Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 „Ég hef talað um máltækni í hátt í 20 ár, því ef við ætlum að nota íslenskuna áfram þurfum við að tryggja að hægt sé að nota hana í samskiptum við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á leið inn í,“ segir Eiríkur og fagnar því að stjórnvöld séu loks búin að setja málið á dagskrá. „Það er ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum. Samfélags- og tæknibreytingar síðustu ár hafa ver- ið svo miklar að nú er ekki lengur nóg að hægt sé að nota íslenskuna á öllum sviðum – fólk þarf líka að hafa áhuga á því að nota málið. Það hefur lítið að segja þó við eyðum stórfé í alls kyns tæknilausnir ef fólk vill ekki nota þær og sömuleiðis hefur lítið segja að vekja áhuga fólks á að nota íslensku á öllum sviðum ef það rekur sig síðan á vegg þegar á reyn- ir. Þetta þarf því að fylgjast að. Við erum í alþjóðlegum menning- arheimi, miklu meira en við höfum nokkru sinni verið, og það er gífur- legt framboð af alls konar fræðslu, afþreyingu og list á ensku. Eigi íslenskan að halda velli verðum við að sjá til þess að íslenskan sé sam- keppnisfær þannig að hún höfði til ungs fólks. Við þurfum þannig að sjá til þess að börn og unglingar, sem eru það fólk sem ræður framtíð tungumálsins, eigi kost á efni sem höfðar til þeirra á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar mikilvægi þess að efla útgáfu á bókum fyrir börn og unglinga. Eiríkur bendir á að grundvöllur að framtíð íslenskunnar sé lagður á máltökuskeiði. „Rannsóknir sýna að það sem skiptir mestu máli í máltök- unni til þess að börn komi sér upp styrku málkerfi er samtal við full- orðið fólk,“ segir Eiríkur og bendir á að stytting vinnutímans sé þar af leiðandi eitt af því mikilvægasta sem hægt sé að gera til að styrkja íslenskuna. „Að því tilskildu að for- eldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til sam- veru og samtals með börnum sín- um.“ Fagnar aukinni umræðu Aðspurður segist Eiríkur bjart- sýnn á stöðu íslenskunnar verði gripið til réttra aðgerða. „ Umræðan um stöðu íslenskunnar er mun meiri núna en verið hefur lengi – sem er mjög gott,“ segir Eiríkur sem í gegnum tíðina hefur verið óhræddur við að benda á hvað betur megi fara. „Það er mikilvægt að talað sé um íslenskuna og vakin athygli á því sem hægt er að gera. Núna þegar ég er kominn á eftirlaun verð ég enn óhræddari við að gagnrýna því nú er ekki lengur hægt að reka mig,“ segir Eiríkur kíminn, en hann hefur meðal annars gagnrýnt hvernig prófað er í íslensku á samræmdu prófum. „Við þurfum að berjast fyrir íslenskunni með jákvæðni, umburð- arlyndi, virðingu og af tillitssemi. Það má ekki vera þannig að fólki finnist að verið sé að gera lítið úr því máli sem það er alið upp við. Það er bara til þess fallið að drepa niður áhuga á því að tala íslensku. Krakk- ar telja sig oft vera betri í ensku en íslensku sem er auðvitað rugl því íslenskan er móðurmál þeirra. En af því að það er alltaf verið að gagnrýna íslenskuna hjá þeim fá þau þessa hugmynd. Ég hef engar áhyggjur af einstökum breytingum á tungumál- inu. Málið hefur alltaf verið að breyt- ast,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi að orð færast milli beyginga- flokka og sagnbeygingar breytast. „Meðan málið tekur engum stór- kostlegum breytingum, þá er það allt í lagi. Ég stend við það að ég sé ekki gagnsemina í því að prófa í at- riðum sem stór hluti nemenda lærir utanbókar, af því að þetta er ekki hluti af málkerfi þeirra og málupp- eldi, og notar síðan ekkert að prófi loknu,“ segir Eiríkur og bendir á að það megi ekki verða þannig að ein- hverjum hópum eða einstaklingum í samfélaginu finnist íslenskan ekki gera ráð fyrir sér. „Við erum alltof óþolinmóð við út- lendinga sem eru að læra íslensku og skiptum of hratt yfir í enskuna. Við þurfum að viðurkenna að það er til margs konar íslenska. Íslenska með hreim er líka íslenska og íslenska með beygingum sem samrýmast ekki staðlinum er líka íslenska. Við þurfum að taka tillit til þess í mál- stefnu okkar að fólki fjölgar hér- lendis sem hefur ekki íslensku að móðurmáli og bregðast markvisst við því með því að bæta íslensku- kennslu,“ segir Eiríkur og varar við auknu ónæmi almennings fyrir áhrifum enskunnar. „Við þurfum að sýna metnað fyrir hönd íslenskunnar og almenningur þarf að krefjast þess að það sé hægt að nota íslenskuna á öllum sviðum. Ef fólk gerir það hef ég engar áhyggjur af tungunni.