Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MEATER +
ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR
Stórsniðugur þráðlaus hitamælir sem vinnur með WiFi og Bluetooth.
Fylgst er með hitastigi og stillingum í appi í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu.
VERÐ: 19.995KR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þegar ég byrjaði að skrifaþessa sögu var eins og aðal-persónurnar væru aðskrifa hana fyrir mig, mér
leið eins og ég væri penninn sem þær
notuðu til að segja sína sögu. Það
kom mér á óvart hversu margar
beygjur þessi saga tók. Þegar ég
hafði lokið við að skrifa hana varð
mér ljóst að ég hafði ekki séð fyrir
hvað myndi gerast í framvindunni.
Ég lagði af stað með ákveðna hug-
mynd sem vatt óvænt upp á sig,“ seg-
ir Katrín Lilja Kolbeinsdóttir sem
búið hefur í Bournemouth á Eng-
landi í rúmt ár
ásamt eiginmanni
sínum, Hlyni
Hansen, en hún
gerði sér lítið fyr-
ir og skrifaði með
háskólanámi þar
ytra sína fyrstu
skáldsögu. Bókin
ber titilinn, The
Skeleton Sisters,
en eins og titillinn gefur til kynna
skrifaði Katrín hana á ensku og mun
hún koma út á rafrænu formi hjá
Amazon-vefsíðunni nú í desember.
„Ég gef þessa bók út sjálf og
Hlynur sá um hönnun á bókarkápu.
Ég ráðfærði mig við nokkra höfunda
sem mæltu með því að gefa út með
þessum hætti, því þá hefði maður
meiri stjórn og frelsi í öllu ferlinu,“
segir Katrín sem hefur verið að
skrifa frá því hún var lítil stelpa.
„Ég er mikill bókaormur og var
orðin læs þriggja ára. Ég hef alltaf
verið heilluð af heimi bóka og skellti
mér í meistaranám fyrir ári í hand-
ritaskrifum hér í Bournemouth Uni-
versity. Í páskafríinu kom hún svo
fljúgandi til mín þessi hugmynd að
bókinni og ég ákvað að nýta fríið og
prófa að koma þessu niður á blað.
Það gekk mjög vel, ég var í tvo mán-
uði að skrifa bókina og skemmti mér
konunglega að skrifa eins og brjál-
æðingur. Bókin endaði á að vera
rúmar tvö hundruð blaðsíður.“
Beinagrindur fortíðar
Katrín segir að sagan hennar af
„beinagrindarsystrunum“ sé drama-
tísk en hugljúf saga með kómísku
ívafi, þar sem segir frá fjórum æsku-
vinkonum sem alast upp í smábæ í
New Jersey í Bandaríkjunum á
sjötta og sjöunda áratugnum. „Þær
hafa ólíkan bakgrunn, til dæmis er
ein þeirra einkabarn sem elst upp á
kærleiksríku heimili en önnur býr við
ofbeldi heima fyrir af hendi föður
sem er alkóhólisti. Þær tengjast allar
sterkum böndum og ná að halda vin-
áttunni fram yfir framhaldsskóla en
eftir það skilur leiðir. Þrjátíu árum
síðar hittast þær óvænt allar aftur og
þá fer ýmislegt af stað, allskonar
leyndarmál koma upp á yfirborðið,
beinagrindur fortíðar fara að hrista
sig og það reynir á vinskapinn,“ segir
Katrín sem ekki vill gefa meira upp
um söguþráðinn, til að skemma ekki
fyrir lesendum. „Ég fer djúpt í ýmsa
þætti eins og samskipti milli mæðra
og dætra, skilnaði, makamissi og
fleira sem fólk þarf að glíma við í
daglegu lífi.“
Að skrifa á öðru tungumáli
Katrín segir það vissulega hafa
verið áskorun að skrifa á öðru tungu-
máli en móðurmáli sínu.
