Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ísland og Tékkland fagna bæði 100
ára fullveldi á þessu ári og 28. októ-
ber sl. var haldin íslensk-tékknesk
tónlistarhátíð í Hörpu af því tilefni.
Tékkar og Slóvakar héldu hátíðina
saman og meðal gesta þar var slóv-
aski myndlistarmaðurinn Luka
Brase sem sýndi nokkur verka
sinna. Brase fæddist árið 1983 í
Tékkóslóvakíu en tíu árum síður var
landinu skipt í tvö ríki, Tékkland og
Slóvakíu. Brase nam myndlist í því
síðarnefnda og hefur frá útskrift
haldið einkasýningar víða um Evr-
ópu, í Bandaríkjunum og Kína.
Björn aðdáandi
Brase opnar sýningu í dag kl. 16 á
heldur óvenjulegum sýningarstað,
líkamsræktarstöð World Class í
Laugum í Laugardal. Blaðamaður
sló á þráðinn til Brase í vikunni og
spurði hann fyrst hvernig stæði á því
að hann væri að sýna í Laugum. „Af
því Björn Leifsson er mikill aðdá-
andi verka minna og vildi halda sýn-
ingu á þeim,“ svarar Brase og á þar
við stofnanda og eiganda World
Class.
Verk Brase einkennast af skærum
litum og fínlegri pennateikningu þar
sem oftar en ekki er mikið um að
vera, alls konar byggingar og per-
sónur sem koma við sögu, renna
saman og misjafnt hversu fyrirferð-
armikill liturinn er á móti svart-
hvítri teikningunni. Verkin vinnur
hann bæði á pappír og striga og
minna þau að vissu leyti á mynd-
skreytingar, að mati blaðamanns.
Hann nefnir þetta við Brase sem
segist oft hafa heyrt það en þó að-
eins einu sinni hafa myndskreytt
bók.
33 ára vinna að baki
Brase segist hafa stundað mynd-
list allt frá tveggja ára aldri þegar
hann byrjaði að teikna. „Þannig að
þegar fólk spyr hversu langan tíma
hafi tekið mig að teikna tiltekið verk
svara ég 33 ár, næstum allt mitt líf,“
segir Brase en hann verður 35 ára á
þessu ári. Hann segist fljótlega eftir
nám í listaháskóla hafa komist á
mála hjá einu besta galleríi Hollands
og frá 25 ára aldri hafi hann sýnt um
allan heim. Spurður út í stærð verk-
anna segir Brase þau af ýmsum
stærðum; allt frá A4 eða þar um bil
upp í margra metra verk.
En er hann að segja sögur í verk-
um sínum? „Auðvitað,“ svarar
Brase, „flest verkin vinn ég út frá
ferðalögum mínum, því sem ég sé á
þeim og áhugaverðu fólki sem ég
hitti. Þegar heim er komið byrja ég
að teikna og ég kalla þetta sjón-
rænar dagbækur. Rithöfundar
skrifa texta en myndlistarmenn
teikna myndir. Þetta eru dagbækur
lífs míns og sálar, þær eru ríkulegar
og veita mér ánægju,“ svarar Brase.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litríkt Luka Brase með eitt af verkum sínum í World Class Laugum.
Sjónrænar
dagbækur
Luka Brase sýnir í World Class
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórt Eitt af verkum Brase.
Frekari upplýsingar um verk eftir
Brase má finna á vefsíðu hans,
lukabrase.nl.
Hrund Ósk Árna-
dóttir sópran og
Hrönn Þráins-
dóttir píanóleik-
ari flytja aríur úr
óperunum La
Traviata, Don
Carlo, Il Trova-
tore, Rigoletto,
Óþelló og I
vespri siciliani
eftir Verdi í dag
kl. 16 í Salnum. „Á þessum tón-
leikum langar okkur að kanna
þetta ólíka landslag impressjón-
isma og raunsæis í verkum Verdis
með því að beina sjónum að lífi og
dauða kvenhetjanna sem byggja
þau,“ segir Hrönn í tilkynningu.
Flytja aríur úr
óperum Verdis
Hrönn
Þráinsdóttir
Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson
rithöfundur og
Svavar Knútur
tónlistarmaður
flytja dagskrá í
tónum, máli og
myndum um
Reykjavíkur-
skáldið Tómas
Guðmundsson í
Hannesarholti í
dag kl. 13. „Fegurð, kímni og róm-
antík svífa yfir vötnum í líflegri
dagskrá þar sem sagt er frá lífi og
ljóðum Tómasar og flutt ástsæl
sönglög sem samin hafa verið við
ljóð hans,“ segir í tilkynningu um
viðburðinn.
Tómas í tónum,
máli og myndum
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Juliusz
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 17.45, 20.00
Litla Moskva
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 20.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
Blindspotting
Metacritic 76/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.15
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 18.00
Bohemian
Rhapsody 12
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 16.40, 19.20,
22.20
Háskólabíó 15.20, 18.10,
20.30
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30, 21.50
The Girl in the
Spider’s Web 16
Metacritic 48/100
IMDb 5,7/10
Smárabíó 19.50, 22.20
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
Hunter Killer 12
Metacritic 39/100
IMDb 6,6/10
Sambíóin Egilshöll 22.40
Halloween 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 68/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 22.10
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 17.50, 20.40
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,8/10
Háskólabíó 16.00, 18.20,
20.50
Bíó Paradís 22.15
Johnny English
Strikes Again Metacritic 36/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 14.30
Venom 16
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.20, 20.00,
22.30
The Grinch Laugarásbíó 12.00, 13.50,
14.00, 15.50, 16.00, 17.50,
18.00
Sambíóin Álfabakka 11.10,
13.20, 15.30, 17.50, 20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.30, 17.50
Sambíóin Keflavík 13.10,
14.30, 17.20
Smárabíó 12.45, 15.00,
17.15
Háskólabíó 15.40, 18.00
Borgarbíó Akureyri 13.30,
15.30, 17.30, 20.00
The Nutcracker and
the Four Realms
Sambíóin Álfabakka 11.20,
13.30, 15.40, 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 14.20
Sambíóin Akureyri 17.20
Sambíóin Keflavík 15.15
Háskólabíó 15.30
Grami göldrótti
IMDb 5,5/10
Smárabíó 15.00
Smáfótur Metacritic 60/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 11.20,
13.30, 15.40
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.30
Sambíóin Akureyri 15.00
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 12.50
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 11.10, 12.10, 13.15, 14.00,
15.00, 16.00, 17.40, 18.45, 20.30, 21.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 16.00, 17.00, 19.00, 20.00,
22.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 14.00, 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 14.00, 16.45, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 16.45, 19.30, 22.20
Smárabíó 12.50, 13.10, 15.50, 16.20, 19.00, 19.30, 22.00,
22.30
Fantastic Beasts: The Crimes of
Grindelwald 12
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu að
slá í gegn.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
18.00, 20.00, 21.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 14.00, 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Overlord 16
Bandarískir fallhlífahermenn
fara á bakvið víglínuna til að
styrkja innrás bandamanna í
Normandy.
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.45
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio