Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
✝ SigríðurNúmadóttir
fæddist í Reykjavík
30. janúar 1948.
Hún lést á Land-
spítalanum 23. nóv-
ember 2018. Sigríð-
ur var dóttir
hjónanna Núma
Þorbergssonar og
Mörtu Maríu Þor-
bjarnardóttur.
Sigríður hóf bú-
skap í Miðgarði í Stafholt-
stungum 1968 með sambýlis-
manni sínum Erni Einarssyni, f.
31.12. 1947, d. 20.10. 2005. Börn
þeirra eru 1) Guðrún, maki Sig-
urður Kr. Sigurðsson, dóttir
hennar er Sara Böðvarsdóttir 2)
Þórdís, maki Sigurþór Krist-
jánsson, dóttir þeirra er Sif 3)
Einar Örn, maki Dagmar M.
Harðardóttir, börn þeirra eru
Örn, Rikka Emilía og Hörður 4)
Sigríður, maki Dav-
íð Sigurðsson, synir
þeirra eru Kristó-
fer Daði, Sigurður
Örn og Skarphéð-
inn Karl.
Sigríður var
nemandi í hús-
mæðraskólanum í
Varmalandi vet-
urinn 1966-67.
Starfsmaður
Varmalandsskóla,
nú Grunnskóla Borgarfjarðar
Varmalandsdeild sem skólaliði,
en lengst af sem starfsmaður í
mötuneyti Hún lagði stund á
hrossa- og sauðfjárrækt ásamt
fjölskyldu sinni. Ung lagði hún
stund á kappreiðar, var mikil
áhugakona um útreiðar og þjálf-
un hrossa.
Útför hennar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 1. desem-
ber 2018, klukkan 12.
Hún mamma mín var einstök
kona. Dugnaðarforkur sem
vildi allt fyrir börnin sín, svo
ekki sé talað um barnabörnin
gera. Við mamma vorum alltaf
miklar vinkonur og gerðum
margt saman. Við hlógum,
sögðum sögur og stundum
kýttum við örlítið, en ég var
svo heppin að fá þann hæfileika
frá mömmu að geta aldrei verið
í fýlu lengi, ef við fórum í fýlu
hvor út í aðra þá stoppaði það
yfirleitt það stutt að fýlan var
búin áður en við náðum að fara
hvor í sitt húsið.
Hún mamma vildi allt fyrir
drengina mína og barnabörnin
sín gera. Alltaf var ömmufang
og ömmuhús opið, í skápum
sínum geymdi hún góðgæti sem
var í uppáhaldi hjá hverjum og
einum hverju sinni.
Barnabörnin áttu að fá það
besta og það sem þau langaði í.
Drengirnir mínir þrír voru og
eru allir miklir ömmuprinsar
eins og hún kallaði þá, ég veit
að þeir sakna hennar mjög
mikið en þeir munu hjálpa hver
öðrum að minnast hennar og
halda í allar góðu minning-
arnar.
Mamma var mikill partígrís,
þótti gaman að fara með okkur
á skemmtanir og í gleðskap. Þá
var hún í miklu stuði og passaði
upp á að fjölskyldan skemmti
sér vel. Oft á skemmtunum
kom hún allt í einu til manns,
sló í mann með olnboganum,
nikkaði til manns og sagði:
„Hva, það er bara skemmtileg-
ast hjá okkur,“ hló svo dátt.
Þannig var mamma, markmiðið
var alltaf að hafa gaman.
Hún vildi alltaf allt fyrir mig
gera og reyndist mér mjög vel.
Alltaf tilbúin til að aðstoða og
hjálpa með þau verkefni sem
framundan voru, þá skipti engu
máli hvort ég var 4 ára eða 34
ára. Þegar ég byrjaði í
fæðingarorlofi í vor grínuðumst
við mamma oft með það við
værum báðar í fæðingarorlofi
og þess vegna værum við svona
mikið saman. Þannig gat hún
verið með mér í öllu sem varð-
aði yngsta drenginn minn, hún
var með í fyrstu heimsókn ljós-
móður, með í fyrsta baðinu og
þegar fyrsti grauturinn var
smakkaður og mörgu öðru.
Ég er mjög þakklát í dag
fyrir að hafa fengið þennan
tíma með henni og hugsa í dag
oft til stundanna okkar saman í
fæðingarorlofinu okkar.
Elsku mamma, þakka þér
fyrir allt.
Þín
Sigríður.
Elsku Sigga.
