Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 48
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Ljómi í ljónsformi Stjarna línunnar er án efa Le Lion de Chanel, gyllta ljómapúðrið með ljóni mótuðu á toppinn. Svo fallegt er púðrið að maður vill helst bara horfa á það en ekki snerta. Þeir sem taka þó af skarið og nota snyrtivör- urnar munu horfa agndofa á spegil- mynd sína og þann fallega ljóma sem endurspeglast á húðinni. Le Lion de Chanel kemur í takmörkuðu upp- lagi. Málmkenndir augnskuggar Innan línunnar má finna fjóra staka augnskugga með málmkenndri áferð sem eru með ljónsmerkinu mótuðu á toppinn. Chanel Ombre Premiére er langvarandi púðuraugnskuggi í lita- tónum sem ættu að henta flestum. Augnskuggarnir koma í takmörkuðu upplagi. Hinn fullkomni rauði varalitur Chanel La Palette Caractére er pal- letta sem inniheldur fimm varaliti sem þú getur notað eina og sér eða blandað saman til að fá út þinn full- komna lit. Varalitirnir koma í mis- munandi áferðum: allt frá satíni yfir í mjög matta áferð. Chanel N°5-varaliturinn Það þarf ekki að flækja hlutina. Cha- nel Rouge Allure Velvet í lit N°5 er hinn fullkomni rauði varalitur og ætti að vera í flestum snyrtiveskjum fyrir hátíðarnar. Til að auka enn á hátíðleikann eru umbúðirnar rauðar í stíl. Neglur í stíl Chanel færir okkur hið klassíska rauða naglalakk til að para við vara- litina og svo skemmtilega rauða og græna málmkennda formúlu fyrir þær sem vilja fara aðeins út fyrir hið hefðbundna. Fylgstu með bak við tjöldin: Instagram: @Snyrtipenninn Facebook: Snyrtipenninn Hannaðu þinn fullkomna varalit með Chanel La Palette Caractére. Ljónið í aðalhlutverki Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Lily-Rose Depp er andlit hátíðarlínu Chanel í ár. Chanel Ombre Premiére- augnskuggarnir koma í litatónum sem eru hver öðrum fallegri. Rouge Coco Closs í litunum Liquid Bronze (808) og Flaming Lips (812). Chanel Le Vernis í lit- unum Flamboyance (918) og Opulence (918). Chanel Le Lion de Chanel er án efa stjarna hátíðarlínunnar og sómir sér vel í öllum snyrtiveskjum fyrir jólin. Chanel Rouge Allure Velvet í lit N°5. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.