Morgunblaðið - 17.11.2018, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
✝ Þórir Guð-mundsson fædd-
ist í Hvammi í Land-
sveit 17. nóvember
1936. Hann lést 6.
september 2018.
Þórir var sonur
hjónanna Guð-
mundar Jónssonar
frá Hvammi, f. 8.9.
1899, d. 25.8. 1982,
og Steinunnar Giss-
urardóttur frá
Kröggólfsstöðum í Ölfusi, f.
23.11. 1906, d. 5.3. 2000. Þórir
átti einn bróður, Jón Guð-
mundsson, f. 15.5. 1929, d. 1.7.
2002.
Kona Þóris var Bjarndís
Eygló Indriðadóttir frá Torfu-
Baldur Már, f. 2016.
Þórir ólst upp í Hvammi.
Hann sótti barnaskóla á Helln-
um sem eru næsti bær við
Hvamm. Hann lauk fulln-
aðarprófi í Landmannaskóla-
hverfi 1950. Að því loknu hélt
hann til Reykjavíkur. Hann lauk
prófi til ökukennararéttinda,
meiraprófi og einnig prófum í
vélstjórn. Þórir sinnti ýmsum
störfum í gegnum tíðina. Akst-
ur skipaði ætíð stóran sess og
starfaði hann framan af við
akstur fólksflutningabíla vítt og
breitt um landið. Frá rúmlega
þrítugu starfaði hann við vél-
stjórn í útgerðarfyrirtæki.
Þórir og Bjarndís bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík, en
fluttu árið 1973 til Hafnar-
fjarðar og frá 1983 bjó fjöl-
skyldan í Garðabæ.
Þórir lést á heimili sínu eftir
langvinn og erfið veikindi.
Útför Þóris fór fram í kyrr-
þey 19. september 2017.
nesi, f. 14.8. 1939,
d. 26.1. 1999. Þau
eignuðust fjórar
dætur: Guðrúnu, f.
1.1. 1969, hennar
maki Adrian Hu-
ber, f. 1968, dóttir
þeirra er Daníela
Ósk, f. 2010.
Steinunni, f. 28.7.
1973, dætur henn-
ar eru Elín Ósk, f.
1995, og Helena
Rut, f. 1998. Aðalheiði, f. 9.5.
1978, börn hennar eru Þórir
Björn, f. 1998, Bjarndís Eygló,
f. 2011, og Védís Birna, f. 2013.
Kristbjörgu, f. 9.5. 1978, hennar
maki Bragi Reynir Sæmunds-
son, f. 1978, sonur þeirra er
Það virðist aðeins hafa verið í
gær að við horfðum saman út um
gluggann þinn í Hæðarbyggðinni
á litrík laufblöðin falla á svo frið-
sælan hátt til jarðar. Fallegi dag-
urinn sem var og verður okkur
öllum svo dýrmætur, dagurinn
þegar þú komst loks heim en
haustið bar jafnframt að garði.
Söknuðurinn er meiri en orð fá
lýst. Hann heltekur en á sama
tíma eru það þakklæti og hlýjar
minningar sem eru mér efst í
huga nú.
Þú varst alltaf þessi hægláti og
virðulegi maður sem einhver
notaleg ró og öryggi var yfir. Þú
naust þín sérstaklega vel á
tveggja manna tali og börn og
ferfætlingar sóttu alla tíð í nær-
veru þína. Góður og traustur
maður var yfirleitt það fyrsta sem
nefnt var þegar nafn þitt bar á
góma. Þú bjóst yfir gríðarlegri
þekkingu og reynslu á hinum
ýmsu sviðum, gast lagfært allt að
því er virtist og leystir hvert það
vandamál eða verkefni sem upp
kom hjálparlaust. Áhugi þinn
ásamt ást á landinu okkar og
náttúru var einstakur, þekking
þín þar virtist takmarkalaus og
nutum við þess að hlusta á sög-
urnar þínar og ferðast með þér
um landið frá unga aldri. Á ferða-
lögunum nutum við þekkingar
þinnar og leiðsagnar, fræddumst
um landið okkar frá öllum sjón-
arhornum og fræðasviðum, feng-
um tækifæri til að læra að bjarga
okkur við hinar ýmsu aðstæður
og tileinkuðum okkur þá virðingu
sem í brjósti þínu var.
