Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA
ALBANÍA
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Albanía hefur nú loksins opnast
fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðavæðingin ekki
náð að festa þar rætur og er lítt
sjáanleg. Þar má sjá ævaforna
menningu, söguna á hverju horni,
gríðar fallega náttúru og fagrar
strendur og kynnast einstakri
gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
PÁSKA-
FERÐ16. - 26. apríl
VERÐ 266.900.-
á mann í 2ja manna herbergi miðað við gengi dagsins.
Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í
Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl.
fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.
Þau náðu Steinda glóðvolgum þar
sem hann hafði nýlega rætt þetta
við konuna sína. „Ég held að þið les-
ið hugsanir,“ svaraði Steindi þegar
þau náðu í hann. „Ég var að ræða
þetta við konuna mína og ég var bú-
inn að stinga upp á heimalagaðri
pítsu.“
Spurður út í áleggstegundir ofan
á pítsuna segist hann setja allt sem
til er í ísskápnum, s.s. rauðlauk,
papriku, ost og þetta helsta. „Og svo
er maður með teilara á kantinum og
svona,“ útskýrir Steindi en þar á
hann við kokteilsósuna góðu.
Það kom þó í ljós í viðtalinu að
konan hafði betur í ákvörðuninni um
kvöldverðinn þann daginn og bjúgu
með uppstúfi urðu ofan á. Uppstúf-
urinn, eða hin uppbakaða mjólkur-
sósa, var því ræddur vel og mikið
enda sagðist Steindi ekki kunna að
búa hann til, en Logi sagðist kunna
það og gaf honum uppskrift í beinni.
Steindi deildi því með hlustendum
að í fyrsta og eina sinn sem hann
hefði reynt að búa til uppstúf hefði
hann klúðrast. Hann hefði orðið að
fara tvisvar út í búð að sækja nýtt
hráefni! Sér þyki þetta því ekki létt-
vægt verk enda þurfi að standa yfir
pottunum til að þetta takist. „Þetta
tekur mig svona fjóra til fimm tíma,
þannig að ég gef krakkanum örugg-
lega bara pylsu eða eitthvað þægi-
legt, svo svæfi ég bara og nostra svo
bara við einhvern uppstúf þegar
konan kemur heim.“
Steindi hló að lokum að allri vit-
leysunni í kringum matargerð heim-
ilisins í upphafi vikunnar. „Sjáið
hvað þetta er mikill rússíbani á
mánudegi heima hjá mér. Það átti
að vera heimatilbúin pítsa, en svo er
ég að fara að sjóða pylsur en þykist
vera að fara að gera uppstúf!“
Rússíbani í
matseldinni
Steindi jr. var til svara í dagskrárliðnum Hvað er í
matinn? hjá Huldu og Loga á mánudegi en þau eru
sammála um að þetta sé mögulega leiðinlegasta
spurning dagsins og alltaf sami vandræðagang-
urinn heima fyrir að velja kvöldmatinn.
Ljósmynd/Aðsend
Steindi ætlaði að sjá um matseldina á heimilinu á mánudegi. Hugmynd hans
var heimatilbúin pizza en niðurstaðan varð allt önnur að lokum.
Í raun er hugmyndin sú að þú setjir
á þig ákveðin gleraugu sem færa þér
annan heim, eða alltumlykjandi
sýndarveruleika, sem færir þér um
leið hugarró. Notandinn getur snúið
sér í 360° hring og umhverfið birtist
þér um leið, sama hvert þú snýrð
þér. Flow VR býður upp á sex mis-
munandi útgáfur af hugleiðslu, en
sem dæmi má nefna öndun, hreyf-
ingu og að sleppa takinu.
Tæki sem róar fólk
Streita, áreiti og hraði er eitthvað
sem flestir kannast við og eru marg-
ir leitandi inn á við eftir friði og hug-
arró. Veikindi og kulnun á vinnu-
markaði kosta fyrirtæki orðið mikið
og því ákváðu Tristan og Þóra Björk
að reyna að finna lausn á hugleiðslu
sem virkar fyrir menn og markaði.
