Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Okkur þykir öllum
ofurvænt um tungu-
málið okkar, íslensk-
una. Tökum okkur því
verulega á og heitum
því að vanda okkur
með hana. Látum ekki
Norðurlandamálin
trufla hana, og ekki
enskuna heldur, enda
þótt við séum þessum
málum handgengin og
notum þau þegar á þarf að halda – og
jafnvel þykir ofboð lítið vænt um þau
líka!
Reynum þess vegna að halda því til
haga hvað er íslenska og hvað
danska, enska, norska o.s.frv. Og þó
að danskan sé orðin alvarlega blönd-
uð ensku og fleiri málum ættum við
ekki endilega að láta fara eins hjá
okkur. Við erum því miður komin
áleiðis, orðin talsvert smituð og þurf-
um því að vera vel á varðbergi.
Stöndum saman.
Í fyrsta lagi: Á íslensku segjum við
auðvitað alls ekki: fyrir það fyrsta.
Við segjum í fyrsta lagi – fyrst að
telja – fyrst og fremst –
fyrst að nefna – (stund-
um við aukaáherslu:
fyrst og síðast) við eig-
um til allrar hamingju
um margt fallegt að
velja.
Né heldur segjum við:
Ég þarf að halda dampi
– eða koma upp dampi –
hvernig þá? Við viljum
halda okkar striki –
vinna af eldmóði – flýta
för – halda velli – halda
góðum hraða, eða bara hamast – er
það ekki? Líka í íþróttum.
Svo erum við ekki á íslensku svag
fyrir einhverju! Hvorki fyrir fatnaði,
búningum né einhverjum mat. Við
hrífumst af búningum, fatnaði og
slíku og erum í mesta lagi veik fyrir
góðum mat! Aldrei svag!
Heilt yfir … hverjum datt eig-
inlega í hug að fara að nota þetta
orðalag? (Ég er ekki að leita að blóra-
böggli, bara að velta vöngum). Heilt
yfir – í íþróttum, heilt yfir þetta og
hitt hvaða, hvaða? Fram undir þetta
hefur gengið svo ágæta vel að nota
stórgott orð: yfirleitt. Svo er til fleira,
eins og á heildina litið, í stórum
dráttum, í heild, þegar allt er skoð-
að, en orðið yfirleitt er það albesta.
Notum það. Enga dönsku hér eða
ensku, takk.
Erlendu glósurnar eru mjög
laumulegar – þær læðast aftan að
okkur: Talað er um mat sem gúrmet-i
(við beygjum það jafnvel), þetta orð
er notað bæði sem nafnorð þegar
sagt er frá afbragðs góðum mat og
sem lýsingarorð um veislur. Um dag-
inn heyrðist: Veislan var algjört gúr-
met! Æi.
Ýmislegt meikar sens í tíma og
ótíma – forljótt orðalag – það er alveg
nóg að hafa tekið í sátt orðið meik um
andlitsfarða þó að þessu sé ekki bætt
við. Ættum við ekki að tala um að
eitthvað komi heim við það sem um
er rætt – eitthvað eigi við – skiljist –
og ef eitthvað meikar ekki sens ætt-
um við að geta sagt að það sé óviðeig-
andi, gangi ekki – komi ekki til greina
o.s.frv.
Tískumyndir voru sýndar á skján-
um og: „nokkur lúkk voru eyðilögð
með óþörfum sokkabuxum“ var text-
inn sem fylgdi! Hugsa sér. Lúkk!
Hvenær samþykktum við þetta orð?
Aldrei. Ekki heldur orðið trend.
Þetta er notað óspart, helst auðvitað
af yngri kynslóðinni. Hvað er til ráða?
Ég viðurkenni að erfitt er að finna
góð orð fyrir þessi hugtök, en það má
nú reyna. Lúkk: Augnablik, við
augnakast, við skoðun – og trend:
Áherslur, tíska, þættir, atriði allt eft-
ir því hvað er til umræðu hverju sinni.
Í fuglaþætti heyrði ég nýverið að
lundinn er ekki svo góður að fljúga!
Ósköp er hann eitthvað vondur,
greyið. Vill hann ekki fljúga? Ótrú-
legt. Á íslensku er sagt: Lundinn á
erfitt um flug, er þungur til flugs, á
erfitt með að hefja sig á loft, er léleg-
ur flugfugl.
