Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 42

Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Fullveldisdagurinn 1. desember. Ókeypis aðgangur frá kl. 10–19. Sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra um Véfréttir – Karl Einarsson Dunganon, 2. desember kl. 14. VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is „Með afmælissöngnum viljum við vekja athygli á mikilvægi kórsöngs og bjóða öllum að koma og hlusta án endurgjalds,“ segir Margrét Bóas- dóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra (LBK) sem stendur fyrir tónleikum í Hörpu í dag, laugardag, milli kl. 13.30 og 17.30. Tilefni tónleikanna er að í ár fagnar LBK 80 ára starfsafmæli. „Á sínum tíma var það mjög fram- sækið að stofna Landssamband blandaðra kóra, en þetta er lang- elsta kórasamband landsins,“ segir Margrét og rifjar upp að af stofnkórunum sé Sunnukórinn á Ísa- firði enn starfandi. Alls koma tólf aðildarkórar fram á tónleikum dags- ins, sem er um þriðjungur aðildar- kóra LBK. „Kórastarfið hérlendis er mjög fjölbreytt og mikið af bæði karla- og kvennakórum sem eðli málsins sam- kvæmt heyra ekki undir Lands- samband blandaðra kóra,“ segir Margrét og bendir á að á þeim 80 ár- um sem liðin eru frá stofnun sam- bandsins hafi verið unnið mjög mikilvægt starf. „Það að Landssam- bandið sé til styrkir starfið í gras- rótinni og auðveldar því að dafna. Landssambandið vinnur bæði fé- lagsleg og faglegt starf,“ segir Mar- grét og bendir á að kórsöngur sé lík- lega fjölmennasta félagsstarf á landinu. „Kórstarf er mikilvægt menningarstarf um allt land. Allir aldurshópar syngja saman í kór, óháð stétt og stöðu. Þetta er einstakt í listrænu starfi og auk þess er kór- söngurinn mikil almannagæði. Fólk sem syngur í kór á það sameiginlegt að vera mjög félagslynt,“ segir Mar- grét og bendir á að ótal rannsóknir hafi sýnt hversu hollt það sé fyrir bæði líkama og sál að syngja í kór. „Kórastarf og kórsamfélag er mjög sterkt félagslegt atriði. Við vitum að bæði í gleði og sorg hefur kórinn stutt sína kórfélaga ómetanlega.“ Að sögn Margrétar er afmælis- söngurinn í dag liður í alþjóðlegum degi kórsöngs, World Choral Day sem alþjóðlegu kórasamtökin IFCM standa að, en LBK er aðili að bæði norrænu kórasamtökunum og al- þjóðlegum kórasamtökunum. „Landssambandið hefur sinnt al- þjóðlegu kórasamstarfi. Sem dæmi má nefna að norræna kóramótið Nordklang er haldið á þriggja ára fresti og verður næst haldið 2019. Þrír íslenskir kórar ætla að taka þátt í því móti, ekki síst vegna þess að Landssambandið gat boðið þrjá ferðastyrki til mótsins,“ segir Mar- grét og tekur fram að það sé mikil- vægt að geta með þessu móti kynnt, hvatt og stutt til samstarfs út fyrir landsteinana. Þess má að lokum geta að af- mælissöngurinn verður í Hörpu- horni á 2. hæð og mun hver kór syngja í 15 mínútur, en kórarnir sem fram koma eru Rokkkór Íslands, Samkór Reykjavíkur, Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór Kópavogskirkju, Óperukórinn, Óháði kórinn, Söng- fjelagið, Sönghópurinn Norðurljós, Samkór Kópavogs, Góðir grannar og Flensborgarkórinn. „Við gerum okkur auðvitað vonir um að Margrét Danadrottning heyri í nokkrum kór- um, en hún snæðir hádegismat í Hörpu,“ segir Margrét að lokum. „Mikil almannagæði“  Landssamband blandaðra kóra býður til afmælistónleika í Hörpu í dag kl. 13.30  80 ár frá stofnun sambandsins Formaður Margrét Bóasdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listaskáld Sigurborg hugsar klippimyndir sínar eins og tónverk sem hún skáldar með pappír, formum og litum.  