Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 55

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 ✝ Árni Ísleifssonfæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1927. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 27. október 2018. Foreldrar hans voru Ísleifur Árna- son borgardómari, f. 20. apríl 1900, d. 7. ágúst 1962, ætt- aður frá Geita- skarði í Langadal, og Soffía Gísladóttir Johnsen, f. 1. júní 1907, d. 28. maí 1994, ættuð úr Vestmannaeyjum. Systkini: Gísli Guðmundur, f. 18. maí 1926, d. 13. mars 2009, Ásdís, f. 9. des- ember 1928, d. 14. október 2002, Hildur Sólveig, f. 8. júlí 1934, d. 28. desember 1969. Hinn 31. desember 1976 kvæntist Árni Kristínu Axels- dóttur, f. 31. júlí 1942. Börn þeirra eru: 1) Ísleifur, f. 20. des- ember 1976, sambýliskona hans er Kristín J. Þórarinsdóttir, f. 21. nóvember 1980. Sonur þeirra er Ármann Darri, f. 4. nóvember 2012, fyrir átti Krist- ín soninn Fjölni, f. 5. september 1997. 2) Áslaug Hildur, f. 27. júlí 1979, sambýlismaður hennar er Hörður Már Lúthersson, f. 28. Hugrún Hrönn, Ingveldur Halla, Erla Björg, Una Hlín og Hólm- steinn Össur. Barnabörn Árna eru 11 og barnabarnabörn 21. Árni ólst upp í Reykjavík á Túngötu 18, í Norðurmýri, Bergstaðastræti og fleiri stöð- um. Hann byrjaði 17 ára að spila í hinum ýmsu hljómsveitum, spilaði fyrir dansi m.a. í Breið- firðingabúð o.fl. Þá stofnaði hann dixílandsveit 1975 og endurvakti hana síðan árið 1998. Hann brautskráðist frá Verslunarskóla Íslands 1946, stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og síðar Tón- skóla þjóðkirkjunnar, einnig var hann í einkatímum hjá Gísla Magnússyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Seinna lauk hann kennaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Hann flutti til Egilsstaða 1976 og bjó þar í 23 ár. Hann starfaði við Tónskóla Fljótsdalshéraðs, einnig rak hann og sá um Djasshátíð Egilsstaða í 18 ár og var mjög virkur í tónlistarlífinu þar, stjórnaði m.a. karlakór, þá var hann í Harmonikkufélagi Fljótsdalshéraðs o.fl. Árni flutti aftur til Reykjavíkur 1998 og lék m.a. undir hjá Gerðuberg- skórnum og spilaði með Stór- sveit öðlinga. Árni verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag, 8. nóvember 2018, klukkan 13. júní 1979, dóttir þeirra er Ísabella Sól, f. 8. júlí 2012, fyrir átti Hörður soninn Alexander Sævar, f. 20. júlí 2000. Sonur Kristínar er Axel Hilmars- son, f. 27. maí 1961, maki Sína S. Magnúsdóttir, f. 23. ágúst 1962. Þeirra börn eru Viktor Már (látinn), Andri Snær og Kristófer Máni. Fyrir átti Axel dótturina Báru Kristínu. Fyrri eiginkona Árna var Sig- ríður Sveinbjarnardóttir, f. 19. desember 1927. Dóttir þeirra er Soffía, f. 3. október 1949, maki Sigurður Karlsson, f. 4. desem- ber 1950. Þeirra börn eru: Þór, María og Ómar Karl. Fyrir átti Soffía Árna Kjartansson. Einnig á Árni dótturina Unu, f. 29. apríl 1949, móðir hennar er Inga Ólafsdóttir, f. 17. ágúst 1932. Maki Unu er Einar Hörð- dal Jónsson, f. 23. september 1952, sonur hans er Guðlaugur Hörðdal. Börn Unu og fyrrver- andi eiginmanns hennar, Krist- jáns Össurar Jónassonar, f. 2. júní 1934, d. 1. apríl 2014, eru Elsku pabbi minn. Mér finnst ég ótrúlega lánsöm að hafa átt þig sem pabba. Þú varst 52 ára þegar þið eign- uðust mig, en samt sem áður varstu mér allt það og meira til sem góður pabbi er. Vinkonur mínar kölluðu þig oft afa þegar við vorum ungar því þú varst svo góður og afalegur í útliti, þú hafðir bara gaman af því. Ég var mikið í íþróttum og oft að keppa og alltaf mættir þú til að hvetja mig áfram. Man svo vel þegar ég tók þátt í lang- hlaupi og það var ein á undan mér en svo þegar endamarkið var alveg að nálgast þá varst þú þar og sagðir: „Koma svo, Ás- laug, þú getur þetta,“ og ég fékk einhvern óútskýrðan kraft og náði að vinna hlaupið. Við urðum oft samferða heim í há- deginu þegar ég var í grunn- skóla og þú að kenna í Tónlist- arskólanum á Egilsstöðum. Gleymi því ekki þegar þú sagð- ir: „Nú