Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta var algjörlega þeirra líf og yndi,“ segir Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins, fjallgöngumanns sem týndist í fjallgöngu á Pu Mori í Nep- al fyrir 30 árum. Fljótlega upp úr fermingu báðu þeir Kristinn og Þor- steinn Guðjónsson um leyfi til að fara á Esjuna. „Ég gerði það að skil- yrði að þeir yrðu að fara á námskeið hjá skátunum og læra á áttavita áður en þeir færu í fjöllin. Þeim fannst það ekkert vitlaust og gerðu það.“ Þannig hófst ævintýri þeirra fé- laga, en bandarískur fjallgöngumað- ur gekk fram á lík þeirra á fjallinu á dögunum, 30 árum eftir að þeir týnd- ust. Félagarnir og æskuvinirnir Krist- inn og Þorsteinn höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir eltu fjallgöngudrauminn út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður- Ameríku og nokkur fjöll í Norður- Ameríku áður en leiðin lá til Nepals árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Sárt að fá fréttina Rúnar minnist þess þegar hann fékk fyrst fregnir af því að Kristinn og Þorsteinn væru týndir. „Þetta var alveg hræðilegt. Ég man að ég var að keyra Miklubrautina og mætti elsta syni mínum. Hann veifaði öllum öng- um og ég hugsaði: „Hvað er að drengnum?“ og stoppaði við Löngu- hlíð. Hann sneri við og sagði mér að hann hefði fengið þær fréttir frá Alpaklúbbnum að þeir væru týndir. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var alveg svakalega sárt,“ seg- ir Rúnar. Allt hafi verið gert sem mögulegt var til þess að leita að vin- unum. Þyrla hafi verið send í leit, en hún ekki kom- ist nægilega hátt. Þá var fjall- gönguhópur sem átti leið á topp Pu Mori beðinn að svipast um eftir þeim, en allt kom fyrir ekki. „Það voru allir boðnir og búnir til þess að hjálpa. Ég man að sam- starfsfólk mitt hjá Flugleiðum safn- aði peningum fyrir okkur og barns- móður Kristins og það var risaupphæð sem safnaðist,“ segir Rúnar. Það hafi verið lán í óláni að kærasta Kristins hafi verið ófrísk þegar hann fórst. „Fimm mánuðum eftir að hann er yfirlýstur látinn þá fáum við hann aftur,“ segir Rúnar og á við son Kristins sem kom í heiminn árið eft- ir. „Hann var lifandi eftirmynd af pabba sínum. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það var mikið smyrsl á sárin og gerði þetta miklu auðveld- ara,“ segir Rúnar, en sonur Kristins var skírður eftir þeim Þorsteini: Kristinn Steinar. Komust á toppinn Nokkrum vikum eftir að Kristinn og Þorsteinn týndust hringdi þáver- andi forstjóri Landsímans, sem hafði verið á ráðstefnu í Japan, í Rúnar. Hann hafði hitt mann úr Eyjaálfu sem var á fjallinu á sama tíma. Hann var í hóp á niðurleið sem mætti Kristni og Þorsteini á leiðinni upp. Segir að hópurinn hafi verið í sjón- línu við hópinn allan tímann og þegar Þorsteinn og Kristinn hafi horfið þeim sjónum hafi verið örstutt eftir á toppinn. „Hann heimtaði að fá að skrifa bréf til okkar hérna heima, þar sem hann kvittaði fyrir og staðfesti að þeir hefðu náð toppnum. Forstjóri Landsímans kom með bréfið til okk- ar,“ segir Rúnar. Að ná toppnum hafi verið draumur þeirra, en upp- haflega var talið að þeir hefðu farist á leiðinni upp og því ekki náð mark- miði sínu. Fjallið á það sem það tekur Rúnar segir það enn óljóst hverjar aðstæður eru á fjallinu og hvort verði hægt að flytja lík þeirra Krist- ins og Þorsteins niður og til Íslands. Fyrir honum sé það ekki aðalmálið, heldur að þeir séu fundnir og að í því felist ákveðin málalok. Þá hafi hann fengið símtal frá barnabarninu, Kristni Steinari, í morgun. „Hann sagði mér að bæði Kristinn og Þorsteinn hefðu sagt áð- ur en þeir fóru að ef eitthvað kæmi upp á, þá ætti fjallið þá. Þeir vildu ekki að fólk yrði sett í lífshættu við að bjarga þeim. Fjallið ætti það sem fjallið tæki.“ Nánar er rætt við Rúnar á mbl.is. Var algerlega þeirra líf og yndi  Enn óljóst hvort hægt er að flytja lík fjallgöngumannanna niður og heim Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sorg Rúnar Guðbjartsson segir það hafa verið hræðilega stund þegar hann frétti af því að félagarnir væru týndir. Kristinn Rúnarsson „Þetta viðtal vek- ur óhug; hvernig lífið gengur í myrkustu afkim- um þjóðfélags- ins,“ ritar Ás- mundur Friðriksson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er viðtal sem birtist í Morgunblaðinu í gær við sr. Vigfús Bjarna þar sem hann lýsti reynslu- sögum úr hörðum fíkniefnaheimi og hve hart handrukkarar ganga orðið fram gagnvart fólki. Hefur Ásmundur