Morgunblaðið - 17.11.2018, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
✝ Hulda Pálma-dóttir fæddist á
Ísafirði 16. septem-
ber 1927. Hún lézt á
hjúkrunarheimilinu
Eyri á Ísafirði 30.
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Pálmi
Gunnar Gíslason,
útvegsbóndi í
Ögurnesi og síðar
verkamaður á Ísa-
firði, f. 1902, d. 1976, og kona
hans Guðfinna Andrésdóttir
húsmóðir, f. 1894, d. 1975. Fyrri
maður Guðfinnu var Hermann
Björnsson; hann lézt 1926. For-
eldrar Huldu bjuggu í Ögurnesi,
ásamt hálfsystkinum hennar,
Steinunni, Skúla, Guðmundi og
Andrési, en Unnur bjó í Þúfum
hjá Björgu móðursystur sinni.
Sex daga gömul var Hulda tekin
frá móður sinni á sjúkrahúsinu á
Ísafirði og flutt inn í Ögur til
systranna Ragnhildar og Hall-
dóru Jakobsdætra og var það
heimili hennar næstu sex mán-
uðina. Á útmánuðum hafði Guð-
finna náð heilsu á ný og kom aft-
ur inn í Ögurnes.
Hulda giftist Jóni Páli Hall-
dórssyni sumardaginn fyrsta 23.
apríl 1953. Börn þeirra eru: 1)
Kristínu Ólafsdóttur og eiga
þau Ólaf Erni og Einar Atla; b)
Jón Guðni, f. 1990, í sambúð með
Kristínu Grétu Bjarnadóttur og
eiga þau Hólmfríði og Daníelu;
c) Hulda, f. 1998, í sambúð með
Vilmundi Reimarssyni.
Hulda bjó í Ögurnesi fram yf-
ir fermingu. Hún gekk í barna-
skóla í Ögri. Seinasta veturinn
fyrir fermingu var hún í barna-
skólanum í Hnífsdal og næsta
vetur í Héraðsskólanum í
Reykjanesi. Næstu tvo vetur
annaðist hún heimili foreldra
sinna í veikindum móður sinnar.
Síðan lá leiðin í gagnfræðaskól-
ann á Ísafirði. Að loknu gagn-
fræðaprófi 1946 hóf hún störf í
Ísafjarðarapóteki. Árið 1949
bauðst henni starf í Hørsholm
Apothek í Danmörku í tvö ár.
Hún kom aftur í Ísafjarðar-
apótek 1951, var síðan í Ingólfs-
apóteki í Reykjavík 1952 og svo
aftur í Ísafjarðarapóteki árið
1954. Eftir það helgaði hún sig
heimilisstörfum, börnunum og
foreldrum næstu tvo áratugina.
Hún hóf starf sem læknaritari á
Heilsugæzlunni á Ísafirði 1976 í
Mjallargötu 5, en flutti í nýja
sjúkrahúsið á Torfnesi 10. marz
1989. Þar var starfsvettvangur
hennar þar til 1995.
Útför Huldu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 17. nóvem-
ber 2018, klukkan 14.
Halldór Jónsson jr.,
f. 1954, kvæntur
Maríu Guðnadótt-
ur. Börn þeirra
eru: a) Ingibjörg
María, f. 1976, gift
Ómari Líndal Mar-
teinssyni, og eiga
þau Maríu Björk,
Mikael Bjarka,
Mattías Bjarma og
Markús Berg; b)
Hulda, f. 1978, gift
Birki Má Kristinssyni og eiga
þau Evu Rakel, Tind Elí og El-
ínu Maríu; c) Heiðdís, f. 1981,
gift Guðmundi Víði Guðmunds-
syni og eiga þau Ásu Bryndísi;
d) Helén, f. 1987, í sambúð með
Gísla Erni Reynissyni Schramm;
e) Jón Páll, f. 1990, kvæntur
Rebekku Logadóttur og eiga
þau Halldór; f) Davíð Guðni, f.
1993, í sambúð með Emblu Sig-
urást Hallsdóttur. 2) Guðfinna
Jónsdóttir, f. 1956, gift Halldóri
Jakobi Árnasyni. Börn þeirra
eru: a) Guðfinna, f. 1984, gift
Sigurði Rúnari Ólafssyni og
eiga þau Hrafnhildi og Hilmi; b)
Gunnar Páll, f. 1990. 3) Pálmi
Kristinn Jónsson, f. 1960,
kvæntur Jóhönnu Jóhann-
esdóttur, f. 1967. Börn þeirra
eru: a) Arnar, f. 1986, kvæntur
Ég kynntist Huldu tengda-
móður minni fyrst þegar ég kom
vestur til Ísafjarðar með tilvon-
andi eiginkonu minni Guðfinnu
fyrir 37 árum. Frá fyrsta degi
tókst með okkur áralöng falleg
vinátta. Við Guffý fórum vestur
ásamt Guðfinnu dóttur okkar og
hennar börnum til að vera með
Huldu á afmælisdegi hennar hinn
16. september síðastliðinn.