förum við í kapp heim“ og hljópst af stað og ég var nú nokkuð viss að ég yrði á undan þér gamla manninum. En nei, þú hljópst eins og eldibrandur og náðir að verða á undan mér, ég var mjög hissa en samt svo ánægð með þig. Það var alltaf mikið fjör á heimili okkar og mikið um tónlist. Oft voru kór- æfingar í stofunni, man eitt sinn þegar ég kom heim með vinkonu og þá var Kattardúett- inn á æfingu hjá þér og þær mjálmuðu lögin, okkur fannst þetta mjög fyndið og skemmti- legt. Svo fylltist húsið alltaf þegar þú hélst djasshátíðina á sumrin. Þá gisti oft fullt af tón- listarmönnum hjá okkur og allt var gert til að allir hefðu það sem best. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera og hafa margir komið til mín og sagt hvernig þú hjálpaðir þeim. Þú komst á laggirnar fyrstu AA-deildunum fyrir austan og keyrðir oft á firðina í hálku og snjó til að halda fundi. Stundum hringdi síminn á nóttunni, þá var það einhver sem vildi aðstoð frá þér en þú útskýrðir þetta vel fyrir mér, að þú þyrftir að svara sama hvað klukkan væri. Ég var svo stolt af þér, þú varst AA-maður og drakkst ekki áfengi í 30 ár. Síðan fæddust Ísabella Sól og Ármann Darri árið 2012 og þú fékkst sex ár með þeim og alltaf svo góður afi. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með sorg í hjarta en á sama tíma er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Áslaug Hildur. Þegar við hugsum til afa sjáum við fyrir okkur brosmilda andlitið hans því þegar hann brosti gerði hann það með öllu andlitinu. Þegar hann hló pírði hann augun og gaf frá sér skemmtilegt hljóð sem við get- um framkallað í huganum. Hann heilsaði alltaf innilega og lét í ljós að hann væri glaður að sjá mann og það er dýrmætt að eiga þannig minningar. Þegar við vorum lítil bjó afi á Egils- stöðum og það var spennandi að vita af honum á leiðinni í bæinn. Það var gleðistund þeg- ar hann kom í heimsókn og allt- af voru hann og Kristín með myndavél á sér til að festa minningarnar betur í sessi. Þegar við urðum fullorðin og eignuðumst börn eru jólaboðin hans afa það sem helst stendur upp úr í minningunni. Það brást ekki að jólasveinninn mætti á staðinn og afi gaf sér góðan tíma til að spila jólalögin á pí- anóið. Þessi boð voru svo metn- aðarfull og skemmtileg að þeg- ar Erla var gæsuð þurfti hún að taka sér pásu frá fjörinu því hún vildi mæta í jólaboð til afa. Við eigum fullt af fallegum og góðum minningar um hann. Á sínum yngri árum fannst Hug- rúnu svo skemmtilegt að eiga afa sem væri besti píanóleikari í heimi! Hólmsteinn veiddi mar- íulaxinn með honum í Elliða- ánum en þangað bauð afi hon- um árlega. Það var í fyrsta skipti í ár sem hann treysti sér ekki í veiðina sökum heilsu- brests en þrátt fyrir það stóð hann við sitt og bauð Hólm- steini. Hólmsteinn fór líka á jazzhátíð á Egilsstöðum með hópi manna sem áttu það sam- eiginlegt að fara varla lengra en í Ártúnsbrekkuna en voru tilbúnir að leggja á sig langt ferðalag til að sjá hann í essinu sínu. Afi kenndi Unu Hlín að kasta flugu í garðinum hjá sér á Egilsstöðum og hún söng líka lag eftir hann á hljómplötuna Rökkurblús sem hann gaf út í tilefni 80 ára afmælis síns. Þeg- ar Ingveldur útskrifaðist úr kennaranámi spilaði afi með kú- rekahatt undir á píanó á meðan sýnd var stuttmynd sem var hennar útskriftarverkefni og vakti það mikla lukku. Afi var alltaf duglegur að mæta í veisl- ur og spila á merkisdögum í okkar lífi. Við erum þakklát fyrir hversu örlátur hann var að deila tónlistinni með okkur og við höfum alltaf verið stolt af honum og hans framlagi til ís- lenskrar tónlistar. Nú er hann fallinn frá en tónlistin heldur áfram að lifa. Hugur okkar er hjá Kristínu og aðstandendum. Blessuð sé minning yndislegs afa og frá- bærs tónlistarmanns. Hugrún Hrönn, Ingveldur Halla, Erla Björg, Una Hlín og Hólmsteinn Össur. Elsku afi minn, Árni, hefur nú kvatt okkur. Minning um góðan mann og hæfileikaríkan tónlistarmann lifir, hún býr um sig hið innra og gleymist aldrei! Ég mun