Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslendingar njóta þess að vera með lægsta hlutfall sýkla- lyfjaónæmis í Evrópu og hafa þess vegna ekki kynnst því hversu alvarlegar afleiðingar sýklalyfjaónæmis geta verið. Hinn 5. nóv- ember birtist grein í Lancet Infectious Diseases um sjúk- dómsbyrði af völdum helstu sýkla- lyfjaónæmu bakteríanna í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að árið 2015 mátti kenna sýklalyfjaónæmi um 33.110 dauðsföll og 874.541 glötuð góð æviár (disability adjusted life years, DALY). Þetta samsvarar 6,44 dauðsföllum og 170 glötuðum góðum æviárum að jafnaði á 100.000 íbúa á ESB/EES-svæðinu. Ísland kemur lang best út í þessum samanburði með 0,3 dauðsföll og 5,2 glötuð góð æviár á 100.000 íbúa (sjá mynd). Sýklalyfjaónæmi fer alls staðar vax- andi og fjöldi þeirra sem sýkist af völdum sýklalyfjaónæmra baktería í Evrópu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2007. Ef við náum með- altali Evrópu á næstu árum jafn- gildir það 22 dauðsföllum og 487 glötuðum góðum æviárum á ári á Ís- landi. Í skýrslu ritstýrðri af Jim O’Neil fyrir bresku ríkisstjórnina 2016 kom fram að ef ekkert væri aðhafst til að hefta frekari útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmis, þá myndu 10.000.000 deyja árlega af völdum sýklalyfja- ónæmis í heiminum eða fleiri en deyja í dag af völdum krabbameins. Kostnaður heilbrigðiskerfa vegna þessa fram til ársins 2050 var áætl- aður um 100 billjónir bandaríkjadala (12.300 billjónir (milljón milljónir) íslenskra króna). Mikilvægt er að sporna við þessari þróun til að vernda líf heilsu og fjármuni. Þar sem nýir sýklalyfjaflokkar eru ekki væntanlegir á markað er ekki annað til ráða en að reyna að hægja á þró- uninni eins og hægt er. Vegna landfræðilegrar einangr- unar eru Íslendingar í einstakri að- stöðu til að hægja á þróuninni. Litl- ar líkur eru á því að nær-alónæmar bakteríur verði til hér á landi, en slíkar bakteríur berast í auknum mæli til landsins með ferðamönnum og matvælum frá löndum þar sem slíkar bakteríur eru útbreiddar. Ferðamenn Rannsóknir sýna að ferðamenn, sem fara til landa þar sem sýkla- lyfjaónæmi er útbreitt (t.d. Indland, Kína, Suðaustur-Asía, löndin fyrir botni Miðjarð- arhafsins og lönd Norður-Afríku), eru líklegir til að smitast af bakteríum sem eru ónæmar fyrir mjög mörgum sýklalyfjum. Þessar bakteríur taka sér þá bólfestu í lík- amanum, og geta dval- ið þar (t.d. í þörm- unum) í vikur og mánuði, án þess að viðkomandi verði þeirra var nema þær valdi sýk- ingum. Heilbrigt fólk sýkist sjaldn- ast, heldur einstaklingar sem eru veikburða og/eða með skertar varn- ir. Þessar bakteríur geta smitað ein- staklinga sem eru á sama heimili eða á sjúkrahúsum. Á sjúkrahúsum er reynt að koma í veg fyrir dreifingu þeirra með því að taka ræktanir frá öllum sem leggjast inn og koma frá löndum utan Evrópu og Bandaríkj- anna, til þess að leita að fjölónæm- um bakteríum. Þeir sem bera slíkar bakteríur fara þá í einangrun. Utan sjúkrahúsa er mikilvægt að salernis- og hreinlætisaðstæður á fjölsóttum ferðamannastöðum séu fullnægj- andi, til að minnka líkur á því að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið frá erlendum ferða- mönnum. Matvæli Í fjölmörgum löndum er meira notað af sýklalyfjum í landbúnaði en mönnum, t.d. Bandaríkjunum þar sem 80% þeirra eru notuð í landbún- aði. Sum þessara sýklalyfja brotna lítið og/eða hægt niður og safnast fyrir í umhverfinu. Þessi notkun endurspeglast svo í sýklalyfja- ónæmum bakteríum í dýrum, mat- vælum og umhverfi. Á Íslandi og í Noregi er minnst notað af sýklalyfj- um í landbúnaði í Evrópu og er munurinn á notkuninni milli landa gríðarlega mikill (4,7 mg/PCU á Ís- landi, en t.d. 453,4 og 362,5 mg/PCU á Kýpur og Spáni, European Medic- ines Agency, 