Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 11

Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Allt um sjávarútveg Borgarráðsfull- trúar meirihlut- ans felldu á síð- asta fundi tillögu Kolbrúnar Bald- ursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um að borgar- stjóri hætti að ferðast um með einkabílstjóra. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- ar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu að það væri afar mikilvægt að sú manneskja sem gegnir embætti borgarstjóra á hverjum tíma gæti komist hratt og örugglega milli staða enda gæti dag- skrá borgarstjóra á hverjum tíma verið þétt. „Að auki er það mikilvægt fyrir borgarstjóra að hann geti virt þær skuldbindingar sem embættið hefur tekist á hendur. Þá hefur borgarstjóri haft bílstjóra um ára- tugaskeið, allt frá þeim tíma þegar íbúafjöldi taldi nokkra tugi þúsunda og borgin var mun minni um sig. Eins og ítrekað hefur komið fram sinnir bílstjóri borgarstjóra einnig öðrum skyldum.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að hann leitaði logandi ljósi að fé sem hann teldi að varið væri í óþarfa. Með þessu mætti bæta hag eldri borgara, öryrkja og barnafjöl- skyldna. „Margt smátt gerir eitt stórt.“ sisi@mbl.is Borgarstjóri með bílstjóra áfram  Tillaga Flokks fólksins var felld Dagur B. Eggertsson Úrslit í samkeppni um hönnun við- byggingar við Stjórnarráðshúsið og skipulag á Stjórnarráðsreit liggja fyrir. Úrslit verða tilkynnt og verð- laun afhent í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 3. desem- ber, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkis- ins. Alls bárust þrjátíu tillögur um hönnun viðbyggingar við Stjórnar- ráðshúsið og átta tillögur í hug- myndasamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits. Framkvæmdasýslan hefur haft umsjón með verkefninu fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Samkeppnin um bæði verkefnin er unnin í sam- vinnu við Arkitektafélag Íslands en hugmyndasamkeppnin um skipulag Stjórnarráðsreits er einnig unnin í samvinnu við Félag íslenskra lands- lagsarkitekta. Í október 2016 samþykkti Alþingi ályktun um það meðal annars að fela ríkisstjórninni að efna til sam- keppna um þessi tvö verkefni. Þingsályktunin var samþykkt í til- efni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. sisi@mbl.is Úrslit í Stjórnarráðssam- keppni kynnt eftir helgi Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Vinsælu náttfötin komin! Verð 8.980 - 100% bómull Öllum gjöfum er pakkað í fallegar gjafaöskjur gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 MAX & MOI fágaðar og flottar úlpukápur Fullveldishatia Hreyfing sjalfstil!clissinna i Evr6pumalum fiilag ungs folks gegn ESB acJlld �* * �t� Nfil_V�D ESB*' í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands 1. desember að Ármúla 4-6, í kaffihúsi Orange, kl. 20:00-22:00 Hátíðarræða: Bjarni Harðarson Heiðursgestur: Eirik Faret Sakariassen Tónlist og léttar veitingar Allir velkomnir Heimssýn Hreyfing sjalfstil!clissinna i Evr6pumalum fiilag ungs folks gegn ESB acJlld * * �t� Nfil_V�D ESB*' Verð 8.900.