Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega
vernd hér á landi í síðasta mánuði en
í janúar. Umsækjendur frá Albaníu
voru fjórfalt fleiri í október en í jan-
úar og talsverð
fjölgun hefur ver-
ið í hópi umsækj-
enda frá Úkra-
ínu.
Í síðasta mán-
uði voru umsækj-
endur frá nokkr-
um löndum þaðan
sem ekki hafa
borist umsóknir
áður í ár.
Þetta kemur
fram í nýrri tölfræði verndarsviðs
Útlendingastofnunar.
Þórhildur Hagalín, upplýsinga-
fulltrúi Útlendingastofnunar, segir
stofnunina ekki vera með skýringar
á reiðum höndum á þessari mán-
aðarlegu fjölgun frá ársbyrjun
þangað til núna. „Það eru alltaf ein-
hverjar sveiflur á milli mánaða, þó
þær séu kannski heldur miklar
núna. Umsóknum hefur reyndar oft
fjölgað á haustmánuðum,“ segir
Þórhildur.
Flestir frá Írak og Albaníu
Írak er það land þaðan sem flestir
umsækjendur hafa komið það sem
af er ári, en þeir eru 100. Næst-
flestir koma frá Albaníu eða 98. Frá
Pakistan koma 38 umsækjendur, 36
koma frá Sómalíu og 34 frá Sýr-
landi.
Í síðasta mánuði sótti einstakling-
ur frá Níkaragva um vernd hér á
landi, sá fyrsti í þrjú ár. Fólk frá
Mósambík, Kosta Ríka og Dómin-
íska lýðveldinu var einnig á meðal
umsækjenda um vernd í október, en
fólk frá þessum löndum hefur ekki
áður sótt um hana hér á landi.
Þórhildur segir að þessar um-
sóknir séu það fáar að þær þurfi
ekki að vera vísbending um að um-
sóknum frá þessum löndum muni
fjölga. Hugsanlega sé um persónu-
legar aðstæður fólks að ræða.
„Vegna þess að þær eru ekki það
margar, þá höfum við ekki leitað
skýringa. En við gerum það auðvit-
að fari þeim að fjölga.“
11 fylgdarlaus börn
Í tölum Útlendingastofnunar
kemur fram að það sem af er ári hafi
632 einstaklingar sótt um vernd hér
á landi, sem eru 35% færri en á
sama tíma í fyrra en þá höfðu 967
sótt um.
Af þessum 632 eru karlkyns um-
sækjendur 74%. Karlar eru 381 og
drengir eru 84, þar af níu fylgd-
arlausir. 104 konur sækja um al-
þjóðlega vernd og 63 stúlkur, þar af
tvær fylgdarlausar, um vernd hér á
landi. Samtals eru fylgdarlaus börn
11 talsins.
Að sögn Þórhildar eru fylgdarlaus
börn vistuð á vegum barnavernd-
arnefnda þeirra sveitarfélaga þar
sem þau bera umsókn sína upp og
bera nefndirnar þá ábyrgð á þeim.
Séu þau eldri en 15 ára er þeim
heimilt að dvelja í búsetuúrræði Út-
lendingastofnunar og er það jafnan
gert þangað til aldur hefur verið
staðfestur.
Þórhildur segir að þó að þessir
einstaklingar séu skilgreindir í töl-
um Útlendingastofnunar sem börn
án fylgdar, þá sé ekki þar með sagt
að þeir séu á barnsaldri eða að þeir
séu einir á ferð, því stundum komi
fylgdarmenn á eftir þeim. „Þá leiðir
rannsókn í ljós að hluti þeirra eru
ekki börn, en það er reynt að fá nið-
urstöðu í það sem allra fyrst.“
Fara öll börn, sem hingað koma
án fylgdar í aldursgreiningu? „Þau
sem leggja fram gögn eða skilríki
sem metin eru trúverðug og sýna
fram á að þau eru börn fara ekki í
greiningu. En ef vafi leikur á að þau
séu börn, ef þau ferðast án skilríkja
eða skilríki eru ekki metin trúverð-
ug, þá eru þau alla jafna boðuð í ald-
ursgreiningu. Hún fer hins vegar
aldrei fram nema með samþykki við-
komandi.“
18 af 27 voru ekki börn
Í fyrra komu hingað til lands 27
fylgdarlaus börn, allt voru það
drengir. Aldursgreining sem gerð er
með því að meta tannþroska leiddi í
ljós að 67 % þeirra, eða 18 einstak-
lingar, reyndust vera eldri en 18
ára.
