Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er töluvert álag á þér núna bæði í
einkalífi og starfi. Vinnufélagi þinn kemur þér
á óvart og þú skalt vera jákvæður í hans garð,
þegar undrunin rennur af þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur valdið andvaraleysi að allir
hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Ekki falla í þá
freistni að sýna öðrum óheilindi þó að þú
sleppir kannski við ágreining með því.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það getur stundum reynst erfitt að
velja á milli, þegar mál eru flókin og margar
leiðir til lausnar. Líttu ekki til annarra um for-
ystu mála.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Skarpskyggni þín hjálpar þér við að
greiða úr flækjunum í einkalífinu. Vertu ekki
að tvínóna við hlutina og gakktu hreint til
verks.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það sem þér finnst erfiðast að gefa upp
á bátinn, er þörfin fyrir að hafa alltaf rétt fyrir
þér. Vendu þig á að taka strax á málum og
leysa þau.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Líðan þín byggist á því hvernig vinnan
gengur. Gættu þess að fara ekki yfir strikið og
varastu að biðja um hluti sem þú telur ólíklegt
að þú munir fá.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu þess að ganga ekki of nærri sjálf-
um þér þótt mikið liggi við að sýna mikil af-
köst. Ef þú helgar þig göfugum málstað tekst
þér að ná þínum metnaðarfyllstu markmiðum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú eru vitsmunalegir kraftar
málið og þú slærð í gegn hvar sem þú keppir á
því sviði. Gerðu það að takmarki þínu að gera
sem mest úr hæfileikum þínum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú væri ekki vitlaust að byrja á
einhverju af þeim verkefnum sem eru á döf-
inni fyrir heimilið. Veldu þau af kostgæfni og
hafðu til hliðsjónar það gagn sem þau gera.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert órólegur því fjárstuðningur
sem þú hefur gert ráð fyrir virðist ekki ætla að
skila sér. Nú ríður á að þú látir ekki deigan
síga.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Aðstæður í vinnunni draga úr þér
kjark þar sem þér finnst þér og öðrum mis-
boðið. Gefstu ekki upp þótt illa gangi því öll él
birtir upp um síðir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur tilhneigingu til að vantreysta
sjálfum þér og ættir að forðast það og fara
eftir sannfæringu þinni. Aðeins þannig tekst
þér vel upp.
Ámánudag skrifaði SigmundurBenediktsson í Leirinn: Hér er
snjókoma og allt orðið hvítt, um-
hverfðist því í vetrargírinn:
Skermar völlinn skýjahöll
skraut þó snjöllust ali,
hrynur mjöllin ofan öll
yfir fjöll og dali.
Svo að hinn forsjáli Pétur Stef-
ánsson getur glaður raulað stöku sína
„Nagladekk“:
Nú er hann genginn í norðantrekk,
nú blæs hann kaldur um móa.
Nú er ég kominn á nagladekk;
nú má hann fara að snjóa.
Um „Fegurð haustsins“ yrkir hann:
Þó að vindur kuli kinn
og kvelji líf úr blómi;
ávallt heillar huga minn
haustsins dýrðarblómi.
Þetta eru fallegar hugleiðingar hjá
Ragnheiði Stefánsdóttur á Boðn-
armiði:
Þú átt í huga þínum margar myndir
og minningar um það sem áður var.
Hlátur, gleði, ást og sætar syndir
en sorgin á sér líka bústað þar.
Seinna þegar göngu lífsins lýkur
og leggur þú í ferð á æðra stig.
Verður einhver hér af reynslu ríkur
að rifja upp góðar minningar um þig.
Ármann Þorgrímsson sendir
Reykvíkingum vinarkveðju að
norðan:
Virðast fjármál vera í hnút
versnar stöðugt ástandið
breytið þessu, bjóðið út
borgarstjóra hásætið.
Hallmundur Kristinsson segir
að svona limrur yrki sig sjálfar!:
Hallgrímur bóndi að Búðum
brá sér austur að Flúðum.