- Str. S-XXL 2 litir Opið í dag frá 11-16 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Blússa Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafi minnkað sameiginlegan heildarkvóta í mak- rílveiðum um 20% er kvótinn meira en tvöfalt meiri en Alþjóða- hafrannsókna- ráðið, ICES, ráð- leggur. Þá er að hluta til ótalinn sá kvóti sem Ís- land, Grænland og Rússland munu væntan- lega taka sér einhliða í kjölfarið. Ís- lendingar fengu ekki aðild að samn- ingum strandríkjahópsins svo- kallaða þrátt fyrir að hafa óskað eindregið eftir því. „Það eru vonbrigði að samnings- aðilar vildu ekki taka upp raunveru- legar viðræður við Ísland um skipt- ingu veiðiheimilda sem hefðu getað orðið til þess að við yrðum aðilar að strandríkjasamningi um stjórnun makrílveiðanna,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Samningar ESB, Noregs og Fær- eyja voru að renna út og því lagði Ísland mikla áherslu á að reyna að komast að samningaborðinu og taka þátt í samningum sem ábyrgt strandríki, eins og Stefán Ásmunds- son, skrifstofustjóri í atvinnuvega- ráðuneytinu og einn af samninga- mönnum Íslands, tekur til orða. Þótt samningamönnum Íslands væri ekki hleypt að borðinu komu þeir sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri. Framlengdu samning sinn ICES ráðlagði að heildarveiðar úr markrílstofninum færu ekki yfir 318 þúsund tonn. Það er 40% minnkun frá ráðgjöfinni á síðasta ári en veiðarnar hafa á undanförn- um árum verið langt yfir ráðgjöf. Gagnrýni hefur verið uppi í Noregi á gæði gagna sem stofnmat ICES grundvallast á og hefur verið fallist á að fara yfir gögnin í vetur. Ekki er vitað hvort og hversu mikil áhrif það hefur á ráðgjöfina. Stjórnvöld í Noregi, ESB og Færeyjum tilkynntu í fyrradag að náðst hefði samkomulag þeirra um stjórnun makrílveiða út árið 2020. Jafnframt var samið um að heild- arkvótinn á næsta ári yrði 653.438 tonn sem er 20% minni kvóti en rík- in skiptu með sér í ár. Heildarkvót- inn sem þessir þrír samningsaðilar miða við er meira en tvöfalt meiri en felst í ráðgjöf ICES. Ríkin taka frá 15,6% heildarkvót- ans fyrir ríki sem utan hans standa, það er að segja Ísland, Grænland og Rússland. Allir aðilar hafa gert sér grein fyrir því að þetta er allt of lág prósenta enda hefur Ísland eitt tekið sér 16,5% heildarkvótans und- anfarin ár. Stefnir því í að veiðar verði langt umfram ráðgjöf ICES, eins og raunar hefur verið á und- anförnum árum. Íslendingar hafa lagt á það áherslu að fylgt verði ráðgjöf vísindamanna við ákvörðun heildarafla. Kristján Þór Júlíusson segir að þessi þróun mála sé mikil vonbrigði og áhyggjuefni þegar ríkin við Norðaustur-Atlantshaf segist vera í forystu í stjórnun veiða á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Það eru vonbrigði að ríkin skuli ganga fram með þessum hætti,“ segir Kristján Þór. Hann segir að áfram verði lögð áhersla á að Ísland fái aðild að þess- um samningum. Það verði þó ekki gert nema Íslendingar fái ásætt- anlega hlutdeild í makrílstofninum. „Við höfum tekið frumkvæðið í þessum málum og reynt að þoka áfram samningum strandríkja um norsk-íslenska síld og kolmunna, auk makríls, og munum haldi því áfram þótt öllum sé ljóst að þessi samningur þeirra mun ekki gera það starf auðveldara. „Það er í raun óskiljanlegt að þeir skuli ekki vilja ná samstöðu meðal allra strandríkj- anna um þennan stofn sem á undir högg að sækja,“ segir sjávarútvegs- ráðherra. Kvótinn yrði 108 þúsund tonn Spurður um kvóta Íslendinga segist Kristján Þór reikna með því að unnið verði að þeim málum á svipaðan hátt og undanfarin ár en tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Íslendingar hafa í sömu stöðu undanfarin ár tekið sér einhliða kvóta sem svarar til 16,5% af heildarkvóta sem svokallaður strandríkjahópur gefur út. Það yrði á næsta ári 108 þúsund tonn í stað 135 þúsund tonna í ár. Það er sam- dráttur upp á 27 þúsund tonn. Makrílkvóti tvöfalt meiri en ráðgjöf  Ekki aðild að makrílsamningum strandríkjahópsins Kristján Þór Júlíusson Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Afli um borð í Vigra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.