Ég á ótal dýrmætar minningar
frá ferðunum okkar. Sem lítil
skotta upplifði ég mitt fyrsta eld-
gos í einu tjaldferðalaginu, á ung-
lingsárunum lærði ég að aka yfir
jökulár og á þrítugsafmælisdag-
inn minn pökkuðum við saman
um miðja nótt vegna kulda og
vonskuveðurs í lok júlí lengst inni
á hálendi. Þú hafðir sjálfur upp-
lifað nokkur eldgos og náttúru-
hamfarir, lent í ýmsum ævintýr-
um og aflað þér ómældrar
reynslu og þekkingar. Ég veit
ekki um neinn sem þekkir landið
sitt jafnvel og þú gerðir. Öll
ferðalögin færðu mér dýrmætar
samverustundir, þekkingu, færni
og kenndu mér að elska og virða
landið mitt.
Í dag á ég það sameiginlegt
með þér að elska ekkert meira en
að ferðast um landið okkar og
njóta náttúrunnar. Virðinguna og
ástina á landinu höfum við systur
allar erft frá þér og munum von-
andi flytja áfram til barnanna
okkar.
Þú naust þess að deila þekk-
ingu þinni og áhuga og náðir svo
einstaklega vel að flétta saman
hina ólíku þætti og vekja áhuga
hvers sem vildi hlusta. Ferðalög-
in ykkar mömmu um landið vítt
og breitt, og síðar okkar dætr-
anna, fjölskyldan og ekki síst
samverustundir með barnabörn-
unum voru trúlega það sem gaf
þér mest í lífinu. Bæði þú og
barnabörnin ljómuðuð í návist
hvert annars og kepptust þau
ætíð um að fá að sitja hjá eða sem
næst afa. Allir ferfætlingarnir
okkar löðuðust að þér og einstakt
samband ykkar Bassa gleymist
seint.
Það er von mín að nú taki við
ný ferðalög hjá ykkur mömmu.
Ég á þér mikið að þakka. Þakka
þér fyrir lífið sem þú gafst mér,
þakka þér fyrir tímann okkar
saman og þakka þér fyrir allt sem
þú kenndir mér.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Steinunn.
Elsku besti pabbi minn, það er
svo erfitt að setjast niður og
skrifa minningargrein um þig
svona fljótt. Þú náðir ekki að
verða 82 ára sem manni finnst svo
ósanngjarnt því þú varst svo
hraustur líkamlega og andlega
þar til hálfu ári áður en þú lést.
Andlega heilsan brást þér aldrei.
Þú varst svo skýr og með allt á
hreinu fram á síðasta andartak.
En við deilum ekki við almætt-
ið, alveg eins og ég hef alltaf sagt
og trúi, lífið er eins og púsluspil.
Sumir fá auðveld spil og aðrir
flókin og þau eru mismargra bita
og tekur því mislangan tíma að
klára þau. Ég hélt þú hefðir feng-
ið fleiri bita í þitt púsl en svo var
ekki.
Við vorum svolítið skondin
saman þar sem ég er ör og tala
mikið og þú andstæðan, rólyndis-
maður og varst ekkert mikið að
tjá þig.
Kannski er það þess vegna
sem við náðum svona vel saman.
Ég talaði og þú hlustaðir. Þú
gafst aldrei ráð að fyrra bragði en
gafst alltaf góð ráð þegar ég leit-
aði til þín.
Ég hef alltaf verið meðvituð
um hvað ég var lánsöm að hafa
fengið þig sem föður. Þú gerðir
svo mikið fyrir mig og börnin
mín. Betri afa gátu þau ekki feng-
ið. Hvort sem það var að passa
stelpurnar mínar þegar þú varst
rétt að verða áttræður og skipta á
bleyjum eða sýna börnunum mín-
um ómælda hlýju og kærleik.
Þú naust þín svo innan um
barnabörnin.
