Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 48
Lúðrasveitin Svanur frumflytur í dag kl. 14 tónlist sem samin var við hina sígildu þöglu kvikmynd Bust- ers Keatons, The General eða Hers- höfðingjann, í Norðurljósasal Hörpu. Kvikmyndin verður sýnd í nýrri staðfærðri útgáfu við lifandi undirleik. Tónlistina vann Davíð Þór Jónsson í samvinnu við Bjarna Frí- mann Bjarnason og munu þeir taka þátt í frumflutningnum. Frumflutningur á tón- list við mynd Keatons LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Það yrði rosalega stórt fyrir ís- lenska boltann, mikið styrkleika- merki fyrir deildina hérna heima, ef við kæmumst í riðlakeppnina,“ seg- ir Árni Steinn Steinþórsson leik- maður handknattleiksliðs Selfoss sem mætir í dag Azoty-Pulawy í Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. um- ferð EHF-bikarsins. Sigurliðið kemst í 16-liða úrslit. »1 Yrði rosalega stórt fyrir íslenska boltann Í tilefni af 100 ára afmæli full- veldis Íslands verður boðið upp á molasopa og pönnukökur á söng- tónleikunum Draumalandinu í Hannesarholti á morgun kl. 16. Eva Þyri Hilmarsdóttir leikur á flygil og Auður Gunnarsdóttir syngur íslensk sönglög frá því 100 ára tímabili sem haldið er upp á. Til fróðleiks og gamans mun Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræð- ingur vera með frásagnir af sögu ís- lenska sönglags- ins á milli laga. Draumalandið í tilefni fullveldisafmælis ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hafþór Hreiðarsson korri@internet.is Píramus og Þispa, leikfélag Fram- haldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælu- kjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Vælukjói kallast á frummálinu Cry- Baby og kom fyrst fram sem söngvamynd með Johnny Depp í að- alhlutverki árið 1990. Verkið gerist á sjötta áratugnum og segir frá átök- um tveggja þjóðfélagshópa með áhersluna á ást pilts og stúlku sem eru sitt úr hvorum hópnum. Það samband er þó ekki til vinsælda eða friðar fallið. Lærði allar stöður Með hlutverk unga parsins fara Kristjana Freydís Stefánsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson en þau koma bæði úr Framhaldsskólanum á Laugum. Auk nemenda úr FSH taka þátt í sýningunni nemendur úr Framhaldsskólanum á Laugum og Borgarhólsskóla á Húsavík. Alls á fjórða tug nemenda kemur að sýn- ingunni á einn eða annan hátt. Um leikstjórn sá Húsvíkingurinn Karen Erludóttir sem nýkomin er úr námi frá Bandaríkjunum en hún nam leiklist í skólanum New York Film Academy í Los Angeles. Karen segir að einn af kostunum sem sá skóli hefur sé sá að þrátt fyrir að vera á leiklistarbraut þá læri fólk all- ar stöður sem þarf sem snúa að kvik- myndagerð og uppsetningu leikrita. Lauk hún nokkrum áföngum þar sem farið var yfir leikstjórn og leik- stýrði nokkrum skólaverkefnum. Eftir að Karen flutti aftur heim síðastliðið vor ákvað hún að bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir börn hér á Húsavík sl. sumar. Ótrúlegur Gauragangur „Námskeiðið stóð yfir í tvo mán- uði og endaði svo á leiksýningu. Fljótlega að því loknu fór ég að vinna með 10. bekk í Borgarhóls- skóla, en þau setja upp leiksýningu á hverju ári sem fjáröflun fyrir út- skriftarferðalagið. Við settum upp leikritið Gauragang sem gekk bara alveg ótrúlega vel, þó að ég segi sjálf frá,“ segir Karen og heldur áfram: „Ég á það til að taka svolítið mikið að mér og var því byrjuð að vinna með Píramus og Þispu rúmri viku fyrir frumsýningu Gauragangs. Svo á tímabili var ég að vinna í að setja upp tvö leikrit á sama tíma. Eitthvað sem ég ætla nú ekki að mæla með reyndar, en ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið! En eftir Gauragang fórum við alveg á fullt með Píramus og Þispu og ég gæti ekki óskað mér betri hóps. Þvílíkur kraftur í þessum krökkum og algjör forréttindi að fá að setja upp Vælukjóa með þeim,“ segir Karen sem er í hlutastarfi í Borgarhólsskóla og kennir þar leik- list sem hún væntir að geta starfað við í framtíðinni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leikarar Eyþór Kári Ingólfsson og Kristjana Freydís Stefánsdóttir sýna tilþrif í aðalhlutverkum verksins. Vælukjói á leiksviði  40 skólanemar taka þátt í leiksýningu á Húsavík  Kraft- ur í krökkum, segir leikstjórinn sem nam í Los Angeles Leikstjóri Karen Erludóttur var fagnað eftir frumsýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.