Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 30

Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Við þekkjum líklega flest einhvern sem greindur er með syk- ursýki hvort sem við vitum af því eða ekki. Sykursýki af tegund 2 breiðist eins og faraldur yfir heimsbyggðina. Hvað getum við gert? Besta forvörnin er heilbrigt líferni það er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og vera sem næst kjörþyngd en það dugir ekki alltaf til. Sykursýki af tegund 2 er mjög flók- inn sjúkdómur og hegðar sér misjafn- lega milli sjúklinga, þróun sjúkdómsins er einnig misjöfn. Því er aldrei hægt að bera saman meðferð og stöðu milli manna. Það að það dugi einum að vera eingöngu á lífsstílsmeðferð og annar þurfi insúlínmeðferð þýðir engan veg- inn að sá sem er á insúlínmeðferðinni sé ekki að standa sig, þróun sjúkdóms er einfaldlega önnur. Mikilvægt er að hafa í huga að við tölum ekki lengur um áunna sykursýki þegar við tölum um sykursýki af teg- und 2 þar sem erfðaþátturinn er sterk- ur. Offita er vissulega sterkur áhættu- þáttur í viðbót við erfðaþáttinn en þá skiptir máli hvar fitusöfnun á sér stað, söfnun á kviðfitu eykur áhættuna vegna þess að hún veldur insúl- ínviðnámi. Við þurfum öll á sykri eða kolvetn- um að halda í hæfilegu magni sem orkugefandi efni í líkamanum, sum líf- færi geta ekki nýtt sér neinn annan orkugjafa, dæmi um það er heilinn. Í eðlilegu ferli færast kolvetni inn í vöðvafrumur, heila og fituvef. Í heilbrigðum líkama er samspil in- súlíns og kolvetna þannig að til þess að opna leið kolvetna inn í frumu þarf in- súlín, insúlín er hormón sem sest á ákveðinn viðtaka á frum- unni sem þá opnar leið orku inn í frumuna. Sykursýki er sjúkdóm- ur sem gerir það að verk- um að þetta ferli truflast. Alþjóðlega er sykursýki skipt í sykursýki af tegund 1, tegund 2 og með- göngusykursýki. Sykursýki af tegund 1 og tegund 2 eru í grunn- inn mjög ólíkir sjúkdóm- ar, en báðir hækka blóð- sykur, þegar einstaklingur er með tegund 1 þá er engin framleiðsla á insúlíni í brisinu en með tegund 2 er oftast um insúl- ínviðnám að ræða, það er nóg af insúl- íni en það virkar ekki sem skyldi. Í stað þess að setjast á viðtakann í frumunni þá skautar það hjá. Það sama á sér stað þegar um með- göngusykursýki er að ræða en hún hverfur yfirleitt þegar barnið er fætt, móðirin er hins vegar í aukinni hættu á að fá sykursýki af tegund 2 og þarf því að fylgjast með því. Mælt er með að kona sem þurft hefur insúlín á með- göngu komi í skimun á sykursýki 2-4 mánuðum eftir fæðingu, annars á 1-3 ára fresti. Of hár blóðsykur í langan tíma veld- ur skemmdum á líffærakerfum þess vegna er mikilvægt að ná góðri stjórn. Fylgikvillar sykursýkinnar geta verið bæði í smáæða- og stóræðakerfinu. Í smáæðakerfinu hefur hár blóð- sykur áhrif á augnbotna, nýru og út- taugakerfi. Í stóræðakerfinu eru áhrif- in í formi kölkunar innan á æðaveggjum, í kransæðum sem veldur þrengingum og getur endað með kransæðastíflu, æðum upp í heila sem getur valdið heilablæðingu eða blóð- tappa í heila og í útæðakerfinu í formi æðaþrengsla í fótleggjum. Bjargráð Fyrsta og alla tíð mikilvægasta með- ferð einstaklinga með sykursýki hvort sem um er að ræða tegund 1 í viðbót við insúlín eða tegund 2 þar sem hún getur í sumum tilfellum verið eina meðferðin er lífsstíllinn. Þá er átt við – Mataræði – borða hollan mat reglulega yfir daginn í hæfilegum skömmtum. – Hreyfing – hreyfa sig reglulega, að minnsta kosti 30 mín. í senn þrisvar til fimm sinnum í viku ef geta er til, ann- ars eins og geta leyfir, allt er betra en ekkert og oft hægt að setja sér mark- mið um að auka hana skipulega. Mik- ilvægt að finna sér hreyfingu sem veit- ir ánægju. – Lyfjagjöf ef með þarf, hún getur verið misflókin. – Streitustjórnun – mikil streita hef- ur óæskileg áhrif á blóðsykurgildi. Það er erfitt að skipuleggja daglegt líf ef mikil streita er í gangi. – Góður svefn – grunnur að góðum degi. – Hætta að reykja. Hreyfing hefur jákvæð almenn heilsufarsleg áhrif. Hún lækkar blóð- sykur þar sem insúlínnæmi eykst í vefjunum, það er insúlínið sest frekar á viðtakann sem opnar leið inn í frum- una. Hún hefur einnig áhrif til lækk- unar á blóðþrýstingi, blóðfitu og getur minnkað streitu. Mikilvægt er að stunda hreyfingu reglulega til að viðhalda jákvæðum áhrifum hennar. Það getur verið hvatning að vera með skrefamæli í gangi daglega. Nota stiga í stað lyftu, fara til og frá vinnu gangandi, á hjóli eða með strætó. Einnig er gott að standa upp reglulega ef