óskað eftir því við formann velferðarnefndar Al- þingis að sr. Vigfús Bjarni verði kallaður fyrir nefndina og upplýsi þingmenn um stöðuna. Vill fá sr. Vigfús fyrir velferðarnefnd Ásmundur Friðriksson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisráðherra hefur óskað eftir greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja. Óskar ráðherrann meðal annars eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðlabankinn hyggst bregðast við dómi Hæstaréttar og hvort dómsnið- urstaðan kalli á úrbætur á stjórnsýslu bankans og þá hverjar. Málarekstur Seðlabankans gegn Samherja og stjórnendum fyrirtækisins vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál stóð í hátt í sjö ár. Þegar saksóknari ákvað að höfða ekki sakamál tók Seðla- bankinn málið upp að nýju og lagði 15 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrir- tækið. Það dæmdi héraðsdómur óheimilt og Hæstiréttur stað- festi þann dóm í síðustu viku. Í bréfi sem Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra sendi bankaráði Seðlabanka Íslands í gær er óskað eftir greinargerð um málið frá upphafi. Sérstak- lega er óskað eftir upplýsingum um það hvað lá að baki ákvörð- un Seðlabankans um að endur- upptaka málið í lok mars 2016. Katrín segir í samtali við Morgunblaðið að bankaráðið hafi eftirlit með störfum Seðlabankans og því séu það eðlileg viðbrögð hjá því að taka málið til skoðunar. Hún segist hafa óskað eftir því í sam- tölum við formann bankaráðsins um helgina og stað- fest það með bréfinu. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir í opnu bréfi til forsætisráðherra sem birt er í blaðinu í dag að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi svo sannarlega misfarið með vald sitt í meðferð málsins. Sá sem misfer með opinbert vald á ekki að fá að halda því, skrifar Garðar. Katrín segir að skýrslan verði tekin til skoðunar í ráðuneytinu þegar hún berst. Spurð um stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra segir hún ekkert augljóst í þessu máli sem bendi til að hrófla eigi við stöðu hans. »19 Óskað eftir greinargerð bankaráðs um Samherjamál  Forsætisráðherra spyr hvort Seðlabankinn hyggist bregðast við niðurstöðunni Katrín Jakobsdóttir Ökumaður bifreiðar sem valt á Borgarfjarðarbraut á sunnudags- kvöld rétt norðan við Flókadalsá var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á slysadeild. Lögreglan á Vesturlandi greindi frá þessu í tilkynningu í gær. Hún segir enn fremur að tildrög slyssins og orsakir liggi ekki fyrir og áfram sé unnið að rannsókn málsins. Slysið varð á sjöunda tímanum á sunnudagskvöld. Beita varð klipp- um til að ná ökumanninum, sem var einn á ferð, úr bifreiðinni. Á vef Skessuhorns segir að maðurinn hafi verið erlendur og starfað á svínabúi í Hálsasveit. Lést í bílveltu á Borgarfjarðarbraut Banaslys varð á Sæbraut í Reykja- vík í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Opnað var að nýju fyrir umferð upp úr hádeginu. Slysið varð um klukkan 11:30 og var vegfarandinn fluttur á slysa- deild, þar sem hann var úrskurð- aður látinn. RÚV greindi frá að erlendur karlmaður hefði látist. Tildrög slyssins eru ókunn og hefur lög- reglan óskað eftir því að vitni gefi sig fram, annaðhvort í síma 444 1000 eða í gegnum netfangið gudmundur.pall@lrh.is. Gangandi vegfar- andi lést á Sæbraut Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn í gær til- lögur um breytingar á fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2019. Verða þær lagðar fyrir fjárlaganefnd á fundi ár- degis í dag. Nefndadagur er á Alþingi í dag þar sem störf fjárlaganefndar verða í forgangi. Willum Þór Þórsson, for- maður nefndarinnar, reiknar með að nefndin ljúki umræðu um breyting- artillögur fyrir aðra umræðu síðdeg- is í dag og nefndarálit og tillögur verði birt á morgun. Áformað er að önnur umræða um fjárlagafrum- varpið hefjist í þinginu á fimmtudag. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti önnur umræða að fara fram í dag. Henni seinkar því um tvo daga. Ný hagspá Willum segir að nefndin hafi unnið eins og umræðan yrði í samræmi við starfsáætlun, alveg fram á síðasta dag. Hins vegar hafi þurft að breyta grunni fjárlagafrumvarpsins vegna nýrrar hagspár Hagstofu Íslands og hún hafi komið heldur seinna en reiknað var með. helgi@mbl.is Önnur umræða á fimmtudag Willum Þór Þórsson Bjarni Benediktsson  Fjárlaganefnd fundar í dag  Breytingartillögur kynntar í ríkisstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.