Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Þverholt 1 - 270 Mosfellsbær
Garðatorg 5 - 210 Garðabær
634,1 m2 skrifstofuhúsnæði í miðbæ
Garðabæjar. Eignin er á tveimur fastanúmerum.
Eign 01-01 sem er skráð 373,3 m2, þar af rými
í kjallara skráð 97,6 m2 og eign 02-01 sem er
skráð 260,8 m2. Hluti efri hæðar er í leigu í dag
með húsaleigusamning sem gildir út
31.03.2021. V. 160,0 m.
Heildareignin Þverholt 1 í Mosfellsbæ
sem er skrifstofuhúsnæði á tveimur
hæðum og kjallara, auk þess fylgir
eigninni 364 m2 byggingarreitur. Birt
stærð eignarinnar eru 706,9 m2, þar
af 372,4 m2 skrifstofurými og
afgreiðslusalur á 1. hæð, 249,4 m2
skrifstofur og matsalur á 2. hæð og
85,1 m2 geymslu/tæknirými í kjallara.
V. 180,0 m.
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080
fastmos.is // fastmos@fastmos.is
Einar Páll Kjærnested
Löggiltur fasteignasali
S. 899 5159
Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 698 8555
Sara Níelsdóttir, deildarstjóri erlendra tungumála í Fjölbrauta-skóla Norðurlands vestra, á 50 ára afmæli í dag. Hún er stödd íReykjavík yfir helgina og fagnar afmælinu hér fyrir sunnan.
Hún hélt kvennaboð í gær og fer í fertugsafmæli mágkonu sinnar í dag.
„Svo förum við fjölskyldan út að borða og ætlum á Ronju ræningja-
dóttur og gerum ýmislegt fleira. Ég er úr 101 og maðurinn minn er
Hafnfirðingur svo við erum mikið hér fyrir sunnan.“
Söru líkar þó vel að búa á Sauðárkróki. „Ég ætlaði bara að kenna
hérna í eitt ár en þau eru orðin fimmtán og Krókurinn minnir mig á
gamla Vesturbæinn þegar allir þekktu alla.“
Sara lærði þýsku, almenn málvísindi og miðaldafræði og kennir
þýsku, dönsku og íslensku í skólanum. „Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra er eini framhaldsskólinn á Norðvesturlandi en við bjóðum upp á
grunnnám á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi þar sem við kenn-
um í beinni í gegnum netið. Við erum eini skólinn sem býður upp á þetta
og erum stolt af því.“
Helstu áhugamál Söru eru ferðalög, listir og bókmenntir, sérstaklega
nútímalist og hún hefur einnig verið öflug í félagsstörfum. m.a. setið í
stjórn Félags þýskukennara, kvennahreyfingunni Delta-Kappa-Gamma
og sinnt trúnaðarstörfum fyrir Kennarasambandið.
Eiginmaður Söru er Þorsteinn Hjaltason, enskukennari við Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra, og dóttir þeirra er Arna 11 ára.
Fjölskyldan Sara og Þorsteinn ásamt Örnu, dóttur þeirra.
Krókurinn minnir á
gamla Vesturbæinn
Sara Níelsdóttir er fimmtug í dag
K
ristín Jóhannesdóttir
fæddist í Reykjavík
17.11. 1948 og ólst þar
upp. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MR
1969, Licence í bókmenntum og
maitrise í kvikmyndafræðum frá
Université Paul Valéry í Montpel-
lier í Frakklandi 1975; DEA gráðu
(fyrri hluta doktorsgráðu) í kvik-
myndafræðum frá sama skóla 1977
og lokaprófi í kvikmyndaleikstjórn
við Conservatorire Libre du Ci-
néma Francais í París 1978. Auk
þess stundaði hún nám í kvikmynd-
un við Sorbonne, Paris Vlll.
Kristín hefur leikstýrt kvik-
myndum, sjónvarpsmyndum, út-
varpsleikritum og leikhúsverkum á
vegum Völuspár sf., Tíu – Tíu hf.,
RÚV, Stúdentaleikhússins, Nem-
endaleikhússins, Útvarpsleikhúss-
ins, Borgarleikhússins og Þjóðleik-
hússins. Þá kenndi hún við
Leiklistarlistarskóla Íslands.
Kristín var handritahöfundur og
leikstjóri kvikmyndanna Á hjara
veraldar, 1982, og Svo á jörðu sem
á himni, 1992, sjónvarpsmyndanna
Líf til einhvers, 1987, og Glerbrot,
1988, og vinnur að kvikmyndinni
Alma, sem handritshöfundur og
leikstjóri.
Meðal leikhúsverka sem hún
leikstýrði má nefna Svívirtir áhorf-
endur, 1984; Leikslok í Smyrnu,
1987; Dómínó og Sumarið ’37, 1998;
Ofanljós, 1998; Horft frá brúnni,
1999; Vorið vaknar, 1999; Einhver í
dyrunum, 2000; Draumleikur, 2000;
Strompleikurinn, 2002; Utangátta,
eftir Sigurð Pálsson, Þjóðlh. 2008;.
Brennuvargarnir e. Max Frisch,
Þjóðlh. 2009; Svartur hundur
prestsins, e. Auði Övu Ólafsdóttur,
Þjóðlh. 2011; Beðið eftir Godot, e.
Samuel Beckett, Garpur og Borg-
arlh. 2012; Rautt, e. John Logan,
Borgarleikhús 2012; Hús Bern-
hörðu Alba, e. F.G. Lorca, Borgar-
leikhúsið, 2013; Segulsvið, e. Sigurð
Pálsson, Þjóðleikhúsið 2015; Enda-
tafl, e. Samuel Beckett, Tjarnarbíó
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri – 70 ára
Á Bessastöðum Kristín og Sigurður fagna fyrir rétt rúmum tíu árum
þegar hann fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók sína.
Það er bannað að vera
gamall – KJ er 2x35 ára
Mæðgin Kristín með syni sínum og Sigurðar, Jóhannesi Páli.
Reykjavík Andrea Hjalta-
dóttir fæddist 8. febrúar
2018 kl. 5.34 á Landspít-
alanum við Hringbraut.
Hún vó 3.054 g og var 50
cm að lengd. Foreldrar eru
Hjalti Þórðarson og Telma
Karen Finnsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is