Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 ✝ BergþóraHarpa Þór- arinsdóttir fæddist í Keflavík 15. október 1965. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja 26. október 2018. Foreldrar henn- ar eru Jónborg Júlíana Ragnars- dóttir, f. 5. febr- úar 1943, og Þórarinn Sveinn Guðbergsson, f. 3. nóvember 1944. Þau slitu samvistum. Al- systir Bergþóru er Þórhildur úar 1990, en hann lést af slys- förum 17. júní 2005. Börn Viktors eru þau Þóranna Reyn, f. 7.3. 2009, Karitas Emma, f. 8.11. 2012, og er móðir þeirra Margrét Jak- obsdóttir, f. 17.7. 1990, þá á hann einnig börnin Júlíönu Ruth, f. 13.3. 2011, Ragnar Breka, f. 24.4. 2015, og Guð- mund William, f. 17.5. 2018, og er móðir þeirra þrigga Kristín Jóna Hjaltadóttir, f. 22.8. 1991. Seinna kynnist Bergþóra kerfisfræðingnum Höskuldi Einarssyni, en dóttir hans, Hulda Hrund, á stúlkuna Auði Maríu Elídóttur, f. 10.2. 2016, sem Bergþóra tók sem sínu eigin barnabarni. Útför Bergþóru Hörpu fer fram frá Útskálakirkju í dag, 8. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Ída, f. 1962, og á hún þá samfeðra bróðurinn Svein Inga, f. 31. júlí 1975. Bergþóra hóf sambúð með Guð- mundi Hirti Falk Jóhannessyni, f. 18. september 1965, en þeirra samvistir slitnuðu um aldamót. Áttu þau saman synina Viktor Agn- ar Falk Guðmundsson, f. 28. júní 1987, og Þórarin Samúel Falk Guðmundsson, f. 4. febr- Elsku mamma. Það var ekki oft sem það gekk stirðlega í samskiptum okkar á milli en þessir síðustu dagar og vikur voru erfið, ég vissi ekki hvert stefndi og þykir leitt að hafa ekki vitað af veikindum þínum en þú vissir það ekki sjálf fyrr en stuttu áður en við hittumst uppi á spítala. Það er gaman að rifja upp þær stundir sem við höfum átt saman, ferðirnar í húsdýra- garðinn með krakkana mína og um leið þær ferðir sem við fór- um þangað í minni æsku. Það vantaði aldrei að þú hugsaðir vel um okkur og sömuleiðis um börnin mín. Elstu minningarnar mínar eru allar úr Silfurtúninu, allra elsta minningin er sennilega þegar þú varst að skamma mig fyrir að hoppa yfir síma- snúruna, og sagðir orðrétt: „Þú átt eftir að fótbrjóta þig ef þú hættir ekki,“ og það stóðst eins og stafur á bók, þetta endaði allt saman með spítalaferð og seinna var ég kominn heim í gifsi. Þú hafðir oftar en ekki rétt fyrir þér, þó að ég hafi ekki alltaf viljað viðurkenna það. Það verður ekki tekið af þér að þú varst mjög einlæg og góð, þú reyndir alltaf að sjá að- eins það besta í fólki. Ég man að þú máttir ekkert aumt sjá, og það eru nokkur sérstök at- vik sem ég man alltaf mjög vel. Ég vona að Dóri okkar taki vel á móti þér með Blíðuna okkar sér við hlið, það hefur aðeins bæst í safnið hjá honum af vinum sem hafa kvatt okkur of snemma. Ég hugsa mikið um þá drauma sem þú áttir; að við myndum ferðast saman á mót- orhjólum eitthvað út á land eða út í heim, en það var ný ástríða sem Höskuldur kynnti fyrir þér. Það er komið að kveðju- stund, fyrr en ég átti nokkurn tíma von á að þurfa að kveðja þig. Ég mun alltaf geyma þig í minningum mínum, elska þig alltaf. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æskuvor, er í hugum manna. (RG) Þinn sonur, Viktor Agnar Falk Guðmundsson. Minningabrot streyma fram. Fyrsta minningin um Bessý er þegar mamma og pabbi héldu hvort í sitt handfangið á tusku- burðarrúmi með hana ný- fædda, við erum að labba á miðjum vegi fyrir framan Garðsstaði, það er gott veður og ég þriggja ára elti, ægilega stolt af litlu systur minni. Minningar um það þegar eitt- hvað mikið stóð til, eins og löng ferðalög, þar sem hossast var eftir malarvegum til Ak- ureyrar á silfurlitaðri