Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Upplýst var á fundi borgarráðs í
fyrradag að kostnaður af fram-
kvæmdum við nýja innsiglingarvit-
ann við Sæbraut myndi fara allt að
100% fram úr áætlun. Jafnframt
kom fram að verkið hefði tafist um-
talsvert. Nýi vitinn kemur í stað
vita í turni Sjómannaskólans.
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnar-
fulltrúi Miðflokksins í borgarráði,
lagði fram átta spurningar varðandi
siglingavitann á fundi 4. október sl.
og svörin voru birt í fyrradag.
Í svari umhverfis- og skipulags-
sviðs borgarinnar kemur fram að nú
sé áætlað að kostnaður Reykja-
víkurborgar vegna vitans verði 150
milljónir króna en áður hafi verið
kynnt í borgarráði (25.1. 2018) að
kostnaður borgarinnar yrði 75 millj-
ónir króna. Faxaflóahafnir sf.
greiða svo 25 milljónir vegna land-
fyllingar og grjótvarna auk þess að
greiða fyrir smíði vitahúss, ljósbún-
að o.fl. Heildarkostnaður við verkið
stefnir því í að verða 175 milljónir
króna.
Umfang verksins meira
Hækkunin er tilkomin vegna
hærra tilboðs en áætlanir gerðu ráð
fyrir auk þess sem umfang við land-
fyllingu, grjótvarnir og gerð hjá-
leiða var meira en áætlað var.
Í samkomulagi Reykjavíkur-
borgar og Faxaflóahafna var tiltek-
ið að borgin myndi greiða fyrir
framkvæmdir við undirstöður vit-
ans, lagnavinnu, uppsteypu og frá-
gang á útsýnispalli, lýsingu, að-
lögun að núverandi stigakerfi o.fl.
Þá greiðir borgin fyrir þann hluta
framkvæmda við landfyllingu og
grjótvörn, sem er umfram 25 millj-
óna hlut Faxaflóahafna. Fastlega er
gert ráð fyrir að útsýnispallurinn
við nýja vitann verði vinsæll við-
komustaður ferðamanna, líkt og
Sólfarið. Vitinn er staðsettur við
Sæbraut, nálægt Höfða.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
framkvæmdum yrði lokið í júní sl.
Þær hafa hins vegar gengið hægar
en menn ætluðu. Landgerð og
grjótröðun tók lengri tíma en áætl-
að var og nokkur töf varð á því að
gengið yrði til samninga að undan-
gengnu útboði.
Tvö tilboð bárust í verkið og voru
þau opnuð 30. maí sl. Lægstbjóð-
andi uppfyllti ekki kröfur útboðs-
gagna og var samið við fyrirtækið
Spöng ehf. sem átti næst lægsta
boðið. Það tilboð var 14,5% yfir
kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á
88,8 milljónir króna.
Nú er stefnt að því að vitinn og
handrið verði sett upp um miðjan
desember n.k. en fullnaðarfrágang-
ur bíður næsta vors. Starfsmenn
Faxaflóahafna smíðuðu vitann og
hann er tilbúinn til uppsetningar í
bækistöð Faxaflóahafna í Örfirisey.
Fyrir borgarráð voru einnig lögð
svör fjármálaskrifstofu borgar-
innar. Skrifstofan hefur tekið sam-
an reikninga sem skráðir eru í bók-
haldi Reykjavíkurborgar á
verkefnið „Viti við Sæbraut“. Skrif-
stofan staðfestir að 13. nóvember sl.
höfðu verið gjaldfærðar 96 milljónir
vegna verkefnisins. Afrit af reikn-
ingunum eru birt með svarinu en
upplýsingar sem snerta einstak-
linga hafa verið afmáðar.
Nýi vitinn 100% framúr áætlun
Það stefnir í að kostnaður Reykjavíkurborgar við nýjan siglingavita við Sæbraut verði 150 milljónir
Verkið hefur tafist umtalsvert Nú er stefnt að því að setja vitann upp um miðjan næsta mánuð
Tölvumynd/Yrki arkitektar
Nýr innsiglingarviti Nýi vitinn og útsýnispallurinn eru við Sæbraut, rétt austan við hið sögufræga hús Höfða.
Enn og aftur er verkefni að
fara fram úr áætlun. Í þessu
tilfelli um 100%. Þetta sögðu
borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í bókun á fundi
borgarráðs.
„Vegna mistaka í skipulagi
borgarinnar var nauðsynlegt að
setja upp nýtt siglingaljós.
Upphaflega var borgarráði
kynnt að Reykjavíkurborg
þyrfti að greiða 75 milljónir. Nú
er gert ráð fyrir að kostnaður
borgarinnar verði 150 milljónir,
en auk þess greiða Faxaflóa-
hafnir a.m.k. 25 milljónir. Sam-
tals 175 milljónir hið minnsta.
Verkinu er langt í frá lokið en
því átti að vera lokið í júní
2018.“
Borgarráðsfulltrúar Samfylk-
ingar, Viðreisnar og Vinstri
grænna bókuðu eftirfarandi:
„Kostnaðaráætlun 1 sem
lögð er fram í fjárfestingar-
áætlun fyrir árið 2018 hljóðaði
upp á 100 m.kr. Kostnaðar-
áætlun 1 ber að jafnaði með
sér -25% til +35% skekkju-
mörk. Í ágústmánuði sl. var
lögð fram kostnaðaráætlun 2
upp á 150 m.kr. með skekkju-
mörkin +/- 10%.“
Enn og aftur
farið fram úr
SJÁLFSTÆÐISMENN
Jólamarkaður
Norræna hússins
2. desember kl. 12–17
Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík, Sími 551 7030, www.nordichouse.is
Gefðu umhverfisvæna jólagjöf sem eykur
ímyndunarafl þess sem þiggur!
Hönnuðir, listamenn og umhverfisvænar netverslanir
koma saman í Norræna húsinu og bjóða upp á
umhverfisvænar vörur fyrir jólin og í jólapakkann. Vertu
velkomin í huggulega og sjálfbæra stemningu í Norræna
húsinu. Jólaglögg, tónlist, fróðleikur og innblástur.
NÁNARI DAGSKRÁ Á NORRAENAHUSID.IS