Hulda, sem vegna heilsubrests
var hætt að þekkja sína nánustu
og samferðafólk sitt, tók bros-
andi á móti mér og hélt í hönd
mína í afmælinu. Það var alveg
skýrt í mínum huga að hún vissi
hver ég var. Ég er ævinlega
þakklátur fyrir að hafa mætt í af-
mælið hennar, þó að ég hafi þurft
að keyra frá Kópavogi til Ísa-
fjarðar og til baka daginn eftir.
Alla tíð höfum við ferðast mikið
saman við Guffý, Hulda og Jón
Páll. Minnisstæðust er ferðin til
Kanada með Rótarý þar sem við
bættum við ferðina legg til Van-
couver og þaðan til Vancouver
Island. Þar hittum við fjarskylda
ættingja Jóns Páls sem höfðu
heimsótt þau til Ísafjarðar og
urðu miklir fagnaðarfundir þegar
við hittum þau. Við Guffý fórum
með þeim til Kanarí þar sem
Hulda og Jón Páll dvöldu í seinni
tíð í mánuð á veturna ásamt ferð-
um með þeim til Parísar og Berl-
ínar. Þegar Hulda og Jón Páll
festu kaup á sumarhúsi í Trost-
ansfirði inn af Arnarfirði fórum
við Guffý ásamt börnum okkar
ófáar ferðir vestur og var alltaf
jafn notalegt að eiga þar sam-
verustundir með þeim. Hulda
naut sín í Trostan eins og við köll-
um sumarhúsið og voru þau Jón
Páll búin að koma sér vel fyrir
þar og bjuggu yfir sumartímann í
seinni tíð. Veit ég fyrir víst að oft
var erfitt fyrir Jón Pál að fá
Huldu með sér yfir til Ísafjarðar
til að sinna þar brýnustu erinda-
gjörðum. Þegar komið er að leið-
arlokum og ég horfi yfir farinn
veg er mér minnisstæðast hversu
hjartahlý Hulda var og aldrei
man ég eftir því í þessi 37 ár sem
ég þekkti hana að hún hafi skipt
skapi, en á sinn hátt leysti hún öll
ágreiningsmál með stóískri ró og
yfirvegun. Í lokin vil ég þakka
þér, elsku Hulda mín, fyrir að
hafa fengið að njóta samveru
þinnar og hef ég ávallt litið á þig
sem móður mína frekar en
tengdamóður. Jóni Páli og öllum
ættingjum vil ég færa mínar inni-
legustu samúðarkveðjur við frá-
fall Huldu, þessarar frábæru
konu.
Þinn tengdasonur,
Halldór J. Árnason.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar ég fer
að rifja upp yndislegar samveru-
stundir okkar ömmu Huldu. Þær
voru ófáar bæjarferðirnar sem
við fórum þegar ég var í heim-
sókn hjá ömmu og afa á Ísó. Við
leiddumst ætíð á sama mátann og
oftar en ekki krossbrá mér þegar
hún byrjaði að valhoppa því hún
þoldi ekki að ganga ekki í takt.
Ég man að ég skildi ekki hversu
margir þyrftu að heilsa og spjalla
við ömmu og velti ég því oft fyrir
mér hvort allur bærinn þekkti
hana. Á þeim tíma voru engar
verslunarkeðjur á Ísó. Við fórum
í Björnsbúð, Kaupfélagið og í
Norðurtangabúðina að versla í
matinn. Oft var líka komið við í
bókabúðinni þar sem við komum
alsælar út; ég með leir og amma
með danskt slúðurtímarit.
Oft er talað um að ákveðin lykt
eða bragð geti kallað fram minn-
ingar. Í hvert sinn sem ég borða
eitthvað með núggati í verður
mér hugsað til þess þegar ég
stalst í núggatstykki (jafnvel
heilt) sem amma geymdi ætíð í ís-
skápnum á Engjaveginum.
Ég man hvað ég mætti stolt í
handavinnutíma með fullkomlega
prjónaða mús. Amma hafði verið
að passa okkur og var „aðeins“ að
aðstoða mig við heimavinnuna.