Volkswa- gen-bjöllu, við Bessý í aftur- sætinu, náðum varla upp til að sjá út og fannst ferðin aldrei ætla að taka enda. Gist hjá Möggu tvíburasystur mömmu á Eiðsvallagötunni, sofnað með skuggamyndir á veggjum af dansandi snákum sem við litla systir mín horfðum óttaslegnar á, þar til næsta dag að dregið var frá gluggum og iðjagræn laufblöð dingluðu á stórum trjágreinum. Enn aðrar minn- ingar frá ferðalögum til Möggu frænku í Akurgerðið, leikið daglangt við Ella og Óla bróð- ur hans, en líka við Herdísi og bróður hennar og reyndar fleiri börn í barnmörgu og skemmtilegu hverfi. Labbað niður Þingvallastrætið, með birkiilm í fanginu í rigningu, farið í sund, komið aftur heim til frænku, sem endalaust gat galdrað fram veitingar. Best af öllu fannst okkur framandi djúpsteikt ýsa í orly-deigi og svalandi var að fá mjólk úr belju sem var geymd í ísskápn- um. Alltaf var komið við hjá ömmu Ídu í Hríseyjargötunni, sem spilaði stundum á harm- ónikku fyrir okkur. Ég man að eitt skipti sem við komum norður, þá hafði frændi fengið ótrúlega flott, stórt svart reið- hjól, með stærðarinnar böggla- bera að framan og minni að aftan. Við suðuðum þangað til við fengum að fara hring. Bessý systir var sett upp á bögglaberann að framan og ég aftan á. Síðan þutum við eftir götunum á eyrinni og okkur fannst lífið dásamlegt, alveg þangað til Bessý hrökk af bögglaberanum í einni holunni, því hún var bæði lítil og létt og endaði með því að þurfa upp á spítala þar sem vörin var saumuð. Við pabba sagði lækn- irinn: „Hún kemur til með að búa á hér á Akureyri, því að þegar fólk kemur á nýjan stað og dettur, þá er það kallað að detta heim.“ Þetta höfðum við aldrei heyrt áður og það reyndist nú ekki þannig. Árin líða og við verðum sjálfstæðar konur og eignumst okkar eigið líf. Bessý var fyrst og fremst yndisleg móðir og þótti afskaplega vænt um drengina sína tvo. Hún var fal- leg, það var stutt í kímni og stutt í bros. Hún var persóna, sem ég held að hafi hvort tveggja sótt orku í að vera ein og líða vel með sjálfri sér en líka fengið orku af því að vera innan um annað fólk. Hún hafði yndislega nærveru, var góð og hæfileikarík. Hógvær. Bessý kynntist Höskuldi 2008 og mér fannst þau passa vel saman. Það er erfitt að hafa lifað af að fá krabbamein, fara í brjóst- nám, þunga lyfjameðferð, geisla og gera allt sem hægt er til að lifa. Lifa og njóta hvers einasta dags. Vera á lífi en þurfa að horfa á yngri systur sína deyja úr krabbameini. Engin orð lýsa tilfinningunni. Ída og fjölskylda. Bergþóra Harpa Þórarinsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég elska þig amma, get ekki trúað því að þú sért farin. Ég á ótrúlega góðar minningar um þig og mig langar ekki að missa þær. Þú varst besta kona í öllum heiminum, við brölluðum margt saman og ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst ein af þeim mikilvægustu í lífinu mínu. Þinn ömmudemantur, Þóranna Reyn. Elsku Bessý amma. Takk fyrir að kenna mér að sauma. Ég elska þig rosa mikið. Ég vona að þú hafir það gott og passir Arí, hundinn okkar, í himninum. Til sætu ömmu minnar frá ömmudemantinum Júlíönu. ✝ Birna fæddistí Reykjavík 6. ágúst 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 26. október 2018. Foreldrar Birnu voru Jón Þorbergur Bjarnason og Guðmunda Mar- grét Sigurjóns- dóttir, hún lést þegar Birna var um tveggja ára aldur og ólst Birna upp hjá föður- ömmu sinni og afa í Reykja- vík til sex ára aldurs en eftir það í Vestmannaeyjum, hjá móðurömmu sinni og hennar fjölskyldu. Birna var ein- birni. Birna stundaði nám á Reykjum í Hrútafirði einn vetur og síðan í leiklistar- skóla Ævars Kvaran í Reykjavík, þá stundaði hún einnig nám í ballett. Birna giftist Sveinbirni Helga Blöndal 18.6. 