Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 47

Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Öskur nefnist ljósmyndasýning Friðriks Arnar sem opnuð verð- ur í Listhúsi Ófeigs í dag kl. 15. Á henni sýn- ir hann ljós- myndir sem hann tók af eld- gosinu í Eyja- fjallajökli árið 2010. „Hingað til höfum við nánast eingöngu séð heimildarmyndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Ljósmyndirnar á sýningunni segja þó aðrar sögur og gefa fólki möguleika á að njóta ægifegurðar innan ógnvænlegs augnabliks og virkja ímyndunar- aflið,“ segir um sýninguna í til- kynningu. Myndirnar tók Friðrik í þyrlu og var því í miklu návígi við hamfarirnar. Ljósmyndir Friðriks Arnar eru svokallaðar samhverfur en í þeim er ljósmyndarinn á höttunum eftir fegurðinni og hinu undirfurðulega í gosstróknum, segir í tilkynningu. Öskur hjá Ófeigi Friðrik Örn Griff Rollefson, prófessor og fyrirlesari við tónlistardeild há- skólans í Cork á Írlandi, Univers- ity College Cork, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Rannsóknarráði Evrópu til rannsókna á hip hop tón- list og mun rannsóknin taka fimm ár. Mun þetta vera fyrsta rannsókn sinnar tegundar á heimsvísu, að því er fram kemur á vef háskólans, þar sem hún nær til sex heimsálfa. Hópur fólks mun starfa með Rollef- son að rannsókninni. Hip hop rannsakað í sex heimsálfum Griff Rollefson Listskautahópurinn Le Patin Libre frá Kanada sýnir sýninguna Glide í Skautahöllinni í Laugardal í dag, laugardag, kl. 17.30. „Sýningar- hópurinn kemur frá Montreal og er skipaður fimm fyrrverandi afreks- skauturum, þeim Taylor Dilley, Jasmin Boivin, Pascale Jodoin, Alex- andre Hamel og Samory Ba. Þau hafa ferðast til fjögurra heimsálfa með sýningar sínar og fengið mjög góðar móttökur gagnrýnenda. Stíll- inn er nútímalegur og hefur verið líkt við nútímadans á svelli,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sýningin sem fram fer í dag mun vera blanda af bestu atriðum hóps- ins. Vegna sýningarinnar verður Skautahöllin opin fyrir almenning á öðrum tíma í dag en venjulega, þ.e. frá kl. 13 til 16.30. Le Patin Libre- hópurinn verður með gestum á svell- inu kl. 13.30, 14.30 og 15.30 í 20-30 mínútur í hvert sinn. Miðar á sýn- inguna eru seldir á tix.is og við inn- ganginn. Hæfileikarík Listskautahópurinn Le Patin Libre sýnir listir sínar í Reykjavík í dag. Le Patin Libre í Skautahöll Reykjavíkur TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Stilluppsteypa hóf störf árið1992, þá sem pönksveit í andaCrass, The Ex, Conflict og áþekkra, anarkískra sveita (eins og samnefnd sveigtomma, gefin út sama ár, ber fagurt vitni). Fljótlega þróaðist hún yfir í að verða að til- raunakenndri óhljóðasveit, og stýrðu þá sveitinni þeir Heimir Björgúlfsson, Helgi Þórsson og Sig- tryggur Berg Sigmarsson. Mikill fjöldi platna af því taginu kom út á tíunda áratugnum; breiðskífur, sjö- tommur, kass- ettur, deiliplötur o.s.frv., á mektar- merkjum eins og Chocolate Monk, Ritornell, Mort Aux Vaches og þeirra eigin merki, FIRE.inc. Sveitin gaf m.a. út með Melt-Banana og The Hafler Trio og varð fljótlega að gildandi stærð í alþjóðlegum heimi tilrauna- kenndrar tónlistar, sökum tíðra út- gáfna og nokkuð þéttriðins tengsl- anets sem sveitin kom sér upp. Árið 2003 yfirgaf Heimir Björgúlfsson sveitina og hefur hún verið dúett síðan. Starfsemi hefur ekki verið mikil, Helgi Þórsson hefur einbeitt sér að myndlist á meðan Sigtryggur hefur verið á þeim slóðum sömuleið- is, auk þess að gefa út tónlist, bæði með