Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 52
Karlakórinn Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður efna til hádegistón- leika í anddyri Hörpu, Hörpuhorni, í dag í tilefni af fullveldisdeginum og syngja íslensk lög sem hæfa tilefn- inu og hafa fylgt kórnum í gegnum tíðina. Undir lok tónleikanna munu Fóstbræður flytja danska konungs- sönginn „Kong Christian stod ved højen mast“ bæði á íslensku og dönsku og í lokin syngja kórarnir saman þjóðsöng Íslendinga. Tónleikarnir hefjast klukkan 12. Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður í Hörpu LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslendingar sem búa erlendis og Ís- lendingar á ferðalagi geta hitt þannig á að þeir eigi þess kost að sjá sam- landa sína spila með erlendum fé- lagsliðum. Greinarhöfundur fór að sjá þá Bjarka Má Elísson, landsliðsmann í handknattleik, og Martin Hermanns- son, landsliðsmann í körfuknatt- leik, spila með liðum sínum Füchse Berlin og Alba Berlin. »2-3 Farið á leiki hjá Íslend- ingunum í Berlín Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Ís- lands mun Árbæjarsafn bjóða gest- um safnsins upp á kaffi og uppi- stand með Ara Eldjárn í dag kl. 13. Ari mun fjalla um fullveldið, sam- band Íslendinga og Dana og ýmis- legt fleira með sínum einstaka hætti og mun uppistandið fara fram í safnhúsi því sem kallast Landakot. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og að- göngumiði að safninu gildir sem aðgöngu- miði á uppi- standið. Uppistand með Ara Eldjárn á Árbæjarsafni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lovísa Christiansen heldur upp- teknum hætti og býður fjölskyldu og vinum upp á fullveldispönnukökur í dag. „1. desember var alltaf stór dag- ur í huga afa og síðan 1918 hefur fjöl- skyldan komið saman þennan dag og borðað heimabakaðar fullveldis- pönnukökur,“ segir hún. Jóhannes J. Reykdal, athafna- maður í Hafnarfirði og afi Lovísu, fæddist 1874, „var einn af þjóð- hátíðarbörnunum, eins og hann sagði sjálfur“, segir Lovísa. Hún getur þess að hann hafi verið í Reykjavík 1. desember 1918, heillast af atburðum dagsins og þegar hann hafi komið uppnuminn heim að Setbergi um kvöldið hafi hann viljað halda upp á daginn. „Nú hafa merkilegir atburðir gerst og nú verða bakaðar pönnukök- ur fyrir alla, fullveldispönnukökur,“ sagði hann við ömmu, Þórunni Böðvarsdóttur. Mamma sagði mér að hann hefði sagt hverjum sem heyra vildi að þetta væri hátíðisdagurinn hans.“ Sama uppskriftin Ekki var látið sitja við orðin tóm heldur hafist handa við baksturinn og pönnukökunum rúllað upp með mikl- um sykri. „Úr varð ógleymanleg veisla og við höfum haldið hefðinni eftir sömu uppskrift síðan,“ segir Lovísa. Hún leggur áherslu á að hin- ar eiginlegu fullveldispönnukökur séu venjulegar pönnukökur með miklum sykri, en stundum hafi rjómapönnukökur líka verið á boð- stólum. „Bróðir minn var mikill rjómapönnukökumaður í gamla daga og gat borðað ótrúlega margar hverju sinni, en nú halda menn í við sig, bæði í sykri og rjóma.“ Þórunn og Jóhannes eignuðust 12 börn. Síðustu árin bjó Þórunn hjá Kristínu Reykdal, elstu dótturinni, hún tók við fullveldiskeflinu og hélt siðnum gangandi þar til Lovísa, elsta dóttir hennar og elsta barnabarn Þórunnar og Jóhannesar, tók við bakstrinum um miðjan tíunda ára- tuginn. „Fullveldispönnukökubaksturinn hefur aldrei fallið niður í 100 ár,“ áréttar Lovísa. Hún segir að oft hafi verið fullt út úr dyrum en í fyrra hafi verið fámennt í kotinu. Nú sé hins vegar von á fjölmenni. „Eins og geng- ur stendur misjafnlega á hjá fólki, en 1. desember er fastur í tilverunni og þá bökum við fullveldispönnukökur, hvað sem á dynur. Þegar mamma var á Sólvangi fór ég til dæmis með pönnukökur til hennar 1. desember.“ Lovísa lærði ung að baka pönnu- kökur hjá ömmu sinni og nú er komið að Ísabellu Maríu Ólafsdóttur, yngsta barnabarninu, að taka við keflinu. Veiga Dís Hansdóttir, frænka hennar, verður varamaður. „Þær eru yngstu ömmustelpurnar mínar og það kemur í þeirra hlut að sjá til þess að hefðinni verði viðhaldið næstu 100 árin.“ Morgunblaðið/RAX Tímamót Lovísa Christiansen, Veiga Dís Hansdóttir og Ísabella María Ólafsdóttir búa sig undir baksturinn í dag. Fullveldispönnukökur 1. desember í 100 ár  Fjölskyldan hefur fagnað tímamótunum eins árlega frá 1918

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.