Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
✝ Brynjar BergGuðmundsson
fæddist 2. júlí 1987
á Landspítalanum.
Hann lést 29. októ-
ber 2018.
Móðir Brynjars
er Anna S. Ein-
arsdóttir, f. 21.3.
1964. Þegar Brynj-
ar var tveggja ára
hóf Anna búskap
með Guðmundi V.
Guðsteinssyni, f. 12.2. 1967,
sem síðar gekk Brynjari í
föðurstað.
Þau eignuðust
saman dæturnar
Írisi, f. 3.9. 1990,
Söru, f. 12.9. 1995,
d. 12.9. 1995,
Soffíu, f. 12.9.
1995, d. 16.9. 1995,
og Soffíu, f. 2.8.
1996. Anna og
Guðmundur skildu
árið 2002.
Eiginmaður
Önnu frá árinu
2007 er Gísli Gíslason, f. 23.8.
1953.
Börn Gísla eru Íris, Hilda
Jana, Gísli Tryggvi og Dagur.
Guðmundur kvæntist Svövu
B. Svavarsdóttur. Börn Svövu
eru Jón Hall og Sunna Líf.
Unnusta Brynjars frá árinu
2007 er Kristín Sif Björgvins-
dóttir, f. 2.12. 1983. Börn
þeirra eru Heiðar Berg, f. 30.3.
2011, og Sara Björg, f. 17.11.
2012. Þau bjuggu saman alla
tíð síðan.
Brynjar var í björgunarsveit
og hafði unun af fjallaferðum.
Lengst af starfaði hann sem
hljóðmaður en einnig starfaði
hann við jeppaferðaþjónustu
og fleira.
Útför Brynjars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 8.
nóvember 2018, klukkan 15.
Hann verður jarðsettur á
Borg á Mýrum 9. nóvember
2018 klukkan 14.
Móðurást.
Í móðurkviði
ég gleðina fann,
fann fyrir friði
er fæddist hann.
Drengurinn minn.
Í móðurkviði
ég sársauka finn.
Hvíldu í friði,
sonurinn minn.
Elsku drengurinn minn.
Mamma.
Þegar ég kynntist Önnu,
mömmu hans Brynjars, þá sagði
Brynjar mér hvað hann elskaði
hana mikið með þessum orðum:
Ef þú verður einhverntíma
vondur við hana mömmu, þá
buffa ég þig!
Mér hefur alltaf þótt þetta
með fallegri ástarjátningum
sem ég hef heyrt frá syni til
móður.
Hann leit upp til mömmu
sinnar og leyndi aldrei vænt-
umþykju sinni og umhyggju
sem hann bar í brjósti fyrir
henni.
Það var alltaf stutt í prakk-
arann, grallarann og sprelligos-
ann, maður gat alltaf átt von á
smá hrekk eða stríðni en alltaf
allt í góðu. Hann gat „platað“
mann í allskonar vitleysu.
Þvílíkur dugnaðardrengur og
með sannfæringarkraft af guðs
náð, hann gat alltaf fengið okk-
ur til að trúa að næstu bílakaup
væru tækifæri sem alls ekki
mátti missa af. Ég sem hef átt
frekar fáa bíla um ævina og
þekki varla eina einustu tegund
– sá nú Brynjar koma og fara á
nýjum bílum á nokkurra mán-
aða fresti – í allskonar litum og
allskonar tegundum – einn og
einn tjaldvagn slæddist með og
alltaf græddi drengurinn á bíla-
skiptum og viðskiptum. – Þessi
bíll, sagði hann og benti á nýj-
asta bílinn, átti að kosta 850
þúsund en ég fékk hann á 490
og svo fékk ég ný nagladekk
með – mér leið eins og illa
gerðum hlut við hliðina á þess-
um mikla bisnessmanni.
Eitt árið sannfærði hann
okkur Önnu um að það væri
frábær hugmynd að kaupa
stóran og glæsilegan fjalla-
jeppa og fara í ferðabransann.
Og allt í einu var ég kominn í
túristabransann, ég sem hafði
ekkert vit á túristabransanum.
Lýkur með því sama frásögn-
inni af þessu skemmtilega
fyrirtæki.
