Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 32

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 32
hagkvæma og áreiðanlega póst- þjónustu fyrir allt landið, m.a. með því að tryggja aðgang að alþjón- ustu, lágmarksþjónustu sem skil- greind væri hverju sinni, og að stuðla að samkeppni á markaði. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstur póstþjónustu í atvinnu- skyni verði ekki lengur leyfisskyld starfsemi hér á landi svo sem ver- ið hefur heldur skráningarskyld. Lögaðilar innan EES-svæðisins eða í aðildarríkjum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar fá því al- menna heimild til að veita póst- þjónustu hér á landi að uppfylltum skilyrðum ákvæða frumvarpsins. Öll aðildarríki á Evrópska efna- hagssvæðinu hafa þegar afnumið einkarétt ríkis á póstþjónustu. Í frumvarpinu er gerð grein fyr- ir alþjónustu en sú þjónusta er skilgreind sem tiltekin lágmarks- þjónusta sem allir notendur póst- þjónustu á landinu eiga rétt á, óháð staðsetningu og á viðráðan- legu verði. Alþjónusta nær bæði til póstsendinga innanlands og til annarra landa. Lagt er til að sama þjónusta skuli standa þeim til boða sem búa við sambærilegar að- stæður og að alþjónusta taki mið af tækni- og samfélagsþróun, hag- rænum þáttum og þörfum not- enda. Í alþjónustu felst aðgangur að afgreiðslustað og póstkössum en einnig skylda til að tryggja að póstkassar sem falla undir alþjón- ustu séu tæmdir a.m.k. tvisvar í viku eða í samræmi við fjölda dreifingardaga á viðkomandi svæði. Ekki er gert ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi við póst- útburð í fyrstu frá því sem nú er og áfram miðað við útburð tvo virka daga í viku. Aukagjald á pakka frá Kína Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra hafi þrjár leiðir til að velja þjónustuveitanda sem skylt er að veita alþjónustu. Í fyrsta lagi með samningi við tiltekinn póst- rekanda með almenna heimild, í öðru lagi með útnefningu póstrek- Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tímamót verða í póstþjónustu á Íslandi ef lagafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um það efni verður að lögum. Samkvæmt frumvarpinu verða síðustu leifar einkaréttar ríkisins, póstburður lokaðra áritaðra bréfa sem eru 50 grömm eða léttari, afnumdar. Jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir því að ríkið tryggi aðgang að alþjónustu, skilgreindri lágmarks- þjónustu óháð staðsetningu og á viðráðanlegu verði. Um er að ræða heildarendurskoðun á lögum um póstþjónustu frá árinu 2002. Verði frumvarpið samþykkt taka nýju lögin gildi 1. janúar 2020. Með því er verið að gera Íslandspósti, sem er opinbert hlutafélag, kleift að aðlaga sig breytingunni. Breytingar á póstþjónustu Ráðherra sagði í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu á þriðju- daginn að miklar breytingar hefðu orðið á eðli og rekstrarumhverfi póstþjónustu á síðustu árum. Með tilkomu nýrrar tækni og sam- skiptalausna hefði dregið verulega úr vægi hefðbundinnar póstþjón- ustu. Almennum bréfasendingum hefði til að mynda fækkað úr tæp- um 60 milljónum árið 2008 í rúmar 20 milljónir 2017. Ráðherra sagði póstþjónustu þó áfram gegna mik- ilvægu hlutverki, ekki síst fyrir at- vinnulífið, og að hún yrði áfram nauðsynlegur þáttur í netverslun. Markmið laganna væri að tryggja anda eða í þriðja lagi með útboði. Sigurður Ingi sagði í framsögu sinni á Alþingi um þetta efni: „Það liggur fyrir að útboð er ekki vænlegt strax, verði frumvarpið að lögum, og líklegt þykir að samningaleiðin verði reynd áður en gripið verði til útnefningar. Í frumvarpinu er byggt á því að ákjósanlegast sé að alþjónusta verði einfaldlega veitt á markaðs- legum forsendum.“ Í frumvarpinu er tekið sér- staklega á vanda sem Íslands- póstur hefur að undanförnu nefnt sem ástæðu versnandi rekstrar- stöðu sinnar. Fyrirtækið hefur í reynd þurft að niðurgreiða sívax- andi póstsendingar með ýmiss konar varningi frá Kína sem neyt- endur kaupa á netinu. Vegna samnings innan vébanda Alþjóða- póstssambandsins, sem Ísland er aðili að, ber íslenskum stjórnvöld- um að niðurgreiða póstsendingar sem berast frá þróunarlöndum. Greint hefur verið frá því að tap Íslandspósts vegna þessa nemi um 475 milljónum króna á ári. Í frum- varpinu segir að gjaldskrár fyrir alþjónustu, þar á meðal gjald- skrár vegna pakkasendinga til landsins, skuli taka mið af raun- kostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þannig mun alþjónustuveitanda vera heimilt að leggja gjald á hvern pakka innan 20 kg sem kemur til landsins. Neytandinn mun þá greiða gjaldið en ekki ís- lenska ríkið. Síðustu leifar einkaréttar afnumdar  Póstþjónusta á Íslandi verður sam- ræmd reglum í Evrópu, samkvæmt nýju frumvarpi á Alþingi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Póstþjónusta Breytingar eru framundan í póstinum, verði frumvarpið samþykkt. Starfsmaður Íslandspósts brun- ar í hlað í höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. Enn berst mikið af bréfum og bögglum til blaðsins. Fækkun bréfasendinga 2000 til 2017 60 50 40 30 20 10 0 Milljónir bréfa ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 22 51 57 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Í frumvarpinu um póstþjónustu er sérstakt ákvæði um óumbeðnar fjölda- sendingar. Það er nýmæli. Lagt er til að póstrekendum verði skylt að virða merkingar sem kveða á um að viðtakandi óski ekki eftir óumbeðn- um fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynning- arefni frá fyrirtækjum. Þetta mun þó ekki gilda um tilkynningar veitu- fyrirtækja, kynningarefni stjórnvalda vegna kosninga, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og loks tilkynningar stjórnvalda sem varða al- mannahag og almannaöryggi. Áfram er gert ráð fyrir að póstrekendur haldi skrá yfir þá sem vilja ekki fjöldasendingar. Í núverandi kerfi geta menn haft samband við Íslandspóst og fengið sendan límmiða til að setja við póstkassa eða póstlúgu og afþakka fjöl- póst og/eða fríblöð. Þetta gildir þó aðeins um sendingar sem Íslands- póstur dreifir. Verði ákvæðið að lögum mun það einnig gilda um auglýs- ingapésa og blöð sem einkafyrirtæki bera út, svo sem Fréttablaðið, Mannlíf og Morgunblaðið þegar það er í frídreifingu. Hægt verður að afþakka fríblöðin PÓSTÞJÓNUSTA Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.