Sorgina er ekki hægt að tjá
með orðum. Ástríki, umhyggja
og fórnfýsi voru þér í blóð bor-
in. Það er svo margt sem kem-
ur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín. Þú varst alltaf
tilbúin að koma og aðstoða ef
okkur vantaði aðstoð.
Ég man góðu stundirnar sem
við áttum þegar þú komst til
okkar til Danmerkur. Þegar þú
komst til að vera hjá okkur
þegar Rikka Emilía var að fæð-
ast. Þú varst svo yndisleg að
taka þér frí frá vinnu til að
koma og aðstoða okkur.
Við biðum eftir henni í tvær
vikur, en við áttum svo góðar
stundir saman. Ég man daginn
sem hún fæddist, þá vöktum við
þig um miðja nótt og þú lædd-
ist inn í svefnherbergi til Arnar
og kúrðir hjá honum. Þegar
Einar kom heim um morguninn
þá lást þú hálf inni í skiptiborð-
inu vegna þess að þú vildir ekki
vekja Örn. Ég man hvað við
hlógum mikið að þessu.
Þú varst mér alltaf svo góð
þegar ég missti móður mína og
mér fannst þú vera svo miklu
meira en tengdamóðir. Fyrir
það verð ég þér ævinlega þakk-
lát.
Amma er orð sem vekur allt-
af mikla lukku heima hjá mér.
Þú ert og verður alltaf heims-
ins besta amma.
Þú gerðir allt fyrir barna-
börnin þín og þau munu alltaf
minnast ástúðar og umhyggju
þinnar. Þeim fannst alltaf svo
gott að vera hjá ömmu og þeim
fannst skrýtið ef við fórum ekki
á föstudögum í sveitina til að
gista hjá þér. Ég er svo þakklát
fyrir að þau skyldu eiga þig
sem ömmu.
Takk fyrir allar stundirnar
sem við höfum átt saman, miss-
ir okkar allra er mikill.
Ég kveð þig, elsku Sigga,
með þessum línum
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Dagmar Mýrdal
Harðardóttir.
Allt hefur sinn tíma.
Fimmtíu ára ferðalagi okkar
er lokið. Minningar hrannast
upp.
Minningar um sól, heyskap,
baggaburð og já líka sauðburð,
smalamennskur, réttir og ein-
staka reiðtúra.
Alltaf var glatt á hjalla enda
húsmóðirin hrókur alls fagnað-
ar. Nú er litla húsið í Miðgarði
tómt. Kaffibollinn bíður ekki
lengur á borðinu eftir bústaða-
kerlunni. Húsráðandinn er
fluttur.
„Sigga í sveitinni“, konan
sem staðið hafði af sér storma
og él, varð að lúta í lægra haldi
fyrir síðasta vágestinum.
Með söknuð í hjarta þakka
ég fyrir hvað hún var mér,
börnunum mínum og barna-
börnum.
Samúðarkveðjur til allra ætt-
ingja og vina.
Þorbjörg Einarsdóttir
(Obba).
Sigríður
Númadóttir
✝ RagnheiðurBjörk Guðjóns-
dóttir, Ranný,
fæddist í Blesugróf
í Reykjavík 22.
mars 1957. Hún
lést 6. nóvember
2018 á líknar-
deildinni.
Foreldrar henn-
ar eru hjónin Guð-
jón Jónsson frá
Þrándarstöðum á
Héraði, rafvirki, f. 1925, og
Erna Hafdís Berg Krist-
insdóttir frá Reyðarfirði,
verkakona, f. 1935, d. 1994.
Alsystkini eru Borgar Þór, f.
5. febr. 1953, og Bergþóra
Berta, f. 5. september 1955.
Hálfbróðir hennar var Geir
Viðar Guðjónsson, f. 10. júlí
1948, d. 3. júlí 2015.
Ranný lauk
fóstrunámi í
Malmö, Svíþjóð, og
starfaði í fram-
haldi á leikskól-
anum Grænuborg í
Reykjavík. Síðar
fékkst hún við hin
ýmsu verslunar-
störf. Einnig var
hún meðstofnandi
Art 67, listagallerís
á Laugavegi, en
málaralistin átti hug hennar
allan síðustu árin.
Ranný giftist Ómari Örvars-
syni stýrimanni. Þau skildu síð-
ar. Hinn 1. apríl 1996 eign-
uðust þau dótturina Önnu Líf.
Fyrir átti Ranný soninn Róbert
Jóhannsson, f. 14. nóvember
1975.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Elsku vinkona mín hún
Ranný er farin til englanna
eins og Nína dóttir mín segir.