Þegar blessuð börnin eru farin að
svara spurningum með slettum erum
við afar illa stödd. Barnið sem svaraði
með einu orði: „Scary“ mundi ekkert
íslenskt orð þegar það var spurt
hvernig hefði verið að prófa sér-
stakan tölvuleik. Enda eru litlu börn-
in okkar sum talsvert farin að leika
sér saman á ensku. Varúð.
Gætum orða okkar – alltaf. Við hin
fullorðnu erum ekkert betur stödd
þegar við „slettum“ þó að við bætum
við litlu afsökunarsetningunni: „Ef ég
má sletta“.
Munum svo að bjóða öðrum góðan
dag þegar við hittumst – síður góðan
daginn. Undirskilið ég býð þér góðan
dag.
Um mælt mál
Eftir Rúnu
Gísladóttur
Rúna Gísladóttir
» Þegar blessuð
börnin eru farin
að svara spurningum
með slettum erum við
afar illa stödd.
Höfundur er myndlistarmaður og
fyrrverandi kennari.
Þegar maður einn
mælti fóstureyðingu í
móti komst hann svo
að orði: „Það ætti
ekki að meina neinum
aðganginn að hinu
dýrlega ævintýri lífs-
ins.“ Nú er því ef til
vill til að svara, að líf-
ið verður varla mikið
ævintýri því barni, er
fæðist foreldrum, sem
ekki vilja eignast það eða hafa ekki
ráð á því að eignast það eða eru
einhvern veginn óhæf til þess að
annast um það og munu líklega
enda með því að láta það af-
skiptalaust eða vera jafnvel vondir
við það.
Og samt. Hver veit hvað lífið
mun færa slíku barni eða hve dýr-
legt ævintýri það kann sjálft að
verða, þegar það vex upp? Að fæða
barn, jafnvel við hinar ákjósanleg-
ustu aðstæður, eða á hinn bóginn
að eyða fóstri vegna ömurlegra
kringumstæðna – áhættan er í
raun gasaleg hvort heldur sem er –
og útkoman með öllu
ófyrirsjáanleg.
Þannig megum við
Íslendingar þakka
Guði fyrir það, að mad-
dama Þórdís á Rafns-
eyri skyldi ekki láta
eyða fóstri sínu um
jólaleytið 1810. Aftur
mundu ýmsir kalla, að
það hefði verið bættur
skaðinn (Guð fyrirgefi
mér), þótt frú Klara
(fædd Pölzl) í Braunau
am Inn í Austurríki
hefði gjört svo haustið 1888.
(Núna er fóstureyðing nefnd
þungunarrof, sem er dálítið eins og
mannvíg væri kallað ævilyktir.)
En hvað segir Jesús sjálfur,
hann, sem við hyllum réttilega sem
höfðingja lífsins? Hann lætur svo
ummælt á einum stað, að það séu
ekki þau, sem deyða líkamann, en
fá ekki deytt sálina – ekki þau,
segir hann, sem við ættum að ótt-
ast mest, heldur sá, sem getur tor-
tímt bæði líkama og sál; vænt-
anlega á sama hátt og sá heimur,
sem barn fæðist í, getur deytt það
barn, sem ekki er elskað, barnið,
sem ekki var óskað eftir (Matt
10.28).
Kannski að niðurstaðan gæti orð-
ið sú til bráðabirgða, að í ófull-
komnum heimi er ekki að finna
neinar fullkomnar lausnir. Við get-
um því ekki annað gert en að
syndga hraustlega, eins og Lúter
ráðlagði, sem þýðir (a) að við ger-
um okkur grein fyrir því, að bæði
það að eignast barn og að láta eyða
fóstri kann að hafa í för með sér,
að afleiðingin verði hörmuleg fyrir
hlutaðeigandi, og samt (b) að vera
hughraust, vitandi að jafnvel slík
stórmerki geta ekki gert okkur við-
skila við fyrirgefandi kærleika
Guðs.
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» Þannig megum við
Íslendingar þakka
Guði fyrir það, að
maddama Þórdís á
Rafnseyri skyldi ekki
láta eyða fóstri sínu um
jólaleytið 1810.
Höfundur er pastor emeritus.
Fóstureyðing