“ Þríeyki Fufanu gaf út þrjár stuttskífur á þessu ári sem saman mynda útgáfuröðina Dialogue. Upptökur fóru fram í hjóðveri sveitarinnar. gagnvart hinni kviku mynd en alls voru sex myndbönd tekin upp í tengslum við útgáfuna. Öll streyma þau nú á Youtube-veitunni góðu. „Hourglass“ líður áfram sem í móki (ég fæ smá tilfinningu fyrir því að ég sé að hlusta á eina af sólóplötum Col- ins Newmans úr Wire). Meðlimir svamla um í sjó og nær það anda lagsins glettilega vel. Á „Listen to me“, sem ber með sér kaldrana og hroða, eru meðlimir mættir út á ruslahaugana í gulum regnúlpum til að undirstinga þann furðuanda sem yfir laginu er. „Typical critical“, sem situr í svipuðu fari og „Hourglass“, fylgir manni sem er að leika sér með … eitthvert dót sem ég man ekki hvað heitir! Önnur myndbönd eru eftir þessu; sniðuglega útsett og í skemmtilegu jafnvægi við tónlistina, leggja áherslu á hana með hæfandi myndbrotum og glúrinni leikstjórn. Kaktus segir að sjálft tónlistar- legt innihaldið sé nokkurs konar samtal – og þess vegna þetta nafn á útgáfuröðinni – milli þriggja ólíkra tónlistarmanna en bakgrunnur þeirra allra er giska ólíkur; harð- kjarnarokk, jaðarraftónlist og teknó á meðal nokkurra þeirra stefna sem þeir hafa snert á. Lífsstíll sé sömu- leiðis ólíkur en þeir deili þó sömu for- vitni í garð tónlistar og möguleikum hennar. „Við höfum aldrei hætt leitinni að nýjum aðferðum og möguleikum,“ segir Kaktus í fréttatilkynningu vegna útgáfunnar. „Fólk hefur mikla þörf fyrir að setja allt í kassa en veruleikinn er aldrei svona einfaldur, svartur eða hvítur. Við erum þarna einhvers staðar í miðjunni.“ » Ákveðið var aðliggja ekkert á upp- söfnuðu efni heldur koma því út á meðal vor fljótt og vel og var stutt- skífuformið metið hent- ugast. „Þetta er klapp á bakið sem skipt- ir miklu máli, ekki bara fyrir mig persónulega heldur einnig fyrir verkefnið. Þetta er hvatning til að halda áfram,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og út- gefandi, sem í gær veitti viðtöku sérstakri viðurkenningu á degi ís- lenskrar tungu vegna verkefnis- ins Skáld í skólum sem starfrækt hefur verið frá 2006 á vegum Höf- undamiðstöðvar Rithöfunda- sambands Íslands. Í rökstuðningi ráðgjafanefndar dags íslenskrar tungu er bent á að dagskrá Skálda í skólum sé „ætið fjölbreytt og eitthvað í boði fyrir hvert skólastig, bæði styttri fyrir- lestrar og kveikjur en einnig rit- smiðjur sem geta spannað nokkra daga“. Bent er á að á tímum þar sem bóklestur eigi undir högg að sækja hljóti að „vera hvetjandi fyrir unga lesendur að komast í beint samband við höfunda, en eitt af markmiðum verkefnisins er einmitt að „smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunar- gleði!“ Sú sköpunargleði er elds- neyti fyrir unga málnotendur og lífsnauðsynleg tungumáli sem þarf að vaxa og dafna andspænis nýjum áskorunum.“ „Þetta verkefni er hugarfóstur mitt og ég stýrði því fyrstu tíu ár- in,“ segir Aðalsteinn og rifjar upp að þegar hann lét af störfum sem formaður Rithöfundasambands Íslands 2006 eftir átta ára starf hafi honum fundist hann eiga eitt eftir ógert. „Það var að koma með nýjung inn í Höfundamiðstöðina,“ segir Aðalsteinn sem í framhald- inu mótaði hugmyndina að Skáld- um í skólum. „Á þeim áratug sem ég var listrænn stjórnandi verk- efnisins urðu til um 60 ólíkar dag- skrár þar sem þátt tóku yfir 70 höfundar,“ segir Aðalsteinn og bendir á að grunnhugmynd hans hafi verið að ávallt mættu tveir höfundar í hverja skólaheimsókn. „Við ákváðum að para saman tvo ólíka höfunda sem búa þurfa til sameiginlega dagskrá,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að sér hafi þótt mikilvægt að kynna nemendum ekki aðeins skáldverk heldur einnig höfundana sjálfa. „Það sem vakti fyrir okkur var að auka áhuga á bókum og bóklestri og jafnframt að sýna hverjir standa að baki bókmenntaverk- unum. Markmið okkar var að ungmenni sæju að það gætu í raun allir orðið höfundar,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að við- tökur verkefnisins bendi til þess að áhugi hafi aukist á bókum og bókmenntum. Þótt Aðalsteinn hafi eftirlátið stjórn verkefnisins öðrum er hann enn viðloðandi það, enda eitt þeirra skálda sem heimsækja grunnskólanemendur. „Einnig hef ég komið að verkefninu úr annarri átt þegar við fórum að kynna íslenska klassík eftir eldri skáld sem hafa verið mikilvæg fyrir íslenskar bókmenntir.“ „Klapp á bakið“  Skáld í skólum hlýtur sérstaka við- urkenningu á degi íslenskrar tungu Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Insomnia (Kassinn) Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.