Það á svo vel við hana því hún
var og er engill. Það er skrítið
að hugsa til þess að ég þekkti
Ranný bara í stuttan tíma en
tíminn er afstæður þegar kem-
ur að vináttu.
Ég kynntist Ranný fyrir
fimm árum þegar ég fór heim
til hennar með kjól sem hún
var að spá í að kaupa af mér.
Hún hafði fundið mig á netinu.
Þegar hún opnaði fyrir mér
dyrnar að heimili sínu í Hlíð-
unum og bauð mér inn var eins
og ég stigi inn í himnaríki,
himnaríki í Hlíðunum. Íbúðin
hennar var svo björt, allt hvítt,
stílhreint og smekklegt eins og
hún. Hún var alltaf svo fín og
falleg enda ein best klædda
kona sem ég hef hitt.
Þetta var vinátta og kær-
leikur við fyrstu sýn. Það var
eins og við hefðum alltaf
þekkst. Við urðum strax miklar
vinkonur og treystum hvor
annarri fyrir öllu.
Við áttum okkar vikulegu
vinkonustund eftir þetta. Við
töluðum um allt sem skipti okk-
ur máli, mest fór þó fyrir sam-
eiginlegum áhugamálum okkar,
tísku og tilfinningum. Við átt-
um margar góðar stundir á
Kjarvalsstöðum þar sem við
drukkum kaffi, spjölluðum
saman og Ranný fékk sér köku-
sneið. Stundum fórum við á
flóamarkað í leit að einhverju
fallegu eða héldum okkur
heima hjá henni í himnaríkinu í
Hlíðunum.
Það hékk alltaf yfir vináttu
okkar að Ranný var að berjast
við illvígan sjúkdóm. Við rædd-
um dauðann og ég spurði hana
hvort hún væri hrædd, hún
sagði að hún væri alveg viss um
að það væri eitthvað meira og
annað sem tæki við, þetta gæti
ekki verið allt búið eftir þetta
líf. Ég vona það svo sannarlega
og að við fáum að hittast aftur,
drekka kaffi og fara á trúnó um
tilfinningar og tísku og allt
annað sem skiptir máli.
Ég vil votta fjölskyldu og að-
standendum hennar samúð
mína. Hugur minn er hjá Önnu
dóttur hennar. Ranný talaði
mikið um Önnu sína og var svo
stolt af henni.
Ég heyri enn röddina hennar
og hláturinn og sé fallegu
brúnu augun hennar.
Ég á eftir að sakna þín
mikið, elsku Ranný. Hvíl í friði,
elsku vinkona, takk fyrir allt.
Þín alltaf
Elma Lísa
Gunnarsdóttir.
Ragnheiður Björk
Guðjónsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
VALGERÐAR HÖNNU
SIGURÐARDÓTTUR,
Njarðarvöllum 6, Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Árni Júlíusson
Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson
Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir
Ingvar Örn Árnason Sonya Árnason
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall
ARNAR ÆVARS MARKÚSSONAR
lyfjafræðings.
Halla Valdimarsdóttir
Ragnheiður Elfa Arnardóttir Guðjón Ketilsson
Snorri Björn Arnarson Aðalheiður Svanhildardóttir
Halla Sigrún Arnardóttir Hannes Birgir Hjálmarsson
og fjölskyldur
Okkar ástkæra móðir, tendamóðir
og amma,
VALGERÐUR KRISTÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu 2. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og kærleika.
Eva Einarsdóttir Eldar Ástþórsson
Freyja Ásgeirsdóttir
Gauti Ásgeirsson
barnabörn og aðrir ástvinir
Ástkær pabbi minn, tengdapabbi og afi,
BENEDIKT GUNNARSSON,
listmálari og fyrrverandi dósent
í myndlist við KHÍ,
Kastalagerði 13, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 22. nóvember.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 4. desember
klukkan 15.
Valgerður Benediktsdóttir Grímur Björnsson
Gunnar Grímsson
Sóley Grímsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 5. desember klukkan 13.
Sigrún Sigurðardóttir Halldór M. Gunnarsson
Anna Svanhildur Sigurðard.
Guðrún Rósa Sigurðardóttir
Kjartan Sigurðsson Særún Jónasdóttir
Haraldur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sonur okkar,
ÚLFAR MÁNI FRIÐJÓNSSON,
lést fimmtudaginn 15. nóvember á
líknardeild Bispebjerg Hospital í
Kaupmannahöfn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðjón Hilmir Þórarinsson
Bippe Mork