2018). Sýkla- lyfjaónæmar bakteríur geta borist til Íslands með kjöti og grænmeti sem er flutt til landsins frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði og sýklalyfjaónæmi út- breitt í dýrum og umhverfi. Þar sem kjúklingar mengast mikið af iðra- bakteríum við slátrun eins og t.d. E. coli-bakteríunni, þá geta kjúklinga- afurðir verið mjög mengaðar af slík- um bakteríum. Í nýjustu skýrslu European Food Safety Authority um sýklalyfjaónæmi í dýrum, þá var Ísland eina landið af 30 löndum í Evrópu þar sem ekki fundust fjöló- næmar E. coli-bakteríur í kjúkling- um (EFSA Journal 2018;16:5182). Munurinn á milli landa var mjög mikill og skera Norðurlöndin sig nokkuð frá öðrum löndum Evrópu (ónæmi fyrir allt að níu sýklalyfjum fannst í Kýpur, Póllandi og Portú- gal). Mikilvægt er að takmarka eins og hægt er innflutning á óhita- meðhöndluðum landbúnaðar- afurðum (sérstaklega kjúklingum) frá löndum þar sem sýkla- lyfjaónæmar bakteríur eru út- breiddar. Almenningur þarf jafn- framt að vera vel upplýstur um ástæður þess. Ætla má að takmarkanir á inn- flutningi landbúnaðarafurða til landsins eigi þátt í því að á Íslandi er lægsta ónæmishlutfall þarmabakt- ería í Evrópu. Nýlega hefur inn- flutningur verið að aukast með rýmri tollareglum. Dómur EFTA dómstólsins um að við megum ekki takmarka innflutning ferskra kjöt- vara, og staðfesting Hæstaréttar Ís- lands, gæti leitt til þess að heimilað yrði að flytja inn ferskar kjötvörur. Innflutningur á ódýru fersku kjöti mun væntanlega stórauka innflutn- ing á kjötvörum frá Evrópu, og gæti komið frá löndum þar sem sýkla- lyfjaónæmi er mjög útbreitt. Ef Al- þingi breytir íslenskri reglugerð til samræmis við þessa dóma án frekari takmarkana, mun það leiða af sér hraðari útbreiðslu fjölónæmra bakt- ería í landinu. Ákveðnir aðilar berjast fyrir því að fá reglunum breytt sem fyrst, væntanlega vegna viðskiptahags- muna. Því miður hefur lýðheilsa og dýraheilsa iðulega vikið fyrir við- skiptahagsmunum. Viljum við að það verði í þessu hagsmunamáli? Neytendur myndu njóta góðs af ódýrara kjöti og mögulega meira vöruúrvali. En, þar værum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hraðari aukning á sýklalyfjaónæmi fjölgar dauðsföllum og glötuðum góðum æviárum vegna sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og auka kostnað við heilbrigðis- og velferðarmál. Einangrun íslensks búfjár þýðir að fjöldi smitsjúkdóma í íslensku búfé er margfalt minni en á meginlandi Evrópu. Ferskt kjöt gæti borið með sér nýja sýkla í ís- lenskt búfé með ófyrirsjáanlegum og óafturkræfum afleiðingum fyrir íslenskt búfé, bændur og landsmenn alla. Minnkandi eftirspurn eftir ís- lenskum landbúnaðarafurðum leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því minnkar fæðuöryggi Íslendinga, t.d. ef landið einangrast vegna náttúruhamfara eða styrjalda. Aukinn innflutningur eykur kolefnisspor Íslendinga, and- stætt innlendri framleiðslu með náttúrulegum auðlindum. Hvaða hagsmunir vega þyngra? Við höfum val. Ríkisstjórn Íslands getur sent sendinefnd til Brussel til að semja um frest á breytingum á íslenskri löggjöf á meðan aflað verður sönn- unargagna á sérstöðu Íslands. Þau gögn voru ekki fyrir hendi þegar málið var rekið fyrir EFTA- dómstólnum á sínum tíma, en stöð- ugt bætist við slíkar upplýsingar. Það mætti jafnframt óska eftir að- stoð EFSA við að afla gagna sem væru fullnægjandi til þess að fá mál- ið endurupptekið fyrir EFTA-dóm- stólnum. Enda segir í 13. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið: Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutn- ing, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af al- mennu siðferði, allsherjarreglu, al- mannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra … Þetta hagsmuna- mál snýst einmitt um vernd lífs og heilsu manna og dýra. Eftir Karl G. Kristinsson »Ef Alþingi breytir ís- lenskri reglugerð til samræmis við þessa dóma án frekari tak- markana mun það leiða af sér hraðari útbreiðslu fjölónæmra baktería í landinu. Karl G. Kristinsson Höfundur er prófessor í sýklafræði. Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Fjöldi tilfella (miðgildi) Dauðsföll (miðgildi) Land Sjúkdómsbyrði (glötuð góð æviár á hverja 100.000 íbúa)* 201.584 10.762 Ítalía 449,3 18.472 1.626 Grikkland 427,7 25.077 1.470 Rúmenía 256,5 24.021 1.158 Portúgal 242,1 1.192 66 Kýpur 232,6 124.806 5.543 Frakkland 221,2 7.622 379 Slóvakía 217,3 41.069 2.218 Pólland 186,6 4.347 240 Króatía 182,8 671.689 33.110 ES / EES 170,4 10.271 543 Ungverjaland 160,8 5.374 280 Búlgaría 155,5 608 29 Malta 145,4 4.893 219 Írland 118,3 2.280 96 Slóvenía 117,6 10.438 486 Tékkland 109,0 12.892 530 Belgía 107,7 41.345 1.899 Spánn 105,3 52 971 2.172 Bretland 80,0 6.634 276 Austurríki 77,5 847 44 Lettland 76,5 1.828 90 Litháen 74,9 487 19 Lúxemborg 71,0 54.509 2.363 Þýskaland 64,4 3.351 124 Danmörk 52,5 4.571 167 Svíþjóð 45,0 2.524 90 Finnland 42,2 1.882 69 Noregur 33,2 4.982 206 Holland 29,1 365 15 Eistland 28,0 27 1 Ísland 5,2 Sjúkdómsbyrði af völdum sýklalyfjaónæmra baktería mæld í glötuðum góðum æviárum* ES- og EES-lönd árið 2015 *Disability adjusted life years (DALY). Heimild: Cassini A, et al., Attributable deaths and disability-adjusted life-years caused by infections with antibiotic-resistant bacteria in the EU and the European Economic Area in 2015: a population-level modelling analysis. Lancet Infect Dis, Nov 2018. Fagurfextur Blesóttur hestur fylgist með mannaferðum í Flóahreppi. Eggert Fyrir Vilmundi heitnum Gylfasyni var réttlæti alfa og ómega. Hann sá sparnað gamla fólksins verða að engu í verðbólgu samtíma síns. Gamalt fólk verða fátækt að bráð vegna verðbólgu. Lögverndað rán. Merkilegt nokk þá brugðust pólitískir andstæðingar hans við og komu á verðtryggingu. Sá sem átti fé skyldi ekki verða rændur því; hann skyldi a.m.k. fá það til baka sem hann hafði léð. Nú heitir það víst ok- ur að fá til baka sömu verðmæti og lánuð voru óskert. Íslenska þjóðsagan um að verð- trygging tíðkist hvergi í viðskiptum nema hér er svo eitt. Hver skyldi vera höfundur hennar? En að því slepptu, eru breytilegir vextir virki- lega áhættuminni fyrir lántakendur? Ný verkalýðs hreyfing Það er nú svo að engir njóta lágra vaxta í sama mæli og stórfyr- irtækin. Þeir sem efast geta flett upp hluta- bréfamörkuðunum þegar vaxtalækkun er tilkynnt. En ekki hvað? Lækkun vaxta eykur hagnaðinn samdæg- urs. Almenningur, eigendur spari- fjárins, sér nú fram á nýja tíma. Ný verkalýðshreyfing er komin til skjal- anna. Kaupið skal margfaldast. Og hvar er nú fé að fá til þess? Jú, eft- irlaunin eru greinilega of há. Afnám verðtryggingar hefur nefnilega hreint engin áhrif, nema verðbólga komi til skjalanna. Þangað skal stefnan aftur tekin. Glittir ekki í gamlan útrásarvíking bak við hug- myndafræðina? Gamla trixið enn og aftur; nema hvað, ræna ellilífeyr- inum – eina ferðina enn. Vextirnir Þau eru miklir spekingar þessir nýju verkalýðsleiðtogar. En eitt geta þau verið sammála um; 3% vextir of- an á verðbólgu eru okur. Spurningin er þá þessi: Hversu mikið skal ævi- sparnaðurinn rýrna ár hvert til að viðunandi sé að þeirra mati? Svari nú hvert þeirra fyrir sig. Ég segi bara fyrir mig; vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti. Vextir, verðtrygging og verkalýðshreyfing Eftir Einar S. Hálfdánarson » Vont er þeirra rang- læti, en verra er þeirra réttlæti. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er starfandi hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endurskoðandi að mennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.