Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
afsláttur
20%
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ég hef oft líkt þessu við það þegar
listmálari er sífellt málandi heima hjá
sér. Eftir einhvern tíma er hann
kannski kominn með fímmtíu myndir
og þá finnur hann að nú er tímabært
að fara að halda sýningu, og pantar
sér sal. Svo þegar hengt er upp þá
kemur auðvitað ýmislegt í ljós; sumar
myndir eru samstæðar og þeim er
raðað á einhvern sérstakan vegg. Það
verður þá eins og kafli í ljóðabókinni.“
Svona lýsir Þórarinn Eldjárn því
hvernig nýjasta ljóðabók hans,
Vammfirring, varð að veruleika en
bókin hefur að geyma fjölbreytt ljóð,
bundin og óbundin, stökur, prósaljóð
og sögukvæði.
Þóararinn segir Vammfirringu
vera dæmigert ljóðasafn sem sé ekki
ort sem heildstæður ljóðabálkur með
eitthvert einstakt þema heldur sé
þetta það sem kallað er á skandinav-
ísku „diktsamling“.
„Það er þannig með ljóðskáld að
við erum alltaf að, það verður til eitt
og annað í dagsins önn. Þá er maður
líka með einhver önnur verkefni í
gangi, kannski dálítið lengri ljóð. Svo
kemur að því að það er kominn það
mikill stabbi að maður fer að segja við
sjálfan sig: „Þetta gæti farið að verða
bók,““ segir Þórarinn.
Prinsippin ekki mjög nákvæm
Vammfirringu er skipt í sjö þætti
sem eru þrátt fyrir það einnig ólíkir
innbyrðis að sögn Þórarins. Spurður
hvort hann hafi unnið í hverjum þætti
fyrir sig segir Þórarinn: „Maður tek-
ur allt sem til er, hendir sumu, full-
vinnur annað, breytir, bætir og svo
stillir maður því saman. Maður reynir
að finna sér einhver prinsipp til þess
en þau eru oft ekki mjög nákvæm.
Eitthvað sem er í einum kafla gæti al-
veg eins verið í öðrum.“
Þórarinn hefur eins og flestir
landsmenn vita gjarnan verið þekkt-
ur fyrir húmor og kímni í ljóðaskrif-
um sínum og er Vammfirring engin
undantekning í þeim efnum, þó að
húmorinn sé ekki endilega allsráð-
andi í verkinu. Spurður hvort hann
hafi meðvitað ort sum ljóð fyndnari
en önnur svarar Þórarinn nei og seg-
ir: „Það er ekki þannig að maður
ákveði: „Nú ætla ég að vera fyndinn“
eða „nú ætla ég að vera tregafullur!“
Þessi bók er mikið stemningar og
minningar eins og ljóð eru bara
gjarnan.“
Nýjasta sagan af Húsavíkur-Jóni
Flest ljóðanna í bókinni eru óform-
bundin en sum eru formbundin að
einhverju leyti og eitt þeirra, sem er
heill kafli í bókinni, er formbundið að
öllu leyti.
„Ég hef stundum haldið alveg að-
greindu því sem er háttbundið og því
sem er alveg óbundið en upp á síð-
kastið hef ég meira og minna blandað
þessu hverju innan um annað,“ segir
Þórarinn og bætir við: „Það sem er
bundið í þessari bók er yfirleitt ekk-
ert sérstaklega háttbundið. Sum ljóð-
in svona detta út í rím öðru hverju.“
Lengsta ljóðið í bókinni, sem er
jafnframt bundið að öllu leyti, heitir
„Nýjasta sagan af Húsavíkur-Jóni“
og er, eins og nafnið gefur til kynna,
söguljóð um þjóðsöguna af Húsavík-
ur-Jóni. „Þetta er ljóð sem er ort út
frá þekktri þjóðsögu. Eins og fram
kemur í ljóðinu fjallar þetta um mann
sem er það vondur að hann hentar
hvorki himnaríki né helvíti,“ segir
Þórarinn og bætir við að sagan hafi
upphaflega hvergi verið skráð nema í
þjóðsagnakveri sem Oddur Björns-
son, prentsmiðjustjóri á Akureyri,
safnaði og gaf út. Þá minnist hann á
ljóðið „Tomlinson“ eftir Rudyard
Kipling sem Magnús Ásgeirsson
þýddi og kallaði „Ný saga af Húsa-
víkur-Jóni“. „Þetta ljóð þekkja marg-
ir, enda þýðingar Magnúsar dáðar og
mikið lesnar,“ segir Þórarinn og út-
skýrir að þannig hafi nafnið komið:
„Þetta er því nýjasta sagan af [Húsa-
víkur-Jóni].“
Íslensk fyndni
Síðasti kafli bókarinnar heitir „Ís-
lensk fyndni“ og hefur að geyma
prósaljóð með gamansömu ívafi, ekki
ósvipuð því sem mátti finna í sam-
nefndum brandaraheftum sem gefin
voru út á árunum 1935-1961 og nutu
mikilla vinsælda. Því finnst blaða-
manni við hæfi að spyrja hvort kafl-
inn sé óður til heftanna gömlu. „Já,
að sumu leyti. Það eru þarna einn eða
tveir þættir í þessum kafla sem gætu
alveg verið þar,“ svarar Þórarinn.