fólk er í kyrr- setuvinnu. Sjálfsumönnun Þegar fólk greinist með sykursýki eða annan langvinnan sjúkdóm er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því að meðhöndlun er að mestu í höndum þess sem sjúkdóminn ber. Hluti af þeirri meðferð er að mæta reglulega í eftirlit. Þar er hægt að sjá hvar maður stendur og hvort markmiðum varðandi blóðsykurstjórnun er náð. Einnig er fylgst reglulega með tilkomu fylgi- kvilla. Það krefst góðarar samvinnu einstaklings með sykursýki og heil- brigðisstarfsfólks að halda utan um sjúkdóminn. Vil minna á að heilbrigðisstarfsfólk er á vegum Lionshreyfingarinnar víða um land að mæla blóðsykur í dag, laug- ardaginn 17. nóvember. Sykursýki – hvað er að gerast? Eftir Hafdísi Lilju Guðlaugsdóttur » Besta forvörnin er heilbrigt líferni, það er að hreyfa sig reglu- lega, borða hollan mat og vera sem næst kjör- þyngd en það dugir ekki alltaf til. Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir Höfundur er sykursýkishjúkr- unarfræðingur og stjórnarmaður í fagdeild sykursýkishjúkrunarfræð- inga. Nýverið var sagt frá því að fleiri hefðu tæki- færi til þess að nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara eftir að nýtt greiðslu- þátttökukerfi tók gildi. Einstaklingar sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda greiða núna að meðaltali 20 þúsund í stað nærri 50 þúsund krónur á ári, það munar um minna. Þessi breyt- ing, þetta aukna aðgengi hefur gert það að verkum að fleiri sem tilheyra lægri tekjuhópum nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara. Áður voru þekkt dæmi um að einstaklingar neituðu sér um þjálfunina vegna kostnaðar. Ávinning- urinn er, m.a. að færri fara á örorku vegna stoðkerfissjúkdóma eða með öðrum orðum, sjúkraþjálfun skilar ár- angri. Annað höfuðatriði er að sjúkraþjálf- arar hafa nú möguleika á að starfa sjálfstætt sem eykur val þeirra sem þurfa sjúkraþjálfun, það þýðir ekki að biðlistar lengist, þvert á móti. Fólk hefur aukið val um sjúkraþjálfara sem oft hentar einstaklingum betur. Rammasamningur Sjúkratrygg- inga Íslands við sjúkraþjálfara rennur út í byrjun næsta árs. Sjúkraþjálfarar hafa lýst yfir áhyggjum af hugs- anlegum skilyrðum þess efnis að þeir geti ekki starfað sjálfstætt. Þeir eru vel meðvitaðir um hvað það þýðir verði þeim aðeins gert kleift að starfa innan stofnana með tilheyrandi bið- listum sem skapar óbærilegar þján- ingar hjá þeim sem þurfa að bíða. Bið eftir sjúkraþjálfun getur þýtt að bæði andleg og líkamleg vanlíðan ein- staklinga eykst. Lærdómurinn sem draga má af þessu er að nú er ekki eftir neinu að bíða með að auka aðgengi að sál- fræðiþjónustu, lengi hefur verið bent á það. Sálfræðingar eiga að fá ramma- samning við Sjúkratryggingar Íslands þannig að allir hafi tækifæri til þess að nýta sér þjónustu þeirra. Nú þegar eru sálfræðingar komn- ir til starfa í grunnþjón- ustu heilsugæslunnar sem svo vísa ein- staklingum áfram til geðsviða heilbrigð- isstofnana eða til sjálf- stætt starfandi sálfræð- inga ef þörf er á frekari meðferð. Í dag eru að- eins níu sálfræðingar með rammasamning við Sjúkratryggingar Ís- lands en til þess að kom- ast á slíkan samning þarf viðkomandi sál- fræðingur að hafa starfað í tvö og hálft ár hjá hinu opinbera. Vitað er að biðin er löng eftir því að komast að hjá sál- fræðingi innan heilsugæslunnar, sl. vor var biðtíminn allt að níu mánuðir. Börn þurfa sem betur fer ekki að bíða eins lengi, engu að síður getur biðin verið allt að þremur mánuðum. Vegna fjölda þeirra sem leita til sálfræðinga á heilsugæslu er boðið upp á hóptíma. Við biðina sem einstaklingar þurfa að halda út bætist svo við hinn hái kostn- aður við hvern tíma. Fólk hefur ein- faldlega ekki efni á því að fara til sál- fræðings. Það er nauðsynlegt að innleiða nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir alla þá sem bíða eftir tímum hjá sálfræðingum. Við sjáum að árang- urinn af sjúkraþjálfun er gríðarlegur, hið sama mun gilda um sálfræðiaðstoð og þá á ekki að skipta máli hvort sál- fræðingurinn er á vegum hins op- inbera eða sjálfstætt starfandi. Bregð- ast þarf við strax, við þurfum engar frekari sannanir, staðreyndirnar blasa við. Staðreyndir blasa við Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur » Lærdómurinn sem draga má af þessu er að nú er ekki eftir neinu að bíða með að auka að- gengi að sálfræðiþjón- ustu. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokks- ins. annakolbrun@althingi.is Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.