vænta má
vegna vatnsþurrðarinnar 2016.
Ljósmynd/Benóný Jónsson
Skakkaföll Vatn seytlar á neðri hluta Grenlækjar í júli 2016, en vatn þraut þá á efri hlutanum.
Vatnsþurrðin bitnaði
á 2-3 árgöngum urriða
Hafði mikil neikvæð áhrif á vatnalíf í Grenlæk
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
MIÐNÆTUR
SPRENGJA
Í KRINGLUNNI
í kvöld 8. nóvember
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM
Opið til miðnættis
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR,
auk innlendra og erlendra sam-
starfsaðila, hafa hlotið rúmlega
tveggja milljarða króna styrk úr
Horizon 2020, rannsókna- og ný-
sköpunaráætlun Evrópusambands-
ins, til verkefnisins GECO. Verkefn-
ið, sem er til fjögurra ára, snýst um
að þróa áfram aðferðir til sporlausr-
ar nýtingar jarðhita.
„Markmið GECO-verkefnisins,
sem stendur fyrir Geothermal
Emission Control, er að þróa jarð-
hitavirkjanir með sem allra minnsta
losun koltvíoxíðs (CO2) og brenni-
steinsvetnis (H2S). Það byggist að
stórum hluta á CarbFix-niðurdæl-
ingaraðferðinni sem þróuð hefur
verið við Hellisheiðarvirkjun undan-
farinn áratug. Þar er koltvíoxíð og
brennisteinsvetni leyst upp í vatni og
dælt niður í berggrunninn þar sem
það binst í steindunum kalsíti og
pýríti. Aðferðin verður nú þróuð enn
frekar og niðurdæling reynd á Ítalíu,
Tyrklandi og Þýskalandi. Auk þess
verður unnið að því hagnýta jarð-
hitagastegundir en lykillinn að því er
að skilja að brennisteinsvetni og
koltvíoxíð. Innan GECO verður
einnig unnið að aðferðum til um-
hverfisvöktunar á jarðhitasvæðum
og að því að auka skilning á hegðun
og afdrifum jarðhitagassins eftir nið-
urdælingu.
Þættir ÍSOR í verkefninu lúta að
líkangerð byggðri á jarðfræði, forða-
fræði og jarðefnafræði, umhverfis-
vöktun og fjarkönnun m.a. með
dróna og þróun efnagreiningar-
aðferða og staðla,“ að því er segir í
frétt á heimasíðu Íslenskra orku-
rannsókna, ÍSOR.
Fjölþjóðlegt samstarf
Innlendir þátttakendur í verkefn-
inu eru, auk ÍSOR og Orkuveitu
Reykjavíkur, GEORG (rannsókn-
arklasi í jarðhita), Orka náttúrunnar
og Háskóli Íslands. Auk þeirra taka
þátt í verkefninu þátttakendur frá
Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Hollandi,
Tyrklandi, Bretlandi, Þýskalandi og
Noregi. gudni@mbl.is
Fengu styrk upp á
tvo milljarða króna
Þróa sporlausa nýtingu jarðhita
Morgunblaðið/Kristinn
Jarðhiti Margar þjóðir taka þátt í
að þróa nýtingu jarðhitans.
Allt tiltækt lið björgunarsveita á
Suðurlandi var kallað út eftir að til-
kynnt var um ferðamann sem varð
viðskila við hóp í Reynisfjöru í gær.
Maðurinn fannst, heill á húfi, áður
en víðtæk leit að honum hófst.
Ágúst Leó Sigurðsson, svæðis-
stjóri björgunarsveita, sagði að boð
hefðu komið frá lögreglu um að 25
manna hópur hefði verið í Reynis-
fjöru og einn úr hópnum væri týnd-
ur. „Þá settum við mikið viðbragð í
gang,“ segir Ágúst í samtali við
mbl.is.
Björgunarsveitir frá Vík voru
kallaðar út og að sögn Ágústs átti
að kalla þyrlu Gæslunnar til leitar
með hitamyndavél. Auk þess voru
björgunarsveitir í Vestmanna-
eyjum boðaðar en þaðan áttu menn
að koma á björgunarbáti. „Við ætl-
uðum að einblína á ströndina og
leita í fjörunni,“ segir hann.
Til þess kom þó ekki því mað-
urinn fannst áður en víðtæk leit
hófst. Einn hópur björgunarsveit-
armanna var kominn á vettvang
þegar maðurinn skilaði sér. „Hann
týndist þó í töluverðan tíma og hef-
ur greinilega labbað út frá hópnum.
Hann fór allavega ekki í fjöruna,“
segir Ágúst.
Ferðamaður fannst áður en leit hófst
Álagningarhlutfall fasteignaskatts
verður lækkað í Hafnarfirði á næsta
ári, samkvæmt frumvarpi að fjár-
hagsáætlun bæjarins sem lagt verð-
ur fram til fyrri umræðu 14. nóvem-
ber næstkom-
andi. Þá verður
komið til móts við
barnafjölskyldur
með auknum
systkinaafslætti
af leikskólagjöld-
um auk þess sem
þriðja systkini
fær frítt fæðis-
gjald í grunnskól-
um.
Gert er ráð fyr-
ir því að álagningarhlutfall fast-
eignaskatts af atvinnuhúsnæði lækki
úr 1,57% í 1,4% og af íbúðarhúsnæði
úr 0,28% í 0,26%. Í frétt á vef bæj-
arins kemur fram að það eru við-
brögð við mikilli hækkun á reiknuðu
fasteignamati í Hafnarfirði. Útsvar
verður óbreytt, 14,48%.
Fjárfest í félagslegum íbúðum
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Á
næsta ári verða tekjur umfram gjöld
985 milljónir kr. en áætlað er að
hagnaðurinn verði tæpar 800 millj-
ónir á árinu 2018. Skuldaviðmið
heldur áfram að lækka og verður um
120% við lok næsta árs, samkvæmt
áætluninni.
Boðuð er áframhaldandi uppbygg-
ing og aukin þjónusta við íbúa á öll-
um sviðum. Þannig verður félagsleg-
um íbúðum fjölgað og keyptar íbúðir
fyrir um 500 milljónir kr. á ári næstu
fjögur árin. Auknum fjármunum
verður varið til þess að halda áfram
að þróa og festa nýja snemmtæka
þjónustu í sessi en unnið hefur verið
að verkefninu allt árið. Verkefnið
snýst um um að finna leiðir til þess
að bæta félags-, skóla- og geðheil-
brigðisþjónustu við leik- og grunn-
skólabörn og fjölskyldur þeirra.
Þannig hefur sálfræðingum til að
sinna börnum verið fjölgað mjög á
árinu. Á vef bæjarins kemur fram að
markmiðið er að sinna forvarnar-
hlutverki enn frekar, halda nám-
skeið og ganga á biðlista.
Áfram verður unnið að fjölþættri
heilsurækt eldri íbúa í Hafnarfirði
og að þróa og bæta þjónustu við eldri
borgara í heimahúsum svo sem með
nýtingu velferðartækni.
Gert er ráð fyrir að síðari umræða
um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og
fjögurra ára áætlun verði afgreidd í
bæjarstjórn á fundi í desember.
Lækka álagningu
fasteignaskatta
Góður afgangur hjá Hafnarfjarðarbæ
Rósa
Guðbjartsdóttir