Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 41
FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 öldungadeildinni, en hann atti kappi við repúblikanann Ted Cruz. Hafði O’Rourke safnað metfjárhæðum í kosningasjóð sinn, um 60 milljónum bandaríkjadala, en tókst ekki ætl- unarverkið. Sigraði Cruz með 2,6%. Athygli vakti að O’Rourke heim- sótti allar 254 sýslur Texas og í stað þess að færa sig inn á miðju litrófs stjórnmálanna til að ná til kjósenda repúblikana hélt hann sig við frjáls- lyndan málflutning sem teljast myndi til vinstri arms demókrata. Ríkisstjórakosningarnar voru sérlega mikilvægar þar sem ný íbúatalning í Bandaríkjunum kemur út árið 2020 sem hefur m.a. áhrif á það hvernig kjördæmum verður skipt, en ríkisstjórar hafa mikið vald í þessum málum. Þetta skiptir miklu fyrir kosningar í Bandaríkj- unum næstu tíu ár á eftir. Demó- kratar höfðu sjö ríkisstjórastóla af repúblikönum: í Nevada, Nýju- Mexíkó, Kansas, Wisconsin, Illinois, Michigan og Maine. Þegar þetta er skrifað höfðu demókratar 22 rík- isstjórastóla og repúblikanar 25. Meðal ríkja þar sem repúblikanar eiga nú ríkisstjóra eru Ohio og Flórída, tvö ríki þar sem búist er við hörðum átökum í forsetakosn- ingunum árið 2020. Sigri fagnað í báðum flokkum Báðir flokkar hafa fagnað sigri með niðurstöðu kosninganna. Do- nald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir stórsigri í kosningunum í gær, en með öldungadeildina á valdi repúblikana mun hann geta skipað íhaldsfólk í alríkisdómstóla landsins og Hæstarétt Bandaríkj- anna einnig komi sú staða upp á kjörtímabili hans. Með fulltrúa- deildina á sínu valdi munu demó- kratar aftur geta staðið í vegi fyrir Trump, breytt lagafrumvörpum for- setans og samþykkt eigin mál. Með öldungadeildina í greipum sér munu repúblikanar þó geta haft áhrif, en mál fulltrúadeildar þurfa einnig samþykki öldungadeildar. Demókratar hafa boðað rann- sóknir á hendur forsetanum í skjóli meirihluta síns í fulltrúadeild, með- al annars á skattaskýrslum forset- ans sem hann hefur neitað að birta. Einnig hefur verið boðað að heil- brigðisstefna Baracks Obama, fyrr- um forseta, verði varin í fulltrúa- deildinni. Með meirihluta í fulltrúadeild munu demókratar einnig geta höfðað mál á hendur Trump til embættismissis. Trump er þó talinn geta hagnast á því ef demókratar ganga of hart fram gegn honum. Áður hafi forset- ar Bandaríkjanna nýtt sér slíkt í baráttu um endurkjör, en forseta- kosningar fara næst fram árið 2020. Pelosi snýr að líkindum aftur Líklegt er talið að Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata, snúi aftur í stól þingforseta fulltrúadeildarinnar og taki við af Paul Ryan, repúblikana sem áður gegndi embættinu. Óvænt gaf hann ekki kost á sér í 1. kjör- dæmi Wisconsin-ríkis líkt og hann hefur gert frá árinu 1998. „Dagurinn í dag snýst um meira en demókrata og repúblikana. Þess- ar kosningar snúast um aðhald gegn stjórn Trump forseta,“ sagði Pelosi í aðdraganda kosninganna, en hún reyndist stjórn George Bush yngri erfið þegar hún gegndi embætti þingforseta á árunum 2007-2008. „Demókratar munu leita lausna til að stuðla að samheldni. Við höfum öll fengið nóg af sundr- ungu,“ sagði hún eftir að demókrat- ar tryggðu sér meirihlutann í full- trúadeildinni. AFP AFP Kjördagur Tveir kjósendur í Houston í Texas ganga gegnum haf auglýs- inga frá frambjóðendum á leið á kjör- stað í kjördæmi sínu á þriðjudag. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSANMICRA NISSANMICRA VERÐ FRÁ: 2.350.000 KR. NISSAN hlaut viðurkenningu bílasöluritsins AutoTrader sem BEST BÚNI BÍLLINN 2018. Viðurkenningin er byggð á könnun meðal rúmlega 40 þúsund bíleigenda á því hvaða framleiðandi uppfylli best þarfir um staðalbúnað í nýjum bifreiðum. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 6 4 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. B íll á m yn d N is sa n M ic ra Te kn a. Ve rð 2 .7 9 0 .0 0 0 kr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.