öðrum og sem einyrki. Stilluppsteypa gaf síðast út samnefnda plötu á japanska merk- inu Atak árið 2004 og rauf svo loks þögnina í ár með plötunni Beach Jolanda. Tónlistin er jafn óáþreifan- leg og óútskýranleg og áður – sleppur undan öllum skilgrein- ingum í raun. Stilluppsteypa lærði snemma að festast ekki í neinum ramma og þeir náðu að koma á óvart með hverri útgáfu, teygðu á forminu af mikilli list, tóku u- beygjur og gáfu aðdáendum sjaldn- ast það sem þeir hefðu viljað sjá og Alger steypa ... og þó Morgunblaðið/Golli Ytri mörk Sigtryggur Berg Sigmarsson og Helgi Þórsson skipa dúettinn Stilluppsteypu í dag. heyra. Á plötunni nýju detta þeir fé- lagar kannski í skruðningsbundið „ambient“ en snúa sér svo óforvar- andis að sýrulegnum tónum, súr- kálsskotnum og jafnvel hippalegum en þýsku áferðina má skýra með því að meðlimir hafa dvalið langdvölum ýmist þar eða í Hollandi. Ef það er skýring yfirleitt! Eitt af því sem sveitin hefur ávallt nýtt sér líka er kímni, eitthvað sem fer oft framhjá fólki. Lagatitlarnir bera þess merki, og vísa í stundum sólbakaða (en vel sýrða) stemninguna („Coco Butter Locomotione“, „Fried Omiley Marbles“ og uppáhaldið mitt, „Make It Snappy Pool Boy“). Platan kemur út á vegum Ultra Eczema merkisins, sem gerir út frá Antwerpen, Belgíu. Upplagið er 400 eintök. Samkvæmt upplýsingablaði eru upptökur frá 2006–2017 og gestir eru BJ Nilsen, Oren Amb- archi, Þorsteinn Eyfjörð, Gerard Herman og Kristín Anna. Í viðtali við neðanjarðartónlistarmiðilinn It’s Psychedelic Baby (Stillupp- steypa er að fá slatta af umfjöll- unum í slíkum miðlum) segir Sig- tryggur að þeir félagar hafi síst setið auðum höndum undanfarin ár og hann sé til að mynda búinn að gera um tíu plötur með BJ Nilsen, hann og Helgi hafi þá lengi vel ekki búið í sama landinu og vinna við nýja Evil Madness plötu hafi þá líka tafið fyrir, en Evil Madness er nokk- urs konar ofursveit íslenskra óhljóðalistamanna og tengdra aðila. Sveitin hafi þá aldrei hætt og samstarfinu lýsa þeir sem auðveldu. Hinn annars hljóði Helgi nefnir að hann og Sigtryggur séu æskuvinir og vinna við tónlistina sé venjulega fremur auðveld og skjót. Sig- tryggur segir að plata þessi hafi komið til vegna þrýstings frá eig- anda Ultra Eczema, sem hafi óskað eftir því að fá að gefa þá út. Það hafi gefið þeim spark í rassinn með að klára og blessunarlega er önnur plata í farvatninu og giska langt komin meira að segja. Hægt er að nálgast tóndæmi á Soundcloud en Ultra Eczema leggur áherslu á að tónlistin komi fyrst og síðast út á efnislegu formi. Það þarf því að hafa fyrir Stilluppsteypu, og þá ekki bara hlustunarlega séð. »Hinn annars hljóðiHelgi nefnir að hann og Sigtryggur séu æsku- vinir og vinna við tónlist- ina sé venjulega fremur auðveld og skjót. Beach Jolanda er ný breiðskífa eftir óhljóðasveitina Stilluppsteypu en hljótt hefur verið um hljómsveitina í meira en áratug, eins þversagnakennt og það hljómar nú. Í ár eins og undanfarin 17 ár opna myndlistarmennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal vinnustofur sínar um aðventuhelgar kl. 14-18. Frá árinu 2004 hafa vinnustofurnar verið í Freyjulundi sem er 17 km norður af Akureyri við Dalvíkurveg. Freyjulundur er líka heim- ili fjölskyldunnar og er gestum boðið í kaffi og meðlæti af gömlum og góðum sveitasið. Vinnustofur í Freyjulundi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 og vinnuljós fyrir íslen skan vetur! Vandaðir vetrarhanskar í úrvali ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.