Þegar blaðamaður nefnir sem dæmi
að fyrsta ljóðið í kaflanum, „Sönn-
unargagnið“, hefði getað hentað vel í
tímariti af Íslenskri fyndni samsinnir
Þórarinn því og segir glettnislega:
„Ég á reyndar Íslenska fyndni komp-
lett og hef heilmikið lesið af því. Ég
hef reyndar ekki lesið það alveg
spjaldanna á milli svo kannski er
þessi saga einhvers staðar þar. Ég
bara veit það ekki.“
„Crayola“ heitir eitt ljóð í kafl-
anum „Varningur“ og fjallar um tík
sem étur pakka af vaxlitum og eig-
andann sem röltir um garðinn og tín-
ir litríkan úrganginn í poka. Við lok
viðtals lætur blaðamaður forvitnina
bera sig ofurliði og spyr hvort þetta
sé sönn saga úr hversdagslífi skálds-
ins? „Jájájá. Þetta er bara reynslu-
ljóð úr hversdagsleikanum,“ svarar
Þórarinn og bætir við: „Þetta er hug-
mynd sem er alltof frumleg til að
nokkur maður gæti fengið hana án
stoðar í veruleikanum.“
Stabbinn verður að
„dæmigerðu ljóðasafni“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölbreytt Vammfirringar Þórarins Eldjárns eru „mikið stemningar og minningar eins og ljóð eru bara gjarnan“.
platta með listilega málaðri setn-
ingu: „Konur og súpur á ekki að
láta bíða, þá kólna þær“ – senni-
lega hefur kona málað þessa setn-
ingu á einhverju postulíns-
námskeiði.
„Já, þetta er svo unaðslegt. Við
getum gefið okkur að mjög líklega
málaði eldri kona þetta og ég fann
þetta heima hjá eldri konu. Feðra-
veldið er víða og á óvæntustu stöð-
um.“
— Þetta er fyndið, en líka grát-
legt.
„Já, það er best þegar maður
nær að fjalla þannig um eitthvað
sem er þungt og einhverja harma,
þetta er náttúrlega harmur okkar
tíma og mun lengur, en það er svo
valdeflandi að geta hlegið að því.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valdeflandi Eva Rún Snorra-
dóttir segir grísku gyðjuna
draga fram hið mikla ójafnvægi
og þá röskun sem við lifum öll
við en samt á skemmtilegan hátt
því hún sé að sýna á sér píkuna.
mans, þessi heimur sögupersón-
anna sem er að sumu leyti af
þessum heimi og sumu leyti ekki,
er sett fram af djúpri hugsun og
vandvirkni án þess að vera það of-
hugsað að heimurinn verði stokk-
frosinn og gervilegur. Það er listi-
legt hve auðvelt er fyrir lesandann
að fóta sig og finna í umhverfinu,
sem hefur þessa eiginleika sem
ævintýraheimur Astridar Lind-
gren í Bróðir minn ljónshjarta
hefur; að vera ákaflega notalegur
og umvefjandi en um leið hrika-
legur.
Pullman skrifar mergjaðan og
fljúgandi flottan texta sem for-
eldrar sem börn munu hafa unun
af að lesa í þýðingu Guðna Kol-
beinssonar en textinn á sér dýpri
tilveru en oft er í barnabókum.
Veðrið leikur þannig ekki aðeins
hlutverk í framvindu sögunnar
heldur í merkingu textans enda er
óveðrið ekki bara utanaðkomandi
afl heldur líka innra með okkur
eins og segir í bókinni. Það er
aðdáunarvert hvað Pullman
treystir börnum vel í lestri og
leggur fyrir þau mál og efni sem
einhverjir höfundar hefðu freistast
til að einfalda.
Ofan á þennan góða texta og
ljómandi skemmtilega ævintýra-
heim með fylgjum, álfum og brjál-
uðum vísindum bætist svo svip-
hörð spenna sem freistar lesanda
strax í upphafi að skoða öftustu
síðuna.
Traust Það er aðdáunarvert hvað
Pullman treystir börnum vel í lestri.