Ljósku þar sá
sem leist honum á
og lét þá vaða á súðum.
Halldór Halldórsson sagði
frænkur sínar á Flúðum ekki láta
bjóða sér hvað sem er:
Ljóskurnar fögru á Flúðum
forðuðust Hallgrím frá Búðum.
Þær sáu hann góna
með grasið og skóna,
geggjaðan vaðandi’ á súðum!
Hallmundur Kristinsson hafði
uppi varnaðarorð:
Þú gengur með grasið í skónum
eftir Gunnum og Siggum og Jónum.
En þekkja mátt þú
þetta me too!
Þær vilja ekki vera með dónum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Snjókoma og
ljóskurnar á Flúðum
„KAUPTU TVENN OG ÉG HÆTTI AÐ VÆLA
Í ÞÉR.”
„ANSANS! SJÁÐU HVAR ÉG SKILDI GAMLA
GÍTARINN HANS PABBA EFTIR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... dásamleg dóttir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
JÓN KEYPTI MINNI DALL
HANDA MÉR …
SVO ÉG BORÐI
MINNA
GOTT
PLAN
VIÐ MUNUM EKKI UNNA OKKUR
HVÍLDAR FYRR EN ÞIÐ
HAFIÐ
SKILAÐ
GULLINU
OKKAR,
ÞJÓFA -
HYSKI!!
HVÍL Í FRIÐI!
Víkverji hatar fátt meira í lífinu enað skafa bílrúður. Honum var því
skiljanlega lítt skemmt um daginn
þegar hann leit út um gluggann og sá
að fyrsti snjór vetrarins hafði ákveðið
að blessa götur Reykjavíkur um nótt-
ina.
x x x
Víkverja varð það þó til happs aðhonum hafði verið sagt frá
töfratónik sem verslunarhimnaríkið
Costco ku víst bjóða upp á í formi
rúðupiss, sem á að geta brætt snjó í
flestum veðrum alveg niður í 23°
frost. Víkverji sat því spakur í bílnum
sínum og lét pissið og rúðuþurrk-
urnar sjá um mestu vinnuna. Var
Víkverji því bara mjög sáttur, eða
þar til hann leit til beggja handa og
áttaði sig á því að kraftaverkameðalið
úr Costco dreif víst ekki á hliðarrúð-
urnar. Neyddist hann því út að skafa.
x x x
Það kom því Víkverja þægilega áóvart þegar hann vaknaði daginn
eftir og sá að nær allur snjórinn var
horfinn af götunum. Víkverji er þó
eldri en tvævetur og veit því að þegar
kemur að veðurfarinu hér á landi er
aldrei á vísan að róa. Á sama tíma er
Víkverji ekkert spenntur fyrir því að
þurfa að skafa fleiri rúður, að
minnsta kosti fram til næstu ára-
móta.
x x x
Hann er því alvarlega að spá hvortað hann eigi að koma sér upp
birgðum af niðursuðudósum til þess
að geyma í bílnum sínum, svona ef
hann skyldi snjóa aftur síðar á árinu
og Víkverji neyðist til þess að bíða
veturinn af sér í sínum óskafna
Costco-rúðupissbíl.
x x x
Hinn valmöguleikinn er auðvitað sáað horfast í augu við það að Vík-
verji býr á Íslandi, og að land með
þvílíkt nafn er líklega að fara að sjá
sinn skerf af snjó yfir veturinn. Vík-
verji er þó heldur minna spenntur
fyrir því en niðursuðudósunum. Eini
gallinn sem Víkverji sér er að hann
gengur ekki með dósaopnara á sér
dags daglega. Það gæti kallað á vand-
ræði næst þegar snjóar.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Játið að Drottinn er Guð, hann hefur
skapað oss og hans erum vér, lýður
hans og gæsluhjörð.
(Sálmarnir 100.3)
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
101 Afmælisútgáfa