Frá því ég kynntist Brynjari
fyrir 11 árum höfum við lengst-
um búið í sama húsi. Fyrst í
Mávakletti í Borgarnesi og svo
hvor á sinni hæðinni í húsi á
fallegum stað í Úlfarsárdalnum.
Aldrei nokkurn tímann varð
okkur sundurorða allan þann
tíma. Hann var alltaf hlýr og
notalegur við mig (eftir að hann
setti mér reglurnar varðandi
mömmu sína).
Ég vissi að hann var endan-
lega búinn að samþykkja mig
þegar hann leiddi mömmu sína
upp að altarinu þegar við Anna
giftum okkur.
Þegar hann komst að því að
ég hafði aldrei í Þórsmörk
komið þá skipulagði hann helgi
með fjölskyldunni til að sýna
gamla herlegheitin. Ógleyman-
leg ferð í alla staði og Brynjar
sýndi mér sínar bestu hliðar
sem ökumaður, leiðsögumaður,
kokkur, skemmtikraftur og
vinur.
Ég á alltaf eftir að geyma
skemmtilegan og góðan vin,
Brynjar Berg, í hjarta mínu.
Gísli Gíslason.
Brynjar systursonur minn og
afskaplega kær vinur hefur yfir-
gefið þessa jarðvist og missirinn
er mikill.
Það voru forréttindi að fá að
fylgja og fylgjast með manni
eins og Brynjari frá vöggu og í
gegnum lífið, það vafðist aldrei
neitt fyrir honum. Hann gat allt
og gerði allt fádæma vel.
Til að lýsa örlítið atorkusemi
Brynjars kemur hér örstutt
saga sem við áttum saman, sem
hann skipulagði uppá eigin spýt-
ur og náði hann að skapa einn
minn besta dag. Brynjar bankar
upp hjá mér snemma á sunnu-
dagsmorgni og segir, „góðan
daginn, frændi, klæddu þig nú
vel og komdu með okkur í bíl-
túr“, þetta var seint í mars 2010
og við vorum sem sagt á leiðinni
á Fimmvörðuháls til að skoða
nýhafið eldgos þar.
Keyrt var frá Reykjavík og
austur undir Mýrdalsjökul og
síðan ekið yfir Mýrdalsjökul og
að gosstöðvunum. Þessi dagur
var einn minn eftirminnilegasti
en bara enn einn dagurinn hjá
honum. Hjá Brynjari voru allir
dagar fullir af lífi og ævintýrum
og hann var einstaklega orð-
heppinn og hnyttinn í tilsvörum.
Hann kryddaði einnig gráan
hversdagsleikann oft á tíðum
með óhefðbundnum klæðaburði,
samt alltaf smekklegur.
Alls staðar í kringum Brynjar
var sprell og gleði og hann fékk
alla til að brosa alltaf og nálægð
hans og hans hlýja hjarta bættu
alla sem voru með honum.
Það vildu allir eiga Brynjar
sem sinn besta vin og hann var
besti vinur svo margra.
Elsku fjölskylda, guð veri
með ykkur öllum.
Þorgeir Einarsson.
Elsku Brynjar okkar.
Þótt vinátta okkar hafi ekki
varað lengi, þá risti hún djúpt.
Það fór ekki fram hjá okkur
hversu lífsglaður og hjartahlýr
þú varst. Væntumþykja þín var
augljós, þú gast alltaf látið okk-
ur hlæja og hughreyst okkur
þegar eitthvað bjátaði á. Aldrei
hefði okkur dottið í hug að þú
yrðir næstur. Þín er sárt
saknað.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem huggar, hlustar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika,
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Vottum Kristínu Sif og börn-
um, fjölskyldu og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð. Megi minningin um góðan
dreng lifa um ókomna tíð.
Atli, Brynja, Valgerður
og Þuríður.
Brynjar Berg
Guðmundsson
✝ Birna ÓskBjörnsdóttir
fæddist á Mjóeyri
á Eskifirði 16.
ágúst 1938. Hún
lést á Landspít-
alanum 23. októ-
ber 2018.
Foreldrar Birnu
voru Björn Tómas
Ingimar Jónasson,
f. á Eskifirði 17.
febrúar 1901, d.
