Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, er á landinu og tekur þátt í hátíðahöldunum í dag. Þau eru af ýmsum toga og er haldið upp á full- veldisafmælið víða um bæ. Løkke lenti á Íslandi í gær ásamt eiginkonu sinni, Sólrúnu Løkke Rasmussen. Þetta verður tveggja daga heimsókn þeirra hjóna hingað í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli ís- lensku þjóðarinnar. Løkke fundaði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu. Þar snæddu þau svo saman há- tíðarkvöldverð í gær. Í tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu er greint frá þjappaðri dagskrá Løkke. Hann heimsótti Marel, fékk kynningu á fyrirtækjunum HS Orku og Carbon Recycling International og hélt blaðamannafund með Katrínu. Fullveldishátíðin verður sett klukkan eitt við Stjórnarráðið og eftir það verður opið hús í Alþingi til klukkan sex síðdegis. Forsætisráðherrar funduðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullveldisafmæli Mikil viðhöfn er í tilefni afmælisins og er heimsókn Løkke liður í henni. Hann snæddi hátíðarkvöldverð í boði Katrínar í gærkvöld.  Forsætisráðherra Dana í heimsókn í til- efni fullveldishátíðar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþingishúsið verður opið almenn- ingi í dag milli klukkan 13.30 og 18.00. Tilefnið er að 100 ár eru liðin frá því að sambandslagasamningur- inn tók gildi og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918. Alþingis- menn og starfsmenn skrifstofu Al- þingis munu veita leiðsögn um húsið og tala við gesti. Af þessu tilefni verða opnuð ýmis rými hússins sem að jafnaði eru ekki opin almenningi. Í Skála verður sýning á ljós- myndum, skjölum og völdum tilvitn- unum úr umræðum á þingi um sambandslagasamninginn. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sýndi blaðamanni og ljósmyndara nokkur herbergjanna sem verða opnuð almenningi í dag. Hann rifjaði upp þau mörgu hlut- verk sem hinar ýmsu vistarverur hússins hafa gegnt. Sagan er í heiðri höfð í Alþingishúsinu og prýðir það fjöldi listaverka sem mörg eru gjafir frá vinaþjóðum. Einnig eru þar myndir af mörgum þingmönnum fyrr og síðar, öllum ráðherrum landsins og forsetum Al- þingis. Söfn, háskóli og löggjafinn Alþingishúsið var hlaðið úr grjóti úr Þingholtunum og tekið í notkun árið 1881. Ferdinand Meldahl, húsa- meistari og forseti Listaháskólans í Kaupmannahöfn, teiknaði húsið. Það var reist til að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar sem haldið var upp á árið 1874. Viðbyggingin Kringlan var byggð árið 1908. Danski arkitektinn Fred- erik Kjörboe teiknaði hana. Hún er í allt öðrum stíl en eldra húsið og skrautlegri. Gulllögð rósetta í lofti og rósasveigur yfir inngangi setja svip á Kringluna. Hún var upp- haflega risnuherbergi og móttöku- stofa ráðherra. Kringlan var svo veitingastofa Alþingis til 1973. Al- þingismenn geta nú sest þar niður og rætt málin. Lengi var taflborð í Kringlunni þar sem þingmenn öttu kappi í skák. Skálinn, nýjasta við- byggingin sem hýsir ýmsa þjónustu, var tekinn í notkun árið 2002. Auk þess að hýsa Alþingi hefur Alþingishúsið gegnt veigamiklum hlutverkum í tímans rás. Helstu söfn þjóðarinnar voru þar fyrst til húsa, það eru forverar Landsbóka- safnsins, Þjóðminjasafnsins og Þjóðskjalasafnsins. Listasafnið var einnig í Alþingishúsinu. Landsbóka- safnið og Landsskjalasafnið fluttu í Safnahúsið við Hverfisgötu á ár- unum 1908-1909. Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og var hann í Alþingishúsinu frá stofnun til 1940 að skólinn flutti í eigin byggingu. Skrifstofur emb- ættis forseta Íslands voru einnig í Alþingishúsinu til ársins 1973. Allir eru velkomnir í Alþingis- húsið í dag og er aðgangur ókeypis. Inngangur er um aðaldyr Skálans. Kringlan Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í viðbyggingunni sem var reist við suðurhlið Alþingishússins 1908. Kringlan er í allt öðrum stíl og skrautlegri en aðrir hlutar þinghússins. Fyrir framan er Alþingisgarðurinn. Fundarherbergi forsætisnefndar Þar er tekið á móti sérstökum gestum. Fyrir endanum er málverk sem var gjöf frá færeyska lögþinginu 1930. Löng og mikil saga í merku húsi  Alþingishúsið verður opið almenningi í dag kl. 13.30-18.00  Auk þess að hýsa þingið voru helstu söfn þjóðarinnar þar til að byrja með  Háskóli Íslands var í húsinu frá stofnun 1911 og til 1940 Morgunblaðið/RAX Móttökuherbergi forseta Alþingis Þegar Háskóli Íslands var í Alþingishúsinu var þetta herbergi húsvarðar skólans. Herbergið prýða falleg listaverk, meðal annars málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur og Jóhannes Kjarval. Fullveldishátíð verður sett klukkan 13 í dag framan við Stjórnarráðshúsið við Lækjar- götu. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra setur hátíðina og verða haldin stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Á meðal gesta verða Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, Margrét II. Danadrottning og Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur. Ungmennaráð Heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna tek- ur þátt í athöfninni og munu þau Kristbjörg Mekkín Helga- dóttir og Mathias Bragi Ölvis- son flytja ávörp og eins Jelena Ciric tónlistarkona. Söngfólk ásamt blásarasveit annast tónlistarflutning. Tón- listarstjóri er Samúel Jón Sam- úelsson. Kórarnir sem fram koma eru Hinsegin kórinn, Skólakór Kársness, Kvennakór- inn Katla, Múltíkúltíkórinn, Söngfélagið, Karlakór Kjalnes- inga, Ekkó kórinn og Léttsveitin, ásamt tveimur söngvurum sem syngja á íslensku táknmáli. Sýnt verður beint frá athöfn- inni í Ríkissjónvarpinu. Ávörp og tónlist FULLVELDISHÁTÍÐ Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.