Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 26

Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Ég er staddur í Stokkhólmi ásamt frúnni að halda upp á afmælið.Ég hef verið mikið í Svíþjóð, hef unnið þriðjung af starfsævinnihérna og þykir vænt um Svíþjóð,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir sem á 60 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins ætla hjónin í óperuna að sjá Aidu eftir Verdi. „Ég er tónlistarunnandi, syng í Karlakór Kópavogs og er úr tónlistarfjölskyldu og hef alltaf notið þess að hafa tónlistina í lífinu.“ Ólafur er stofnandi og einn eigenda Forvarna sem beitir sér fyrir fræðslu um geðheilbrigðismál og geðheilsueflingu og rekur Lækninga- og fræðslusetur ásamt Streitumóttökunni og Streituskólanum. „Við stofnuðum Forvarnir fyrir átján árum og teljumst til frumkvöðla á þessu sviði. Þar er ég að vinna í öflugu þverfaglegu teymi sem er vinna að því að koma fólki í form, en margir leita til okkar ef þeir telja sig finna fyrir kulnun eða streitu í starfi. Við vinnum líka með félagsþjón- ustunni úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu og sinnum einnig fyr- irtækjum og hópum.“ Þegar Ólafur varð fimmtugur stofnaði hann ásamt fleirum Forvarna- og fræðslusjóðinn ÞÚ GETUR! þar sem sjálfboðaliðar hafa hjálpað fólki með geðraskanir til að fara aftur í nám. „Á þessum tíma höfum við stutt um 150 manns í námi.“ Eiginkona Ólafs er Marta Lárusdóttir, heilsugæslulæknir í Glæsibæ, og börn þeirra eru Ragnhildur, lögfræðingur hjá Lykli, Ævar viðskipta- fræðingur hjá Deloitte, Rafnar nemi í tölvunarfræði í HÍ og Sigrún Júl- ía nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Barnabörnin eru orðin tvö. Hjónin Læknarnir Marta Lárusdóttir og Ólafur Þór Ævarsson. Ætlar í óperuna í Stokkhólmi í kvöld Ólafur Þór Ævarsson er sextugur í dag Þ órdís Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13.11. 1948 og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1968, M.Sc- prófi í lyfjafræði og síðar dokt- orsprófi frá háskólanum í Manchest- er á Englandi 1976 og var Post- Doctoral Research Fellow á vegum I.C.I. Pharmaceuticals við sama skóla 1977-79. Þórdís hóf störf við lyfjafræði lyf- sala við HÍ haustið 1979, varð pró- fessor í lyfjagerðarfræði þar 1986, sem er hennar sérsvið. Hún varð önn- ur konan sem skipuð var prófessor við HÍ. Rannsóknir Þórdísar á síðustu ár- um hafa einkum beinst að þróun og prófunum á lyfjaformum, sem inni- halda sýkladrepandi fitusýrur og mó- nóglýseríð, sem virk efni, í þeim til- gangi að fyrirbyggja smit um slímhimnur og til meðferðar á húð- og slímhimnusýkingum. Hún hefur ritað fjölda greina og bókarkafla um við- fangsefni sín. Þórdís var ritstjóri Tímarits um lyfjafræði 1980-84, framkvæmda- stjóri Lyfjafræðingafélags Íslands 1979-91, sat í framhaldsmennt- unarráði félagsins 1994-96, í stjórn Norrænu samtakanna um menntun lyfjafræðinga 1997-2001, átti sæti í stjórn Lyfjafræðistofnunar HÍ 1997- 99, í stjórnarnefnd lyfjafræði lyfsala og formaður stjórnar 1986-1987, 1989-91,1993-1995 og 1997-1999, 2000-03 og 2009-11 og kjörin fyrsti deildarforseti lyfafræðideildar er hún var stofnuð. Hún sat í deildarráði læknadeildar 1988-92 og 1996- 2000, var í forystu, ásamt Þorsteini Lofts- syni prófessor, við uppbyggingu lyfjafræðideildar í Haga og stjórn- arformaður Reykjavíkurapóteks- Háskólapóteks. Þórdís var fulltrúi heilbrigðisvís- indasviðs í háskólaráði 2006-2008,átti sæti í nefnd háskólaráðs til að endur- skoða ákvæði laga og reglna um dóm- nefndir og fleiri þætti ráðningarmála 2000-2002, var fulltrúi heilbrigðisvís- indasviðs í úthlutunarnefnd Rannís 1987-94 og varaformaður ráðsins 1991-94, sat í stjórn fagráðs Tækni- sjóðs Rannís1998-2002, átti sæti í vís- indasjóði HÍ 1995-2005, í vís- indanefnd skólans 2001-2005 og 2011-2014, og í fagráði heilbrigðisvís- inda vegna úthlutunar úr Eimskipa- félagssjóði 2002. Þórdís sat í stjórnarnefnd norrænu rannsóknarnámskeiðanna 1990-91, fulltrúi Íslands í norræna vís- indasjóðnum 1991-96, sat í stjórn vís- indasjóðs Krabbameinsfélags Íslands 1989-92, var varaformaður 1990-91 og Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor í lyfjafræði við HÍ – 70 ára Með barnabörnum Þórdís og Eiríkur í góðum félagsskap á Tenerife í sumar. Hún varð annar kven- prófessorinn við HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisbarnið Þórdís, nýskipaður prófessor við HÍ árið 1986. Ólafsvík Birna Rós fæddist 10 janúar 2018 kl. 12.46. Hún vó 4.155 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Káradóttir og Ólaf- ur Fannar Guðbjörnsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.