Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
múgastúlkunni Maríu með heita
skapið. Leiðir Maríu og Þórðar lágu
þar saman í Skálholti en í þessari bók
kemur María aftur við sögu, því hún
flyst heim til Þórðar þar sem hann
þjónar sem prestur í Reykjadal í
Hrunamannahreppi. Þessi nýja bók
er skáldsaga, rétt eins og sú fyrri, en
margt í henni á sér hliðstæðu í sögu-
legum veruleika, Þórður þessi var til
og eru skráðar heimildir til um hann.
Sögusviðið er Gullhrepparnir, þær
sveitir sem veldi Skálholts náði yfir,
nema í upphafsköflum bókarinnar, þá
erum við stödd Kaupmannahöfn,
þangað sem Þórður fer ungur maður
til náms. Það verður örlagrík dvöl, því
þar kynnist hann í bönnuðum bókum
byltingarkenndum hugmyndum, guð-
lausum fullyrðingum:
,,Með því að náttúra mannsins er
partur af guðdómnum er hún þókn-
anleg Guði, því að Guð er náttúran og
veröldin … Því harðar sem þjappað
er að fríheitum mannsþankans, þeim
mun harðar fjarlægjum við hann
Guði og Guðs sköpunarverki.“
Þetta talar beint til Þórðar, hvers
náttúra má ekki uppljóstrast, en
hann er samkynhneigður, sem var lítt
þóknanlegt þeirri ströngu kirkju sem
hann tilheyrir heima á Íslandi. Hug-
myndin um frjálsan huga mannsins á
líka upp á pallborðið hjá honum, því
Þórður er í eðli sínu afskaplega vítt
þenkjandi manneskja, umburðar-
lyndur og opinn fyrir nýjungum. En
hann á í miklum átökum við sína sam-
visku, því allt togast þetta á við það
sem honum hefur verið innrætt. En
holdið er veikt, og í Köben lendir
hann í sjóðheitu ástarævintýri með
öðrum manni. Án þess að gefa meira
upp um þau samskipti er vert að taka
fram að leiftrandi skemmtilegt þótti
mér að fylgjast með Þórði í Kaup-
mannahöfn, þessari tilfinninga- og
kynveru sem tekst á við sinn Guð og
samvisku, milli þess sem hann nýtur
ásta með velgjörðarmanni sínum og
hjartavin. En það er erfitt og sárt fyr-
sem til stóð. Þórð-
ur er bráð-
skemmtilegur og
þess tíma kringi-
menni, uppreisn-
argjarn með
leiftrandi húmor,
kirkjunnar maður
sem þarf að glíma
við breyskleika á
mörgum sviðum
allt sitt líf. En fyrst og fremst er hann
manneskja sem auðvelt er að finna til
með.
Í nýjustu bók Bjarna, Í Gull-
hreppum, segir frá lífshlaupi Þórðar,
en hann var kynntur fyrir lesendum
sem ein af persónum þeirrar bókar
sem þessi er sjálfstætt framhald af, Í
skugga drottins, en þar sagði frá al-
Ég er ekkert hissa þóátjándu aldar maðurinnséra Þórður Jónsson hafiyfirtekið líf Bjarna Harð-
arsonar, eins og hann sagði sjálfur í
nýlegu útvarpsviðtali, og orðið aðal-
persóna nýjustu bókar hans, ólíkt því
ir Þórð að geta ekki samsamað sig
veröldinni, vera utangátta:
„Það hefur aldrei hvarflað að Þórði
að hann verði hluti af neinum blóma,
aldrei innundir hjá neinum heldur sí-
fellt og ævarandi hjábarn veraldar.“
Að loknu námi í Kaupmannahöfn
siglir Þórður heim en nýstárlegar
hugmyndirnar sem hann kemur með
að utan eiga ekki upp á pallborðið í
Gullhreppum. Hann er settur prestur
yfir Reykjadal, heldur aumu brauði,
og vogar sér að viðra sínar byltinga-
kenndu hugmyndir um að ,,Guð sjálf-
ur sé jörðin sem við göngum á“.
Hann mætir miklu mótlæti, er nán-
ast talinn hættulegur og álitinn gal-
inn villutrúarmaður. Mótlætið er ekki
síður í einkalífinu, því ekki var væn-
legt fyrir samkynhneigðan prest að
finna ástina eða njóta samlífis á þess-
um tímum.
Allt er heldur niður á við bæði í lífi
Þórðar og umhverfi eftir því sem
fram vindur sögunni, enda Skálholts-
stóll fallandi veldi, en frásögnin er
samt skemmtileg, því ýmislegt drífur
á dagana og forvitnilegar persónur
koma við sögu. Þar má nefna Katrínu
dóttur Maríu og ástmann hennar, en
þeirra saga verður saga innan sög-
unnar.
Þórður er með eindæmum mikill
búskussi og honum er slétt sama um
veraldleg gæði og framapot. Hann
gefur í raun lífsbaráttuna upp á bát-
inn, eins og títt er um þá sem búa við
örbirgð. Og hann fyrirlítur yfirvaldið,
sem hann þó er hluti af, og þess
stjórnunaraðferðir. Biskupar og
sýslumenn eru hyski í hans augum
sem mergsýgur og þrælkar lýðinn.
