Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 12
Spírur eru upphaf lífs. Stútfullar af næringarefnum og góðar fyrir líkamann og þarmaflóruna. Katrín Ha l ldór a Á r nadót t i r, eigandi Ecospíru, ræktar
spírur á Íslandi og segir hún að
mataræði skipti miklu máli fyrir
uppbyggingu og viðhald góðrar
þarmaflóru.
„Annars vegar svokallað „pro
biotics“ fæði sem eru lifandi gerlar
og finnast í jógúrti, súrkáli og gerj
uðum mat og hins vegar „prebio
tics“ fæði sem er eins konar áburður
fyrir góðu bakteríuflóruna þann
ig að hún geti vaxið og dafnað,“
segir Katrín Halldóra. „Mikilvægt
prebiotics fæði eru til að mynda
ákveðnar tegundir trefja sem góð
gerlarnir geta brotið niður og nýtt
sér til vaxtar, einkum bifidobact
erium og lactobacillus góðgerlarnir.
Hér má nefna til dæmis lauk, hvít
lauk, aspas og mungbaunir sem
afbragðsgott fæði fyrir góðgerlana.“
Katrín segir að ferskt, andox
unarríkt, auðmelt og bólgueyðandi
fæði sem og fæði sem eykur niður
brot og hreinsun meltingarvegarins
sé mjög mikilvægt fyrir umhverfi
góðgerlanna.
„Hér erum við að tala um til
dæmis túrmerik, fenugreek, engi
fer, sítrusávexti og káltegundir af
krossblómaætt eins og brokkólí.
Brokkólí inniheldur mikið magn af
glúkórafaníni. Þegar þess er neytt
fersks brotnar það niður í sérvirka
efnið sulforaphane sem heldur
óvinveittum bakteríum í maga
slímhúðinni í skefjum, samanber
H. Pyloribakteríunni og hlutleysir
sindurefni sem geta valdið skaða í
meltingarveginum sem og annars
staðar í líkamanum,“ segir Katrín.
Spírur eru mjög trefjaríkar, auð
meltar og ensímríkar og kjörin
fæða fyrir meltingarveginn, þegar
þeirra er neytt með bólgueyðandi
og trefjaríkri fæðu fá góðgerlarnir
það sem þeir þurfa til að vaxa og
dafna. „Hér er uppskrift að góðum
morgundrykk sem hressir og kætir
þarmaflóruna.“
Áburður fyrir góðu
bakteríuflóruna
Katrín hjá Ecospíru þekkir viðhald góðrar þarmaflóru vel. Hún ræðir góða
næringu og segir mataræði skipta miklu máli. Katrín mælir með þessu helsta
sem gott er að neyta og gefur lesendum uppskrift að frábæru bústi.
Þarmaflórubúst Ecospíru
2,5 dl ananas
1 lífræn epli kjarnhreinsuð
½ stilkur sellerí
1 msk. lífrænn lime- eða sítrónu-
safi
½ lítil lífræn túrmerikrót með
hýðinu (litli fingur að stærð) eða
½ tsk. lífrænt túrmerikduft
⅛ tsk. pipar
1 msk. rifið engifer
1 tsk. hunang (gott hrátt hunang);
hunang inniheldur fjöldann allan
af góðum meltingargerlum
1 msk. af chia-geli eða hörfræja-
geli út í (chia þarf 30 mín. í vatni
til að búa til gel, hörfræ 4-6 tíma)
2-3 stilkar aspas, skolaðir vel og
neðstu 1-2 cm skornir af
25 g brokkólíspírur
25 g spíruð prótínblanda (mung-,
linsu- og fenugreek-spírur)
Setjið allt í blandarann og bætið við
vatni upp að 1 lítra á blandaranum.
Blandið í blandara og geymið rest í
ísskáp, geymist í 23 daga.
Það er ekki ofsögum sagt að sumum þyki þeir vera meðhöndlaðir á annan hátt en þeir hefðu kosið eða átt von á og er slíkt bagalegt. Margir kynnu að segja að þeir hefðu fengið slæma meðhöndlun eða jafnvel skítameðhöndlun eins
og fyrirsögnin gefur til kynna. Í f lestum slíkum til
vikum fyndist okkur það ekki gott og líklega ekki
til eftirbreytni. Þarna er vissulega verið að leika
sér að orðum og er ég í þessari grein á engan hátt
að vísa til þess að sjúklingar séu illa meðhöndlaðir,
þvert á móti að hvetja til þess að sumir væru bein
línis meðhöndlaðir á þennan hátt í bókstaflegri
merkingu, með saur.
Það er merkilegt hvað okkur þykir orðið skítur,
kúkur, saur eða önnur orð um sama hlutinn hafa
neikvæða merkingu, í eðli sínu er um úrgang að
ræða og því fylgir umræðunni ákveðin feimni.
Skítalykt er heldur ekki sérlega góð og viljum við
fyrir alla muni forðast hana og almennt er ekki
mikill spenningur fyrir meðhöndlun eða umræðu
um saur, nema þá í gamni eða neikvæðum tón eins
og að vera skíthæll svo dæmi séu tekin. Einbeitum
okkur að jákvæðu hliðunum í samhengi við sjúk
dóma hér á eftir.
Við vitum í dag að meltingarvegurinn gegnir
afar mikilvægu hlutverki, fyrst og fremst í því efni
að melta og frásoga næringarefni, vernda okkur
gegn sýkingum og viðhalda styrk okkar með því
að hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Undan
farin ár höfum við séð að við andlega vanlíðan
og ýmsa sjúkdóma leikur meltingarvegurinn
drjúgt hlutverk þó erfitt sé að átta sig á orsökum
og afleiðingum. Andlegt ójafnvægi og kvíði getur
valdið meltingartruflunum, niðurgangi eða jafnvel
hægðatregðu. Sumir hafa talið að slík einkenni
væru afleiðing, en hvað ef þar væri að finna orsök?