varðveita minningar mínar um þig og okkar góðu stundir í hjarta mínu, og öll þín góðu ráð sem þú hefur gefið mér í gegnum lífið. Heimsókn þín og Kristínar til okkar í Danmörku stendur þar upp úr ásamt öllum jólaböllunum sem þú hélst fyrir fjölskylduna á seinni árum. Það hefur verið langt á milli okkar í langan tíma vegna okkar búsetu í gegnum tíðina. En afi er alltaf afi. Ég mun aldrei gleyma þeim skilaboðum sem þú skrifaðir mér og sendir mér þegar ég gekk í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Þau hvatningarorð frá þér voru mér mikils virði. Þínir ljúfu tónar munu áfram hljóma um ókomna tíð. Guð blessi þig og geymi. Þór Sigurðsson. Með vini mínum, Árna Ís- leifs, er genginn síðasti fulltrúi frumbernsku djassins á Íslandi. Það voru sex strákar sem stofn- uðu fyrstu alíslensku djass- hljómsveitina, sem kennd var við Björn R. Einarsson; því hann var okkar mælskastur, sagði bróðir hans Guðmundur. Árni var reyndastur þeirra sex- menninga, hafði spilað á ýmsum dansæfingum í skólum í Reykjavík. Hljómsveitin varð feikivinsæl og oftast fullt í Listamannaskálanum þegar hún spilaði. Á efnisskránni mátti finna dixílandlög og meira að segja Ellington. Klar- inettuleikari hljómsveitarinnar, Gunnar Egilsson, var duglegur að skrifa upp lög eftir plötum og Árni var sleipur í búgganum og þó að bandið væri ekki alveg klárt á intróinu í Basin Street Boogie var ekkert hik þegar Árni tók við og sló píanóið í besta Freddie Slack-stíl, en af Freddie sagðist hann hafa lært margt. Þegar Árni hætti með Bjössabandinu fór hann að leika með Svavari Gests, en 1951 stofnaði hann hljómsveit til að leika í Vestmannaeyjum, þar sem tvö danshús börðust um gestina. Eftir að hann kom frá Eyjum lék hann með ýms- um hljómsveitum, auk eigin sveita, og þar kom að hann flutti til Egilsstaða, kenndi tón- list og stofnaði elstu djasshátíð Íslands, Djasshátíð Egilsstaða, stjórnaði henni með glæsibrag í nær tvo áratugi, dyggilega studdur af mörgum hugsjóna- manninum og ekki síst eigin- konu sinni, Kristínu Axelsdótt- ur. Þarna komu fram flestir helstu djassleikarar Íslands og margir af fremstu djassleikur- um Norðurlanda, s.s. fiðlararnir Svend Asmussen og Finn Zieg- ler. Ég aðstoðaði Árna jafnan þegar kallið kom: Sæll, þetta er Árni, síðan bað hann mig að gera eitthvað fyrir hátíðina sem mér fannst oft óframkvæman- legt en var samt framkvæmt því sem betur fer skildi Árni ekki það orð og hvernig hefði verið hægt að halda jafn glæsi- lega hátíð austur á landi ef framkvæmdastjórinn hefði ekki sí og æ framkvæmt hið ófram- kvæmanlega. Eftir að Árni flutti til Reykjavíkur að nýju stofnaði hann dixílandhljómsveit sem er mörgum eftirminnileg, en dixíið kunni hann uppá tíu og stóð þar fremstur í flokki Íslendinga ásamt Þórarni Óskarssyni. Í dixíbandi hans spiluðu margir eftirminnilegir hljómlistarmenn og er á engan hallað þó tveir séu nefndir: básúnuleikarinn og söngvarinn Friðrik Theodórs- son og klarinettuleikarinn Guð- mundur Norðdahl, sem var ári yngri en Árni og lést örfáum dögum á eftir honum. Hljóðritunarsaga Árna spannaði 72 ár. Hann hljóðrit- aði fyrstu lögin með Bjössa- bandinu 1946 og það síðasta, C- Jam Blues Ellingtons, með Bjössa Thor og fleirum þegar Papa Jazz var heiðraður á djasshátíð í september sl. Hér hefur verið stiklað á stóru í tónlistarferli Árna, en hann gaf út þrjár plötur með eigin tónsmíðum, því lagahöf- undur var hann frábær einsog Ég er farmaður fæddur á landi og Stína ó Stína bera vitni um. Ég kynntist Árna og hans ágætu konu, Kristínu, vel á þessum hátíðum og þar kynnt- ist ég seinni eiginkonu minni. Það var okkur mikil gæfa að eiga vináttu þeirra hjóna. Kristínu, börnum Árna og öðrum aðstandendum sendum við Anna Bryndís innilegar samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Mér er ljúft og skylt að minnast Árna Ísleifssonar, vin- ar míns og félaga í tónlist. Ég kynntist Árna ekki fyrr en kringum árið 2000, en þekkti hann að orðspori. Merkilegt ævistarf hans er og