Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 MOZART REQUIEM Í LANGHOLTSKIRKJU ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK ÁSAMT SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT OG EINSÖNGVURUM STJÓRNANDI: GARÐAR CORTES Miðasala: midi.is / sími 552 7366 / í Langholtskirkju 1 klst. fyrir tónleikana TÓNLEIKARNIR ERU HELGAÐIR MINNINGU MOZARTS OG ÍSLENSKRA TÓNLISTARMANNA SEM LÉTUST Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA: Kristinn Daníelsson / Júlíus Sigurðsson / Þorsteinn Kragh Ingibjörg Ólafsdóttir / Björgúlfur Egilsson / Sveinn Rúnar Björnsson Guðmundur Haraldsson / Esther Garðarsdóttir / Gauja Guðrún Magnúsdóttir Tómas Magnús Tómasson / Þórir Magnússon / Jóhann Jóhannsson Heimir Klemenzson / Björn Stefán Guðmundsson / Már Magnússon Grétar Magnús Grétarsson / Bjarni Marteinsson / Sigríður Einarsdóttir Bjarni Sigurðsson / Birgir Einarsson / Helga Guðrún Helgadóttir Njáll Þórðarson / Sigríður Þórunn Fransdóttir / Ragnar Ásgeir Óskarsson Hafliði Jósteinsson / Engilráð Óskarsdóttir / Jón Sigurðsson Arnfinnur Friðriksson / Louise Kristín Theodórsdóttir Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir / Brynjólfur Sigurður Árnason Árni Ísleifsson / Guðmundur H. Norðdahl / Brynja Tryggvadóttir Hallveig Rúnarsdóttir Viðar Gunnarsson Garðar Thór Cortes Sesselja Kristjánsdóttir Garðar Cortes Þriðjudaginn 4. des. 2018 kl. 00.30 – húsið er opið frá 23.50 – Tveggja daga leiðtogafundur G20- ríkjanna hófst í Argentínu í gær í skugga spennu í samskiptum Rússa og Úkraínumanna, viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína og deilna um loftslagsmál. Athyglin beindist einnig að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sem situr fundinn eftir að hafa verið sakaður um að hafa fyrirskipað morð á sádi- arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu lands- ins í Istanbúl 2. október. Fundinn sitja leiðtogar G20- ríkjanna: Argentínu, Ástralíu, Bandaríkjanna, Brasilíu, Bretlands, Frakklands, Indlands, Indónesíu, Ítalíu, Japans, Kanada, Kína, Mexíkó, Rússlands, Sádi-Arabíu, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Tyrk- lands og Þýskalands, auk fulltrúa Evrópusambandsins. Forseti Argentínu, Mauricio Macri, setti fundinn í Buenos Aires. Skömmu áður hafði Vladimír Pútín Rússlandsforseti sett tóninn með því að gagnrýna Donald Trump Bandaríkjaforseta án þess að nefna hann á nafn og fordæma „ólöglegar einhliða refsiaðgerðir“ og „aðgerðir verndartollasinna, sem ganga í ber- högg við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, reglur Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar og alþjóðlega viður- kenndar viðskiptavenjur“. Trump hafði skýrt frá því að hann hefði hætt við að eiga sérstakan fund með Pútín í tengslum við leiðtoga- fundinn í Buenos Aires til að mót- mæla því að Rússar hertóku tvö úkraínsk varðskip og dráttarbát á sunnudaginn var. Pútín og Mohammed bin Salman heilsuðust hlæjandi með því að slá saman höndum eins og perluvinir sem hittast eftir langan aðskilnað, að sögn AFP. Fréttaveitan segir að forsetinn og sádiarabíski krón- prinsinn hafi áður samið um að beita sér fyrir því að OPEC, sam- tök olíuútflutningsríkja, nái sam- komulagi um að minnka olíu- framleiðsluna á fundi í Vín 6. desember til að stuðla að hærra olíuverði. Mohammed bin Salman sást einnig spjalla við Donald Trump og heilsa Emmanuel Macron Frakk- landsforseta, sem kvaðst hafa rætt við krónprinsinn um morðið á Khashoggi og hernað Sáda í Jemen þar sem hungursneyð vofir yfir milljónum manna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst einnig ætla að ræða þessi mál við krónprinsinn. Gert er ráð fyrir því að Donald Trump ræði í dag við Xi Jinping, forseta Kína, um viðskiptadeilur tveggja mestu efnahagsvelda heims. Áður en G20-fundurinn hófst í gær undirrituðu Trump og leiðtogar Mexíkó og Kanada nýjan viðskiptasamning Norður-Ameríku- ríkjanna, USMCA. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, erjur Rússa og Úkraínumanna og loftslagsmál á meðal umræðuefna á leiðtogafundi Deilur setja mark sitt á G20-fund AFP Leiðtogafundur Vladimír Pútín Rússlandsforseti, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Paul Kagame, forseti Rúanda (sem var boðið á fundinn sem formanni Afríkusambandsins), Michel Temer, forseti Brasilíu, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, á fundinum í Buenos Aires í Argentínu í gær. Stjórnvöld í Úkraínu tilkynntu í gær að rússneskum karlmönnum á aldr- inum 16 til 60 ára yrði ekki hleypt inn í landið. Gerðar yrðu þó undan- tekningar á banninu „af mannúðar- ástæðum“, til að mynda vegna jarðarfara. Áður hafði þing Úkraínu sam- þykkt herlög í landinu eftir að Rúss- ar hertóku tvö úkraínsk varðskip og dráttarbát og handtóku 24 skipverja í Kertsjsundi á sunnudaginn var. Sundið er á milli Rússlands og Krím- skaga, sem var innlimaður í landið árið 2014, og skip þurfa að fara um það til að komast til úkraínskra borga við Azovshaf. Úkraínumenn saka Rússa um að hafa brotið al- þjóðalög með hertöku skipanna en Rússar segja að þau hafi siglt í óleyfi inn í landhelgi Rússlands með úkra- ínska leyniþjónustumenn. Petró Pórósénkó, forseti Úkraínu, hefur sagt að Rússar séu að undir- búa innrás í landið, meðal annars með því að fjölga hermönnum og skriðdrekum í herstöðvum í grennd við landamæri ríkjanna. Hann segir að markmiðið með banninu við komu rússneskra karlmanna til Úkraínu sé að hindra að Rússar myndi „einka- hersveitir“ í landinu. Hann skírskot- aði til þess að aðskilnaðarsinnar í austurhéruðum Úkraínu mynduðu hersveitir með aðstoð Rússa til að gera uppreisn sem hófst árið 2014 og hefur kostað rúmlega 10.000 manns lífið. Herlögin gilda í 30 daga í tíu hér- uðum Úkraínu. Þar af eru fimm við landamærin að Rússlandi og tvö við Trans-Dnéstríu, uppreisnarhérað í Moldóvu þar sem rússneskir her- menn eru með bækistöðvar. AFP Heræfing Úkraínskur hermaður á æfingu í grennd við borgina Maríupol í austanverðri Úkraínu, nálægt yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Banna komu rússneskra karla  Stjórnvöld í Úkraínu óttast innrás

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.