Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
VÍDALÍNSVIKA í Garðabæ
300 ára afmæli Vídalínspostillu
18. nóvember
Hátíðarguðsþjónusta
í Vídalínskirkju.
Sveinn Ólafur Gunnars-
son leikari flytur ræðu
Jóns Vídalíns um reiðina.
Kór Vídalínskirkju syngur
undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar organista
og Bylgja Dís Gunnars-
dóttir syngur einsöng.
Guðný Charlotta
Harðardóttir og Jóhann
Björn Ævarsson leika
forspil á píanó og horn.
Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir þjónar fyrir altari.
20.-21. nóvember
Fermingarbörn fá fræðslu um
Jón Vídalín biskup í safnaðar-
heimili Vídalínskirkju með efni
eftir Matthildi Bjarnadóttur MA í
trúbragðafræðum og guðfræði-
nema.
22. nóvember
Málþing í safnaðarheimili
Vídalínskirkju kl. 16-18:
Hvað mótaði Jón Vídalín
biskup? Kristján Valur Ingólfs-
son fr. vígslubiskup.
Af hverju var Vídalínspostillar
svona vinsæl: Dr. Torfi Hjaltalín
Stefánsson.
Kaffihlé og Bylgja Dís
Gunnarsdóttir syngur og
Jóhann Baldvinsson leikur
undir.
Hvað sagði Jón Vídalín um
sorgina? Vilborg Davíðsdóttir
rithöfundur.
Hvað sagði Jón Vídalín um
reiðina? Auður Jónsdóttir
rithöfundur.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
17. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.04 124.64 124.34
Sterlingspund 158.52 159.3 158.91
Kanadadalur 93.68 94.22 93.95
Dönsk króna 18.758 18.868 18.813
Norsk króna 14.564 14.65 14.607
Sænsk króna 13.628 13.708 13.668
Svissn. franki 123.08 123.76 123.42
Japanskt jen 1.0929 1.0993 1.0961
SDR 171.14 172.16 171.65
Evra 140.01 140.79 140.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.1502
Hrávöruverð
Gull 1210.6 ($/únsa)
Ál 1916.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.12 ($/fatið) Brent
Heildarútgjöld til rannsókna og þró-
unarstarfs námu 55,7 milljörðum
króna á árinu 2017. Það jafngildir
2,13% af vergri landsframleiðslu.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Hagstofu Íslands. Þar kemur einnig
fram að útgjöldin hafi numið 53
milljörðum árið 2016 og hafi það
jafngilt 2,12% af vergri landsfram-
leiðslu þess árs. Hlutfallið var sjón-
armun hærra árið 2015 þegar það
var 2,2% vegna 50,5 milljarða út-
gjalda til rannsókna og þróun-
arstarfs.
Sem fyrr eru það fyrirtæki sem
verja langmestu fjármagni til rann-
sókna og þróunarstarfs en í fyrra
vörðu þau 36 milljörðum til þess. Það
jafngildir um 65% af öllu því fjár-
magni sem varið var til rannsókna
og þróunarstarfs í landinu. Þar á eft-
ir komu háskólastofnanir sem vörðu
17,3 milljörðum króna og var hlut-
deild þeirra 31% af heildarútgjöld-
unum. Þá vörðu opinberar stofnanir,
aðrar en háskólastofnanir, 2,3 millj-
örðum króna og svarar það til 4% af
heildarútgjöldum í landinu til rann-
sókna og þróunarstarfs.
Svíar verja mestu
Hagstofan tekur einnig saman tölur
yfir heildarútgjöld til rannsókna og
þróunarstarfs í löndum Evrópu. Þær
tölur hafa ekki verið uppfærðar fyr-
ir árið 2017 en varpa þó ljósi á mis-
hátt framlag til málaflokksins milli
landa. Skv. tölum Hagstofunnar
trónir Svíþjóð á toppnum með 3,25%
af vergri landsframleiðslu árið 2016.
Þar á eftir kemur Austurríki með
rétt ríflega 3%. Rétt undir 3% stend-
ur Þýskaland og Danmörk kemur
fast á hæla þess með 2,87%. Finnska
hagkerfið ver 2,75% af vergri lands-
framleiðslu til þessara útgjalda og
Belgía 2,49%. Tölur yfir stöðuna í
Frakklandi hafa ekki verið birtar
fyrir árið 2016 en ríkið vermdi sjö-
unda sætið á lista Hagstofunnar/
Eurostat árið 2015. Ísland kom þar á
eftir og Noregur og Holland fast á
hæla þess.
Útgjöld til
rannsókna
og þróunar
standa í stað
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rannsóknir og þróun 55,7 millj-
örðum var varið í starfið í fyrra.
32% þeirra nýju sjóðfélagalána sem líf-
eyrissjóðir afgreiddu í september síð-
astliðnum báru óverðtryggða vexti.
Þannig lánuðu sjóðirnir tæpa 3,1 millj-
arð í formi óverðtryggðra lána á sama
tíma og þeir lánuðu ríflega 6,5 millj-
arða í formi verðtryggðra lána. Hlut-
fall óverðtryggða hlutans hefur ekki
verið jafn hátt það sem af er ári. Hæst
fór það í 29% í apríl en þá námu heild-
arlánveitingar sjóðanna hins vegar 6,7
milljörðum króna.
Það sem af er ári nemur hlutdeild
óverðtryggðra lána lífeyrissjóðanna
rétt ríflega 24%. Þannig eru ný óverð-
tryggð lán á fyrstu níu mánuðum árs-
ins 18,9 milljarðar en heildarlánveit-
ingarnar 77,9 milljarðar. Athygli
vekur, ekki síst í ljósi versnandi verð-
bólguhorfa að hlutdeild óverðtryggðra
lána í nýjum lánveitingum sjóðanna
var 33% í fyrra. Þá hafði hlutfallið
reyndar hækkað talsvert frá fyrra ári
því á árinu 2016 voru óverðtryggð lán
28,6% af heildarlánveitingum sjóðanna
til sjóðfélaga.Dregur úr ásókninni
Sé litið til fyrstu níu mánaða þessa
árs og lánveitingar sjóðanna bornar
saman við fyrra ár hafa sjóðirnir nú
lánað 6% hærri fjárhæð til sjóðfélaga
sinna en 2017. Þannig hefur dregið
mjög úr þeirri miklu aukningu sem var
vart við árin þar á undan. Milli áranna
2016 og 2017 jukust lánveitingarnar
um tæp 58%. Fóru þær úr 46,6 millj-
örðum króna í 73,4. ses@mbl.is
Óverðtryggði hlutinn tekur við sér
Lán Lífeyrissjóðir lána sjóðfélögum
sínum sífellt meira til íbúðakaupa.
Dregur talsvert úr útlánaaukningu hjá lífeyrissjóðum