Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 42

Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal Síðasta sýningahelgi í Myndasal og á Vegg Laugardagur 17.11. kl. 14. Regnbogaþráðurinn Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 18.11. kl. 14. Leiðsögn: Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor frá Árnastofnun fræðir gesti um Sjónarhorn Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár, leiðsögn um myndlistina á sýningunni, 18. nóvember kl. 14. VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning hefur heilmikla þýðingu. Ég lít svo á að í þessu felist viðurkenning á því viðhorfi til tungu- máls og málræktar, sem ég hef reynt að halda á lofti, að mikilvægt sé að berjast fyrir íslenskunni með já- kvæðni og umburðarlyndi að vopni en forðast neikvæðar og einstreng- ingslegar predikanir,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, sem í gær hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á fæðingardegi skáldsins. Ráðgjafanefnd um verðlaunin skipuðu í ár Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi, sem var formaður, Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður, og Dag- ur Hjartarson, skáld og íslensku- kennari, og í rökstuðningi þeirra segir að Eiríkur hafi „með frum- kvæði, elju og ást á íslenskri tungu verið í framlínu þeirra sem vekja at- hygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hver áhrif það getur haft ef það er ekki gert, og það með hraði. Í allri umræðu um þetta málefni hef- ur Eiríkur sýnt víðsýni og verið op- inn fyrir eðlilegri þróun tungumáls- ins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar og að ekki seinna en núna séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki eigi illa að fara.“ Efla þarf áhuga á íslensku Spurður hvers vegna íslenska og málvísindi hafi orðið fyrir valinu hjá honum á sínum tíma rifjar Eiríkur upp að á síðasta ári í menntaskóla hafi Böðvar Guðmundsson rithöf- undur kennt bekknum. „Hann hafði þannig áhrif á okkur að nærri þriðj- ungurinn af bekknum mínum fór í ís- lensku. Ég fór reyndar í íslensku til að læra bókmenntir, en eftir því sem leið á BA-námið fannst mér mál- fræðin vera spennandi og lenti þar. Þar voru á þeim tíma frábærir kenn- arar sem mótuðu mig,“ segir Eirík- ur, sem kenndi málfræði og málvís- indi við Háskóla Íslands frá því snemma á níunda áratugnum og var prófessor frá árinu 1993 og þar til nú í sumar. „Ég segi stundum að ég sé ekki hættur nema á launaskrá,“ segir Eiríkur og tekur fram að hann hafi engar áhyggjur af verkefnaleysi á komandi misserum, en fagnar því að geta í auknum mæli sinnt eigin hugðarefnum. „Við Sigríður Sig- urjónsdóttir prófessor stjórnum öndvegisverkefni sem styrkt er af Rannís þar sem við skoðum meðal annars stöðu íslenskunnar og ensk áhrif,“ segir Eiríkur sem einnig situr í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms sem ríkið fól nýverið að vera miðstöð íslenskrar mál- tækni. Berst fyrir málinu með jákvæðni að vopni  Eiríkur Rögnvaldsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar  Samvera og samtal barna við fullorðna lykilatriði Ljósmynd/Þórgunnur Þórsdóttir Gleði Eiríkur Rögnvaldsson (til vinstri) og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á Höfn í gær þar sem verðlaun á degi íslenskrar tungu voru afhent. Eiríkur Rögn- valdsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tók við sérstakri viðurkenningu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fufanu hóf störf sem CaptainFufanu endur fyrir löngu,nokkurs konar teknósveit, en henti svo kafteininum út og rokk- aði sig upp, varð að eitursvölu neðanjarðarrokksbandi sem á nú að baki tvær breiðskífur og