Það sem af er ári hefur Útlend-
ingastofnun afgreitt 668 mál og
meðalmálsmeðferðartími var 163
dagar sem eru rúmir fimm mánuðir.
Þegar niðurstöður allra afgreiddra
mála í ár eru skoðaðar þá kemur
m.a. í ljós að 148 umsækjendum hef-
ur verið veitt vernd, þar af 11 á
grundvelli mannúðar. 208 fengu
synjun, 133 voru endursendir á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn-
ar og voru slík mál að jafnaði af-
greidd á tæpum fjórum mánuðum.
Sumir draga umsókn til baka
52 höfðu fengið vernd í öðru landi
og 127 mál fengu önnur lok, eins og
það er skilgreint í tölfræðinni. „Það
þýðir að fólk ýmist dregur umsókn
sína til baka eða hverfur úr landi áð-
ur en niðurstaða kemst í málið,“
segir Þórhildur.
Mál, sem flokkast undir forgangs-
mál, sem eru bersýnilega tilhæfu-
lausar umsóknir ríkisborgara
öruggra upprunaríkja, voru af-
greidd á sex dögum að meðaltali. Á
þessum lista eru 38 ríki, m.a. öll að-
ildarlönd ESB, Albanía, Kósóvó,
Georgía og Makedónía.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
lendingastofnun hafa 163 umsóknir
ríkisborgara öruggra upprunaríkja
borist þangað sem af er ári, en það
er fjórða hver umsókn.
600 umsækjendur á landinu
Núna hýsir Útlendingastofnun
tæplega 300 umsækjendur um al-
þjóðlega vernd í Reykjavík, á Ásbrú
í Reykjanesbæ og í tveimur húsum
við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Því til
viðbótar eru um 300 umsækjendur í
húsnæði á vegum þeirra þriggja
sveitarfélaga sem stofnunin hefur
gert samning við sem eru Hafnar-
fjörður, Reykjavík og Reykjanes-
bær.
Alls eru því núna tæplega 600 um-
sækjendur um alþjóðlega vernd hér
á landi með mál sín á ýmsum stigum
í meðferð Útlendingastofnunar.
Fjórði hver kemur frá öruggu landi
632 hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári Þar af eru 163 frá ríkjum sem skil-
greind eru sem örugg upprunaríki 35% færri en á sama tíma í fyrra 67% „barna“ eldri en 18 ára
Umsóknir um alþjóðlega vernd jan.-okt. 2018
Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd
Þjóðerni umsækjenda um alþjóðlega vernd
Þau tíu lönd þaðan sem flestir hafa komið
Heimild:
Útlendingastofnun
Íran Palestína Úkraína Georgía Afgan istan Sýrland Sómalía Pakistan Albanía Írak
25 25 27 28
34 34 36
38
98 100
Fylgdarlaus börn sem sóttu um alþjóðlega vernd
Drengir Stúlkur
Albanía Pakistan Sómalía Afgan istan
100
75
50
25
0
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
53
42 43 43
54
87
48
64
98 100
632 sóttu um alþjóðlegavernd á tímabilinu
Þórhildur
Hagalín
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16
Haust
kjólar
Kr. 6.990
Boðunarkirkjan
auglýsir
Dr. Hyveth Williams kennir prestum að prédika.
Hún hefur margar reynslusögur, sem hún mun deila
með okkur:
- Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20:00.
- Föstudaginn 23. nóvember kl. 20:00.
- Laugardaginn 24. nóvember kl. 11:00 og 14:00.
Dr. Williams er afkastamikill rithöfundur, sem hefur
þjónað víða um Bandaríkin í stórum söfnuðum.
Hún er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim.
Dr. Hyveth Williams,
prófessor við
Andrews University,
Michigan, USA.
Boðunarkirkjan, Álfaskeiði 115, 220 Hafnarfirði, sími 555 7676
bodunarkirkjan.is
Allir velkomnir