Þú varst afinn sem aldrei sagði
spurðu mömmu þína eða ég get
ekki. Þegar Bjarndís Eygló var
þriggja ára kom hún trítlandi
með Barbapabba-bangsann sinn
til þín inn í eldhús og sýndi þér lít-
ið gat. Þú 77 ára sóttir nál og
tvinna og saumaðir svo óað-
finnanlega fyrir gatið að erfitt er
að finna saumana í dag. Þú með
þínar stóru kraftalegu hendur.
Þú varst afinn sem gat allt. Það
er ekki að ástæðulausu að börnin
sóttu í þig.
Eins var það heima, ég man
aldrei eftir að það hafi komið
menn að laga eitt né neitt. Þú
gekkst í öll verk og gast lagað
allt.
Mér er minnisstætt og ég dáist
að þér fyrir það að undir það síð-
asta sagðir þú í samtali milli okk-
ar að það sem stæði upp úr eftir
veikindi sumarsins væri þakk-
læti.
Ég hef mikið hugsað um þetta.
Þú sagðist þakklátur fyrir tímann
sem þú fékkst.
Þetta var í anda þinnar per-
sónu, þú varst þakklátur og
krafðist aldrei að fá meira en þú
fékkst.
Þú varst ekki kvartsár heldur.
Þú tókst á móti erfiðleikum og
gerðir það besta úr þeim frekar
en að kvarta og streitast á móti.
Það er margt sem ég mun til-
einka mér frá þér. Þú varst hjálp-
samur, umhyggjusamur, úrræða-
góður og mjög traustur maður.
Umfram allt varstu góður maður.
Ég er ákaflega stolt dóttir þín.
Við höfum misst mikið. Við syst-
urnar og börnin okkar.
Nú hefur þú kvatt okkur og
yfirgefið þessa jarðvist og flogið
til mömmu yfir á nýtt tilverustig.
Ég er þess fullviss að þér og
ykkur líður þar vel. Ég hlakka til
að hitta þig aftur, elsku pabbi
minn, en þangað til verða minn-
ingarnar að ylja mér og þær eru
svo margar og góðar.
Ljósið er lífsins neisti, sagði
vitur maður fyrir ekki svo löngu.
Sá maður varst þú.
Ég trúi því að þú sért í ljósinu
með mömmu.
Ég elska þig, pabbi minn, en
þangað til síðar, Guð varðveiti
þig.
Aðalheiður Þórisdóttir.
Það virðist svo óraunverulegt
að ég sé að skrifa minningarorð
um þig, elsku pabbi minn. Er ein-
hvern veginn alltaf að bíða eftir
því að kveikt sé á útvarpinu og
veðurfregnir lesnar. Eða að þú
sitjir við eldhúsborðið að ráða
krossgátu.
Þú varst heilsuhraustur alveg
fram á níræðisaldur og kunnir að
njóta þess að vera úti í nátt-
úrunni.
Þú hikaðir ekki við að klifra
upp á þak á stóra húsinu þínu og
hreinsa þakrennurnar, síðast
tæplega 81 árs gamall. Núna eru
rennurnar fullar af laufblöðum.
Fyrir ári urðu þáttaskil er þú
greindist með alvarlegan sjúk-
dóm. Þú tókst á við veikindin af
æðruleysi og sýndir mikla þraut-
seigju og þolinmæði, rétt eins og í
öðrum verkefnum lífsins. Eftir
langa sjúkrahúsdvöl óskaðir þú
þér þess að komast heim. Allir
lögðust á eitt og á sólbjörtum og
hlýjum septemberdegi komstu
heim aftur. Dvölin heima varð
stutt en dýrmæt. Áður en þú
lagðir í þína hinstu för.
Ferðalög skipuðu alla tíð stór-
an sess í lífi þínu og fjölskyldunn-
ar allrar. Þú varst víðförull,
þekktir nánast hvern einasta hól
á landinu okkar sem þér þótti svo
vænt um.