„Það var í raun meiri áskorun að
skrifa sögu sem gerist í Bandaríkj-
unum, en þegar ég fékk hugmyndina
að bókinni birtist hún mér þannig að
hún ætti að gerast í Bandaríkjunum
og ég gat ekki vikist undan því. Ég
hef aðeins einu sinni á ævinni komið
þangað og þurfti því að leggjast í smá
undirbúningsvinnu svo ég væri með
staðreyndir á hreinu, til dæmis um
staðina þar sem sagan gerist og
fleira. Það kom sér vel að próf-
arkalesarinn minn er bandarísk kona
sem er gift inn í fjölskylduna mína og
hún benti mér til dæmis á nokkra
staði í handritinu þar sem eitthvað
var sagt á þann hátt sem Bandaríkja-
menn myndu aldrei gera, aðeins
Bretar,“ segir Katrín og bætir við að
þar sem hún sé fædd og upp alin á Ís-
landi og búsett í Bretlandi hefði verið
rökrétta að láta söguna gerast í öðru
hvoru því landi. „En svona vildi sag-
an vera.“
Bretar taka þeim einkar vel
Katrín segir að henni finnist
gaman að skrifa handrit að þáttum
eða leikritum, en hún hafi enn meira
gaman að því að skrifa bækur. „Þar
er meira frjálsræði, en í handrita-
skrifum er allt meira niðurnjörvað.“
Katrín segir að hún og Hlynur eigin-
maður hennar kunni afar vel við sig í
Bretlandi og ætli að búa þar eitthvað
áfram þó að hún hafi lokið náminu.
„Við erum bæði komin með vinnu og
höfum aðlagast vel hversdagslífinu
hérna. Okkur líður mjög vel í
Bournemouth, hér er afslappað um-
hverfi og við búum nálægt strönd-
inni. Hér er líka ódýrt að lifa,“ segir
Katrín og bætir við að Bretar hafi
tekið þeim, íslensku útlendingunum,
afskaplega vel. „Bretar eru almennt
afslappaðir en helst til mikið að búa
til tilgangslaus vandamál. Þeir eru
sérlega vanafastir, þeirra viðkvæði
er oft: hlutirnir hafa alltaf verið gerð-
ir svona og því skal ekki breyta. Og
þeir fara líka mjög varlega, þeir vilja
helst gera áhættumat áður en þeir
fara yfir götu,“ segir Katrín og hlær
og bætir við að fólk í Bretlandi fylgist
mjög vel með fréttum þessi misserin
því það hafi vissulega áhyggjur af
Brexit.
Sögupersónur tóku af mér völdin
Hún gerði sér lítið fyrir
og skrifaði sína fyrstu
skáldsögu á ensku, og á
tveimur mánuðum. Katr-
ín Lilja vílar ekkert fyrir
sér og veður í verkið.
Útskrift Katrín stolt við útskrift
hjá Bournemouth University.
Gaman Katrín ásamt eigin-
manni sínum, Hlyni, við
Stonehenge, sem er í
nágrenni þeirra.
Flakk Katrín og Hlynur ferðast mikið um
suðurströndina og skoða nágrenni sitt.
Starfsfólkið á Brandenburg auglýs-
ingastofunni hafði heldur betur
ástæðu til að fagna á Degi íslenskr-
ar tungu í gær, því þá fékk stofan
hvatningarverðlaun viðskiptalífsins
2018 fyrir vandaða, frumlega,
skemmtilega og eftirtektarverða
notkun á íslenskri tungu.
„Þetta er okkur mikill heiður, en
við höfum frá upphafi lagt okkur
fram við að halda heiðri íslensk-
unnar á lofti. Íslenskar auglýs-
ingastofur eru í lykilstöðu til að
hlúa að tungumálinu og stuðla að
þróun þess, m.a. með nýyrðasmíð
og skapandi notkun,“ segir í þakk-
arræðu þeirra sem starfa á auglýs-
ingastofunni á fésbókinni af þessu
tilefni.
Þar kemur einnig fram að af öll-
um þeim viðurkenningum sem aug-
lýsingastofan hafi fengið í gegnum
tíðina þyki þeim einna vænst um
þessa sem þau fengu í gær. Og þau
hrópa húrra fyrir íslenskunni.
Og veitir ekki af á þeim tímum
þegar sótt er hart að íslenskri
tungu, meðal annars vegna þess að
margt af því sem fólk nálgast á
internetinu er á enskri tungu.
Brandenburg auglýsingastofa hlaut hvatningarverðlaun
Vönduð, frumleg og eftirtektar-
verð notkun á íslenskri tungu
Gleði Aldeilis ástæða til að brosa þegar tekið er við verðlaunum.