1955. Hann lést 7.4. 2010. Þeim varð fjögurra barna auðið. 1) Elsa Lára, f. 24.9. 1955, 2) Magnús Bjarni, f. 12.1. 1959, d. 7.9. 2001, 3) Kristján Jón, f. 6.10. 1963, 4) Númi Orri, f. 4.7. 1966. Barnabörnin eru fjögur. Sóley Elsa, f. 13.5. 1986, er dóttir Magnúsar. Börn Orra eru Elísabet, f. 9.12. 1992, Birna, f. 23.4. 1995, og Sveinbjörn Högni, f. 31.7. 2008. Þá eru barnabarna- börnin tvö. Magnús Þór, f. 8.8. 2017, er sonur Sóleyjar Elsu, og óskírður, f. 26.10. 2018, er sonur Elísabetar. Mestan sinn búskap bjuggu Birna og Sveinbjörn á Skagaströnd en 2001 fluttu þau til Hafnarfjarðar. Á Skagaströnd var Birna virk í félagsmálum og vann þar hin ýmsu störf. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku fallega Birna amma mín. Ég á þér svo margt að þakka og langar að skrifa nokkur orð um þig. Þú varst svo hlý og góð amma. Ég man hvað mér fannst gaman að þú leyfðir mér alltaf að gramsa í snyrtiborðinu þínu og prufa alla skartgripina þína, ég fékk að skoða og máta allar slæð- urnar, alla hanskana, alla hatt- ana og öll veskin, mikið sem mér fannst það gaman og gat alveg gleymt mér í öllu þessu. Þú áttir svo mikið af fallegum hlutum og þér fannst það nú ekki leiðinlegt að klæða þig upp í þitt fínasta púss og fara á kaffihús eða leikhús og njóta enda verður þú alltaf glæsileg- asta konan og amman sem ég hef séð. Þú varst svo glöð og kát og þér fannst svo gaman að hlæja, jihh minn hvað þú varst með smitandi og yndislegan hlátur. Þú varst með svo hlýtt faðmlag og við knúsuðumst alltaf svo innilega þegar við hittumst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa al- ist upp með ykkur afa í sama bænum, ég var alltaf velkomin til ykkar sama hvað klukkan var enda var ég mikið hjá ykk- ur sem krakki og unglingur, það er ómetanlegt að alast upp með ömmu og afa sér við hlið. Margar eru minningarnar um þig elsku amma og mun ég varðveita þær vel og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér þangað til þú gast ekki meir. Núna ertu komin til afa og Magga sonar þíns, pabba míns, sem þú saknaðir alltaf svo ósköp sárt enda voruð þið alltaf svo góðir vinir og áttuð fallegt móður- og sonarsamband. Ég vona að sambandið milli mín og sonar míns hans Magga litla Blöndal verði eins og sambandið ykkar var. Takk elsku amma fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ég bið að heilsa. Þín sonardóttir, Sóley Elsa. Birna Ingibjörg Jónsdóttir ✝ Birgir Krist-jánsson raf- virkjameistari fæddist á Akureyri 26. janúar 1948. Hann lést 26. októ- ber 2018. Foreldrar hans voru Kristján Frið- rik Helgason, f. 15. desember 1894, d. 17. júlí 1987, og Vilborg Guðjóns- dóttir, f. 13. febrúar 1905, d. 10. mars 1994. Systkini Birgis eru Sverrir, f. 7. janúar 1931, d. 9. febrúar 1993, Guðrún Margrét, f. 9. janúar 1934, og Bryndís, f. 26. janúar 1948. Karlsson og saman eiga þau synina Þórhall og Þórarin. Maki Helgu er Óskar Helgi Adamsson. Fyrir átti Birgir dótturina Rósu, f. 1974, með Heiðrúnu Hallgrímsdóttur. Maki Rósu er Sverrir Ingi- mundarson. Dætur hennar eru Karen Sunníva og Lena Rós Káradætur. Birgir ólst upp á Akureyri og hlaut sveinsréttindi frá Iðn- skóla Akureyrar til rafvirkj- unar. Hann hlaut meistararétt- indi í rafvirkjun árið 1972. Frá 1981 til 2016 starfrækti hann fyrirtæki sitt, Rafós. Aðal- áhugamál Birgis voru bílar, þá helst amerískir, og ferðalög. Var hann í Gæsavatnafélaginu og starfaði fyrir Flugbjörg- unarsveitina á árum áður. Útför Birgis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Birgir