Hugleiðsla virkar og hefur verið
sýnt fram á það vísindalega og í dag
er stafræn hugleiðsla ört vaxandi at-
vinnugrein. Þær hafa þróað lausnina
Flow VR, sem er sýndarveruleiki í
gegnum Oculus GO höfuðsettin eða
Samsung Gear VR. Þóra Björk segir
fyrirtæki geta nýtt sér þetta fyrir
starfsmenn sína og á aðeins fjórum
mínútum getur starfsmaður fengið
íhugun sem annars tæki klukku-
stund í sal úti í bæ.
Í viðtalinu setti Logi á sig sýnd-
arveruleikatækið og á aðeins sek-
úndum var hann kominn inn í um-
hverfið á Þingvöllum, með róandi
tóna í tækinu þannig að tilveran var
gjörbreytt á nokkrum sekúndum og
auðvelt að leiða hugann að öðru en
amstri hversdagsins. Þær segjast
vera með þá sérstöðu á markaðnum
að bjóða upp á 360° af hreinni ís-
lenskri náttúru og vandaða íslenska
tónlist undir frá alþjóðlegum tónlist-
armönnum á borð við Sigur Rós.
Raunverulegt á toppi Everest
Þær stöllur voru á Startup nám-
skeiðinu þegar Tristan var fengin til
að lesa inn á myndband frá leikja-
framleiðandanum Sólfari, sem fram-
leiðir meðal annars Everest
upplifunarumhverfi. Tristan segist
hafa upplifað eitthvað magnað og
þar hafi hún virkilega fengið hug-
ljómun og trú á því að billjónir
manna myndu kunna að meta ná-
kvæmlega þessa upplifun. Að fá að
vera á toppi veraldar í gegnum tæki
hlyti að vera eitthvað sem ætti erindi
til margra.
„Eftir að Facebook keypti Oculus
þá segja þeir að það séu tvær billj-
ónir sem þeir muni vilja selja þessi
headset,“ útskýrir Þóra Björk spurð
um markhópinn og kaupandann að
tækjum og smá símaforritum sem
þessum. Hún segir þær ætla að ein-
beita sér að fyrirtækjamarkaði fyrst
um sinn, enda sé kulnun og streita
eitthvað sem kallar á að fyrirtæki
geti boðið upp á einhver úrræði.
Þetta er sagt árangursríkt, jafnvel
á fjölmennum háværum stöðum svo
sem á flugvöllum og fjölmennum
vinnustöðum. Og tækifærin virðast
endalaus, enda ekki bara fyrir aktívt
fólk að íhuga og gleyma sér í nokkr-
ar mínútur, heldur einnig tækifæri
fyrir fólk sem kemst hvergi, að fá
tækifæri til að ferðast um heiminn,
upp á fjöll, út í geim eða um fallega
íslenska náttúru með Flow VR. Þær
stöllur eru greinilega bara rétt að
byrja og í lok þessa mánaðar keyra
þær í gang pilot-verkefni á Norð-
urlöndunum. hulda@mbl.is
Hugleiðsla í alltumlykj-
andi sýndarveruleika
Tristan og Þóra Björk lentu í 1. sæti í
Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic
Startups, með fyrirbærið Flow VR.
Viðskiptahugmyndin Flow VR vann Gulleggið 2018, frumkvöðlakeppni
Icelandic Startups. Þóra Björk Elvarsdóttir og Tristan Elizabeth
Gribbin kíktu til Huldu og Loga til að segja frá hugmyndinni og
uppsprettu tækifæra í öllum heiminum með þetta fyrirbæri.
Þáttastjórnandinn Logi Bergmann
prófaði Oculus GO tækið og hvarf
inn í fallega íslenska náttúru.
Flow VR er með þá sérstöðu
að bjóða upp á ró og íhugun
í íslenskri náttúru.