Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 70

Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 AF LJÓSMYNDUN Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þeir sem ferðast um Kína standa iðulega orðlausir frammi fyrir gríðarstórum nýbyggingum sem rjúka upp úti um allt hið stóra land, heilu háhýsaröðunum sem fólk hefur enn ekki flutt inn í, og að þeim og allt um kring liggja margreina akbrautir, oft á steinsteyptum brúm hátt yfir höfði manna. Og inni á milli steypu- bíla, byggingakrana og iðandi verkamanna má oft sjá hávaxin tré, stundum greinastýfð og innpökkuð í plast, sem hafa verið flutt á byggingasvæðin til að gera þau vist- legri – og fasteignirnar jafnfram verðmætari. Það eru þessi tré sem ljósmyndarinn Yan Wang Preston hefur gert að viðfangsefni sínu og hefur hlotið lof fyrir, sem og The Syngenta-ljósmyndaverðlaunin. Við veitingu þeirra verðlauna er sjónum beint að umhverfislegum áskor- unum sem maðurinn stendur frammi fyrir. Í tengslum við verð- launin hefur hið þekkta þýska forlag Hatje Cantz, sem er sérhæft í út- gáfu ljósmynda- og myndlistarbóka, gefið út veglegt safn verka Preston í bókinni Forest. Yan Wang Preston hlaut menntun sem svæfingarlæknir í Kína en flutti síðan til Bretlands og lauk meistara- námi í ljósmyndun. Í fyrsta viða- mikla ljósmyndaverkefni hennar, Mother River, sneri hún aftur til Kína, ferðaðist eftir Yangtze-fljóti, alla 6.211 kílómetrana, og tók á 100 km fresti mynd á stóra blaðfilmu- myndavél sína. Afrasturinn kom út á bók og hefur verið sýndur víða. Og við þetta verkefni um trén beitti Preston aftur blaðfilmuvélinni, tækni sem býður upp á afar hlut- læga nálgun, með ríkulegu magni upplýsinga í hverri mynd. Fjöllin mótuð upp á nýtt Bókinni er skipt í tvo hluta, eftir þeim svæðum þar sem Preston hef- ur einkum ljósmyndað trén sem flutt hafa verið til og plantað að nýju í manngerðu umhverfi. Annars veg- ar er það við borgina Dali í Yunnan- héraði, sem er afar vinsælt meðal ferðamanna. Á hæðum austan við Dali rís nú ný borg, Haidong, sem er ætlað að vera „vísindalegt þróunar- svæði, vistvæn borg, og alþjóðlegur viðkomustaður“. Náttúrulegu lands- lagi og þeim byggðum sem fyrir eru er algjörlega umbylt, nýir byggða- kjarnar rísa og inni á milli mótaðir garðar og græn svæði. Preston segir í eftirmála bókarinnar að þar sem hæðirnar og fellin í Haidong hafi þótt skorta „fagurfræðileg gæði“ hafi efsta lag þeirra verið endur- mótað með rauðum og frjósamari jarðvegi og gróðri – þar á meðal að- fluttum trjám sem mörg eru komin vel á aldur og eru keypt í þorpum í landsbyggðinni eða af bændum, oft fyrir háar upphæðir. Preston mynd- aði talsvert á svæðinu á undan- förnum árum og segir að þrátt fyrir að framkvæmdirnar hafi tekið mörg ár og svæðinu hafi verið gjörbreytt séu fáir fluttir þangað og Haidong sé enn draugabær. 300 ára tré á flakki Hitt viðfangsefni þesarar rann- sóknar Preston á tilfluttum trjám er ofurborgin Chongqing, ofarlega við Yangtze-fljótið, en þar búa um 30 milljónir íbúa. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í borginni síðustu ára- tugi og ákváðu yfirvöld árið 2008 að Chongqing yrði „skógarborg“, sem leiddi til þess að gríðarlegu magni trjáa var plantað víða í og við borg- ina, ekki síst á svæðum sem voru í byggingu. Hinni opinberu stefnu hefur síðan verið breytt og dregið úr áherslu á tré, en engu að síður segir Preston framkvæmdamenn og fyrir- tæki hafa haldið áfram að planta trjám, enda sé gróðurinn vinsæll. Tveir listfræðingar setja í inn- gangsorðum bókarinnar verk Preston í samhengi við verk annarra landslagsljósmyndara fyrr og nú, en á síðustu áratugum hafa margir skapandi ljósmyndarar unnið með núning hins manngerða og náttúru- lega á áhugaverðan hátt. Preston segir þessar tvær borgir sem hún beinir sjónum að í verkunum á eng- an hátt einstakar fyrir þróun mála í Kína hvað flutning á trjágróðri varð- ar en hún velji þær sem dæmi um þróunina. Og táknræn er saga trés- ins Frank. Frank myndaði hún fyrst í mars árið 2013 í þorpi við Yangtze- fljótið sem átti að fara á kaf í uppi- stöðulón. Tréð var 300 ára og fyr- irtæki sem hugðist byggja fimm stjörnu hótel þar nærri keypti það til að prýða hótellóðina. Næst myndaði Preston Frank í júní 2013 og þá hafði tréð, sem búið var að saga greinaþykknið af, verið gróðursett á fyrirhuguðu byggingarsvæði og stóð þar pakkað inn í plast að mestu. Þegar Preston kom aftur fjórum árum seinna að mynda Frank kom í ljós að tréð hafði drepist tveimur árum fyrr, hafði ekki þolað flutninginn. Myndröð Yan Wang Preston af trjáflutningunum í Kína er for- vitnileg og vel unnin. Í henni birtist vel þrá manna eftir að halda í tengslin við náttúruna, jafnvel þótt umhverfið sé allt meira og minna manngert og náttúran þurfi sífellt að láta undan síga fyrir manninum. Tré á flakki og manngerð náttúra Náttúruklæðning Ein af ljósmyndum Yan Wang Preston frá 2017 sem sýna verkefni við svo- kallaðar Puhejing-námur sem snýst um að endurheimta náttúru á framkvæmdasvæði. Ferðalangur Frank, 300 ára gamalt tré í júní 2013, eftir að það var flutt úr þorpi sem var fært á kaf vegna virkjanaframkvæmda í Yangtze-fljóti. Tréð átti að vera í hóteli en drapst árið 2015.  Ljósmyndarinn Yan Wang Preston hefur á undanförnum árum myndað flutning trjáa í Kína inn á framkvæmdasvæði  Þráin eftir náttúru í manngerðum heimi er viðfangsefni bókar hennar Ljósmyndir/Yan Wang Preston Náttúrulegt Aðflutt tré mynduð í Egongyan-garði árið 2017, innan um burðarstólpa hraðbrautarbrúa, í stórborginni Chongqing.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.