kvæntist 12. nóvember 1977 Elísabetu Gests- dóttur, f. 10. jan- úar 1954. For- eldrar hennar eru Gestur Ottó Jóns- son, f. 26. sept- ember 1929, d. 2. maí 1999, og Guð- rún Jónsdóttir, f. 14. desember 1930. Birgir og Elísabet eignuðust þrjár dætur; Hörpu, Huldu og Helgu. Maki Hörpu er Magni Rúnar Magn- ússon og saman eiga þau börn- in Birgi Frey og Kristbjörgu Evu. Maki Huldu er Eyvindur Elsku pabbi, kallið er kom- ið. Svo fljótt, svo snöggt og svo sárt. Albúm minninganna hellist yfir og veitir mér hugg- un á erfiðum stundum. Við átt- um góðar stundir saman í Gæsavötnum í sumar þar sem þér leið hvergi betur. Fjalla- hringinn varst þú með á hreinu og þreyttist aldrei á að segja mér hvað fjöllin sem við sáum, og staðirnir sem við komum á, heita. Sagan á hverjum stað beint í æð, enda þekktir þú há- lendi Íslands eins og lófann á þér. Ófáar ferðir rifjast upp þar sem ég sat aftur í með ryk- ið í nösunum vegna misþéttra fararskjóta. Þú varst mikill bílaáhugamaður og ekkert var nógu gott nema það væri am- erískt og þá allra helst Chevr- olet. Sælkeri fram í fingurgóma sem fannst súkkulaði, Coca Cola og Cocoa Puffs bráðnauð- synlegt á hverjum degi. Þú varst vanur að koma heim til okkar á Naust í kaffi nánast daglega með ýmislegt brall í farteskinu. Hvort sem það var að ræða bíla eða nýjustu tækni í rafmagni fram og til baka við Magna eða lesa leiðbeining- arnar á öllum heimsins tungu- málum, þá brosti ég oft í kampinn yfir umræðum við eldhúsborðið. Nauðsynlegt var að eiga sykurmola með kaffinu eða kringlur til að dýfa í. Þú kallaðir mig alltaf búbbulínu eða búbú og flestir sem þú þekktir fengu önnur nöfn en þeim var upphaflega gefið eins og t.d. baddajúi og skóbaddiló- baddi á meðan aðrir fengu alls- kyns ennþá skrítnari viður- nefni sem maður þurfti að leggja mikið á sig til að læra til þess að botna eitthvað í um hvern þú værir að tala og hvert þú værir að fara. Þú varst ævintýrakarl og sagðir sögur af tröllum, huldu- fólki og draugum. Kuldaboli var í miklu uppáhaldi og stríddir þú okkur systrum oft. Einn af uppáhaldsdögunum þínum var 1. apríl, þar sem þú lést vini þína og fjölskyldu iðu- lega hlaupa 1. apríl og hlóst manna mest í sófanum heima þegar þú varst búinn að senda fólk upp í fjall að hjálpa þér við að losa bílinn sem dæmi. Góðmennska, gjafmildi og óeigingirni voru þín aðals- merki og þú hafðir alltaf næg- an tíma fyrir okkur. „Ég sef bara seinna“ sagðir þú og nú er komið að svefninum langa, elsku pabbi. Hafðu bestu þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margs er að sakna. Vildi óska að þú gætir vaknað. Albúm minninganna um þig og mig skoðum við saman þegar ég fer á næsta stig. Harpa. Birgir KristjánssonÁstkær eiginmaður minn og besti vinur,faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR STEINÞÓRSSON sjómaður, Brekkugötu 36, Akureyri, lést í faðmi ástvina 1. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 13.30. Heiða Björk Pétursdóttir Ívar Gunnarsson Svanbjörg Jóhannsdóttir Pétur Steinþór Gunnarsson Dröfn Erlingsdóttir Hafdís Gunnarsdóttir Kári Páll Jónasson Guðrún Bryndís Gunnarsd. Guðmundur H. Steingrímsson Gunnar Gunnarsson Guðbjörg Benónýsdóttir afa- og langafabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls elskulegrar systur okkar og mágkonu, INGIBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Ofanleiti 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Rebekkustúkunni Soffíu nr. 10 fyrir veitta aðstoð. Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Vignir Jónasson Kristmann Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.