Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 24

Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Heita má að öngþveiti ríki í breskum stjórnmálum eftir að Theresa May forsætisráðherra kynnti samkomu- lag það sem hún hefur náð við Evr- ópusambandið um útgöngu Bret- lands úr sambandinu í lok mars á næsta ári. Þótt meirihluti ríkis- stjórnarinnar hafi lagt blessun sína yfir það er óljóst hvort það nýtur meirihlutastuðnings á þinginu. And- stæðingar May í Íhaldsflokknum safna liði til að koma henni frá og fella samninginn. Breska blaðið Guardian segir að í þeirri stöðu sem upp er komin blasi sex ólíkar sviðs- myndir við hvað Brexit-málið varðar. Sú fyrsta er að samkomu- lagið verði fellt í þinginu. Atkvæði þar verða greidd eftir að – og ef – leiðtogar ESB samþykkja sam- komulagið á fundi 25. nóvember. Verði það fellt hefur May 21 dag til að bregðast við með nýrri útgöngu- áætlun. Önnur myndin er að May dragi samkomulagið til baka og láti ekki reyna á stuðning við það í þinginu heldur reyni að fá samkomulaginu breytt í ljósi andstöðunnar. Þetta myndi áreiðanlega verða til þess að andstæðingar hennar reyndu að koma henni úr forsætisráðherra- stólnum. Þriðja sviðsmyndin er að May reyni að fá leiðtoga Evrópusam- bandsins til að breyta þeirri laga- reglu sem útgangan grundvallast á. Hún myndi þá biðja um lengri tíma en nú er hægt til að ná samkomulagi. Ólíklegt er að á þetta yrði fallist. Í mörgum ríkjum ESB vilja menn losna við Bretland sem fyrst og það jafnvel án nokkurs samkomulags. Fjórða myndin sem Guardian dregur upp er að andstæðingar May í Íhaldsflokknum safni nægilegum stuðningi til að greiða atkvæði um vantraust á hana sem leiðtoga flokksins. Verði það samþykkt er samkomulagið við ESB vafalaust fallið. Verði vantraustið fellt er ekki hægt að bera það upp aftur fyrr en eftir tólf mánuði. Fimmta sviðs- myndin er að May rjúfi þing og boði til kosninga. Tveir þriðju þingmanna yrðu að styðja tillöguna. Fengist það yrði líklega kosið í lok janúar 2019. Blaðið telur ákaflega ólíklegt að May reyni þetta enda var reynslan af þingkosningunum sem hún boðaði í fyrra mjög slæm fyrir Íhaldsflokk- inn. Aftur á móti gæti komið til þess að vantraust á stjórn May yrði sam- þykkt í þinginu og þá yrði að boða til kosninga. Loks er það sjötta sviðs- myndin og þar ákveður May að biðja þingið að samþykkja nýja þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort Bretlandi eigi að vera í ESB eða utan þess. Þetta þykir frekar ólíklegt. Alger óvissa um framvindu Brexit  Ekki liggur fyrir hvort samkomulagið við ESB um Brexit hafi meirihlutastuðning á breska þinginu  Margir flokksbræður May í Íhaldsflokknum vilja koma henni úr stól forsætisráðherra sem fyrst Theresa May Eyðileggingin eftir hina skelfilegu skógarelda í Norð- ur-Kaliforníu er gífurleg. Samkvæmt nýbirtum tölum um fórnarlömb eldanna hafa 66 manns látist. Alls er 631 enn saknað og er óttast að þorri þeirra hafi orðið eldunum að bráð. Rétt um 12 þúsund hús hafa eyði- lagst. Stór hluti af bænum Paradise er brunninn til kaldra kola. Þar bjuggu um 30 þúsund manns. Fyrir höndum er mikið uppbyggingarstarf. AFP Á sjöunda hundrað manna enn saknað Rússar eru sagð- ir hafa notað WikiLeaks-upp- ljóstrunarsíðuna á netinu til að dreifa ýmsu efni í því skyni að koma höggi á að- ila á Vesturlönd- um, þar á meðal demókrata í Bandaríkjunum. Hermt er að þetta hafi komið í ljós við rannsókn Roberts Muellers, sér- staks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar vestra 2016. Þetta er nefnt til skýr- ingar á því að nafn Julians Assanges, stofnanda WikiLeaks, kemur fyrir í nýbirtum dómsskjölum í Bandaríkj- unum sem varða annað mál. Geta menn sér þess til að Assange hafi annaðhvort þegar verið ákærður fyr- ir leynilegum dómstól, eins og heim- ilt er, eða að ákæra sé í undirbúningi. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í London síðan 2012. Þangað fór hann upphaflega til þess að forðast ákæru sænskra yfirvalda í kynferðisbrotamáli gegn honum, en saksóknarar í Svíþjóð hafa fellt það mál niður. Assange sagður eiga von á ákæru  WikiLeaks dreifði efni í þágu Rússa Julian Assange Fjörutíu árum eftir ódæðisverk Rauðu kmeranna í Kambódíu hafa tveir leiðtogar þeirra verið fundnir sekir um þjóðarmorð. Meira en fjórði hver íbúi Kambódíu lést á þeim fáu árum sem þessi öfgasam- tök maóista réðu ríkjum í landinu. Annar mannanna, Khieu Sam- phan, nú 87 ára gamall, var eitt af fáum opinberum andlitum Rauðu kmeranna. Hann hlaut árið 2014 lífstíðardóm fyrir glæpi gegn mann- kyninu. Hinn, Nuon Chea, 92 ára gamall, var einnig dæmdur í lífstíð- arfangelsi árið 2014 fyrir glæpi gegn mannkyninu. Dómurinn í dag markar tímamót því afar fáir þeirra sem fóru með völdin í Kambódíu á þessum tíma hafa verið dæmdir fyr- ir glæpi sína og aldrei áður hafa þeir verið dæmdir fyrir þjóðar- morð. Alls eru kmerarnir, sem voru við völd frá 1975 til 1979, taldir bera ábyrgð á dauða tveggja milljóna manna. Flestir þeirra létust vegna vinnuþrælkunar, úr hungri og í fjöldaaftökum. Fjöldamorð kmer- anna á 100 til 500 þúsund cham-- múslimum og 20 þúsund Víetnöm- um eru grundvöllur ákæru á hendur tvímenningunum fyrir þjóð- armorð. Aðalleiðtoginn, Pol Pot, er látinn. Kmerarnir brutu markvisst niður alla innviði samfélagsins til að skapa landbúnaðarútópíu í Kambó- díu. Nuon Chea og Khieu Samphan voru meðal annars ákærðir fyrir að hafa átt þátt í því að tugþúsundir manna og kvenna voru neyddar til að giftast, oft í fjöldaathöfnum, í til- raun til að fjölga íbúum Kambódíu. Eyðilögðu heilt samfélag  Forsprakkar Rauðu kmeranna dæmdir fyrir þjóðarmorð Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.