12. júní 1971, og Kristín Elsa-
bet Ásmundsdóttir, f. á Fá-
skrúðsfirði 2. nóvember 1898,
d. 5. mars 1973. Birna var
fimmta í aldursröð sjö syst-
kina. Hin systkinin voru Ás-
mundur, Vigdís Júlíana, Jónas
Guðgeir, Valsteinn Þórir sem
öll eru látin og Olga Aðal-
björg.
Birna giftist árið 1959 Valtý
Guðmundssyni sýslumanni, síð-
ar borgarfógeta, f. 28. febrúar
1920, d. 21. febrúar 1981. Val-
týr var sonur hjónanna Guð-
mundar Sæmundssonar bónda
1990; sambýlismaður hennar
er Hafþór Örn Stefánsson, f.
15. desember 1988 og eiga þau
tvo syni, Viktor Inga og Alex-
ander Björn, og Birnu Ósk, f.
8. ágúst 1993. Valtýr Björn á
auk þess eina stjúpdóttur af
fyrra hjónabandi, Sif Vil-
hjálmsdóttur, f. 24. nóvember
1982. Hún á tvo syni, Adam
Orra og Aron Darra.
Birna ólst upp á Eskifirði,
fyrst á Mjóeyri og síðan í Ekru
þar sem hún bjó þar til hún
gifti sig árið 1959. Birna og
Valtýr bjuggu á Eskifirði þar
sem hann var fyrst sýslu-
fulltrúi en síðan sýslumaður til
ársins 1976 þegar þau fluttu í
Kópavog. Valtýr starfaði síðan
sem borgarfógeti í Reykjavík
þar til hann lést árið 1981.
Árið 1986 hóf Birna sambúð
með Ingvari Júlíusi Óskarssyni
bifvélavirkja, f. 13. september
1943, og bjó með honum til
dauðadags. Ingvar á þrjú börn
af fyrra hjónabandi; Óskar,
Halldóru og Jónínu.
Birna starfaði um árabil í
Leikfélagi Eskifjarðar þar sem
hún tók þátt í fjölmörgum leik-
sýningum.
Útför Birnu fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 8. nóv-
ember 2018, klukkan 13.
og Valgerðar Jó-
hannesdóttur hús-
freyju á Lómatjörn
í Grýtubakka-
hreppi. Birna og
Valtýr eignuðust
þrjú börn. Þau
eru: 1) Helena, f.
7. ágúst 1959,
framhaldsskóla-
kennari á Akra-
nesi. 2) Vala, f. 27.
nóvember 1961,
lögmaður, gift Gísla Óskars-
syni, þau eiga Valtý, f. 14.
mars 1991, og Kolbrúnu Klöru,
f. 10. maí 1993, dætur Gísla
eru auk þess María Vera, f. 7.
október 1982, gift Aroni Frey
Jónssyni en þau eiga tvö börn,
Arnrúnu Ósk og Gunnar Jökul,
og Sandra Björk, f. 6. nóvem-
ber 1983, sambýlismaður henn-
ar er Baldur Jónasson, f. 10.
febrúar 1982, þau eiga einn
son, Jón Þór. 3) Valtýr Björn,
f. 2. maí 1963, íþróttafrétta-
maður, hann á tvær dætur,
Svanhvíti, f. 17. nóvember
Elsku yndislega mamma
mín. Það er mjög svo erfitt að
sitja hér tárvotur og skrifa
minningarorð um þig, erfiðara
en orð fá lýst. Þú sem varst svo
stór hluti af mínu lífi.
Síðan pabbi lést þegar ég
var 17 ára varst þú mín stoð og
stytta og ekki leið sá dagur að
ég hitti þig ekki.
Það er margs að minnast og
of langt að rekja hér í nokkrum
línum. Þó ætla að ég að minn-
ast okkar tíma þegar ég var að
koma í mína daglegu göngu-
túra. Ávallt spjölluðum við
mikið saman og nærvera þín
var mér mikils virði. Þú hafðir
miklar og sterkar skoðanir á
málefnum líðandi stundar, póli-
tík, íþróttum, menningu, prest-
um og hverju sem er. Í okkar
skoðanaskiptum fylgdi hæfileg-
ur slatti af blótsyrðum eftir því
hvernig þér líkaði umræðuefn-
ið. Ég mun sakna þessa alls
það sem ég á eftir ólifað svo
ekki sé minnst á baksturinn.