Sem ungur maður ferðaðist þú
vítt og breitt um hálendi og lág-
lendi á öllum árstímum. Ferðirn-
ar breyttust eftir að fjölskyldan
stækkaði en enn var víða farið, fá-
farnar og torsóttar leiðir kannað-
ar, torfærur sigraðar og farið yfir
illfærar ár.
Ég gleymi aldrei ævintýrinu
að vera lítil stelpa í aftursætinu á
Willys-jeppanum og horfa í dökk-
grátt jökulvatnið út um gluggana.
Það var ekki síst þessi tilfinning
ævintýra og spennu. Er handviss
um að þarna hefur ferðabakterí-
an kviknað. Öllu gamni fylgir
auðvitað alvara og þú fórst þér að
engu óðslega við þessar aðstæð-
ur, varst vanur að gefa þér góðan
tíma til að finna hentugt vað, óðst
síðan út í með járnkarl í hendi áð-
ur en ekið var yfir straumharðar
ár. Þá var fundin hentug laut og
tjaldað iðulega fjarri manna-
byggðum.
Að öllu var farið með gát, þú
kunnir að lesa í náttúruöflin.
Aldrei þurfti að kalla til björgun-
arsveit. Hins vegar síðar, þegar
við systur komumst til vits og ára,
kom fyrir að þú þurftir að bjarga
okkur úr alls kyns ógöngum.
Þú hafðir mikinn áhuga á
hvers kyns náttúruvísindum og
þekkingu á náttúruöflunum, enda
uppalinn í nágrenni þekktasta
eldfjalls Íslands, sjálfrar Heklu.
Þá genguð þið amma oft upp á
Skarðsfjall til að fylgjast með
Heklugosinu 1947. Síðar urðu
mörg fleiri gos og jarðhræringar
sem þú fylgdist alltaf vel með.
Ég á þér mikið að þakka hve
vel mér gekk í jarðfræði í
menntaskóla. Þú hvattir okkur
systur til náms og hjálpaðir okk-
ur við námið.
Síðar er við systur fórum að
ferðast á eigin vegum var það
fastur liður að hringja í þig og fá
ráð, leiðarlýsingar og nýjustu
fréttir af veðri. Þú fylgdist vel
með ferðalögum heima og er-
lendis. Þú gafst mér síma þegar
ég fór að skrölta á fjöllum og var
það iðulega hápunktur ferðar að
hringja í þig af toppnum.
Ég er þér ævinlega þakklát
fyrir allt og vonandi tekst mér að
koma einhverju áfram til næstu
kynslóðar.
Nú ertu lagstur til hinstu hvílu.
Þín er sárt saknað.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín
Guðrún.
Þennan dag fyrir áttatíu og
tveimur árum fæddist sprækur
strákur. Hann var uppátækja-
samur, fróðleiksfús og átti það til
að taka í sundur tæki til þess eins
að setja þau saman aftur. Hann
kunni að læra og hann kunni að
kenna.
Síðar varð hann pabbi minn. Í
dag hefði hann átt að fagna af-
mælinu sínu en þess í stað syrgj-
um við hann.
Lífið er hverfult og ævin líður á
einu augnabliki. Það er stutt á
milli fæðingar og dauða. Það
skynjaði ég þegar ég sat hjá þér,
elsku pabbi, og vissi að þú færir
að kveðja.
Á sama tíma fann ég fyrir líf-
inu sem var að vaxa innra með
mér í síðasta barnabarninu þínu.
Því miður færð þú ekki að kynn-
ast því barni í lifanda lífi og því
miður nær það ekki að upplifa
þann frábæra afa sem þú varst.
Börnin mín munu kynnast þér og
mömmu í gegnum mig og okkur
systur.
Það var erfitt að setjast niður
og skrifa minningargrein vegna
þess að mér þykir of snemmt að
kveðja þig. Undanfarnar vikur
hefur hugurinn reikað um allar
þær minningar sem ég á um þig.
Ótal minningar um ferðalög
koma upp í hugann. Í jarðarför-
inni þinni var sungið „Ísland er
land þitt“ og það átti svo sann-
arlega við um þig. Þú þekktir
hvern krók og kima á landinu og
naust þess að fræða okkur systur.
Ég man hvað þú varst spældur
þegar unga daman í aftursætinu
sat bara og las Andrés Önd hring-
inn í kringum landið og lét sér
fátt um finnast. Trúðu mér,
fræðslan skilaði sér og fáu ann ég
eins mikið í dag og Íslandi og nýt
þess að horfa út um gluggann og
læra um landið.
Virðing er orð sem kemur líka
sterkt upp í hugann við að minn-
ast þín. Við bárum öll mikla virð-
ingu fyrir þér. Þú varst klettur-
inn sem allir reiddu sig á. Það
gætu fáir leikið eftir það sem þú
afrekaðir um ævina. Hvernig þú
sást fyrir stóru fjölskyldunni
þinni sem taldi margar mann-
eskjur og ófáa ferfætlingana. Þú
varst þúsundþjalasmiður sem
gast gert við allt. Það geta fáir í
dag.
Þú varst líka vitur maður. Að
mörgu leyti varstu með þeim vitr-
ari sem ég hef kynnst. Þér gekk
afar vel í skóla þó að hafir ekki
verið langskólagenginn og þú
varst sjálfmenntaður á ótal svið-
um. Þú varst óhræddur við að
bjarga þér í öllum aðstæðum og
þannig lærir manneskja víst
mest. Þú varst duglegur að afla
þér nýrrar þekkingar með því að
prófa þig áfram, fylgjast með
fréttum, þáttum og lesa þér til.
Frá þér hef ég það að fylgjast vel
með fréttum.
Þú ert höfuð fjölskyldunnar og
verður það alltaf. Núna eruð þið
mamma og Bassi saman í ljósinu
og fylgist með okkur öllum. Þið
lifið áfram með okkur. Ég harma
það að þú fékkst ekki nema brot
af því sumri sem þú vonaðist eftir
að fá og það haustaði fyrr en við
ætluðum. Eins og Vilhjálmur
söng um þá er víst komin nótt.
Fyrir allt sem þú gafst okkur
verður seint hægt að fullþakka.
Takk fyrir lífið, elsku pabbi
minn. Ég vona að við hittumst
aftur síðar og þá munum við eiga
saman bjartan dag.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.(Vilhjálmur
Vilhjálmsson)
Þín elskandi dóttir
Kristbjörg.
Það voru þarna litir
þegar ég sofnaði
Ég hugsaði um liti
þegar ég vaknaði
En það voru ekki sömu litir
Ekki sömu litir og ég sá
þegar ég sofnaði
Svefninn færði mér draum
Draumurinn færði mér grun
um hyldýpi
um nýtt rými
nýjan tíma
sem urðu til í draumi
þar sem silungar biðu
í stöðugri hreyfingu vatnsins
Bergvatnsáin
silfurlitur risastór ánamaðkur
á jörðinni
skreið inn í drauminn
færir mér grun
um hyldýpi og fullvissu
um hina góðu fregn:
Nýtt rými
Nýjan tíma
fullvissu um nýja liti
og eilíft bergvatn
(Sigurður Pálsson)
Adrian Huber og
Daníela Ósk Adriansdóttir.
Þórir
Guðmundsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og stuðning
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÓLAFAR SIGFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Þórshöfn á Langanesi,
Gullsmára 5, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunarinnar Heru og líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju í
hennar garð.
Sigurður G. Jónsson
Hafþór Sigurðsson Sangduan Wangyairam
Örn Sigurðsson
Lilja Sigurðardóttir Þorsteinn Marinó Gunnarsson
Aðalheiður Jóna Sigurðard.
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÓLFS GUÐNASONAR,
Lundi, Fnjóskadal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu
á Öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir hlýja og góða umönnun.
Guðni Þórólfsson Aðalheiður Pétursdóttir
Aðalbjörg Þórólfsdóttir Guðlaugur Óli Þorláksson
Ólafur Haukur Þórólfsson
Sigríður Þórólfsdóttir Pétur Gunnar Ringsted
Jón Þórólfsson Hólmfríður Rúnarsdóttir
afa- og langafabörn