Amma mín var mikið náttúru-
barn og á ég margar góðar minn-
ingar úr Trostansfirði þar sem
hún naut þess að vera. Þar
kenndi hún mér mjög margt, sér-
staklega um blómin og skelj-
arnar. Ég held að það hafi ekki
verið hægt að finna fótvissari eða
liprari „fjörulalla“ en hana ömmu
mína. Þó að skrokkurinn hafi að-
eins verið farinn að láta undan
síðustu árin breyttist hún í tán-
ingsstelpu þegar hún kom í fjör-
una. Ég var dauðhrædd um hana
þegar hún fór að stökkva á milli
þangi þakinna steinanna en aldr-
ei skrikaði henni fótur.
Amma hafði mikið jafnaðar-
geð, var alltaf í góðu skapi, sá
hlutina í jákvæðu og oft spaugi-
legu ljósi. Það var ekki hægt ann-
að en að líða vel í kringum hana.
Ég skildi aldrei í því þegar hún
sagði að hún vildi að hún hefði
fengið góða skapið hennar
mömmu sinnar. Einustu skiptin
sem ég sá hana skeyta skapi var
við kött nágrannans því hún þoldi
ekki að hann væri að ráðast á fal-
legu fuglana í garðinum.
Um páskana var oft grafið
stórt snjóhús í bakgarðinum á
Engjaveginum og var það eins og
upplýst englaborg með óteljandi
kertastubbum (amma var mjög
nýtin og mátti ekki heyra það
nefnt að henda einum einasta
kertastubbi). Hún var mjög
ánægð þegar þeir komu síðan að
gagni og fréttum við ekki af því
fyrr en löngu seinna að hún hafði
dundað sér við að tína upp kerta-
stubba langt fram eftir vori.
Amma var mikill skáti og átt-
um við það sameiginlegt. Það var
mjög gaman að hlusta á góðu
minningarnar sem hún átti úr
skátunum og var ekkert nota-
legra en að sofna út frá fallegu
röddinni hennar syngjandi svæf-
andi skátalög.
Mér finnst vel við hæfi að enda
þetta á skátalögunum því þau
eiga svo sérlega vel við hana
ömmu og eru svo lýsandi:
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Guðfinna Halldórsdóttir.
Við heimsóttum ömmu og afa í
Trostansfirði öll sumur þar sem
við áttum margar yndislegar
stundir. Þar kokkaði amma fram
veislu eftir veislu eftir veislu. Það
var morgunmatur, morgunkaffi,
hádegismatur, síðdegiskaffi,
kvöldmatur og svo síðast en ekki
síst kvöldkaffi. Það var orðið
þannig að þegar við héldum heim
á leið vorum við farnir að sakna
þess að finna til svengdar og við
komum alltaf heim nokkrum kíló-
um þyngri.
Þegar vont var veður sá amma
til þess að iðnir strákar fyndu sér
eitthvað að gera og þá settist hún
með okkur við borðstofuborðið
og kenndi okkur að leggja kapal
yfir heitu súkkulaði – amma sagði
að ef kapallinn gengi upp myndi
rætast úr veðrinu næsta dag, og
viti menn; kapallinn gekk ein-
hvern veginn alltaf upp þótt okk-
ur gruni nú í dag að amma hafi
átt einhvern heiður af því til að
glæða von okkar um gott veður til
þess að fara út að leika.
Þegar við vorum hjá henni sá
hún til þess að okkur vantaði
aldrei neitt, þannig var hún, vildi
allt fyrir mann gera og vildi okk-
ur allt það besta í lífinu. Hulda
amma var jákvæðasta og indæl-
asta kona sem við höfum þekkt
og við getum ekki ímyndað okkur
betri ömmu.
Hvíldu í friði elsku amma og
takk fyrir allt saman.
Davíð Guðni Halldórsson og
Jón Páll Halldórsson.
Þú tileinkaðir tilveruna sem
eiginkona, móðir og amma.
Þú áttir hjörtu allra,
það þarf ekki að sanna.
Þú kenndir um ástina,
hvað í henni býr.
Hvernig það er
að vera hjartahlýr.
Gæsku og góðvild þinni,
ég mun aldrei gleyma.
Í kjöltu þinni
þar átti ég heima.
Fjallakyrrðin,
þér líkaði best.
Fuglarnir, hafið
og náttúran mest.
Fyrir okkur öll,
þú gafst þitt hjarta.
Nú er kominn tími
fyrir ferðalagið bjarta.
Fannhvít mjöllin
breiðist yfir þig.
Þú þarft ekki
að berjast við.
Englarnir bíða
himninum á.
Fallegri konu
þeir fá vart að sjá.
Á vegferð um lífið,
þú munt lýsa minn veg.
Í góðu eða illu,
þú tekur mín skref.
(Gunnar Páll Halldórsson)
Gunnar Páll Halldórsson.
Í dag kvaddi ég elsku Huldu
ömmu á Ísó.