Hverja helgi frá því ég man
eftir mér bakaðir þú og byrj-
aðir ávallt á föstudegi. Það voru
forréttindi að eiga svona ynd-
islega mömmu.
Elsku mamma, ég á von á því
að systkini þín og pabbi hafi
tekið á móti þér við för þína og
ég bið að heilsa öllum með
kossum og faðmlagi. Sjáumst
síðar.
Takk elsku mamma fyrir allt
og allt.
Ég flyt þér, móðir, þakkir
þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Íslands mestu mæður verða
taldar,
þá mun það hljóma fagurt, nafnið
þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna, –
og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Þinn sonur,
Valtýr Björn.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið
þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf
hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera
öðrum góður
og vaxa inn í himin – þar sem
kærleikurinn býr.
(Davíð Stefánsson)
Elskuleg móðir okkar, Birna
Ósk Björnsdóttir, er til grafar
borin í dag eftir stutt veikindi.
Mamma ólst upp á Eskifirði í
stórum systkinahópi, fimmta í
röðinni af sjö systkinum og er
nú aðeins Olga, sú yngsta, ein
eftir. Hún kynntist föður okkar
þegar hann kom austur til að
vinna á sýsluskrifstofunni og
þau giftust árið 1959.
Við systkinin vorum heppin í
því að við höfðum afar gott að-
gengi að foreldrum okkar þegar
við vorum að alast upp, sýslu-
skrifstofurnar voru á neðri hæð
hússins okkar og þar var pabbi
iðulega innan seilingar og
mamma var yfirleitt heima við.
Hún vann þó stöku sinnum úti
og er sérstaklega eftirminnilegt
þegar hún fór í síldarvinnu,
bæði vegna þess hversu mikið líf
og fjör var í kringum síldarplan-
ið og einnig vegna þess að frétt
um sýslumannsfrúna í síldinni
birtist í Morgunblaðinu.
Mamma var mjög glaðlynd
kona og skemmtileg. Hún starf-
aði um árabil í Leikfélagi Eski-
fjarðar og tók þátt í sýningum
þar. Hún hafði afar fallega rödd,
bæði til söngs og tals og nutum
við börnin góðs af en hún las
iðulega fyrir okkur sögur á
kvöldin.
Sköpunargáfa hennar kom
ekki bara fram í leiksýningum
heldur einna helst í matreiðslu
en hún var frábær kokkur og
besti bakari í heimi. Þegar við
vorum börn bakaði hún gjarnan
piparkökuhús fyrir jólin og
hjálpaði okkur að skreyta egg
fyrir páskana. En auk þessa
prjónaði hún og saumaði á okk-
ur næstum öll föt þegar við vor-
um lítil.
Mamma varð fyrir miklu
áfalli þegar faðir okkar varð
bráðkvaddur á dansleik og lést
samstundis fyrir rúmum 38 ár-
um. Áfallið var sérstaklega mik-
ið þar sem hún stóð við hlið hans
þegar þetta átti sér stað og var
hún töluverðan tíma að komast
yfir þennan atburð.
Hún kynntist hins vegar góð-
um manni, Ingvari Óskarssyni,
nokkrum árum síðar og hefur
hann verið hennar lífsförunaut-
ur síðan þá og lifir hana.
Það verða töluverð viðbrigði í
lífi okkar núna því að við hitt-
umst gjarnan mörg í fjölskyld-
unni í Efstahjallanum um helg-
ar, oftast á laugardögum. Hún
var alltaf til staðar fyrir okkur,
bæði þegar við vorum að alast
upp og einnig eftir að við uxum
úr grasi og þurftum á henni að
halda.
Við systur erum ákaflega
þakklátar fyrir að hafa haft
mömmu hjá okkur þetta lengi
og hennar verður sárt saknað af
okkur börnum hennar, barna-
börnum og barnabarnabörnum,
sem og af Ingvari, vinum henn-
ar og öðrum ættingjum.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Helena Valtýsdóttir og
Vala Valtýsdóttir.
Elsku besta tegndamamma,
Birna Björnsdóttir. Nú hefur þú
fengið kallið og hefur yfirgefið
okkur. Margs er að minnast um
þig í þau 35 ár sem ég er búinn
að þekkja þig. Það eru nokkur
atriði sem mér finnst hafa ein-
kennt þig; snögg tilsvör og oft
beitt; bakstur og eldamennska
og síðast en ekki síst góð amma,
mamma og frábær tengda-
mamma.