ósköpin öll af smáskífum og myndböndum. Að ekki sé talað um tónleikaferðalög á erlendri grundu. Heimtur hafa ver- ið góðar undanfarið en sveitin starf- ar í dag sem tríó og er skipuð þeim Kaktusi Einarssyni, Guðlaugi Hörð- dal og Erling Bang. Sveitin gefur út á hinu breska One Little Indian Re- Að taka umræðuna cords og hefur verið vel tengd, síðasta breiðskífa, Sports, var t.a.m. tekin upp með Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs og í upphafi þessa árs ákvað hún að taka upp með Alap Momin, sem er þekktastur fyrir störf sín með jaðarrappsveitinni Dälek. Upptökur fóru fram í hljóð- veri Fufanu í Reykjavík og tíu lög voru tekin upp. Þau komu svo út í ár í formi þriggja stuttskífa auk þónokk- urra myndbanda sem gerð voru við lögin. Fyrsta lagið, „Hourglass“, kom út í maí. Plöturnar voru hugsaðar sem tæki til að kanna þær stefnur og strauma sem sveitin hefur lagt fyrir sig. Gotablær, raftónlist, síðpönk, allt skríður þetta um kuldalega, jafnvel fjar- ræna hljóðmyndina sem tríóið kýs að stilla fram. Súrkálsrokk, skringi- teknó og óræð tilrauna- mennska skjóta og upp kolli. Efnið var samið á meðan sveitin fylgdi Sports eftir með tónleikaferðalagi. Ákveðið var að liggja ekkert á upp- söfnuðu efni heldur koma því út á meðal vor fljótt og vel og var stutt- skífuformið metið hentugast. Momin hoppaði upp í næstu vél frá New York til Reykjavíkur og hóf að að- stoða sveitina við að koma smíðunum á band. Sveitin sýnir þá metnað mikinn Mektarsveitin Fufanu lagði í skemmtilegt verkefni á þessu ári en þrjár tengdar stuttskífur auk fjölda myndbanda koma saman í verki hljómsveit- arinnar sem kallast The Dialogue Series. Eftir kúnstarinnar reglum er heiti sýningar sem verður opnuð í höfuð- stöðvum Arion banka, Borgartúni 19, í dag, laugardag, klukkan 13.30. Á sýningunni verður teflt saman annars vegar verkum fimm lista- manna sem fæddust í kringum alda- mótin 1900 og teljast til svokallaðra naívista eða einfara í myndlist, og hins vegar fjögurra listamanna sem fæddir eru á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þó efnistök og bakgrunnur sé ólíkur má sjá ákveðinn skyldleika og tengingar í verkum listamannanna. Leikgleði er áberandi og nálgunin oft einlæg og blátt áfram. Á sýningunni eru valin verk eftir þau Eggert Magnússon (1915-2010), Ísleif Konráðsson (1889-1972), Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur (Grímu) (1895-1988), Sigurlaugu Jónasdóttur (1913-2004) og Stefán V. Jónsson frá Möðrudal (Stórval) (1908-1994), og nýleg verk eftir Egil Sæbjörnsson (f. 1973), Helga Þórsson (f. 1975), Loja Höskuldsson (f. 1987) og Þorvald Jónsson (f. 1984). Sýningin verður opnuð með fyrir- lestri Aldísar Arnardóttur listfræð- ings sem hún nefnir Sögumenn end- urminninga og ævintýraheima og hefst hann kl. 13.30. Stefnumót við einfara Fífa Hluti verks eftir Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur (Grímu). Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker opnar í dag, laug- ardag, kl. 14 sýningu á nýjum verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir tvær helg- ar og er opin frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Í listsköpun sinni rannsakar Joris og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar. Hann segir það að skapa list og hlusta á innsæið sína aðferð til að lifa og fá meiri skilning á umhverfinu og lífinu. Joris hefur verið starf- andi myndlistamaður síðan 1986 og haldið fjölda sýn- inga, margar í heimabænum Akureyri, og átti nýlega verk á samsýningum í Hafnarhúsinu og í menningarhúsi Schijndel í Hollandi. Joris sýnir í Mjólkurbúðinni á Akureyri Joris Rademaker

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.