verður of- arlega á blaði í djasssögu Ís- lands, því auk þess að leika góðan djass í áratugi rak hann í eigin nafni Djasshátíð á Egils- stöðum í 12 ár. Svo rak hann tvær Dixielandhljómsveitir, fyr- ir og eftir Egilsstaðadvöl. Árni helgaði tónlistinni krafta sína alla starfsævina eða allt til árs um nírætt. Árni hóf píanónám tíu ára gamall fyrst í einkatímum en síðar í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Hann var stöðugt að bæta við sig og lauk tónlistarkennaranámi 1971. Björn R. Einarsson réð Árna í hljómsveit sína 1945 og léku þeir fyrst í Listamanna- skálanum sem var við hlið Alþingishússins, og var vinsæl- asti dansstaður Reykjavíkur. Þessi hljómsveit lék mikið djasstónlist og Árni skapaði sér nafn sem einn fremsti píanó- leikari landsins, en auk djassins lagði hann áherslu á að vera al- hliða tónlistarmaður og var alla tíð sannur atvinnumaður í tón- list. Í áratugi lék hann með flest- um fremstu hljóðfæraleikurum landsins og kom víða við. Hann hljóp í skarðið fyrir Carl Billich í frægu tríói sem lék í Naust- inu, og tók svo við af honum og vermdi þann stól í nokkur ár við góðan orðstír. Á áttunda áratugnum flutti Árni með fjöl- skyldu sína til Egilsstaða, enda sennilega eitthvað farið að harðna á dalnum í tónlistinni í Reykjavík. Á Austfjörðum beið hans kennarastaða við Tónlist- arskólann á Egilsstöðum og þar undu þau Kristín sér vel allt fram undir aldamótin síðustu. Hann stundaði kennslu í þrjátíu ár á Egilsstöðum og var um skeið skólastjóri Tónlistarskóla á Hallormsstað. Auk kennsl- unnar lét hann gott af sér leiða á mörgum ólíkum sviðum tón- listar eystra. Á góðviðrisdegi sumarið 1987 gekk Árni um götur Egilsstaða með Steina Steingríms djass- píanista og gömlum vini sínum. Þá segir Steini: „Árni, hér þyrfti að vera leikinn djass, hér er svo gróðursælt og fallegt.“ Þessi athugasemd kveikti hug- myndina að Djasshátíð Egils- staða og næsta sumar var fyrsta hátíðin haldin. Við þetta framtak nýttust Árna vel mannkostir og hæfileikar sem hann fram til þessa hafði ekki haldið á lofti Honum gekk vel að afla hátíðinni stuðnings og ná samningum við innlenda og erlenda djassleikara sem voru reiðubúnir að koma og leika á Egilsstöðum. Ótalinn er sá kostur Árna sem tónlistarmanns hve vel honum lét að semja falleg lög og útsetja. Mörg laga hans nutu mikilla vinsælda og voru leikin í óskalagaþáttum. Tvo geisladiska með eigin lögum gaf hann út, Portrait of a Woman 2004 og Rökkurblús 2007. Ég átti því láni að fagna að leika með Árna í síðara Dixieband- inu. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir þann lærdóm og vináttu. Ég vil að lokum, fyrir hönd þeirra sem léku í þeirri sveit, og einnig félaga í Stór- sveit öðlinga, þakka Árna fyrir ómetanlega vináttu og sam- starf. Við félagar Árna vottum Kristínu konu hans og öðrum aðstandendum samúð okkar. Sverrir Sveinsson. Árni Ísleifsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVALA BJARNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á HSN á Siglufirði föstudaginn 26. október. Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 14. Sigurður Sigurjónsson Hulda Magnúsardóttir Júlíus Helgi Sigurjónsson Hanna Bryndís Þórisd. Axels barna- og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG ELÍSABET RAGNARSDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sunnudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. nóvember klukkan 14. Ágúst Andrésson Rakel Rós Ágústsdóttir Viðar Ágústsson Rósanna Valdimarsdóttir Ragnar Ágústsson Hanna Rún Jónsdóttir Marín Lind Ágústsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR ARASON, kaupmaður Patreksfirði, Espigerði 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 1. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13. Sjöfn Ásgeirsdóttir Fjóla Ingólfsdóttir Björn Garðarsson Arnar Már Ingólfsson Rannveig S. Þorvarðardóttir Eygló Ingólfsdóttir Kristín E. Ingólfsdóttir Guðlaugur V. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.