Ég man alltaf þegar ég
hringdi fyrst í Völu og þú svar-
aðir símanum, ég spurði er Val-
gerður heima (ég var viss um að
Vala héti Valgerður á þessum
tíma) og þú svaraðir snögglega:
hér býr engin Valgerður og
skelltir á.
Ógleymanlegar eru allar
stundirnar fyrir austan í Hlé-
skógum hjá Egilsstöðum, þarna
fann maður að þér leið mjög vel.
Auk þess sem maður fann að
Eskifjörður var stór hluti af lífi
þínu og barna þinna og var allt-
af talað fallega um þann stað.
Að lokum get ég ekki annað
en minnst á einn ósóma sem
mér finnst reyndar mjög
skemmtilegur og lýsandi fyrir
þig, það er að þú bölvaðir nokk-
uð oft og mikið og hafa börn þín
og barnabörn tekið þetta í arf
og lifir þessi karakter þinn því
áfram.
Ingvar minn, ég sendi þér
innilegar samúðarkveðjur og ég
veit að þetta verður erfitt án
hennar.
Helena, Vala og Valtýr
Björn, innilegar samúðar-
kveðjur.
Birna mín, ég kveð þig og
mun minnast þín. Þín verður
sárt saknað, takk fyrir allt og
hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Gísli.
Alltaf kemur það flatt upp á
mann þegar kallið kemur eins
óvænt og hjá Birnu Ósk mág-
konu minni. Það hlýtur að vera
gott að fá að fara svona snöggt
fyrir þann sem fer, en erfitt er
það fyrir þá sem eftir eru. Nú
hafa þau kvatt öll systkinin frá
Ekru, nema Olga mín, sem er
ein eftir af þessum sjö systkina
hópi.
Kynni okkar Birnu hófust
fyrir tæpri hálfri öld þegar ég
kom inn í Ekru-fjölskylduna
með Olgu. Aldrei bar skugga á
þau kynni allan þennan tíma.
Eftir að við vorum flutt suður
og Birna bjó í Kópavoginum, þá
gætti hún þess ávallt að eiga til
sardínur í tómatsósu út á brauð
ef mágur hennar rækist inn í
sunnudagskaffi. Minnisstæð-
asta minning mín um Birnu er
trúlega þegar hún einu sinni fór
með mér austur á Eskifjörð
þegar við Olga bjuggum þar.
Vinafólk okkar af Suðurlandi
var á leið austur á firði í heim-
sókn til okkar og náðum við
þeim á Höfn. Stefnt var að því
að vera komin heim í kvöldmat
til Olgu. Við lögðum af stað, en
þegar við vorum komin á móts
við Gautavík í Berufirði þá
sprakk hjá vinafólkinu sem var
á nýlegum bíl. Það þótti svo
sem ekki tíðindum sæta á þess-
um árum, en þetta hélt áfram.
Næst þegar sprakk þá urðum
við að fara til baka með tvö
dekk til Breiðdalsvíkur og láta
gera við þau. Á þessum tíma-
punkti var komið undir kvöld-
mat en allt í góðu með það, bíll-
inn kominn á öll dekkin heil og
varadekkið líka í lagi. En Adam
var ekki lengi í Paradís. Um
miðnætti urðum við að skilja bíl
vinafólksins eftir efst í Hólma-
hálsinum þegar hafði sprungið
tvisvar sinnum á honum í við-
bót.
Við gátum ekkert látið vita af
okkur og Olga beið alltaf með
matinn. Þetta var fyrir tíma
farsímans þó ekki séu nema
rúm 30 ár síðan. Það sem kom
mér mest á óvart á þessu ferða-
lagi sem reyndi bæði á taugar
og þolinmæði, var hversu róleg
mágkona mín var, sem hafði oft
orð á sér fyrir annað en róleg-
heit.
Birna mín, ég minnist á þetta
hér því ég vona að þú hafir átt
betri ferð á leið þinni í Sumar-
landið.
Við Olga vottum Helenu,
Völu og Valtý Birni ásamt fjöl-
skyldum þeirra og Ingvari okk-
ar dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði, kæra mág-
kona.
Jón Ingi.
Birna Ósk
Björnsdóttir
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar