Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Íminnisblaði frá 2009 kemur framað í október 2008 „kom í ljós að bygging, sem var að rísa við Höfða- torg í Reykjavík var farin að skyggja á innsiglingavitann á Sjómannaskól- anum og byggingin staðsett í stefnu- línum vitans fyrir aðsiglingu að Gömlu höfninni“.    Það kom sem sagt í ljós eftir þvísem byggingin kom í ljós að vit- inn hvarf sýnum. Það eru út af fyrir sig athyglisverð mistök.    Þetta er ástæða þess að í bókunsjálfstæðismanna á fundi borgarráðs í fyrradag segir: „Vegna mistaka í skipulagi borgarinnar var nauðsynlegt að setja upp nýtt sigl- ingaljós. Upphaflega var borgarráði kynnt að Reykjavíkurborg þyrfti að greiða 75 milljónir. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður borgarinnar verði 150 milljónir, en auk þess greiða Faxaflóahafnir a.m.k. 25 milljónir. Samtals 175 milljónir hið minnsta.“    Þá er bent á að verkinu sé langtþví frá að vera lokið en hafi átt að ljúka í júní sl. Nú stefnir í að það tefjist í um ár.    Hvort 175 milljónir króna er loka-tala veit svo enginn ef marka má aðrar nýlegar framkvæmdir hjá borginni.    Borgarfulltrúar meirihlutansreyna að gera lítið úr þessari framúrkeyrslu, líkt og þeir gerðu þegar braggamálið kom fyrst upp. Ítrekuð mistök og framúrkeyrslur er hins vegar ekki alltaf hægt að af- greiða sem smámál. STAKSTEINAR Öllum að óvörum hvarf vitinn sýnum Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Veitingastaðurinn er hátt í 600 fer- metrar að stærð og rúmar um 250 manns í sæti, en við erum með hann innréttaðan þannig að um 200 manns geta setið þar við borð,“ segir Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ-veitingastaða, og vísar í máli sínu til þess að verið sé að undirbúa opnun nýs veitingastaðar, þess þriðja sem gengur undir heit- inu Sjanghæ, og verður hann til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Fyrir eru staðir á Akureyri og við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Þegar Morgunblaðið náði af henni tali var Rosita nýkomin frá Kína þar sem hún var meðal annars að leita að nýju starfsfólki, einkum kokkum, til þess að vinna á nýjum veitinga- stöðum Sjanghæ. Reiknar hún með að reka alls fimm staði undir lok næsta árs. Fjórði veitingastaðurinn verður staðsettur skammt frá Al- þingi, við hliðina á Hótel Borg, og sá fimmti í Reykjanesbæ. „Ég tel það mjög mikilvægt að opna stað skammt frá Alþingi, í póstnúmeri 101. Hann verður um 500 fermetrar og var sushi-staður þarna áður. Ég hef bara ekki getað opnað enn því mig sárvantar kokka,“ segir hún og hlær við. Segist Rosita hafa verið í góðu samstarfi við Út- lendingastofnun undanfarið til að fá fleiri þjálfaða matreiðslumenn frá Kína til starfa á veitingastöðunum. Mikill áhugi á Íslandi í Asíu Aðspurð segir hún mikinn áhuga vera á Íslandi meðal ferðafólks frá Asíu og hefur það meðal annars vak- ið áhuga hennar á auknum rekstri. „Þetta er stór hópur frá Kína, Mal- asíu, Singapúr og víðar sem kemur.“ Stefnir á að reka fimm veitingastaði  Fór til Kína í leit að nýjum kokkum Morgunblaðið/RAX Veitingaveldi Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ-veitingastaða. Stjórnvöld gera ekki nóg til að leysa húsnæðisvandann á Íslandi, segir miðstjórn ASÍ í ályktun sem hún sendi frá sér í gær. Húsnæðisvandinn er orðinn sjálfstætt vandamál og bagalegt ástandið þar skrifast meðal annars á aðgerðalaus stjórnvöld og sveitarstjórnir, segir jafnframt í ályktuninni. Meðal skrefa í átt að réttlátum hús- næðismarkaði nefnir ályktunin fyrst og fremst breytingu á skattkerfinu. Þar þurfi breytta forgangsröð: „Það er kominn tími til að hagsmunir lág- og millitekjufólks verði hafðir að leiðarljósi með breytingum á skatt- kerfinu og hækkun á barna- og vaxta- bótakerfinu.“ Í ályktuninni er bent á að fjöldi fólks sé fastur í viðjum ok- urleigu og húsnæðisóöryggis, geti ekki keypt og margir búi einfaldlega við óviðunandi aðstæður. Gagnrýnir aðgerða- leysi stjórnvalda Morgunblaðið/Hari ASÍ Samtökin segja stjórnvöld ekki gera nóg til að leysa húsnæðisvandann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.