Myndlistarkonan Sigurborg Stef- ánsdóttir sýnir klippimyndir og bók- verk í forkirkju Hallgrímskirkju Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Listsýning Sigurborgar Stefáns- dóttur, Aðrir sálmar, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, við messulok kl. 12.15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. „Ég hef einu sinni áður sýnt í kirkju, en það var í Danmörku um miðjan níunda áratuginn, rétt eftir að ég útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole í Kaup- mannahöfn, þar sem ég hafði einnig stundað eins árs nám við textíldeild- ina,“ segir Sigurborg. Henni finnst forkirkja Hallgríms- kirkju henta vel fyrir listsýningar, enda séu þar engir aukahlutir sem taki athyglina frá verkunum. „Þau njóta sín í rýminu þar sem er hátt til lofts, hvítir veggir og dökkar flísar á gólfi,“ segir hún. Listsýning Sigur- borgar samanstendur af sextán mis- stórum klippimyndum og þremur bókverkum og eru öll verkin unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Þar sem hún var með málverkasýningu í Gallerí Gróttu í byrjun árs segir hún að sig hafi ekki langað til að sýna málverk svona fljótt aftur heldur tefla fram annars konar listaverkum. Í ljósi þess að sýningin er haldin í kirkju er Sigurborg spurð hvort klippimyndirnar og bókverkin hafi trúarlega skírskotun. Trúartákn og tónverk „Ég er svolítið með trúartákn í klippimyndunum, en annars eru þær aðallega abstrakt á meðan bókverkin tengjast meira hinu vitræna að því leyti að í þeim felst meiri merking en í klippimyndunum. Þær hugsa ég eins og tónverk, sem ég skálda með pappír, formum og litum.“ Sigurborg vinnur með alls kyns efni í klippimyndum sínum. Guja Dögg Hauksdóttir lýsir í sýningar- skrá hvernig umhorfs er á vinnu- stofu listakonunnar: „Á vinnuborði listamannsins eru staflar af efni; ein- litur pappír, handgerður pappír úr efniskenndri kvoðu, stakar síður úr gömlum heftum, prentaðar blaðsíður úr aflögðum bókum, mynstraðar pappírsarkir ... svart blek hefur fundið sér leið og liggur í tilrauna- kenndum pollum yfir reglulegar lín- ur prentaðs texta á gulleitum blað- síðum, mjúk blýantslína reikar yfir hlýbláan flöt ... efnið bíður þess að vera skorið niður á myndflöt eða brotið saman í bókverk af mikilli alúð og vandvirkni.“ Sigurborg hefur tek- ið þátt í ýmsum listnámskeiðum í Bandaríkjunum og Japan og starfaði um nokkurra ára skeið sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands, en vinnur nú eingöngu að eigin mynd- list á vinnustofu sinni. Aðrir sálmar er 17. einkasýning hennar, en auk þess að sýna hér heima hefur hún sýnt í Danmörku og Ítalíu og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 3. mars og er opin alla daga kl. 9 til 17. Aðrir sálmar í messulok Kór Neskirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur óratoríuna Messías eftir Georg Friedrich Händel í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Fjölnir Ólafsson, en stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. „Þetta einstaka verk hreyfir við áheyrendum frá upphafi til enda og fyrir marga er það fastur liður á að- ventunni að hlusta á Messías. Meira en 270 ár eru liðin frá frumflutningi Messíasar, en verkið stendur enn óhaggað sem ein af stærstu tákn- myndum evrópskrar tónlistar og verkið heldur áfram að tala til millj- óna áheyrenda um allan heim, á öll- um menningarsvæðum og af öllum trúarbrögðum,“ segir í tilkynningu. Verkið, sem er ástsælasta og vin- sælasta verk Händel, var samið á 24 dögum sumarið 1741 og frumflutt á góðgerðartónleikum í Dublin á vor- mánuðum 1742. „Í flestum órat- oríum Händels eru einsöngvarar í aðalhlutverkum og kórinn syngur eingöngu stutta kafla. Í Messíasi, segir Laurence Cummings, stjórn- andi London Handel Orchestra, knýr kórinn verkið áfram með til- finningaþrungnum og uppörvandi hætti. Það er líklega vegna þessa sem Messías er í miklu uppáhaldi hjá kórum um allan heim.“ Messías eftir Händel í Neskirkju Fjölnir Ólafsson Hallveig Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.