Minningin um hana og okkar
stundir saman munu fylgja mér
að eilífu. Hulda amma var ein
fallegasta og sterkasta kona sem
ég hef kynnst. Það sem gerði
hana svona fallega var ekki bara
útlitið.
Hún var góð, brosmild, hnytt-
in, hlý, traust, gestrisin, vina-
mörg og elskaði fátt meira en að
snúast í kringum ástvini sína.
Hún var einnig með óbilandi
viljastyrk og baráttuanda sem ég
áttaði mig enn betur á í seinni tíð.
Á mínum yngri árum, eftir að
fjölskyldan fluttist aftur til Ís-
lands, þá gat ég ekki hugsað mér
neitt annað en að eyða helst öll-
um sumrum í Trostan, ein með
ömmu og afa. Þar gat ég dundað
öllum stundum í könnunarleið-
öngrum, lagað til lækjarfarveg-
inn sem rennur við hlið bústað-
arins, farið í verslunarferðir til
Bíldudals, heimsóknir til vina og
kunningja ömmu og afa, tekið
sundsprett lauginni og legið í
drullupottinum í Reykjafirði, rölt
daglega göngutúra og það sem
var uppáhalds að skoða kríuvarp-
ið hjá Ester á Fossi. Á ferð um
Vestfirðina sögðu amma og afi
mér iðulega hvar við værum
stödd og gat ég með tímanum
þulið upp firðina og dalina í
Arnarfirði eins og þeir komu
fyrir. Það var alltaf mikill gesta-
gangur í Trostan þar sem gamla
settið var mjög vinamargt og
hafði ég mikið dálæti á því að
hjálpa ömmu í eldhúsinu. Hún
kenndi mér alls konar reglur
varðandi borðhald, servíettubrot
og hvernig væri nú fallegast að
leggja á borð. Alltaf var amma
tilbúin að hlusta á mig og afa
ræða um plönturnar og fuglana á
meðan hún var að þvo þvott í
vaskinum eða eitthvað að dunda.
En að setjast niður og slaka á var
ekki til hjá henni, slík var orkan
og alltaf með nóg fyrir stafni.
Þegar komið var að háttatíma
áttum við notalega stund þar sem
amma þuldi fyrir mig ógrynni
bæna og á endanum gat ég þulið
þær upp fyrir hana. Það kom
sannarlega að góðum notum að
kunna „Faðir vor“ utanað áður
en fermingafræðslan byrjaði.
Á þessari stundu sé ég hana
fyrir mér með „sælusvipinn“ sem
hún setti iðulega upp. Þá stóð hún
innandyra í Trostan og horfði út
um gluggann á hafið, brosti út í
annað og lygndi smá augunum
með tilheyrandi sæluglotti. Ég
hefði viljað vita hvað hún var að
hugsa. Ég elskaði líka svipinn
sem hún setti upp þegar ég
stríddi henni með kaldhæðni en
þá þóttist hún ekki vera viss um
meiningu orða minna. Þennan
sama svip má glöggt sjá hjá
pabba mínum og get ég séð
ömmu í honum við svipuð tilefni.
Ég minnist hennar með miklu
þakklæti og þykir heiður að geta
sagt að Hulda hafi verið amma
mín. Á hverjum degi mun ég
reyna að feta í fótspor hennar,
fótspor einnar sterkustu og hlýj-
Hulda Pálmadóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN RAFNAR HJÁLMARSSON,
fv. fræðslustjóri,
Dalbraut 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 10. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 19. nóvember
klukkan 13.
Guðrún Ó. Hjörleifsdóttir
Halldóra, Hjálmar Andrés, Hjörleifur Rafn
Oddný Sigurrós, Guðrún Helga
tengdasynir, barnabörn og langafabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURPÁLL ÁRNASON,
kaupmaður og bóndi
frá Lundi í Varmahlíð,
lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
12. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
mánudaginn 19. nóvember klukkan 13.
Kristján Páll Sigurpálsson Sigríður Halldórsdóttir
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Sigvaldi Þorgilsson
Kolbrún Sigurpálsdóttir Freysteinn Sigurðsson
Sigurlaug Sigurpálsdóttir Sigurjón G. Stefánsson
Árni Baldvin Sigurpálsson Harpa Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HAUKUR SVEINBJARNARSON,
Löngulínu 2a, Garðabæ,
andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi
31. október. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Landakots og
hjúkrunarheimilisins Brákahlíðar í Borgarnesi fyrir einstaka
umönnun. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Anna Jóna Hauksdóttir Matthías Ottósson
Sveinbjörn Grétar Hauksson
Snorri Hauksson
Sigríður Hauksdóttir Anton Pjétur Þorsteinsson
Haukur Hauksson Thi Uyen Le
barnabörn og barnabarnabörn