Hann dregur í efa að þeirra verk og
yfirgangur séu drottni þóknanleg:
„Þeim faríseum þessa lands, þeim
sem vilja drottna yfir hjörtum og nýr-
um sinna náunga og þykjast gera í
þínu umboði, ó Drottinn.“
Hjábarn veraldar
Skáldsaga
Í Gullhreppum bbbbn
Eftir Bjarna Harðarson.
Sæmundur bókaútgáfa, 2018.
Innb., 237 bls.
KRISTÍN HEIÐA
KRISTINSDÓTTIR
BÆKUR
Höfundur Átjándu
aldar maðurinn séra
Þórður yfirtók líf
Bjarna Harðarsonar
við bókarskrifin.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu komu út fyrstu bæk-
urnar sem AM forlag gefur út, fimm
bækur alls og allar eftir sama höf-
und, Sverri Norland. Bækurnar eru
seldar saman í knippi, sem sjá má á
meðfylgjandi mynd; þrjár skáldsög-
ur í hæfilegri lengd, eins og Sverrir
orðar það, Fallegasta kynslóðin er
alltaf sú sem kemur næst, Hið aga-
lausa tívolí og Manneskjusafnið,
smásagnasafnið Heimafólk og ljóða-
bókin Erfðaskrá á útdauðu tungu-
máli.
Bækurnar eru í litlu broti og þær
má lesa á einni kvöldstund. Sverrir
nefnir að sér finnist íslenskar bækur
oft of stórar og of þungar. „Það skipt-
ir mig líka máli hvernig bók er hönn-
uð: þessar eru snotrar, stílhreinar og
passa í vasa. Þá finnst mér bókaverð
á Íslandi orðið ansi hátt. Ég kaupi
mikið af bókum og mér finnst sjö
þúsund króna bókaverð benda til
þess að bók sé gjafavara frekar en
vitsmunafóður. Gef því út fimm bæk-
ur á verði einnar skáldsögu sem góð-
látlega ábendingu.“
Forlagið gaf út síðustu tvær skáld-
sögur Sverris, Kvíðasnillingana
(2014) og Fyrir allra augum (2016),
og hann segist enn á mála þar. „AM
forlag hefur hins vegar aðrar fagur-
fræðilegar áherslur, sem hentuðu vel
þessu verkefni. Ég er síðan að leggj-
ast í svolítil ferðalög og svo að fara í
framhaldsnám í umhverfisfræðum í
París á næsta ári þannig að ég ákvað
að læða frá mér þessari ástarjátn-
ingu minni til íslenskunnar og til
sagnalistarinnar nú í haust. Og þetta
er brýning og áeggjun: Lesum bæk-
ur.“
— Hvað segir þú mér af AM for-
lagi?
„Þetta litla forlag er rekið af fjöl-
skyldu og vinum, konan mín hannar
útlitið á bókunum og það stendur til
að gefa út fleiri bækur, sem betur fer
ekki einungis eftir mig. Það verða
einnig litlar bækur, sem ég held að
henti nútímafólki ágætlega, og svo
koma vonandi barnabækur í framtíð-
inni. En við stígum varlega til jarð-
ar.“
Bækurnar fimm eru skrifaðar á
síðustu tveimur árum að sögn Sverr-
is. „Hið agalausa tívolí skrifaði ég að
stórum þræði í sumar, glæpasögu
þar sem framið er morð á Kaffi Best
og löggurnar nota þá tækni í upplýs-
ingaáreiti samtímans að reyna að
viða ekki að sér upplýsingum, að
reyna að loka á allt og leysa glæpinn
þannig. Manneskjusafnið og Falleg-
asta kynslóðin er alltaf sú sem kemur
næst skrifaði ég 2016. Heimafólk og
Erfðaskrá á útdauðu tungumáli eru
sögur og ljóð sem hafa orðið til á
þessum árum. Margir okkar bestu
höfunda – fólk sem ég dái mikið og
hef oft lesið í heild sinni – eru að
kryfja fortíðina og fiska þaðan sögu-
efni. Ég virðist, án þess að það sé
meðvitað, glíma meira við samtím-
ann. Ég held að það sé okkur hollt,
sem þjóð, að skrifa um líðandi stund
og hugsa um – og endurhugsa – sam-
félagið í dag, í skáldskap. Þessar
bækur fjalla allar um fólk sem er rót-
laust í flóknum og sítengdum sam-
tíma og á floti menningarlega.
Hvernig skilgreinum við heimili okk-
ar í dag? Landmæri mást út, þökk sé
Ástarjátning til
sagnalistarinnar
Fimm bækur koma út eftir Sverri Norland fyrir jólin,
pakkað saman í nett knippi, skáldsögur, smásögur og ljóð
Knippi Bækurnar eru seldar fimm saman í bókavöndli.
Fjölhæfur Sverrir Norland
gefur út fimm bækur í senn.
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W