Þá benda rannsóknir til að meltingarflóran sem
hver einstaklingur ber með sér sé mikilvægur hluti
af líðan viðkomandi, hvort sem er andlega eða
líkamlega. Við erum á byrjunarstigi að skilja þessa
hluti þó okkur hafi orðið nokkuð ágengt á undan
förnum misserum.
Ristilflóran er samfélag sem vinnur sameigin
lega að einu markmiði, að viðhalda sér og starfsemi
sinni. Með því skilar hún heilbrigðum einstaklingi
og tryggir frásog næringarefna og útskilnað
úrgangsefna. Þannig er auðvelt að sjá fyrir sér að
ef röskun verður á þessari starfsemi geti það leitt
til sjúkdóma, sérstaklega ef hún er langvarandi
eða tíð. Fyrir því geta verið margar ástæður, þær
algengustu eru notkun sýkla og bólgueyðandi
lyfja, sýkingar, áfengisneysla, koffein, fæðuval og
ýmislegt f leira.
Sjúkdómar í meltingarvegi eru margir og má
ljóst vera að flestir þeirra tengjast á einn eða annan
hátt því hvernig flóra viðkomandi einstaklings er,
hið merkilega er þó að það virðist líka hafa áhrif
á aðra sjúkdóma, eins og liðagigt, sykursýki af
tegund 1 og 2, offitu, efnaskiptavillu, hjarta og
æðasjúkdóma, Parkinson og ýmsan vanda sem
tengja má við ónæmissjúkdóma og bólgu. Líklega
liggur skýringin í þessu orði „bólga“ en iðulega er
hún eða það ástand undanfari sjúkdóma að því er
virðist og við erum alltaf að átta okkur betur og
betur á því í heimi vísindanna.
Þannig að til að taka það fram þá tel ég að skíta
meðhöndlun geti verið af tvennum toga, hér er
ég að vísa í hina eiginlegu meðferð með hægða
flutningi sem er byrjað að framkvæma víða í
lækningaskyni. Þar fær sá veiki hægðaflóru úr
hraustum einstaklingi í þeim tilgangi að lækna
vanda viðkomandi. Ótrúlegur árangur hefur náðst
við meðhöndlun á vissum sjúkdómum líkt og
clostridiumsýkingum. Verið er að skoða þessa teg
und meðhöndlunar við mjög mörgum öðrum
sjúkdómum í dag samanber það sem er
nefnt hér að ofan og bíðum við spennt
eftir niðurstöðum þar að lútandi.
Mögulega verður skítameðhöndlun
bara hluti af almennri meðferð í
framtíðinni, hver veit?
Skíta
meðhöndlun?
Sjúkdómar í
meltingarvegi
eru margir
og má ljóst
vera að flestir
þeirra tengj-
ast á einn eða
annan hátt
því hvernig
flóra við-
komandi ein-
staklings er.
Teitur Guðmundsson
læknir
Helicobacter pylori er baktería sem lifir í
meltingarveginum og er ein algengasta
bakteríusýking í mannfólki. Hér á landi
eru um 10% einstaklinga á tvítugsaldri
sýkt en um helmingur einstaklinga um
fimmtugt. Flestir eru einkennalausir og
innan við 5% þeirra sem sýktir eru fá ætisár.
Einkenni ætisára geta verið margs konar, svo sem
kviðverkir, hungurtilfinning, ógleði og uppþemba.
Einnig geta fylgt ætisárum blæðingar svo sem tjöru-
svartar hægðir, blóðug uppköst, blóðleysi og gat á
maga eða skeifugörn.
H. pylori getur verið afar hættuleg sé hún virk. Vís-
indasamfélagið viðurkenndi árið 1994 að þessi spíral-
laga baktería væri einn af mikilvægustu orsakaþáttum
magabólgu og meltingarsára. Næstum allir þeir sem
eru með bakteríuna virka í sér eru með sár í skeifu-
görn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur flokkað
bakteríuna sem krabbameinsvaka og því er talið
mikilvægt að uppræta sýkingar
af hennar völdum. Sýnt hefur verið
fram á að bakterían sé áhættuþáttur fyrir maga-
krabbameini hjá ungum fullorðnum.
Ekki hefur tekist að framleiða bóluefni gegn bakt-
eríunni en henni er hægt að eyða með sýklalyfjum
eða á náttúrulegan máta með ákveðnu mataræði.
Bakterían er í mörgum tilfellum móttækileg fyrir
sýklalyfjum en oft reynist erfitt að eyða henni í
meltingarfærum. Helsta ástæðan er sú að bakterían
býr um sig í slímhúð maga og skeifugarnar en þar
komast sýklalyfin illa að. Bakterían á það einnig til að
verða ónæm fyrir lyfjum. Sýkinguna má greina með
útöndunarprófi, sýnatöku í magaspeglun, blóðvatns-
prófi eða saurprófi.
Algengasta bakteríusýkingin: H. pylori
Spírur eru mjög
trefjaríkar, auð-
meltar og ensímríkar og
kjörin fæða fyrir meltingar-
veginn
Katrín Halldóra
Árnadóttir,
eigandi Ecospíru
TILVERAN
7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-C
E
F
8
2
2
7
F
-C
D
B
C
2
2
7
F
-C
C
8
0
2
2
7
F
-C
B
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K